Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 itleóður á morgun GUÐSPJALL DAGSINS: Lúkas. 18.: Farísei og tollheimtumaúur. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Þórir Stephensen. Kl. 18.00 tónleikar. Gústaf Jóhannesson leikur á orgelið og Halldór Vil- helmsson syngur einsöng. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. ÁRB/EJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 11 árd. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. Sr. Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Prestur sr. Árelíus Níelsson. Fél. fyrrv. sóknar- presta. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta í umsjá Arnar B. Jónssonar djákna. Organieikur Jón G. Þór- arinsson. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. IIALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur 1. sept. kl. 10.30. Fyrirbænaguðsþjónusta. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPlTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. IIÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Birgir Ás. Guð- mundsson. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta fellur niður nk. sunnu- dag 30. ágúst vegna dvalar kirkjukórs og organista á kóra- móti í Skálholti. Sr. Árni Páls- son. LAUGARNESKIRKJA: Helgi- stund að Hátúni lOb, níundu hæð kl. 11 árd. í dag, laugardag. Messa að Norðurbrún 1, kl. 11 árd. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Frank M. Halldórs- son. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2. Fyrsta messa eftir sumarfrí. Organleikari Sigurður Isólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Al- menn guðsþjónusta kl. 20. Ræðu- maður Garðar Ragnarsson. Fórn vegna kirkjunnar. DÓMKIRKJA KRISTS kon- ungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla rúm- helga daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum þá kl. 2. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. KIRKJA ÓIIÁÐA safnaðarins: Messa kl. 11 árd. Sr. Emil Björnsson. IIJÁLPRÆÐISHERINN: Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. KIRKJA JESÚ Krists hinna síðari daga heilögu (Mormónar) Skólavörðustíg 46: Sakrament- issamkoma kl. 14 og sunnudaga- skóli kl. 15. KAPELLA St. Jósefssystra Garðahæ: Hámessa kl. 2 síðd. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Heimir Steinsson rektor í Skálholti ann- ars messugjörðina. Safnaðar- stjórn. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30 árd. Rúmhelga daga messa kl. 8 árd. KEFLAVÍKUR, NJARÐVÍK- URPRESTAKÖLL: Morgun- söngur í Keflavíkurkirkju kl. 10 árd. Sr. Ólafur Oddur Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30 árd. Sr. Björn Jónsson. Þegar fjöllin voru með vængi }}Mér þykir mest koma til þeirra ljðoa Aspenströms í nýju hókinni sem draga upp mynd sænskrar nátt- úru, eru athuganir á því sem mörgum yfir- sést, einhvers staðar mitt á milli hughrifa og vegsömunar, oft til- beiðslukennd afstaða til hins einfalda og smáa. 66 Önnur þeirra bóka sem af hálfu Svía var tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs í fyrra var Tidigt en morgon sent pá jorden (útg. Bonniers) eftir Werner Aspenström. Enda þótt Aspenström sé í hópi virtustu skálda Norðurlanda fékk hann ekki verðlaunin, heldur Snorri Hjartarson fyrir Ilauströkkrið yfir mér. Benda má á skyldleika þessara tveggja bókatitla, Snorri hefur sagt í viðtali: „Nafn þessarar bókar er tvírætt. Eg er orðinn gamall maður og hauströkkrið yfir mér eins og öllu mannkyni, í öðrum skilningi." Án efa hefur það vakað fyrir Aspenström með sínum titli að minna á að áliðið væri orðið á jörðinni. Werner Aspenström er fæddur 1918. Tidigt en morgon sent pá jorden er ellefta ljóðabók hans, en hann er einnig kunnur fyrir leikrit og ritgerðir. Það var einkum á