Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 35

Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 35 Ásdís Guðbjörg Jesdóttir - sjötug Þann 29. ágúst fæddist Ásdís Guðbjörg í Vestmannaeyjum, dóttir hjónanna Ágústu Kristjönu Eymundsdóttur og séra Jes Ánd- érs Gíslasonar. í Eyjum ólst hún upp og átti heimili að Hóli, sem er reisulegt hús og var þá í miðjum bænum en stendur nú við jaðar hraunsins frá 1973. Heimilið var þekkt menningarheimili. Hjónin Ágústa og séra Jes ásamt börnum þeirra virk í ýmsum bæjar- og félagsmálum. Sjálf varð Ásdís snemma iðkandi og keppandi í íþróttum, t.d. var hún mjög fær sundkona, svo að henni er 18 ára gamalli trúað fyrir sundkennslu, sem þá fór fram í sjó við Litlu- Löngu en þar hafði sundkennsla farið fram frá því 1891 að föður- bróðir Ásdísar, Friðrik ljósmynd- ari, hóf að kenna þar sund á vegum Bjargráðanefndar. Haustið 1926 settist Ásdís í 1. bekk Menntaskólans í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi með ágætri 1. einkunn 1932. Persónuleg kynni mín af Ásdísi hófust haustið 1929, er ég settist í 4. bekk Menntaskólans í Reykja- vík og hafa staðið óslitið siðan. A námsárum sínum í Mennta- skóla tók Ásdís virkan þátt í leikstarfsemi skólans og lék eitt aðalhlutverka í tveim Herranótt- um. Leikstarfsemi hafði hún kynnst í Eyjum þar sem móðir hennar var um mörg ár drifkraft- urinn í leikstarfsemi byggðarlags- ins. Félagar Ásdísar, sem veittu Herranótt 1932 forstöðu, tilnefndu Lárus Pálsson í formannsstöðu leiknefndar 1932/33. Þessu vildu skólafélagar Lárusar eigi trúa og varð að gefa um þetta yfirlýsingu á skólafundi haustið 1932, því að menn vildu eigi trúa því: „... að þessi rauðhærði, freknótti strák- ur, sem alltaf væri að gretta sig gæti leikið ..." en þessi var umsögn eins bekkjarfélaga Lárus- ar. Lárus taldi ávallt að þessi ákvörðun hefði ýtt honum út í leiklistina en að félagar Ásdísar tilnefndu Lárus, stafaði af því að hann var sá eini skólafélaga þeirra í 5. bekk eða neðar í skóla, sem sýndi áhuga á leikstarfi og snerist fyrir nefndina. Að loknu stúdentsprófi gerðist Ásdís starfs- maður Landsíma íslands í Eyjum. t febrúar 1934 giftist Asdís samstúdent sínum Þorsteini Ein- arssyni, sem þá var orðinn kenn- ari í Vestmannaeyjum, og áttu þau heimili að Hóli meðan þau voru í Eyjum. Vorið 1941 tók Þorsteinn við stöðu íþróttafulltrúa ríkisins og fluttu þau hjón þá til Reykjavíkur. Árið 1951 reistu þau hjón sér hús í Laugarásnum í Reykjavík þar sem þau búa enn. Börn þeirra hjóna eru tíu: Jes Einar, arkitekt í Reykjavík, Hildur, kennari í Borg- arnesi, Ágúst í Garðabæ, tækni- fræðingur, forstjóri Landsmiðj- unnar, Guðni, læknir við Mayo- Foundation, Rochester, Minnes- ota, Bandaríkjunum, Ásdís, hús- freyja í Reykjavík, Sólveig, bóka- safnsfræðingur Landspítalans og Reykjalundar, Eiríkur, tækni- fræðingur í Reykjavík, Guðríður, hjúkrunarfræðingur í Kópavogi, Gísli, lögreglumaður í Reykjavík, og Soffía, fóstra í Reykjavík. Barnabörn eru orðin 29. Frá því að Ásdís hætti störfum hjá Landsíma íslands 1936 hefur hún verið heimavinnandi húsmóð- ir. Störf hennar hafa verið ærin nóg, því að forstaða hins stóra heimilis hvíldu löngum á henni þar sem maður hennar þurfti að sinna víðtækum störfum sem eigi urðu leyst á venjulegum vinnu- tíma, heldur á kvöldum eða um helgar og ferðatög um lengri og skemmri tíma vítt um landið og á stundum til útlanda. Umönnun barna, uppfræðsla þeirra og öll forsjá hvíldi því á húsmóðurinni