Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 Hinckley kveðst saklaus W ashinifton. 28. ágúst. AP. JOIIN W. Hinckley kvaðst í dají vera saklaus af ákæru um að hafa skotið á Ronald Reaxan Banda- ríkjaforseta ok þrjá aðra menn og verjandi Ilinckleys sagði að geðlæknar hcfðu komizt að þeirri niðurstoðu. að Hinckely væri hæfur til að mæta fyrir rétti. Hinckley svaraði spurningunni um sekt eða sakleysi skýrri röddu eftir að ákæra í þrettán liðum hafði verið lesin yfir honum. Verjandi sagði að hann þyrfti að fá mánuð til viðbótar áður en málið hæfist, til að fá endanlegan úrskúrð geðlækna og frekari rann- sókna þyrfti við, unz það lægi alveg fyrir hvernig geðheilsu ákærða væri háttað. Veöur víða um heim Akureyri 97 úrkoma í grennd Amtterdam 21 bjart Aþena 28 bjart Barcelona 26 heiðakírt Berlín 18 heiðskírt BrUaael 24 skýjað Chicago 25 rigning Denpaaar 30 skýjað Dublin 18 skýiað Feneyjar 23. þokumóða Frankfurt 19 skýjað Færeyjar 12 skýjað Genf 25 heiðskírt Helainki 13 rigning Hong Kong 30 heíðakírt Jerúaalem 30 heiðskirt Jóhanneaarborg 17 akýjað Kairó 34 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðaklrt Laa Palmaa vantar Lissabon 30 heiðskírt London 29 heiðskírt Loa Angeles 40 heiðskírt Madrid 33 heiðskírt Malaga 25 léttskýjað Mallorka 27 heiösLírt Mexicoborg 19 skýjað Miami 31 skýjað Moskva 16 heiðskirt Nýja Dehlí 35 heiðskírt New York 30 skýjað Osló 19 heiöskírt Paría 24 heiöskírt Perth 14 rigning Reykjavík 10 skýjað Ríó de Janeiro 34 bjart Rómaborg 28 heiðskírt San Francisco 26 heiðskírt Stokkhólmur 14 skýjað Sydney 17 heiðsklrt Tel Aviv 31 heiðskirt Tókíó 28skýjað Vancouver 20 skýjað Vínarborg 19 skýjað Ching Ching á von á afkvæmi innan fárra vikna. Chia Chia, þvottahjörninn, sem var flogið til Washington i vor árangurs- laust til að frjóvga egg Ling Ling þvottabjarnarins í dýragarðin- um þar, er faðirinn. Úm gervifrjóvgun er að ræða. Ching Ching er 8 ára. Edward Heath, fv. forsætisráðherra Bretlands, fékk hana að gjöf á ferð i Kína 1974. Hún dó mestum úr magaveiki í fyrra, en er nú við bestu heilsu. Á meðan dýralæknirinn og breska þjóðin öll beið í ofvæni eftir niðurstöðu þungunarprófsins, var Ching Ching hin rúlegasta og nagaði bambusstöng, eins og sést á myndinni. Peningaskáp bjargað úr Andreu Doriu Mont&uk. 28. áKÚNt. AP. KAFARAR fundu í dag peningaskáp úr ítalska skipinu Andrea Doria. er sökk við strendur Massachusetts eftir árekstur við sænska farþegaskipið Stockholm fyrir 25 árum. Skápurinn verður ekki opnað- ur fyrr en lokið hefur verið gerð heimildakvikmyndar um skipið, sem átti að vera ósökkvanlegt. Verður skápurinn opnaður í beinni útsendingu. Sveit kafara vinnur að björg- un verðmæta úr Andreu Doriu, og er áfram leitað að 15 öðrum peningaskápum, sem eiga að vera í skipinu. Skápurinn, sem kominn er upp á yfirborðið, er í eigu Rómarbanka, og er talið, að í honum séu peningar og verðmæti að upphæð frá einni og upp í fjórar milljónir dollara. Vonast er til, að leitt verði í ljos að þessu sinni hvers vegna Doria sökk eftir áreksturinn. Þegar er hafin deila um eignarrétt á þeim verðmætum er kann að verða bjargað úr flaki Andreu Doriu. Hallast flestir að því, að eigendur og tryggingarfélag skipsins eigi tilkall til þeirra, en björgun- armenn vilja hafa sinn fyrir- vara á þeim málum. Starfsmenn Caledonian: Taka á sig laimalækkun London, 28. ágúst. AP. ÞRIÐJUNGUR starfsmanna brezka óháða flugfélagsins British Caledonian, hafa ákveðið að þiggja ekki umsamdar átta prósenta launahækkanir, til þess að forða félaginu frá tapi. Alls starfa sex þúsund manns hjá félaginu, og hefur þriðjungur þeirra afþakkað launahækkunina af sjálfsdáðum. Hinir fá