Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981
15
Útgerð og hjólaskautar
á Borgarfjarðarbrúnni
Ganga í tvö ár á Foringjaskóla
Hjálpræðishersins í Noregi
Systkinin Erlingur Nielsson og Rannveig María Nielsdóttir, sem nú
hafa innritast i Foringjaskóla Hjálpræðishersins i Osló. Myndin er
tekin á fimmtudaginn, daginn áður en þau héldu utan. Hús
Hjálpræðishersins i Reykjavík i baksýn.
Borjíarfjarðarbrúin nýja
er til margra hluta nytsam-
leg. Meginhlutverk hennar
er að sjálfsögðu að koma
bílum og vegfarendum heilu
og höldnu yfir fjörðinn, og
stytta þannig leiðina vestur
og norður í land. En þar má
gera ýmislegt fleira, en aka
yfir í einum rykk, eins og
þessar myndir Ilelga
Bjarnasonar í Borgarnesi
sýna glögglega.
Annars vegar sést til
hvers Guðrún Daníelsdóttir
úr Borgarnesi notar brúna,
rennislétta og nýmalbikaða.
„Það er frábært að skauta
yfir fjörðinn á malbikinu,"
sagði hún um leið og hún
stansaði örstutt til mynda-
tökunnar.
Hin myndin sýnir svo hvar
Jón Eggertsson kaupmaður í
Borgarnesi er að gá að trillu
sinni, þar sem hún liggur í
lægi við brúna. Það er ekki
ónýt brú, sem kemur upp
aðstöðu fyrir útgerðarmenn
svona í „forbifarten“ eins
Danskurinn myndi segja.
„í vissu þess að við munum
fá kraft og styrk frá Guði til að
standa undir þeim kröfum er
til okkar verða gerðar, þá
höfum við tekið þessa ákvörðun
um að svara kalli Guðs og fara
til náms í Foringjaskóla Hjálp-
ræðishersins í Osló,“ sagði
Rannveig Níelsdóttir í samtali
við Morgunblaðið í íyrradag.
En hún hélt í gær utan til
Noregs ásamt bróður sínum.
Erlingi Nielssyni, og munu þau
verða við nám í Foringjaskól-
anum þar til um mitt sumar
1983. eða í tæp tvö ár. Rann-
veig er 22ja ára, en Erlingur
bróðir hennar 19. þau eru bæði
frá Akureyri, þar sem þau
kynntust starfi lljáipræðis-
hersins. — Rannveig hefur
annars starfað sem blaðamað-
ur við Morgunblaðið undanfar-
in ár.
Erlingur sagði skóla af þessu
tagi vera víða um heim, þar af
væru tveir á Norðurlöndum, í
Osló og Stokkhólmi. Þá væri
alþjóðlegur foringjaskóli í
Bretlandi, þar sem Hjálpræðis-
herinn er upprunninn. Sterkast-
an kvað Rannveig Herinn á hinn
bóginn vera í Noregi, Bandaríkj-
unum, Hollandi og Ástralíu.
Liðssöfnunin hefur hins vegar
orðið mest í Suður-Kóreu. Starf
flokksforingja í Hernum sögðu
þau systkinin vera mjög fjöl-
breytilegt, svo sem undirbúning
og stjórnun samkoma og við
trúboð, „í rauninni er starf
flokksforingjanna að boða fagn-
aðarerindið í orði og verki,"
sagði Rannveig, „og það er það
starf sem við erum nú að fara að
búa okkur undir. ísland, Fær-
eyjar og Noreg sögðu þau vera
eitt svæði innan Hersins, sem
svo aftur skiptist í deildir.
ísland og Færeyjar eru ein
deild, en í Noregi eru fimm
deildir. Hjálpræðisherinn á ís-
landi er undir yfirstjórn Hers-
ins í Noregi, Osló nánar tiltekið.
Hjálpræðisherinn á íslandi
sögðu þau ekki vera sértrúar-
söfnuð, heldur væri hann sér-
stakt trúfélag innan þjóðkirkj-
unnar. Að takast á herðar for-
ingjastarf innan Hersins sögðu
þau vera nánast „æviráðningu",
sem þó væri hægt að komast úr
ef þess væri óskað. „Þetta er
ævilöng herþjónusta en ekki
herskylda," sagði Rannveig, „og
við gerum ráð fyrir að vera í
þessu starfi alla ævi.“ „Senni-
legast munum við starfa á
íslandi, Noregi og Færeyjum, en
gætum þó einnig farið víðar.
