Morgunblaðið - 09.08.1981, Síða 27
ransóknir og aðhylltist margt í
þeim fræðum; sama var að segja
um guðspeki. Hann var félagi í
Frímúrarareglunni. Um þessi efni
fjölyrði ég ekki frekar, enda á ég
óhægt um vik sakir vanþekkingar.
Eins og vænta mátti hlotnuðust
honum margar sæmdir í heiðurs-
merkjum og nafnbótum. Við slíku
tók hann með allri hógværð en
flíkaði annars ekki.
VII.
Þann 20. júní 1929 kvæntist
Helgi Doris Mildred, dóttur Johns
Davis Parker eftirlitsmanns frá
Birmingham. Var hún honum
traustur lífsförunautur og fylgdi
honum jafnan, einnig á hættuför-
um stríðsáranna.
Þau eignuðust eina dóttur, Álf-
heiði Sylvíu f. 17. janúar 1942.
Hún er gift Magnúsi Pálssyni
raftækni hjá Rafmagnsveitum
ríkisins, f. 31. júlí 1936, og starfar
hjá Ferðamálaráði ríkisins. Börn
þeirra eru þessi: Helgi Briem f. 5.
september 1962, Páll Briem f. 2.
janúar 1964, Doris Sigríður f. 22.
ágúst 1966, Sæunn Sylvía f. 14.
október 1970.
VIII.
Eins og ljóst má vera af því sem
nú hefur verið rakið átti Helgi að
baki viðburðaríka ævi, þegar hann
lézt. Kunni hann frá mörgu að
segja auk þess sem hann var
mikill lestrarhestur og hafsjór af
fróðleik. Kringum hann var aldrei
værð eða lognmolla. Hann varð oft
sem gagntekinn af viðfangsefnum
sínum.
Heimili átti hann óvenjuglæsi-
legt, vel búið af góðum gripum,
sumum gömlum, og þar skipaði
veglegt bókasafn öndvegi. Það var
að vísu aðallega miðað við nytja-
gildi, en mörg er þar þó falleg og
fágæt bókin, sem eigandinn kunni
vel að meta. — Honum var mikil
ánægja að fagna þar gestum
sínum, var veitull, rausnarlegur
og hrókur alls fagnaðar — en
sjálfur stakur hófsmaður.
Hitt er þó meira um vert,
hversu hjálpsamur hann var og
raungóður. Hvarvetna þar sem
hann vissi af erfiðleikum var hann
óðara boðinn og búinn til að veita
aðstoð. Margir voru þeir íslend-
ingar erlendis sem kynntust þess-
um eiginleika í fari hans, og eftir
heimkomu gerðist það oftar en
einu sinni, að hann bað mig að
grennslast fyrir um það svo að
ekki bæri á, hvort hann gæti orðið
til aðstoðar, þar sem hann vissi af
vandræðum. — Og síðast en ekki
sízt var hann mikill og góður
íslendingur. Hann hafði mikinn
metnað fyrir hönd þjóðar sinnar
og vildi veg hennar sem mestan.
Fátt féll honum miður en hátt-
semi sem varpaði rýrð á land og
þjóð. Gat hann þá orðið berorður
og beinskeyttur hvort sem
mönnum líkaði betur eða verr.
Nú á þessari kveðjustund get ég
ekki varizt þeirri hugsun, að Helgi
hafi í lifandi lífi varla verið
metinn að verðleikum, en að
ástæðum skal engum getum leitt.
Hinu trúi ég, að hann muni vaxa í
endurminningu þeirra sem honum
kynntust, og það fái staðfestingu
þegar saga utanríkismála og utan-
ríkisþjónustu verður skráð.
Sigurður Líndal
ÚTSALA
ÚTSALA
Otsalan hefst á morgun
mánudaqinn 10- agust
v. Laugalæk, sími 33755.