Morgunblaðið - 01.07.1981, Page 22

Morgunblaðið - 01.07.1981, Page 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981 Reykjavík 1960 - 1980 - 2000 an Borgarspítala árið 1979 (sjá mynd 3a). Sambýlisform Eins og áður hefur komið fram var íbúðafjöldi í Reykjavík 30.700 í árslok 1979. Fjölskylduheimili í Reykjavík voru þá 19.950 (81,1% hjón, 5,6% sambýli og einstæðir foreldrar 13,3%) og koma því 10.750 íbúðir í hlut einhleypinga eða annarra, um 35% allra íbúða. Eftirfarandi dæmi skýrir þá þróun sem átt hefur sér stað. Arið 1940 var 74% allra heimila í Reykjavík fjölskylduheimili en 1979 aðeins um 64%. Árið 1940 var meðalstærð fjölskyiduheimila 4,2 íbúi á móti 2,8 íbúum árið 1979. Hlutur ógifts fólks og áður gifts fólks af heildaríbúafjölda hefur stöðugt verið að vaxa, hjón og sambýlisfólk eiga æ færri börn og ungt fólk fer fyrr að heiman til að búa út af fyrir sig. Allt þetta hefur orðið til þess, að íbúðaþörf hefur orðið mun 'meiri en ráð var gert fyrir, því allir vilja búa í eigin íbúð. Ekki nema hluti þeirra herbergja er voru leigð út frá íbúðum í Reykjavík um 1960 munu vera leigð út í dag, sérstaklega tel ég þetta eiga við ris- og kjallara- herbergi í fjölbýlishúsum. Betri vitneskju um íbúa- og húsnæðis- mál borgarinnar ættu að fást þegar niðurstöður aðalmanntais- ins 1981 liggja fyrir. I hnotskurn, mannfjölgun í Reykjavík hefur verið mun hægari en ráð var gert fyrir, og þrátt fyrir að álíka margar íbúðir hafi verið byggðar og áætlað var, hefur íbúðaþörfin verið vanmetin vegna minnkandi sambýliseininga. Fækkun íbúa í eldri hverfum borgarinnar var gróflega vanmet- in í AR ’65. Reykjavík um næstu aldamót íbúamál Það er sameiginlegt einkenni fyrir þær mannfjöldaspár, er gerðar hafa verið fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið síðasta ára- tuginn, að nýrri spár hafa ætíð sýnt minni mannfjölgun en fyrri spár í samræmi við þá þróun sem lýst var hér að framan. Sú mannfjöldaspá fyrir Reykja- vík, sem miðað var við í AR ’77, áætlaði ibúafjölda í Reykjavík um aldamót um 102 þúsund, eða um 300 manna árlega fjölgun, sem er álíka fjölgun og nýjustu mann- fjöldaspár frá 1980 boða fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt oeim spám mun íbúum höfuðborg- irsvæðisins fjölga um 10—15 þús- índ til aldamóta (tafla 1). í AR ’81 er miðað við að búafjöldi í Reykjavík um aldamót /erði milli 82—92 þúsund, eða að búar borgarinnar verði álíka nargir og í dag, eða 5—6 þúsund 'leiri um næstu aldamót (sjá nynd 1). Samkvæmt þeim fram- eikningum á mannfjölda í borg- nni gæti meðalfjölgun ibúa á ári .llt tímabilið orðið um 200 manns. Annað helsta einkennið á nannfjöldaþróun borgarinnar, tan stöðugleika í íbúafjölda, er ækkandi meðalaldur borgarbúa sjá aldurspýramída). Samkvæmt nannfjöidaspám AR ’81 fer hlut- all allra aldurshópa neðan við 35 ára aldursmarkið lækkandi miðað við ástand í dag, fjöldi fólks 35—49 ára verður svipaður, en miðaldra og eldra fólki fjölgar hlutfallslega mest. Húsnæðismál í skýrslu, sem unnin var fyrir samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu árið 1977, var áætlað að byggja þyrfti að meðaltali 1100— 1200 íbúðir árlega á höfuðborgar- svæðinu tímabilið 1975—1985. Á tímabilinu 1975 til 1979 voru fullgerðar að meðaltali á hverju ári 1150 íbúðir á höfuðborgar- svæðinu, eða svipaður fjöldi og talið var æskilegt samkvæmt spánni. í AR ’77 var miðað við, að í Reykjavík yrðu byggðar að meðaltali 840 íbúðir á ári á timabilinu 1975 til 1995, í sam- ræmi við hlutfall Reykjavíkur af íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Á tímabilinu 1975 til 1979 voru fullgerðar árlega að meðaltali 640 íbúðir eða 200 færri en stefnt var að í AR ’77. Árið 1980 var unnin ný spá um íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu hjá Framkvæmdastofnun rikisins og samkvæmt henni var ómettuð íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu árið 1978 um 1100 íbúðir. Þetta er staðfesting á þeim timabundna húsnæðisskorti sem er í dag á höfuðborgarsvæðinu, en samt er árieg íbúðaþörf á höfuðborgar- svæðinu tímabilið 1979 til 1988 samkvæmt þessari spá aðeins um 700 íbúðir og fer spáin stiglækk- andi. í AR ’81 er miðað við það að þurfa að byggja milli 