Morgunblaðið - 20.08.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 20.08.1981, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 Samgönguráðherra um Atlantshafsflugið: Sé ekki grundvöll til að styrkja það óbreytt FLUGLEIÐAMÁLIÐ verður lagt fyrir rikisistjórnarfund í dag. en ekki er búist við þvi að ákvarðanir verði teknar á fundinum. að því er Steingrímur Hermannsson, sam- gónguráðherra tjáði Morgunhlað- inu í gær. Kvaðst hann hafa rætt málið við stjórnendur Flugleiða. en það væri flókið og þyrfti ýmislegt að upplýsa betur. „Ég er ekki búinn að skoða málið nægilega vel til að kveða upp dóm um fjárþórf Flug- Helga Guðmunds- dóttir keypt til Eskif jarðar STJÓRN Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar hefur nú gengið frá kaupum á nótaskipinu Ilelgu Guðmundsdótt- ur BA 77 frá Patreksfirði og er kaupverðið 13 milljónir, en skipið verður afhent í febrúar á næsta ári. Að sögn Aðalsteins Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar voru þessi kaup ákveðin til þess að afla fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins aukins hráefnis og hefðu þau verið nauðsynleg vegna þess að fyrri hugmyndir um að kaupa hlut í Júpíter hefðu ekki orðið að veruleika. leiða. en samkvæmt áætlun sem þeir hafa gert. er tap á ýmsum þáttum starfseminnar. m.a. á inn- anlandsfluginu og hótelrekstrin- um. Þetta eru þættir sem þarf að skoða. en ég tel að ekki komi til greina að styrkja hótelreksturinn. en mér finnst vel koma til greina að endurskoða fargjöld innanlands- flugsins og fyrirkumuiag þeirra mála." sagði Steingrimur. „Þá þarf að bæta þjónustuna og ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að hækka fargjöldin til þess að það sé unnt,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann að Flugleiðir byggðu áætlanir sínar, að því er virtist, á framreikn- ingi þess sem verið hefði, en spurn- ing væri hvort ekki væri ætlunin að gera átak til þess að Norður- Atlantshafsflugið mætti njóta þess bata sem þar væri talinn framund- an, „en ég sé ekki grundvöll til þess að styrkja Atlantshafsflugið óbreytt," sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að í skýrslu bandarísks ráðgjafafyrirtækis, sem gert hefði athuganir á rekstri Flug- leiða, væri lagt til að Flugleiðir útveguðu breiðþotu, „og ég held að það hljóti að vera rétt að útvega breiðþotu. Allir sem til þekkja eru þeirrar skoðunar," sagði Steingrím- ur Hermannsson. Geysileg áhugavakning á gönguferðmn um hálendið GÖNGUFERÐIR þar sem fólk ferðast með allan sinn farangur á hakinu um óbyggðir eiga mjög vaxandi vinsældum að fagna. svo mjög að nú er eins og hafi orðið hylting i þessu. að þvi er einn ferðalangurinn sem var að koma úr slíkri ferð orðaði það. Þórunn Þórðardóttir hjá Ferðafélagi fs- lands staðfesti þetta, sagði að vísu ætti þetta nokkurn aðdrag- anda. en í sumar hefði Ferðafé- lagið fyrst verulega fundið þessa miklu breytingu. Fullbókað hcfði verið i allar slíkar ferðir ug færri komist að en vildu í sumar. Þórunn nefndi sem dæmi að í sumar var fullbókað í allar göngu- ferðirnar milli Landmannalauga og Þórsmarkar þar sem farið er úr bænum í Landmannalaugar á föstudögum og komið úr Þórsmörk á miðvikudögum, en verið á göngu í 4 daga með farangur, en gist í gönguskálum. 