umsamd- ar kauphækkanir, að sögn forráðamanna félagsins, sem höfðu vonast eftir betri þátttöku starfsfólksins. British Caledonian munu spar- ast jafnvirði einnrar milljónar dollara útgjöld vegna launaaf- þökkunarinnar, og getur það orðið til þess að félagið sýni hagnað á rekstrinum. Félagið hefur hingað til verið rekið með hagnaði. Caledonian er stærsta flugfélagið í einkaeign á Bret- landseyjum. Ríkisrekna flugfé- lagið, British Airways, hefur verið rekið með gífurlegum halla síðustu misseri. Hluti starfsmanna Pan Amer- ican í Bretlandi, en þeir eru 1300 að tölu, hafa ákveðið að verða við óskum félagsins um að taka á sig 10% launalækkun 1. september nk. til að auðvelda félaginu út úr þeim fjárhagskröggum sem það er í. Málið er þó ekki að fullu útkljáð, því verkalýðsfélög starfsmannanna hafa gert Pan Am gagntilboð er gerir ráð fyrir, að starfsfólkið afsali sér árlegum bónus í stað launalækkunarinn- ar, en það samsvarar 8,3% tekju- lækkun. Skýrt hefur verið frá því, að ýmis bandarísk flugfélög hafi upp á síðkastið tilkynnt upp- sagnir starfsfólks vegna rekstr- arörðugleika, sem jukust við verkfall flugumferðarstjóra. Trans World Airlines hefur sagt upp 2.200 manns, þar af 150 flugmönnum, Braniff hefur sagt upp tæplega 2.000 manns af 12.000 starfsmönnum og í bígerð er að breyta verulega flugrekstr- inum á næstu dögum. Þá hefur Continental skýrt frá því, að á næstu vikum verði að segja upp 700 af um 11.500 starfsmönnum. Hinir verða beðnir um að taka á sig launalækkanir. Alls hefur um 10.000 manns verið sagt upp störfum hjá flugfélögum í Bandaríkjunum eftir að verkfall flugumferðarstjóra hófst. Þrettán ára metsölu- höfundur Iyondon. 28. áKÚst. AP. ÞRETTÁN ára piltur, Patrick Bossert, er orðinn metsöluhöf- undur þar sem hann hefur skrifað bók um leyndardóma töfrakubbsins svonefnda sem kenndur er við Ungverjann Rubek. Bókin, sem Penguin gefur út og nefnist „Þú getur ráðið kubb- inn“, hefur selzt í tæplega tveggja milljóna upplagi, og er hlutur Patricks orðinn a.m.k. 40.000 sterlingspund. Engin bók hefur selzt jafn- hratt frá Penguin síðan D.H. Lawrence sendi frá sér „Lady Chatterley’s Lover" á sjötta ára- tugnum. Töfrakubbinn ræður Patrick á innan við einni mínútu. Hann er sagður seigur við allar stærð- fræðiþrautir. í bókinni er skýrt frá því hvernig ráða megi kubb- inn, en margir hafa tapað sál- arró sinni við að reyna að ráða hann. Hreinsanir í Albaníu á næsta leiti Belgrad. 28. áKÚst. AP. JÚGÓSLAVNESKA fréttastofan Tanjug greindi frá þvi i dag. að miklar hreinsanir innan komm- únistaflokksins í Alhaníu væru á næsta leiti. Myndu þær hreinsan- ir vcrða hinar mestu í sex ár. Fréttastofan sagöist hafa það eftir frétt í útvarpi í Albaníu að til þess að stéttaharáttan fengi að þróast á eðlilegan hátt yrði að uppræta alls konar spillingaröfl innan flokksins. Síðustu hreinsanir sem vitað er um í Albaníu voru milli 1973— 1975 og þá voru átta áhrifamenn látnir víkja, þar á meðal var varnarmálaráðherra landsins. Júgóslavía og Albanía hafa deilt mjög undanfarið vegna óeirða sem komið hefur til í héraðinu Kosovo þar sem mikill fjöldi fólks af albönskum ættum býr. Satúrnus f ærist alltaf nær og nær Þessi mynd barst frá Voyager II 4. ágúst. Þá var geimfarið 13 milljón milur frá Satúrnusi. Svarti punkturinn á stjörnunni er skuggi af tunglinu Tethys, sem er i 652 milna fjarlægð frá henni. 11. ágúst var Voyager 8,6 milljón milur frá Og 23. ágúst var Voyager ekki nema 1,7 milljón Satúrnusi. Skugginn af hringnum i kringum mílur frá Satúrnusi. Myndin sýnir vel hringakerf- stjörnuna er mjög skýr við miðbaug hennar. ið í kringum stjörnuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.