sjöunda áratug að hann sendi frá sér bækur sem þóttu meðal há- tinda í sænskri nútímaljóðlist: Om dagen om natten (1961). Trappan (1964) og Inre (1969). Að vísu var hann löngu áður orðinn viður- kennt skáld og dáð fyrir bækur eins og Skriket och tystnaden (1946) og Snölegend (1949). Tidigt en morgon sent pá jorden er dæmigerð fyrir ljóðstíl Asp- enströms. I skáldskap hans skipt- ast á ljóðræn kvæði og heimspeki- ljóð oft brennandi umræða tilvist- arlegs og félagslegs eðliso g jafn- framt leiftrandi myndir úr hvers- dagsleikanum. Þótt Aspenström leitist við að spegla daglegt líf er oftast hátíð í skáldskap hans, hrifnæmi og dulúð setja svip sinn á Ijóðin. Heimspekiljóðin eru yfirleitt löng, margorðari og frjálslegri að byggingu en algengt er hjá Asp- enström. Hann sækir efni tveggja langra ljóða til verksins Hundrað þúsund söngvar, sem kennt er við tíbetska jógann og skáldið Milar- epa. Eins og margir Vesturlanda- búar er Aspenström bergnuminn af austurlenskri visku og ekki síst Werner Aspenström kenningum um dyggð hófseminn- ar. Þegar Milarepa hefur sigrað auðnir, storma og snjóbylji og lifað af þrátt fyrir hungur hindrar eitt strá för hans og hann snýr aftur til hellis síns og söngvanna um forgengileikann. Aspenström yrkir líka um Van Gogh sem í hans augum er fulltrúi hinna lifandi afla listanna. í Málgagn ryþm- iskrar tónlistar TT tónlistar- tímaritið. 1. hefti 1. árg. Ritstjórn: Vernharður Linnet (ritstj. & ábm.), Aag- ot Óskarsdótt- ir. Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson. Rík- harður Örn Pálsson, Sig- urður Jónas- son. Reynslan hefur sýnt að ritstjórnar- greinar ný- stofnaðra tímarita eru ekki alltaf Gunnar Ormslev áreiðanlegar, yfirleitt bera draum- órarnir framkvæmdina ofurliði. Ritstjórn TT tónlistartímaritsins lætur fáeinar hagnýtar upplýs- ingar nægja. Frá því er skýrt að Jazzvakning, SATT og Vísnavinir hafi samið við Lystræningjann að annast útkomu tónlistarblaðs, en þessum félögum er lýst þannig að þau sinni „ryþmískri tóniist". Rit- stjórnargreinin er ekki beinlínis trú ástkæra ylhýra málinu, en engu að síður skal til hennar vitna: „Því (tímaritinu, innskot) er ætlað að vera vettvangur fyrir tónlistar- menn sem tónlistarunnendur, fjalla af fullri alvöru-um íslenska tónlist sem erlenda, flytja gagn- rýni, upplýsingar og faglegt efni sem viðtöl og músíkanalýsur." Eg sé ekki betur en staðið sé við þessi loforð. Forsíðumynd tímaritsins er ljósmynd eftir Ágúst Elíasson af Gunnari Ormslev, ágæt mynd frá blómaskeiði Gunnars. Jón Múli Árnason minnist Gunnars, þessa að mörgu leyti vanmetna meistara tenórsaxófónsins. Jón Múli gerir það á persónulegan hátt eins og hans er vandi og notar tækifærið til að árétta pólitíska stöðu sína í leiðinni. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Ormslev og starfa með honum. Áhugi á samvinnu jassleik- ara og ljóðskálda leiddi okkur Gunnar saman, en áhugasamastur allra var Guðmundur Steingríms- son. Aðrir komu við sögu: Carl Möller, Árni Elfar, Jón Sigurðsson, Árni Scheving og fleiri. Gunnari var þetta svo mikið hjartans mál að í hvert skipti sem við hittumst eftir nokkuð vel heppnaðar dag- skrár í Norræna húsinu og Sjón- varpinu lagði hann ávallt áherslu á að halda áfram, taka upp þráðinn. Dálítið ljóð sem ég hafði ort til að benda á nauðsyn umhverfisvernd- ar, vara við mengun, öðlaðist nýtt líf við undirleik Gunnars Ormslev ritgerðasafninu Ögonvittnen skrifaði hann um Van Gogh og fleiri listamenn. Aspenström minnir okkur á náin tengsl mynd- listar og ljóðlistar. Hann les úr myndum hugarástand, duldar merkingar að baki fyrirmynda. Eins og í mynd Van Gogh af veitingahúsi um nótt verður okkur ljóst að hér er ekkert venjulegt veitingahús á ferð, heldur staður þar sem