Sennilegast verðum við tvö til
þrjú ár á hverjum stað,“ sagði
Erlingur, „en þó gæti það einnig
orðið lengra. Það fer kannski
enginn í þetta af því að hann
langi beinlínis til þess, en þetta
er köllun, þetta er kall frá Guði
sem verður að svara. Enginn fer
þó út í þetta án þess að hugsa
sig mjög vandlega um áður.“
- AII.
Hópurinn kominn saman fyrir framan Torfuna á Bernhöftstorfunni, en alls komu
sextán af tuttugu og fimm nemendum til þessa fundar. Þeir sem ekki gátu komið voru
ýmist að vinna, eða þá staddir úti á landi vegna sumarvinnu sinnar.
Eigendur Torfunnar veittu fúslega leyfi fyrir þessum fundi nemenda úr Álftamýrar-
skóla með kennara sinum og Jóni Ársæli Þórðarsyni starfsmanni Sálfræðideildar, þar
sem farið var yfir hvernig gengi með könnun er nemendurnir samþykktu að vinna að á
vinnustöðum sínum i sumar.
hugann við þetta verkefni, veldur
því að þau taka mun betur eftir á
vinnustað sínum en ella, þau
hugsa um hluti sem ekki er
algengt að unglingar í sumarvinnu
velti fyrir sér, og þau læra mun
meira á þessu en annars hefði
orðið. — Hætt er til dæmis við að
fáir krakkar velti fyrir sér trúnað-
armannakerfi á vinnustöðum, eða
þá aðstöðu fyrir fatlaða, óreglu og
slysahættu, svo fá dæmi séu tekin.
Verkefni þetta gerir það hins
vegar að verkum að þau þurfa að
spyrjast fyrir um þessi atriði, og
kynna sér þau sérstaklega."
t nc l.ris t&i .i
Mikill munur á launum
Þeir Marteinn og Jón Ársæll
sögðu, að allir krakkarnir í bekkn-
um hefðu fengið vinnu í sumar, og
gæfi það meiri vonir um árangur
af tilrauninni. „Við höfðum óttast
að þau yrði flest í mjög svipaðri
vinnu, til dæmis að þorri þeirra
yrði í Vinnuskólanum, en það varð
ekki. Þau fengu vinnu á hinum
fjölbreytilegustu stöðum, við mjög
ólík störf. Könnunin mun því ná
til fjölmargra vinnustaða, og enn
fremur til margvíslegra atvinnu-
greina," sagði Jón. „Af viðtölunum
i iijgi i. i Jt« 11 > t .itm i
við krakkana á Torfunni um
daginn höfum við þegar lært
ýmislegt um sumarvinnuna sem
fólk hugsar ef til vill ekki alltaf
útí. Það kemur til dæmis í ljós að
þau vinna flest mjög langan
vinnudag, talsvert lengri en 40
stunda vinnuviku. Það er að vísu
ekki óalgengt hér á landi, en við
vissum þó ekki að þetta væri
svona algengt með unglinga í
sumarvinnu. Þá kom einnig í ljós
að kaup það er þau fá, er mjög
mismunandi. Allt að sexfaldur
munur er á því mánaðarkaupi,
sem hæst er, og því sem lægst er.
. j ( > H81: r 11 i!/ V' ni.ni
aðeins í þessari einu bekkjardeild
Álftamýrarskóla. — Þetta og ann-
að sem fram kemur í þessari
tilraun munum við svo fjalla um í
vetur."
— Á hvern hátt verður unnið úr
könnuninni?
„Hún verður notuð sem hluti
námsefnis í samfélagsfræði í ni-
unda bekk í vetur," sagði Mart-
einn. „Ég hef áður kennt bekknum
þessa grein að hluta, en geri það
að vísu ekki í vetur. Kennari í
samfélagsfræði verður nú Stein-
unn Ármannsdóttir, og hún hefur
i,- i iil t
lýst áhuga sínum á að vinna
verkefnið áfram."
„Reynslan verður svo að skera
úr um hvort þessi tilraun þyki
bera þann árangur, að æskilegt sé
að halda áfram á sömu braut. Við
höfum að minnsta kosti í hyggju
að segja kennurum og öðrum frá
hvernig þetta hefur gengið, og
vonumst til að aðrir geti haft
einhver not af þessari fyrstu
tilraun, sem okkur sýnist ætla að
takast mjög vel,“ sagði Jón Ársæll
að lokum.
- AH.
t í:i t v (i i-e/It í