Ásdísi og komu þá mannkostir hennar og menntun í góðar þarfir. Heimilið var þeim hin eina sanna uppeldisstofnun þar sem Ásdís var ávallt til staðar. Þorsteinn lét nýlega af störfum sem íþrótta- fulltrúi í 40 ár. Ásdís er gædd miklum persónu- töfrum og gætti þeirra í ríkum mæli á skólaárunum. Þar var hún í hópi frábærra skólasystra, er stunduðu námið með okkur piltun- um af fyllstu alúð, en glatt var oft á hjalla og hafði Ásdís þar forystu. Alltaf var sólskin þar sem hún var og aidrei mun hausta, þar sem hún fer. Móðir mín, sem löngum dvaldist í Vestmannaeyjum, sagðist hafa verið í kirkju þar og hefði Ásdís setið þar ung að árum með pabba sínum. Er prestur las „Faðir vor“ í lok prédikunar sinnar kvað við frá Ásdísi svo að heyrðist um alla kirkjuna: „Þetta kann ég pabbi.“ Ásdís hefur kunnað sitt „Faðir vor“ gegnum árin. Hið mikla starf manns hennar, sem þjóðin hefur um nær hálfrar aldar skeið notið, á sér rætur í ríkum mæli, þar sem eiginkona hans er. Er ég minnist allrar samveru minnar með þeim hjónum Ásdísi og Þorsteini, er þökkin söm til þeirra beggja og gildir jafnt um heimili þeirra, þar sem Ásdis hefur einbeitt kröftum sínum og mannkostum, sem og störfin út á við, sem við Þorsteinn höfum leyst af hendi saman og ég raunar ávallt í skjóli hans, hins óviðjafn- anlega þrekmennis og drengskap- armanns. Ættir Ásdísar verða ekki raktar hér, en þær eru göfugar og gætir víða frá fyrri tíð og í nútima þjóðlífi voru og menningu. Sú er þegar orðin raunin um afkomend- ur hennar nú og mun enn verða reyndin, enda verður gott heimili grundvöllur þjóðlífs og félagslífs sérhvers samfélags. Þakkir eru hér færðar frú Ásdísi Jesdóttur á merkisdegi ævi hennar, og bæn flutt um bjarta framíið og fer þá að verðleikum fyrir hans náð, er lætur bænir hugar og verka ræt- ast. Eiríkur J. Eiríksson + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför moöur minnar, ömmu op langömmu SIGRIÐAR M. JONSDOTTUR frá ísafiröi. Unnur Bjarnadóttir, Sigríöur María Siguröardóttir, Siguröur St. Arnalds, Þorbjörg Siguröardóttir, Kristinn Jónsson, og barnabarnabörn. Svo skulum viö til gleöinnar gá Umsjónarmaöur Jenna Jensdóttir rithöfundur þó er enn langt í land Þórir Bogi Guðjónsson járnsmiður hefur um árabil unn- iö að smíði á hjálpartækjum fyrir lamað og fatlað fólk. Ég hitti hann að máli og bað hann að segja mér frá þessari vinnu sinni. En jafnframt henni hefur Þórir stundað skipasmíðar við Bátalón hf. og hefur það verið hans aðalstarf. — Ég býrjaði 1957 að breyta bílum er komu til landsins á tollaeftirgjöf fyrir fólk er löm- unar vegna átti kost á farartæki með ívilnun á tolli. En í þá daga og raunar lengur var eftirgjöfin svo naum, að þótt ég tæki eins lítið fyrir mitt verk og mér var unnt — varð bíllinn samt mun dýrari en þó tollurinn væri allur með. Og ekki var gerður neinn munur á eftirgjöfinni þótt mað- urinn væri í hjólastól eða með staf. Þetta hefur breyst gífurlega með árunum. Allt breyst til batnaðar, auk skilnings hins opinbera á vanda fólksins. Nú greiðir Tryggingastofnunin slíka breytingu að fullu fyrir fólkið. — En hvenær hófst þú að smíða hjálpartæki og hver eru þau tæki? — Það eru reyndar 20 ár síðan ég smíðaði fyrstu hjólastólalyft- una, sem var þá mjög frumstæð en kom að góðum notum samt. í seinni tíð hefi éggert tröppulyft- ur og ýmis hjálpartæki til þess að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar innan húss, yfir þær hindranir sem Iagðar eru fyrir það af