menn tortímast, brjálast eða fremja glæp. Eins og í fleiri bókum Aspen- ströms er það efinn sem situr í fyrirrúmi í Tidigt en morgon sent pá jorden. Hann veit að skáldin gera ekki annað en ýmist hræða börn eða hugga. Eitt þeirra segir að ekkert sé að óttast, annað að mikil hætta sé á ferðum. I ljóði sem lýsir heitum sumardegi segist skáldið hafa setið á föllnu tré og reynt að rifja upp sænskt mál. En það tókst ekki. Engu líkar var en málið hefði sofnað. Mér þykir mest koma til þeirra ljóða Aspenströms í nýju bókinni sem draga upp mynd sænskrar náttúru, eru athuganir á því sem mörgum yfirsést, einhvers staðar mitt á milli hughrifa og vegsöm- unar, oft tilbeiðslukennd afstaða til hins einfalda og smáa. í fjögurra lína ljóði, sem nefnist Tileinkun, segir skáldið það sem máli skiptir og veitir okkur innsýn í það sem knýr hann til að yrkja: l»ú leKKUr frá þór hníf ok «afíal ok Kcrir hló á hinu ofnisloKa. Linan týnda rr fundin: _F.inu sinni voru íjollin mc*A vænKÍ**. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON sem blés úr saxófóninum sínum í senn ljúfa og uggvekjandi tóna. Ný jassvakning getur ekki valið sér betri fyrirmynd en Gunnar Ormslev, en nú þegar hann er látinn hugsar maður til þess með trega að kraftar Gunnars hefðu getað nýst betur tónlistarstarfsemi okkar í hag. En hver áttaði sig á því? Menn voru önnum kafnir við að draga markalínu milli æðri og óæðri tónlistar. Gunnar Ormslev og félagar hans í heimi jassins eru tvímælalaust í hópi þeirra sem iðka æðri list eigi einhver slík flokkun að ráða. Ég hef trú á því að tímarit eins og TT tónlistartímaritið geti stuðl- að að slíku mati, sameinað tónlist- armenn. Mér líst til dæmis vel á það andóf gegn lágmenningarhug- takinu sem gerir vart við sig á blöðum ritsins. Einnig það að „grónir" tónlistarmenn taka „fálm“ hinna ungu alvarlega og gera þvi góð skil í umsögnum. Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir Som de vil ha dig eftir Mörthu Christensen Góði og skikkanlegi maðurinn á hverjum vinnustað, þessi sem vill gera öllum greiða, móðgar aldréi neinn, reynir að gera öllum til geðs, þennan einstakling þekkja allir og um hann snýst bók Mörthu Christ- ensen umfram annað. Það er kenn- arinn Anders sem hér um ræðir, hann kennir við sérskóla fyrir vandræðastráka og hann á konuna Ullu. Hann vill öllum gott gera, konunni sinni, drengjunum, sam- kennurum sínum, það eru sem sagt engin tak- mörk fyrir því hvað hann lætur troða á sér, því að þeir eru sjálfsagt færri sem geta þegið greiða án þess að misnotkun fylgi í kjölfarið. Önnur sögupersóna er fyrirferðarmikil, þar sem er vandræðadrengurinn Toni. Hann er á sinn hátt hliðstæða Anders, því að hann vill umfram allt vinna sér hylli hópsins og verður þá að beita ráðum, sem líklega eru honum ekki að skapi. Þetta fólk — Anders og Toni — gerir svo uppreisn, hvor á sinn hátt. En það getur ekki gengið. I múgsál- arlegu velferðarþjóðfélaginu má enginn brjóta af sér viðjar vanans eða taka upp aðra háttu, það er óþægilegt fyrir umhverfið og náungann og þar sem Anders hefur alltaf verið „skikkelig fyr“ eins og hann er kallaður, verður framkoma hans orsök mikillar ólgu. Það er ekki fyrst og fremst sögusviðið sem er forvitnilegt, held- ur þau tök sem Martha Christensen hefur á efninu og hvernig myndirn- ar eru sem hún dregur upp af persónum sínum. Ýmsir drengjanna eru vel gerðir af hennar hendi og sömuleiðis kennararnir og eiginkon- an, Max skólastjóri er alveg sérlega lifandi og skörp persóna. Það sem sagan flytur okkur er áhrifamikið og vel gert og þó ræður það vitanlega úrslitum, hversu frábær skil Martha Christensen gerir þessu efni. Jóhanna Kristjónsdóttir. Som de vil ha’ dig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.