Morgunblaðið - 29.08.1981, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981
Hvað hefur skeð í ís-
lenskum laxveiðiám?
eftir Arna
Isaksson
Nú hagar þannig til
með veiði Færeyinga,
að mestöllum laxi er
landað á tiltölulega
fáum stöðum. Ætti því
að vera auðvelt og
ekki fram úr hófi dýrt
að semja við Færey-
inga um það, að ís-
lenskir eftirlitsmenn
fengju að skoða veidd-
an lax ...
Tilefni þessa greinarkorns eru
skrif Jakobs V. Hafstein í Vísi
þann 10. ágúst og Björns Jóhann-
essonar í Morgunblaðinu þann 13.
ágúst, vegna ummæla sem höfð
voru eftir undirrituðum í Vísi
þann 7. ágúst sl.
Greinar beggja fyrrnefndra
manna byggjast að hluta til á
hártogunum vegna orðalags, sem
blaðamaður leggur ur.d:rrituðum
ranglega í munn. Svo dæmi sé
tekið hefur blaðamaður eftir að
seiði hafi króknað, en þau orð lét
undirritaður sér aldrei um munn
fara. Einnig eru veiðitölur frá
Vestur-Grænlandi fluttar yfir á
veiðar Færeyinga. Með leiðrétt-
ingu á þessu mishermi er veru-
legum hluta greina þeirra félaga
svarað.
Að öðru leyti hefur blaðamaður
rétt eftir þá skoðun undirritaðs,
að meginorsök stórlaxas.iortsins á
þessu sumri sé óeðlileg afföll í
seiðum vorið 1979. Stangast sú
skoðun á engan hátt við þá
staðreynd að vissulega hafa bæði
Færeyingar og aðrar þjóðir veitt
íslenzkan lax í mörg ár, hugsan-
lega jafnvel í enn meira mæli en
gert er í dag (Tafla 1). Að
sjálfsögðu er undirritaður ákveð-
inn andstæðingur laxveiða í sjó,
hver sem þær stundar, enda haft
Árni ísaksson
það verkefni með höndum um
árabil að byggja upp hafbeitar-
búskap sem atvinnugrein.
í áðurnefndu viðtali í Vísi var
ég að gefa fræðilegt álit á því,
hvað ylli hinum lélegu stórlaxa-
göngur í mörgum ám hér á landi á
þessu sumri, en þær mátti raunar
sjá fyrir á síðasta ári, er smálax-
inn vantaði.
Seiðadauðinn 1979
I grein Jakobs Hafstein kemur
fram, að hann telur það hreina
fásinnu, að seiði hafi drepist í
Laxá í Þingeyjarsýslu vorið 1979.1
því sambandi má benda honum á
ummæli Vigfúsar Jónssonar á
Laxamýri í blaðinu Islendingi
nýlega, en Vigfús hefur búið á
bökkum Laxár alla sína tíð. Hann
kemst svo að orði um skort á
stórum laxi í Laxá í Þing. á þessu
sumri.
„Þetta er bara hlutur sem ég
átti fullkomlega von á. Við þótt-
umst sjá fyrir náttúrusveiflu
niður á við. Hún hefur komið
fram, ekki bara hér heldur víðast
hvar um iandið. I leysingunum
1979 urðu svo mikil flóð og
vatnavextir, að maður hefur aldrei
séð annað eins. Þá skoluðust
náttúrulegu seiðin úr farvegi ár-
innar og þegar flóðin sjötnuðu
sátu þau eftir í pollum hingað og
þangað og drápust, þannig að við
misstum að meira eða minna leyti
úr tveim árgöngum."
Vigfús sagði ennfremur í sam-
tali við undirritaðan nýlega, að
hann álíti að gönguseiði hafi lítt
eða ekki gengið til sjávar vorið
1979 vegna kulda. Áhrif þessa á
laxagöngur 1980 og 1981 eru aug-
ljós og samsvara í raun því, að
árgangur sjógönguseiða frá 1979
hafi að miklu leyti tapast á vissum
svæðum.
