Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
25
1930, en 1932 gerðist hann fisk-
sölufulltrúi íslands í Suðurlönd-
um, og hafði aðsetur í Barcelona á
Spáni.
Upp úr því hófst starf hans í
utanríkisþjónustu Dana, fyrst sem
fulltrúi við sendiráðið í Madrid,
1934, og í Berlín 1938, þar til hann
varð sérstakur sendifulltrúi ís-
lands í Suðurlöndum 1940 með
aðsetri í Lissabon. Eftir tveggja
ára starf þar, varð hann aðalræð-
ismaður Islands í New York til
ársins 1948 er hann var skipaður
sendifulltrúi og ambassador í Sví-
þjóð og síðan sendiherra í Bonn
1955. Við störfum í utanríkisráðu-
neytinu tók hann árið 1961 og gaf
út samninga íslands við útlönd
o.fl. þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Þessi upptalning segir harla
lítið. Hann ferðaðist til fjölda
landa og gat notfært sér þau
víðtæku kynni. Hann lenti í ýms-
um raunum í borgarastyrjöldinni
á Spáni. Hann kynntist uppgangi
fasismans þar, á Ítalíu og síðar í
Berlín. Hann lá ekki á liði sínu
með að vara menn við hættunni og
hann vann merk afrek við að
hjálpa Islendingum og útlending-
um og hefur sumt af því komist í
hámæli nýverið 45 árum eftir að
atburðirnir áttu sér stað. Hann
var ekki gefinn fyrir að láta mikið
af afrekum sínum.
Helgi P. Briem ræddi gjarna um
drengskap, en skilgreining hans
var honum hugleikin. Hann að-
hylltist skilning Snorra og Sigurð-
ar Nordal á hugtakinu, en hann
bætir við að drengur sé sá sem
vandur sé að virðingu sinni og vill
í engu misbjóða sínum innra
manni með því að gera eitthvað
sem er rangt eða misbjóða virð-
ingu sinni með of auðfengnum
sigri. Þá sagði hann líka eitt sinn
að sá sem virði sjálfan sig, heiðri
land sitt og þjóð og sá sem virði
land sitt og þjóð heiðri sjálfan sig.
Hver þjóð sem ætti marga slíka
flltrúa er stæðu á jafn traustum
fótum í þjóðlegúm sið og menn-
ingu teldist rík.
Kynni okkar Helga P. Briem,
móðurbróður míns, spanna alla
ævi mína. Fyrir mitt minni var
hann hér á landi en síðar voru
kynnin bundin við stuttar heim-
sóknir hans til landsins og bréfa-
skriftir. Hann var mikil! og
traustur barnavinur alla tíð og
iðkaði samband við yngri kynslóð-
ir á þann hátt sem margir mættu
taka sér til fyrirmyndar. Börn
voru aldrei of lítil eða feimin, að
þau ættu ekki víst að Helgi veitti
þeim athygli og ræddi við þau.
Smám saman byggðist þetta stop-
ula samband upp í trausta vin-
áttu.
Þegar hann kom til landsins
hafði hann ávallt að því er virtist
ákveðið markmið í hverri ferð.
Stundum voru rannsóknir á set-
lögum. Önnur skipti voru það
athuganir varðandi landnámssög-
una, skógartekju hið forna og
þannig mætti lengi telja. Um allt
þetta ræddi hann og fræddi
frændur sína ungu.
Ég var svo heppinn að búa í
gamla húsi fjölskyldunnar við
Tjarnagötu þar sem Helgi og
fjölskylda hans átti lengst af
aðsetur í heimsóknum sínum. Við
bræðurnir hlökkuðum ákaflega til
og sátum yfir gestunum svo lengi
sem við máttum. I húsinu var
mikið kvennaveldi og því var það
sérstaklega kærkomið undirvit-
und okkar bræðranna að fá heim-
sókn hans. Með þessum heimsókn-
um og reglulegum og óslitnum
bréfaskiptum varð hann föður-
ímynd á heimilinu.
Ég átti tækifæri til að sjá Helga
að sendiherrastörfum í Bonn og í
Svíþjóð. Mér var það lærdómsríkt
af hve miklum áhuga hann gekk
fram í starfi sínu. Hann kepptist
við að koma því af í dag, sem
margir hefðu talið að gæti beðið
til morguns. Hann sóttist eftir
tengslum við ýmsar þær stéttir
sem sjaldan komu til fagnafunda,
lista- og menntamenn. Ég hef séð
þess dæmi að ísland hefur hlotið
hið mesta gagn af og vináttu að
auki. Þetta er afrakstur lífsstarfs
sem aldrei verður metinn, má
heldur aldrei vænta.
Helgi leitaðist við að láta
mönnum líða vel í návist sinni og
fara glaðari af sínum fundi en þeir
komu.