500 og 600 íbúðir árlega í Reykjavík til 1983, um 350 íbúðir árlega frá 1984 til 1988 og um eða innan við 200 íbúðir á ári seinasta áratug aldarinnar. Þessi stiglækkandi íbúðaþörf skilst bet- ur er við lítum á það, að ungt fólk í borginni, sem verður 20—24 ára árið 1993, verður líklega 15—20% færra en sami aldurshópur í Reykjavík í dag miðað við nýjustu framreikninga á mannfjölda. Samkvæmt nýjustu mannfjölda- og húsnæðisspám verður hlutfall- ið íbúar á íbúð líklega komið niður í 2,3 til 2,4 í Reykjavík um aldamót, úr 2,7 á íbúð í dag. Forráðamenn borgarinnar eru sífellt að gera sér betur grein fyrir því, að nóg framboð er af fjölbýlis- húsum í Reykjavík og því þurfi aðallega aö byggja sérbýlishús (einbýlishús og raðhús) í borginni á komandi árum. í AR ’77 er miðað við að 40% nýrra íbúða verði í sérbýli, í AR ’81 er þetta hlutfall hækkað upp í 60% og í forsögn fyrir deiliskipulag á Ár- túnshoiti og Suður-Selási er miðað við að 70% ibúða verði í sérbýli. Dreifing íbúa í AR ’65 var mælt með, að byggðaþróun í Reykjavík yrði suð- ur á bóginn eftir 1983, en í AR ’77 var þessari stefnu snúið við til norðurs. Samkvæmt AR ’77 var áætlað, að að minnsta kosti þrjú 5 þúsund manna ibúðarhverfi byggðust upp norðan Grafarvogs á tímabilinu 1980 til 1995. í umferð- arspá eru gefnir tveir valkostir fyrir dreifingu íbúa borgarinnar árið 1995 og miðast báðar spárnar við að 102 þúsund manns búi í borginni það ár. Fyrri spáin (1995:1) miðast við hraða upp- byKginRar norðan Grafarvogs, að þar verði um 15 þúsund íbúar 1995, en samkvæmt seinni tillög- unni (1995:2) yrði aðeins eitt 5 þúsund manna hverfi byggt norð- an Grafarvogs árið 1995. Ekki var gerð grein fyrir hvernig skyldi staðið að miklum íbúðarbygging- um (840 íbúðir á ári) annars staðar í borginni samkvæmt seinni tillögunni (1995:2). Alla vega eru ekki sýndir aðrir valkost- ir um byggðaþróun á landnotkun- aruppdrætti AR ’77 en norðan Grafarvogs. Landrýmisþörfin fyrir íbúðarbyggðina (15 þúsund ibúa) norðan Grafarvogs var van- metin í AR ’77, nema að byggð yrðu þar þéttbyggð blokkahverfi. í ÁR ’81 eru ný íbúðarhverfi tengd núverandi byggð í Árbæjar- og Breiðhoitshverfum (sjá mynd 3b). Er miðað við það, að þessi nýju íbúðarhverfi geti hýst um 10 til 15 þúsund manns um aldamót, en íbúðaþörfin gæti orðið minni. Auk þess hlýtur einhver hluti íbúðarþarfarinnar að verða leyst- ur með endurbótum á eldri íbúð- um og endurnýjun eldri hverfa. I dag búa um 30% borgarbúa austan Elliðavogs. Ef íbúar Reykjavíkur verða 87.000 um alda- mót og í fyrirhuguðum íbúðar- hverfum búa um 15 þúsund TAFXA 1. Mannfjðldi oq fjöldi íbúða í Reykjavík. 1960 1979 1983 (spá AR'65) 1995 (spá AR'77) 1998 (spá AR'81) Mannfjöldi 72.407 83.365 110.000 102.000 87.000 Fjöldi íbúða 17.000 30.724 32.500 46.000 37.000 íbúar/íbúó 4,2 2,7 3,4 2,2 2,3 Árleg aukning ibúa 530 ~ 1,700 ~ 600 ~ 200 Árleg aukning íbúöa ~ 700 ~ 825 ~ 840 ~ 320 ’ 1 1 1 ' ' ' manns, verður þessi hlutfallstala komin upp í 40% og rúm 50% ef íbúar nýbyggingasvæða verða um 25 þúsund manns, eins og áætlað er í AR ’77. Ef miðað er við að fjöldi íbúa á íbúð stöðvist við 2 í öllum hverfum vestan Elliðavogs, getur íbúum í þessum hverfum enn fækkað um 12.500 manns næstu áratugina miðað við sama íbúðafjölda. Hefur þá íbúum vest- an Elliðavogs fækkað um 31 þús- und manns síðan 1965 þegar íbúafjöldinn á svæðinu var í hámarki (sjá mynd 4). Þyngdarpunktur (miðpunktur) íbúadreifingar í Reykjavík gæti verið kominn austarlega í Smá- íbúðahverfi um aldamót ef upp- bygging á Austursvæðum verður fremur hröð, og þá ætti þunga- miðja íbúadreifingar á höfuðborgarsvæðinu að verða ein- hvers staðar miðsvæðis í austur- hluta Kópavogs. Ef útþynning í eldri hverfum verður ekki jafn ör og ef fleiri nýjar íbúðir koma til vestar í borginni, verður tilfærsla þyngdarpunktsins að sjálfsögðu minni. Sambýlishættir Flestir félagsvísindamenn telja, að draga muni verulega úr hlut- fallslegri aukningu á einhleyping- um og áður giftu fólki á næstu árum miðað við hina öru þróun í þessa átt síðustu áratugi. Þróunin mun samt enn verða í átt til minni sambýliseininga, því litlar líkur eru taldar á því, að fæðingatíðni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.