Morgunblaðið - 20.08.1981, Page 41

Morgunblaðið - 20.08.1981, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 10—11 FRÁ MANUDEGI Gasprarar eða heiðarlegir stjórnmálamenn: „Minni menn hefðu brotnað undan farginu“ Kæri Velvakandi! Eg tek undir það sem „gamall krati“ sagði í bréfi sínu sl. fimmtu- dag, að þjóðin er ekki heillum horfin á meðan hún á stjórnmála- leiðtoga á borð við Geir Hall- grímsson, formann Sjálfstæðis- flokksins. Kostir þess prúða og trausta manns verða æ augljósari eftir því sem gasprararnir verða meira áberandi í hinum flokkunum og í ríkisstjórn. Fólk er orðið þreytt á þessum eilífu upphlaupum og öskrum sem koma úr hálsi manna sem teljast í forystu meðal þjóðarinnar. Hver man ekki eftir óhljóðum Ólafs Ragnars Grímsson- ar, Baldurs Óskarsson, Ragnars Arnaids, Svavars Gestssonar, Hjörleifs Guttormssonar og Guð- rúnar Helgadóttur um Flugleiðir, ÍSAL og Gervasoni með undirspili Steingríms Hermannssonar. Nú síðast er það söngurinn um atóm- vopnin og framundan er frekara sjónarspil um Flugleiðir og ÍSAL. Nokkrir ógæfumenn í Sjálfstæð- isflokknum töidu virðingu Alþingis borgið með því að leiða þessa menn til valda í landinu. Alþýðublaðsævintýrið að undan- förnu hefur gert að engu vonir manna um, að í Alþýðuflokknum sé að finna mótvægi gegn gösprurun- um í Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi. Vilmundur ákallar guð og biður þess að forystumenn flokksins fái hagsmunamál þjóðar- innar ekki í hendur. Hann ætti að vita það, því hann sat með þessum mönnum í minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins. Rangt föðurnafn Þegar litið er yfir stjórnmála- sviðið blasir við upplausn, þar sem litlir kallar brjótast um til að fullnægja persónulegum metnaði sínum og valdafíkn. Það er aðeins einn forystumaður, sem stendur upp úr feninu. Það er Geir Hallgrímsson. Hann hefur borið byrðarnar, sem á hann og flokk hans hafa verið lagðar, með mikilli reisn og staðfestu. Minni gjg »**■■ I r.jyg".J!" menn hefðu brotnað undan farg- inu. Ég tek því undir það með „göml- um krata“, að vonandi beri Sjálf- stæðisflokkurinn gæfu til að standa þétt við bakið á foringja sínum. Það verður þjóðinni fyrir beztu. Drenglyndi, heiðarleiki og staðfesta Geirs Hallgrímssonar er það sem hún þarfnast. Borgari. Þau mistök urðu í Velvakanda sl. þriðjudag að farið var rangt með nafn Þorkels Hjaltasonar er skrifaði bréfið „Kommi í predik- unarstól" og hann skrifaður Hjartarson. Er Þorkell beðinn afsökunar á þessum mistökum. Satt að segja finnst mér Bítl- arnir og The Rollers eiga margt sameiginlegt, þessar hljómsveitir voru báðar vin- sælastar á meðan þeir spiluðu þessi svokölluðu súkkulaðilög. Síðar skiptu þær yfir í fágaðri tónlist, nema að þannig fór fyrir The Rollers að þeir misstu niður heilmikið af vin- sældum en svo fór ekki hjá Bítlunum. Hr. Flínkur segist meta The Rollers meira en svo að hann leggi þá að jöfnu við Bítlana? En góði maður, þú þarft alls ekki að skammast þín fyrir að gera svo, þvert á móti. Bítlarn- ir eru tvímælalaust einhver vinsælasta hljómsveit sem uppi hefur verið. Ef hr. Flínkur eða einhver annar tekur sig til og fer að mótmæla því finnst mér harla ólíklegt að hægt væri að rökstyðja þær mótbár- ur. Að lokum vil ég láta í ljósi þá frómu ósk mína að svona fáránlegu skítkasti í Bítlana verði hætt, hvort sem það er hr. Flínkur eða einhverjir sem að því standa. Þetta er ekki annað en