Morgunblaðið - 20.08.1981, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.08.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 15 Smámyndir í Djúpinu Vel fannst mér það tilfundið að stofna til smámyndasýningar í Gallerí Djúpinu. Þannig sýn- ingar hef ég oft á tíðum séð víða erlendis, en ekki man ég eftir, að nokkrum hafi dottið þetta í hug hér hjá okkur. Nú er sem sagt slík sýning í Djúpinu og þátttaka ekkert smáraeði, nær þrjátíu manns. Þarna kemur fram mikið af fólki, sem ég man ekki eftir að hafa séð verk eftir á sýningum áður, og satt að segja varð mér um og ó, er ég las nöfn þessa hóps í dagblaði og kannaðist aðeins við örfáa þátttakendur. Það er frísklegur blær yfir þessari sýningu, en heldur er hún ósamstæð, enda vart við öðru að búast, þar sem aðeins tvö og þrjú verk eru eftir flesta, og ég held, að enginn sé með fleiri en fimm. Þetta er nú samt snoturt, en hvergi stórbrotið, það er eins og vanti einhverja festu í hlutina, og þetta leikur allt frekar í lausu lofti. Þarna eru að sjálfsögðu eftirtektar- verðir hlutir, og eru þeir unnir í mjög mismunandi efni, og á stundum er manni næst að halda, að ekkert af þessu fólki vinni í olíulitum, því að þeir eru þarna í miklum minnihluta. Það er og einkennandi fyrir þessa fyrstu sýningu af þessu tagi, að kvenþjóðin virðist hafa þar tögl og hagldir. Það gæti verið, að MÞað er frísklegur blær yfir þessari sýn- ingu, en heldur er hún ósamstæð, enda vart við öðru að búast, þar sem aðeins tvö og þrjú verk eru eftir flesta, og ég held að enginn sé með fleiri en fimm. Þetta er nú samt snot- urt, en hvergi stórbrot- ið.. .44 smámyndagerð ætti miklu betur við það kynið, en ekki dettur mér til hugar að slá slíku fram í alvöru. Þeir, er mér urðu minnistæð- astir af þessum stóra hóp, eru: Valtíngojer, sem á þarna mjög ágæt verk, Sigurþór Jakobsson, Guðmundur W. Vilhjálmsson, Guðbergur Auðunsson, Sigrún Eldjárn og Rúna Gísladóttir. Það eru vafalítið fleiri, sem mætti nefna, en það er eldraun að muna öll þessi nöfn, þegar svo engin sýningarskrá er til að hafa heim með sér. Þessi sýning er mjög virð- ingarverð tilraun hjá Gallerí Djúpinu, og vonandi verður framhaldið sem horfir. Ég verð að játa, að mér fannst vanta þarna eldri kynslóð myndlist- armanna, og hefði verið skemmtilegt að sjá svolitla eítir VALTÝ PÉTURSSON blöndu af yngra og eldra fólki. Það hefði gefið slíkri sýningu enn aukið gildi og verið fróðlegt að sjá, hver hefði þar betur. En það mun ekki við neinn að sakast nema myndlistarmenn sjálfa, eftir þátttöku þeirra var auglýst, en þeir virðast ekki hafa tekið við sér, þeir eldri. Vonum, að þessi sýning verði endurtekin og þá standi allt til bóta. Valtýr Pétursson. Ný bók eftir Jónas H. Haralz NÚ UM mánaðamótin kemur út bók eftir Jónas H. Ilaralz banka- stjóra, Velferðarríki á villigöt- um, sem Félag frjálshyggju- manna gefur út. Er þar um að ræða úrval greina og erinda Jónasar frá áttunda áratugnum, sem sumt hcfur ekki birst áður á íslensku. en einnig skrifar Jónas inngang. Bókin er um 160 bls. og skiptist í þrjá hluta. í fyrsta hlutanum er fjallað um Velferðarríkið og þá stefnu, sem það hefur tekið á þessum áratug, um hagvöxt og um hag atvinnurekenda í verðbólgu- þjóðfélagi. í öðrum hlutanum er rætt um stefnumörkun stjórnála- flokkanna við þessar aðstæður, m.a. um tvær stefnuskrár Sjálf- stæðisflokksins, Endurreisn í anda frjálshyggju og Leiftursókn gegn verðbólgu. í þriðja hlutanum er rætt um hagstjórn, orsakir og afleiðingar verðbólgu og þann lærdóm, sem draga megi af reynslunni um baráttuna gegn verðbólgunni, og setur Jónas fram kenningar um það, sem vafalaust munu þykja nýstárlegar og ekki hafa birst áður frá hans hendi. Þess má geta, að af ritinu verða gefin út 50 eintök árituð af höfundi, tölusett og innbundin (en að öðru leyti er hún pappírskilja). Þegar hafa verið pöntuð um 25 eintök af hinni árituðu útgáfu að söfn Skafta Harðarsonar í Félagi frjálshyggjumanna, en þeir, sem hafa áhuga á því að tryggja sér slíkt eintak, geta skrifað Félagi frjálshyggjumanna í pósthólfi 1334, 121 Reykjavík. Afmælissýning á verk- um Jóns Stefánsson- ar á Sauðárkróki Saurtárkróki. 17. áKÚst. NÚ stendur yfir í Safnahúsi Skag- firðinga sýning á 25 málverkum eftir Jón Stefánsson, listmálara. Þetta er afmælissýning þvi á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu listamannsins, en Jón var fæddur hér á Sauðárkróki, sem kunnugt er. Það er Listasafn íslands og Lista- safn Skagfirðinga, sem standa að sýningunni, og er hún hin vegleg- asta. Má þar sjá nokkur af kunn- ustu verkum Jóns, auk ljósmynda og fleira er varða uppruna hans og störf. Vönduð sýningarskrá með litmynd af málverki Jóns, „Úti- gangshestar", er til sölu á sýning- unni, en aðgangur er ókeypis. í skrána rita Selma Jónsdóttir, for- stöðumaður Listasafns íslands og Kristmundur Bjarnason, rithöfund- ur á Sjávarborg. Sá síðarnefndi hefur tekið saman stuttan æviþátt um listamanninn, sem sýningar- gestir fá endurgjaldslaust. Aðsókn að sýningunni, sem opnuð var 9. þ.m. hefur verið góð. Hún er opin daglega kl. 20—22 og um helgar kl. 14—18. Henni lýkur 30. þ.m. Kári Notið tækifærið, komið við og gerið góð kaup. Opið alla daga til klukkan 21. Nú stendur yfir hin árlega haustútsala okkar á pottaplöntum. Við setjum allar pottaplöntur á útsölu og bjóðum 15-50% afslátt. Héreru dæmi um nokkur verð: Áður kr. Núkr. Bergflétta 88 44 Cordylina 163 80 Yuccur25 cm. 130 104 Hawairós 94 66 Heimilisfriður 35 24 Sverðburknar 105 89 Gúmmítré 119 89 Silfurfjöður 119 74 Pottachrysanthenum 45 25 Drekatré 68 48 Kóngavínviður 62 41 Rússavínviður 62 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.