Morgunblaðið - 09.08.1981, Page 20

Morgunblaðið - 09.08.1981, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Minning: Valgeir Jónsson frá Gemlufalli Fæddur 3. apríl 1899. Dáinit 5. júlí 1980. Það er bjartur sólskinsdagur og sólin skartar geislum sínum yfir einn fegursta fjörð landsins. Gróður allur er í snum fegursta búningi, sjórinn er spegilsléttur, fjöllin há og tignarleg og kyrrðin alger. Við erum samankomin í sveit- inni hans afa, til að kveðja hann í hinsta sinn, hann fékk fagurt ferðaveður eins og hann átti skilið. Hinn 5. júlí sl. lést í sjúkrahúsi Húsavíkur, eftir tveggja mánaða iegu þar, afi minn, Valgeir Jóns- son frá Gemlufalli í Dýrafirði, síðast til heimilis að Sólbrekku 14, Húsavík. Útför hans för fram frá Mýr- arkirkju, Dýrafirði 15. júlí sl. Hann var fæddur 3. april 1899 að Höfðaströnd í Grunnavíkur- hreppi, sonur hjónanna Jóns Arn- órssonar og Kristínar Jensdóttur seinni konu hans. Eignuðust þau hjón 6 börn og eru þrjú þeirra nú á lífi, þau eru Karl, Leó og Sigríður en látin eru á undan Valgeiri þau Kristín og Indriði. Einnig átti Jón, sem var ekkjumaður, fyrir börn með fyrri konu sinni en þau eru öll látin. Ungur réð afi minn sig sem kaupamann að Mýrum í Dýrafirði eftir að hafa stundað sjómennsku um nokkurt skeið. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Ingi- björgu Margréti Guðmundsdóttur, sem var fósturdóttir Friðriks Bjarnasdonar hreppstjóra þar og konu hans Ingibjargar M. Guð- mundsdóttur. Ingibjörg og Valgeir gengu í hjónaband 24.09. 1924 og hófu búskap að Gemlufalli í Dýrafirði. Þar fæddust þeim öll börnin þeirra níu sem eru á lífi, þau eru í réttri aldursröð. Guðbjörg Sigrún, gift Guðmundi Ólafssyni, Jón Kristinn, kvæntur Gunnþórunni Friðriksdóttur, Ingibjörg Elín, gift Jónasi Péturssyni, Anna Jón- ina, gift Baldri Ingvarssyni, Arn- ór, kvæntur Elísabetu Hauksdótt- ur, Guðrún Sigríður, gift Matthí- asi Vilhjálmssyni, Elísabet, gift Vilhjálmi Einarssyni, Friðrik Halldór, kvæntur Hólmfríði R. Jónsdóttur, en yngstur er Guð- mundur, kvæntur Helgu Aða steinsdóttur. Oft mun hafa verið þröngt í bi í gamla bænum enda munnarn margir og efnin lítil. Afi min stundaði búskapinn af samviski semi og dugnaði, jafnframt þi sem hann var ferjumaður yfi Dýrafjörð í fleiri ár. Árið 196 yfirgáfu þau hjón sveitina sína oj fluttust til Húsavíkur, til dóttu sinnar Önnu og fjölskyldu henna sem alla tíð reyndust þeim ákaf lega vel og mun það hafa verii gagnkvæmt. Þetta mun hafa verii ein sú erfiðasta ákvörðun sem af minn tók á sinni lífstíð svo sári saknaði hann sveitarinnar þai sem ævistarfið lá. Aðgerðarleys; var afa mínum ekki að skapi og ekki leið á löngu þar til hann hafði fundið sér vinnu í nýja byggðar- laginu. Þar stundaði hann m.a. byggingarstörf, uppskipun og önn- ur þau störf sem til féllu og fór hann brátt að kunna breytingunni ágætlega. *?**'■., Ljúfmennska og háttvísi hans var til þess að hann varð vina- margur og var hann ákaflega hjálpsamur og greiðvikinn vinum sínum ef á þurfti að halda. Hann hafði sérstaka frásagn- 1. Þú hellir köldu vatni í flöskuna 2 2. færð gos úr SodaStream tækinu OG3 3. ogsetursvo bragðefnið útí. cn Z3 CD Svona einfalt er það. Þú getur valið um 5 bragðtegundir; Appelsín, Cola, Ginger Ale, Límonaði og Tonic. Úr hverri bragðflösku færðu 35 flöskur af gosdrykkjum. SodaStream gosdrykkjagerðin þín sparar þér ekki aðeins peninga, heldur líka pláss, svo ekki sé minnst á þægindin. SodaStream það besta er aldrei of gott. Sól hf. ÞVERHOLTI 19 SIMI26300 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.