10 daga erfið göngu- ferð á Snæfell og suður um Lónsöræfi var fullbókuð strax í vor, en þá leið gengu 25 manns með tjöld og allan annan farang- ur. Þá hafa Hornstrandaferðir félagsins aldrei verið eins vel sóttar, í 8 daga ferð í júlí gengu 32 í fjóra daga með farangurinn á bakinu frá Aðalvík í Hornvík, en nú var í fyrsta skipti bætt við annarri ferð, 8. ágúst, og var fullt í hana, yfir 50 manns, þá er ætlunin að þeir sem vilja geti farið 2ja—3ja daga göngur. Sömu sögu er að segja um gönguferð frá Hveravöllum í Þverbrekkumúla, þar sem gist var í skála, en borinn matur og svefnpokar, þá varð að takmarka hópinn við 18. í sömu Hveravallaferð var boðið upp á fleiri valkosti, en þessi hafði langmest aðdráttarafl og komust færri en vildu. Þórunn sagði að gönguferðir hefðu á undanförnum árum verið kynntar markvisst og er áberandi vaxandi aðsókn að dagsgönguferð- unum um helgar. Þar byrja marg- ir á að prófa getu sína og færa sig svo upp á skaftið. En í margra daga hálendisgöngur með farang- ur þyrfti fólk auðvitað að vera heilsuhraust. Það hefði líka sjálf- sagt sitt að segja að útbúnað- ur væri nú orðinn svo miklu betri, en það skipti sköpum að vera vel búinn, með vatnsgalla, góða gönguskó og góðan bakpoka. Þyrla sótti sjúkan sjómann um borð í sovéskan togara Göngufólk leggur upp i Þórsmerkurferð. ÞYRLA frá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli sótti sjúkan sjó- mann um borð í sovéskan vcrk- smiðjutogara í ga>r. en togarinn var staddur um 350 mílur suðvest- ur af Reykjanesi. Þyrlan tók elds- neyti úr Hercules-vél á lciðinni. en hún lenti á þyrlupallinum við Borgarspítalann um kl. 18. „Skipadeild Sambandsins, sem er umboðsaðili fyrir rússnesku skipin sem hingað leita, í samvinnu við rússneska sendiráðið, bað Slysa- varnarfélag Islands um að hafa milligöngu um að sóttur yrði veikur sjómaður um borð í rússneska verksmiðjutogarann Bionier Latvis, en álitið var að hann væri með bráða botnlangabólgu. Var óskað eftir því að manninum yrði komið á spítala í Reykjavík," sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysa- varnarfélags Islands í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði Hannes að langan tíma hefði tekið að ná sambandi við togarann, en skipið var statt um 350 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. „Þyrla frá varnarlið- inu fór um klukkan 13 frá Keflavík- urflugvelli, með lækni frá sjúkra- húsinu þar innanborðs, og þá var einnig Hercules-vél, sem var á leið frá Woodbridge á Englandi, snúið til móts við þyrluna og verksmiðju- togarann. Um klukkan 13.30 fór svo Hercules-vél frá Keflavíkurflugvelli með eldsneyti á eftir þyrlunni," sagði Hannes. Hannes sagði að veðrið hefði verið hagstætt, skyggni gott og vindur hægur, en þó hefði gengið á með skúrum. Klukkan 15.05 sagði Hann- es þyrluna hafa verið komna yfir skipið og sjúklingurinn kominn þar um borð um hálftíma síðar. Þyrlan þurfti að taka eldsneyti frá Herc- ules-vélunum á heimleiðinni, en hún kom að Borgarspítalanum um klukkan 18, eins og áður sagði. væri komin út á islensku. Trofimov blaðafulltrúi var spurður að því, hvernig á því stæði, ef Alix Agargov, sem er forstöðu- maður fréttastofunnar APN eða Novosti á Islandi, væri sá eini, sem sendi héðan fréttir til Tass, að fréttaskeytið með ummælum Hauks Más Haraldssonar væri dagsett í Reykjavík eftir