mannavöldum, vegna skilningsleysis og hugsun- arleysis á því að fatlað fólk þarf að geta og getur flest komist leiðar sinnar eins og aðrir. — Er ekki býsna erfitt að hafa slikt starf sem aukastarf? — Jú. En nú ætla ég í framtíðinni að gera þetta að aðalstarfi. Vaxandi skilningur stjórnvalda á margvíslegum vanda fólksins hefur gefið mér kjark til að leggja þetta ein- göngu fyrir mig. Og vona ég að geta gert þar mikið til góðs. Þó er enn langt í land. Við erum mjög á eftir öðrum þjóðum hvað hönnun á byggingum snert- ir með tilliti til þeirra sem ekki komast óhindrað leiðar sinnar. Já, það má segja að við séum á algeru frumstigi. Arkitektar hér fara frjálslega með pennann í teikningum sínum, þótt bygg- ingarsamþykkt liggi fyrir um það að tillit þurfi að taka til hreyfihamlaðra. Ef við aðeins nefnum dyr, sem eru 80 cm á breidd. Einn hjólastóll er 70 cm, þá vantar upp á að hendurnar sem venjulega taka nokkurt rúm til hliðar komist líka inn. Þetta er sjaldan tekið með. Og hvað þröskuldi snertir eru þeir ofast fyrir hendi og í fleiri tilfellum háir. Þetta eru lítil dæmi — en ekki öll. Þó er nú þegar orðið viður- kennt að við hönnun húsa — svo sem skóla og annarra opinberra bygginga — beri að taka tillit til þess að fólk í hjólastólum þarf einnig að komast leiðar sinnar. — Hefurðu haft tækifæri til þess að fylgjast með því sem er Ein af stólalyftunum sem Þórir hefur smíðað að gerast erlendis í þessum málum? — Hvað tækjaútbúnað fyrir fólkið snertir reyni ég að fylgj- ast með nýjungum eins og ég get. „Sjálfsbjörg" bauð mér til Svíþjóðar í vor á tækjasýningu. Það var mjög lærdómsríkt fyir mig og ég er afar þakklátur fyrir boðið. Það var mér mikits virði á allan hátt í þessu starfi mínu. — Ertu ánægður með það sem hér gerist, eftir að sjá sýningu erlendis? — I þessum efnum er maður aldrei ánægður og eftir því sem maður kemst nær því að vita og skilja hvað hægt er að gera fyrir hreyfihamlaða til þess að auð- velda þeim lífið, finnur maður sárt til þess hvað enn er langt i land með allt slíkt hjá okkur hér. En nú byrja ég að vinna sjálf- stætt að mínum þætti og ég vil leggja allt í sölurnar til þess að geta hjálpað fólkinu. Stjórnvöld vita um mig og sýna starfi mínu bæði áhuga og góðan skilning — og við slíkt bind ég miklar vonir. Ekki hvað síst að aðstaða og fjárhagshlið fólksins geti orðið eins og því ber í samfélaginu. Það yrði stórt réttlætisspor. — Þú ert bjartsýnn, þrátt fyrir það sem þú hefur sagt um hönnun húsa hérlendis gagnvart fólkinu. — Já, ef viljinn og skilningur- inn eru fyrir hendi er hægt að gera margt og bæta úr mörgu. — En peningamálin, ef í stórt verður ráðist til bóta í opinber- um byggingum? — Ég skal ekki trúa fyrr en á reynir að fjárveitingarvaldið hunsi slíkt mannréttindamál. — En ef þeim dytti nú fremur í hug að hjálpa okkur sár- óánægðum heilbrigðum til þess að koma upp fleiri samkomu- og gleðistöðum fyrir okkur í tóm- stundatilgangsleysi okkar? — Þá verðum við sem erum í baráttuhug fyrir sjálfsögðum rétti til batnandi lífskjara á þessum vettvangi að standa fastar saman til skilnings og átaka. En ég er bjartsýnn nú þegar. Ég byrjaði þetta starf af áhuga einum saman með lítið í aðra hönd. Ómælanlegt þakklæti þeirra er þess nutu ásamt öllu því sem áunnist hefur til góðs fyrir fólkið gegnum árin hefur sannfært mig um að sameigin- legt átak í þessu sem öðru leiðir að lokum til þeirra lífskjara sem stefnt er að.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.