heimska. Binna. Þessir hringdu . . . Tillitsleysi við gangbrautir — aukið löggæslu! Vegfarandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Það gengur alveg yfir mig hvernig öku- mönnum helst uppi að koma fram við okkur gangandi fólk í umferð- inni. Mér skilst að um það séu skýlaus ákvæði þess efnis í um- ferðarlögum að ökumönnum beri að nema staðar við gangbrautir ef þeir sjá að gangandi fólk vill komast yfir. I reyndinni er það hins vegar alger undantekning ef bílar nema staðar við gangbrautir þegar maður ætlar yfir, og þarf maður venjulega að bíða þar til lát verður á umferðinni rétt eins og ekki væri um neina merkta gang- braut að ræða. Fyrir utan nú það hversu ergj- andi svona tillitsleysi er, þá skap- ar þetta aukna slysahættu í um- ferðinni. Fólk hefur ekki þá reynslu af gangbrautum að það leggi lykkju á leið sína til að fara yfir götu á gangbraut og fer því hiklaust yfir göturnar hvar sem er. Mér finnst full ástæða til að lögregluyfirvöld taki þetta mál til athugunar og aðhafist eitthvað. Það getur ekki verið neitt torveld- ara að fylgjast með og sekta ökumenn sem ekki sinna stöðvun- arskyldu við gangbrautir en að taka ökumenn fyrir of hraðan akstur.“ Leyfum bjórinn — bætum drykkjusiði Jónas hringdi og gerði bjórinn að umtalsefni. „Eg er alfarið ósammála því sem haldið er fram í Velvakandabréfi er birtist sl. miðvikudag, að drykkjuskapur myndi aukast ef hér yrði leyft að selja bjór. Hitt mun sanni nær að drykkjusiðir (og þar með drykkju- skapur) myndu breytast, og til batnaðar að minni hyggju, ef bjórinn yrði leyfður. Okkur ís- lendingum er nefnilega þannig varið að við viljum helst ekki sjá annað en rótsterkt brennivín — enda er eins og menn drekki ekki til annars en að drekka sig fulla hér á landi. Erlendis er þetta öðruvísi því þar kunna menn sér víðast hvar meira hóf. En þetta ástand er ekki gott. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ekki er reynt að beina þjóðinni inn á farsælii leið í vínneyslu. Það væri til dæmis hægt með því að lækka eða fella niður tolla á léttum vínum — og leyfa bjór. Þetta finnst mér að við ættum að taka til gaumgæfilegrar athugunar — ég held að ef þessi skipan kæmist á yrði gagnger breyting á drykkjusiðum íslend- inga með tímanum." I&SKARNABÆR *MwW Laugavegi 66 — Glæsibæ — Ausiurstræti ?/ v S»mi frá skiptibordi 8S055 Þennan jakka og marga fleiri getur þú fengið með 15°/c 0 afslætti út þennan mánuö VATNSÞETT FRÁGANGSEFNI UTANHÚSS Thoro efnin hafa um árabil veriö notuð hér á Islandi meö góöum árangri. Þau hafa staöist hinaerfiðu þolraun sem íslensk veðrátta er og dugað vel, þar sem annað hefur brugðist. THOROSEAL vatnsþéttingaefni Thoroseal er sementsefni sem fyllir og lokar steininum og andar eins og steinn- inn sem það er sett á. Thoroseal má bera á rakan flöt. Thoroseal er vatns- þétt, flagnar ekki og er til í mörgum litum. THOROSEAL F.C. sökklaefni Er vatnsþétt grunn- og sökklaefni. Fyllir og lokar steypunni. Má bera á raka fleti. Thoroseal F.C. verður harðara en steypa og andar til jafns við steypuna. Borið á með kústi. THORO GÓLFEFNI Er blandaö í yfirborð gólfsins um leið og það er pússað og margfaldar slitþol góifsins. THORO gólfhersluefnin fást i litum. Leitið nánari upplýsinga, það er þess virði að kynnast THOROefnunum nánar. K steinprýði Smiðshöfða 7. Gengið inn frá Stórhöfða. Simi 83340

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.