að Agar- gov fór af landi brott í sumarleyfi. Trofimov blaðafulltrúi sagði, að sú skýring væri á þessu, að Agargov hefði skrifað fréttina, áður en hann fór í sumarleyfi (9. ágúst) hins vegar hefði hún ekki verið send fyrr en 11. ágúst. Trofimov sagði sendiráðið ekki vita um samtöl Agargov við Hauk Má Haraldsson og æskilegt væri að ná tali af Agargov til að fá þann þátt málsins á hreint. Þá var Viktor Trofimov spurður að því, hvort einhver tengsl væru á milli birtingar umræddar fréttar á forsíðu Prövdu og dvalar Svavars Gestssonar formanns Alþýðu- bandalagsins í Moskvu um sömu mundir. Sagðist Trofimov ekki sjá nein tengsl þar á milli. Agargov hefði skrifað frétt sína þegar skýrsla Brezhnevs kom út á ís- lensku fyrir tveimur vikum eða þar um bil. Það sé venjulegt, að slíkar fréttir birtist á forsíðu Prövdu, því að ekki sé nema hálft ár liðið frá þingi Kommúnistaflokksins og áhugi á því enn mjög mikill. Að lokum spurði Morgunblaðið, hvað yrði gert við hina íslensku þýðingu á skýrslu Brezhnevs, hún hefði til dæmis ekki borist blaðinu. Taldi Trofimov þess ekki langt að bíða, að skýrslunni yrði dreift. Óskar Bjarni Brynjólfsson Pilturinn látinn PILTURINN sem lenti með höf- uðið á steinvegg, þegar hann datt í Bankastræti fyrir skömmu. lést á Borgarspitalanum í gær. Hann hét Óskar Bjarni Brynj- ólfsson og var fæddur 14. nóvem- ber 1963. Óskar heitinn var til heimilis að Bergþórugötu 45 í Reykjavík. Sjómaðurinn fluttur í sjúkrabifreið. Ljósm. Mbl. Kristján. VII) IIÖFUM ekki getað haft samband við AIix Agargov, þar sem hann dvclst á sumarleyfisstað utan Moskvu, sagði Viktor Trofi- mov blaðafulltrúi sovéska sendi- ráðsins í gær, þegar Morgunblað- ið hafði samband við hann og spurðist fyrir um rannsókn sendi- ráðsstarfsmanna á málsatvikum vegna þeirrar fullyrðingar Hauks Más Ilaraldssonar. að Tass-frétta- stofan hefði haft eftir honum ummadi. sem hann hefði aldrei viðhaft. Ummælin hirtust i Provdu og Isvestíu 12. og 13. ágúst og lýstu fognuði yfir því, að skýrsla Leonid Brezhnevs á 26. fiokksþingi sovéska kommúnista Sovéska sendiráðið: Höfundur Tass-frétt- arinnar ekki í Moskvu Getur ekkert sagt um samtöl hans við Hauk Má Haraldsson Um 2 kíló af kannabis fund- ust hjá Bandaríkjamanni Áætlað söluverðmæti 12-15.000 kr BANDARÍKJAMAÐUR af Kefla víkurflugvelli var á þriðjudag úrskurðaður í 15 daga gæslu- varðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. en hann var handtekinn á mánu- dag. Maðurinn, sem er 18 ára gamall, er ekki hermaður á Keflavíkurflugvelli. en starfar þar sem verkstjóri. Við húsleit heima hjá honum fundust u.þ.b. 2 kíló af kannabis- efni. Maður j)essi er talinn tengj- ast tveimur Islendingum úr Kefla- vík sem úrskurðaðir voru í 10 og 7 daga gæsluvarðhald á sunnudag- inn, en annar mannanna er um tvítugt en hinn á þrítugsaldri, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Óskari Þórmundssyni hjá fíkniefnalög- reglunni á Suðurnesjum og fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykja- vík. Að sögn Óskars er talið að enn séu ekki öll kurl í málinu til grafar komin og því málið enn í rann- sókn. Aðspurður sagði hann að áætlað söluverðmæti kannabis- efnisins sem fannst við húsleit hjá Bandaríkjamanninum, væri á bil- inu 12—15000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.