Björn Jóhannesson ræðir í grein
sinni um sleppitilraunir í Lóni í
Kelduhverfi og kennir veiðum
Færeyinga um litlar heimtur í
þeim tilraunum. Má í því sam-
bandi benda Birni á þokkalegar
smálaxagöngur i Laxá í Aðaldal á
þessu sumri hinum megin við
Tjörnesið og jafnframt fullyrða,
að Laxeldisstöð ríkisins í Kolla-
firði hefur aldrei skotið sér á bak
við úthafsveiðar, þótt í móti hafi
blásið hvað varðar heimtur. Þó
hefði slíkt verið auðvelt meðan
ríflega 2.000 tonn af laxi voru
Orsakir
og
afleiðingar
veidd við Vestur-Grænland. Ekki
þarf að efa að hafbeitartilraunir í
Lóni munu skila góðum árangri
þegar fram í sækir og leyst hafa
verið tæknileg atriði í sambandi
við seiðagæði og sleppingar.
Ég vil sterklega taka undir það
með Birni Jóhannessyni, að veiðar
Færeyinga á laxi í úthafinu séu
óhæfa, sem stöðva þurfi, en jafn-
framt benda á það, að órökstuddar
vangaveltur duga skammt, þegar
gengið er að samningaborði. ís-
lendingar verða að sanna eignar-
rétt sinn á viðkomandi laxi og
slíkt má auðveldlega gera eftir
leiðum, sem síðar verður vikið að.
ekki eins návæmar og þær sem
byggjast á veiðiskýrslum, en gefa
engu að síður góða hugmynd um
ríkjandi ástand. Árin 1978 og 1979
eru höfð með til að sýna hvernig
hlutfall milli smálax og stórlax er
í hverri á þegar ástandið er
eðlilegt.
Slæmur íyrirboði
Sumarið 1980 kom fljótlega í
ljós, að ástandið var mjög óeðli-
legt. Göngur smálaxa á Vestur-
landi voru ekki svipur hjá sjón og
í sumum ám þar var tveggja ára
lax orðinn í meirihluta (Laxá í
Kjós, Norðurá), sem á Norður-
landi væri. Stangveiðimenn undu
þessu margir mjög vel og virtust
ekki átta sig á því, að hin mikla
meðalþyngd veiddra laxa boðaði
ekki gott fyrir framtíðina.
Ástandið á Norður- og Norðaust-
urlandi var þó mun verra eins og
fram kemur á myndinni. Þar var
nær algert hrun á smálaxi, miðað
við fyrri ár.
Hin stórfellda rýrnun á smá-
laxagöngum um land allt sumarið
1980 ætti ekki að koma neinum á
óvart sem man eftir hinu kalda
tíðarfari vorið 1979, en þá voru ár
kaldar langt fram á sumar. Þau
gögn sem fyrir liggja sýna ótví-
rætt, að stórfelld afföll hafa orðið
á laxaseiðum þetta vor en ekkert
er vitað í smáatriðum um það sem
gerst hefur. Undir venjulegum
kringumstæðum hefði verið erfitt
að gera sér grein fyrir því hvort
Ilafbeitarstöðin i Botni i Súgandafirði.
Veiðar á laxi i nokkrum islenskum ám á Vestur-, Norður- og Austurlandi brotnar niður eftir aldri í
sjó. Allur lax i Kollafirði og Lárósi er framleiddur með sleppingum gönguseiða en annarsstaðar er um
náttúrulega framieiðslu að ræða. örvarnar á myndinni sýna þá aldurshópa sem tiiheyra sama árgangi
gönguseiða.
ELLIOA- AR KOLLA- FJÖRÐUR LAX A /' KJÓS NORDURÁI LANGÁ LÁfíbS SHÆFELLSH. MIÐ - fjardar- > LAXA i ÁSLJM LAXA 1 blNG HOFSÁ VOPNAF.