Til eru þeir og ekki fáir sem
efast um gagnsemi sendiþjónustu
gangvart erlendum þjóðum. Má
vera að þeir hafi rétt fyrir sér, en
hitt teldi ég æskilegt ef menn
gerðu sér hleypidómalaust grein
fyrir eftir hverju er verið að
sækjast.
Um þessar mundir gleðjast
menn yfir uppgangi skreiðarsölu
og á hún eigi alllítinn hlut að því
að halda í horfinu efnahag lands-
ins. Ekki hef ég nú tök á að athuga
nýtt upphaf skreiðarsöiunnar á
þessari öld, en þar trúi ég utanrík-
isþjónustan eigi góðan þátt.
Gáfur Helga P. Briem og
menntun hans var fjölbreytt og
persónuleiki hans var hreinn og
beinn. Hann hélt sínum skoðunum
einarðlega fram gagnvart löndum
sínum. Hann taldi ýmsa þætti
sendiherrastarfanna vera van-
nýtta og benti á hverjir þeir
þættir væru, og að árangur næðist
ekki sem skyldi þar sem fyrir
kæmi í hinum mikilvægustu mál-
um að fremur væri hugsað til
næstu kosninga, en framtíðar-
heilla. Þessar skoðanir hans féllu
ekki allar í frjóan jarðveg. Þannig
má segja að hæfileikar hans
nýttust ekki að fullu á því sviði.
Hann var vinur vina sinna og
ekkert hefði verið honum fjær, en
að fórna persónulegum vina-
tengslum af stjórnmálaástæðum.
Ekki er mér grunlaust um að þess
hafi hann goldið.
Nú þegar Helgi P. Briem er
allur, leystur úr þraut langrar
sjúkralegu, ber okkur að þakka
fyrir að hafa kynnst og notið
samfylgdar við frábæran mann,
sem lagði sig fram um að vinna
þjóð sinni allt til gagns. Við
gleðjumst við minninguna um
góðan dreng og tökum undir
skoðanir hans sem voru orð Eddu
um að hinir dánu fái ekki ró ef
þeir eru tregaðir um pf.
Eggert Ásgeirsson
I.
Sunnudagsmorgun 2. ágúst sl.
lézt í Borgarspítalanum í Reykja-
vík dr. phil. Helgi P. Briem
sendiherra eftir nokkurra mánaða
sjúkdómslegu. Verður útför hans
gerð á morgun — mánudag kl. 15,
frá Dómkirkjunni.
Helgi var fæddur á Akureyri 18.
júní 1902, sonur Páls amtmanns
Briem og síðari konu hans Álf-
heiðar Helgadóttur. Páll faðir
hans var sonur Eggerts Briem
sýslumanns, síðast í Skagafjarð-
arsýslu, og konu hans Ingibjargar
Eiríksdóttur sýslumanns Sverris-
sen. Álfheiður móðir hans var
dóttir Helga Hálfdánarsonar
prestaskólakennara og sálma-
skálds og Þórhildar Tómasdóttur,
dóttur Fjölnismannsins Tómasar
Sæmundssonar.
Árið 1904 fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur. Embætti amtmanna
voru lögð niður um leið og innlend
ráðherrastjórn komst á, en Páll
hafði verið ráðinn einn af banka-
stjórum íslandsbanka sem þá var
nýstofnaður. Hann lézt 17. des-
ember 1904, aðeins 48 ára að aldri,
frá 5 ungum börnum. Var Helgi
næstyngstur systkina sinna, en
kveður nú fyrstur.
Fyrst eftir komuna til Reykja-
víkur bjó fjölskyldan í Kolasundi,
síðan í Þigholtsstræti 28, en flutt-
ist árið 1907 í Tjarnargötu 24, en
það hús hafði móðir hans látið
reisa. Þar ólst Helgi síðan upp.
Snemma kom í ljos, að hann var
tápmikill og duglegur; byrjaði
ungur að vinna jafnframt skóla-
námi, enda enginn auður í garði í
uppvexti hans. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1921 og prófi í
heimspekilegum forspjallsvísind-
um frá Háskóla íslands 1922, en
bjóst jafnframt til náms utan-
lands. Faðir hans, afi og langafi
höfðu allir verið lögfræðingar.
Helgi rauf þá hefð og hóf nám í
hagfræði við Háskólann í Kaup-
mannahöfn. Hann leitaði þó víðar
fanga — til háskólanna í Berlín,
Heidelberg, Kiel, Oxford og Bes-
ancon í Frakklandi, en tók loka-
próf — can. polit. — við Kaup-
mannahafnarháskóla 1928.
II.
Fyrst eftir að Heigi lauk prófi
fékkst hann við sagnfræðirann-
sóknir, sem síðar verður vikið að.
Um skeið var hann endurskoðandi
hjá sýslumönnum, en 1. janúar
1929 var hann skipaður skattstjóri
í Reykjavík og formaður niður-
jöfnunarnefndar. Þessum störfum
gegndi hann til 1. apríl 1930, að
hann var skipaður einn þriggja
bankastjóra við Útvegsbanka Is-
lands, sem þá var nýstofnaður, en
jafnframt var hann formaður
yfirskattanefndar Reykjavíkur.
Þann 1. janúar 1932 urðu þau
þáttaskil, að hann var skipaður
viðskiptafulltrúi á Spáni með að-
setri í Barcelona — eða fiski-
fulltrúi eins og starfið var nefnt
— og frá 14. febrúar 1935 var hann
attaché við sendiráð Dana í Madr-
id. Var utanríkisþjónustan síðan
starfsvettvangur hans næstu 40
ár, þar af tæp 30 ár erlendis.
Dvöl hans á Spáni lauk skyndi-
lega, þegar borgarastyrjöldin
brauzt út 1936. Sjálfur hefur hann
lýst atburðum og ævintýralegri
brottför þaðan í bókinni Áfanga-
staðir um allan heim sem út kom
1956. — Var hann nú — 13. marz
1937 — skipaður attaché við sendi-
ráð Dana í Berlín og sinnti þar
sem fyrr einkum viðskiptamálum.
Og enn batt styrjöld enda á dvöl
hans — nú heimsstyrjöldin síðari,
sem hófst 1. september 1939. Var
hann raunar staddur í Reykjavík
um þær mundir en sneri aftur til
Berlínar og var þar fram á vor
1940. Dvaldist hann síðan skamma
hríð í Reykjavík og starfaði meðal
annars með Sveini Björnssyni,
sem þá var ráðunautur ríkis-
stjórnarinnar um utanríkismál.
Síðar á árinu var honum falið að
vera sérstakur sendifulltrúi í Suð-
urlöndum með aðsetri í Lissabon.
Á þessum árum geysaði heims-
styrjöldin sem ákafast og megin-
land Evrópu gekk að mestu undir
vald Þjóðverja. Veigamikill þáttur
í starfi Helga í Lissabon var að
halda uppi sambandi við íslend-
inga á þeim svæðum sem Þjóð-
verjar réðu og greiða götu þeirra
eftir því sem aðstæður leyfðu.
Portúgalir voru hlutlausir í
ófriðnum og því varð land þeirra
vettvangur samskipta manna sem
víglínur aðskildu. Til þess að
styrkja tengslin sem bezt brá
Helgi á það ráð að hefja útgáfu
fjölritaðs dreifibréfs með fréttum
af Islandi sem sent var til allra er
til náðist. Bréf þetta var nálega
eini farvegur frétta til íslendinga
á meginlandi Evrópu og mörgum
til hugarléttis. Bak við þetta
framtak, sem var algerlega um-
fram embættisskyldu, bjó geysi-
mikil vinna, enda ekki til að dreifa
teljandi aðstoð skrifstofuliðs.
Áðalræðismaður í New York
var Helgi skipaður 1. júlí 1942 og
hélt þegar þangað á skipi yfir
Atlantshafið. Var þetta háskaför,
kafbátahernaður Þjóðverja í al-
gleymingi og skipatjón mikið.
Hann komst þó heilu og höldnu
yfir hafið. I New York beið mikið
starf. Þangað lá nú leið fjölda
íslendinga og flestir þörfnuðust
einhverrar aðstoðar, en ræð-
ismannsskrifstofan fáliðuð.
Starfinu í New York gegndi
Helgi þangað til hann var skipað-
ur sendifulltrúi í Svíþjóð með
aðsetri í Stokkhólmi 9. janúar
1948, en sendiherra þar varð hann
28. desember 1950. Jafnframt
gegndi hann störfum sendiherra í
Finnlandi 1951—55; í Sovétríkjun-
um 1951—53; í íran 1951—56; í
ísrael 1951 —56 og í Júgóslavíu
1953-60.
Árið 1955 var Helgi skipaður
sendiherra í Þýzkalandi með að-
setri í Bad Godesberg hjá Bonn, en
jafnframt gegndi hann störfum
sendiherra í Sviss 1956—61.
Til Islands kom hann 1961 og
hóf þá störf í utanríkisráðuneyt-
inu við útgáfu á samningum Is-
lands við erlend ríki og söfnun á
sögulegum heimildum í erlendum
skjalasöfnum. Verður að þessu
vikið síðar.
III.
Samkvæmt sambandslögunum
frá 1918 skyldu Danir fara með
SJÁ NÆSTU SIÐU
Gerir
þú kröfur ?
t>á velur þú
20” 22" 26'
MEST SELDA LITSJÓNVARPSTÆKIÐ Á MARKAÐNUM
BORGARTÚN118
REYKJAVÍK SlMI 27099
SJÓNVARPSBÚDIN
CM CM Verö: 9.350.- Staðgr.: 8.880.-
Útborgun: 1/3