FJÓLDI LAXA 2000 1978 »00 soo — - n 1 1 m nn ,Jí n • n n n n nf n n
FJÖLDI LAXA 2000 ’979 m 500 \ \ i „\ H \ g-9 n\ n\ \ n f \ n n
FJÖLDI LAXA 2000 1980 »00 500 i \]\ nninn \ J \ n n \ r n \ \
FJÖLDI LAXA 2000 ’9'» ,000 (I5.ápú3t)500 nL i I i n\i l ^n\. 10% hetmtur gorguse*ia n \ ,\ ! 1 <■*« \ \
* AUUR LAX FRAMLEIDDUR MED SLEPRINGU GONGUSEIDA
□ = EINS ARS LAX ÚR SJÓ. (< 7pd)
□ = TVEGGJA ARA OG ELDRI 0R SJÓ (7pd<)
liHxaskorturinn 1980—1981
Fyrir þá, sem áhuga hafa á
þessum málum mun ég hér á eftir
gera grein fyrir ástæðum þeim, er
ég tel hafa valdið margræddum
laxaskorti í íslenzkum ám í ár og á
síðastliðnu ári.
I byrjun er ekki úr vegi að rifja
upp grundvallaratriði í sambandi
við lífsferil laxins. Hann gengur
að jafnaði aðeins einu sinni í
hrygningarána, ýmist eftir 1, 2
eða 3 ár í sjó. Á íslandi er aðallega
um tvo fyrrnefndu hópana að
ræða. Hér á Iandi er aldurshópur-
inn, sem skilar sér eftir 1 ár í sjó,
ríkjandi á Suður- og Vesturlandi,
en á Norður- og Austurlandi er
laxinn að jafnaði lengur í sjó og í
sumum ám þar, er 2ja ára aldurs-
hópurinn í meirihluta.
Á mynd 1 er sýnd veiði eins og
tveggja ára lax úr sjó í nokkrum
laxveiðiám og hafbeitarstöðvum í
mismunandi landshlutum 1978 til
1981. Örvarnar á myndinni sýna
þá aldurshópa, sem tilheyra sama
árgangi gönguseiða. Vart leynir
sér ef litið er á myndina, að góð
veiði á smálaxi eftir eitt ár í sjó
gefur að jafnaði góða veiði á
stærri laxi árið á eftir og öfugt. Á
myndinni eru tölur fyrir 1981,
fram til 15. ágúst, fengnar úr
veiðiskýrslum fyrir Kollafjörð,
Elliðaár, Laxá í Kjós og Norðurá.
Aðrar tölur eru byggðar á upplýs-
ingum kunnugra manna og því
i i ! í i 11 a n n) 4 n i' 3) i j i i i < I j; r r s i 111 j < s 111 ? 3, >.. i • i r ii i
afföllin hefðu átt sér stað í fersku
vatni eða í sjó. Sé hins vegar litið
á það að yfir 2.200 smálaxar gengu
í Kollafjörð sumarið 1980, sem
teljast meðalheimtur, má leiða
líkur að því að verulegur hluti
seiðadauðans hafi orðið í fersku
vatni. Hinar litlu smálaxagöngur
á vissum svæðum sumarið 1981
styðja þessar tilgátur. Athyglis-
vert er, að sleppingar í hafbeit-
arstöðvum geta þannig gefið
ákjósanlegan samanburð til að sjá
hvar skórinn kreppir í náttúru-
legum laxagöngum.
Sumarið 1981 birtist önnur
mynd heldur en 1980. Eins og
búast mátti við, er tilfinnanlegur
skortur á stórum laxi um allt land,
einkum á Norðurlandi. Þó eru
nokkrar ár undanteknar t.d. Laxá
á Ásum, sem er með bezta inóti.
Eins og fram kemur á mynd 1 er
Kollafjörður með miklar heimtur
á stórum laxi í samræmi við góða
smálaxagöngu 1980. Smálax er nú
aftur í miklu magni í norðlenzkum
ám og bendir það til þess að
seiðaárgangurinn sem gekk í sjó
1980 sé sterkur.
Góðar heimtur
Smálax hefur nokkuð brugðist í
laxveiðiám í Borgarfirði í sumar,
sem er í einkennilegri mótsögn við
góða smálaxagöngu í Laxeldis-
stöðinni í Kollafirði og metheimt-