Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 22

Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innaniands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd ...“ Tuttugasta og sjötta þing Sambands ungra sjálfstæðismanna hófst í gær í höfuðstað Vestfjarða, ísafirði. Enginn vafi er á því að SUS er langöflugasta fjöldahreyfing ungs fólks í landinu á þjóðmálasviði. Það eitt að um 600 manns sóttu síðasta aðalfund Heimdallar í Reykjavík vitnar um þann vaxtarbrodd sem samtök ungra sjálfstæðismanna eru Sjálfstæðisflokknum og stefnumiðum hans. Þegar horft er fram á veg íslenzkrar þjóðar, sem ungt fólk hlýtur að varða öðrum fremur, hljóta nokkur meginatriði að skipa öndvegi eftirtektar. í fyrsta lagi sjálfstæði þjóðarinnar, pólitískt og efnahags- legt. í öðru lagi staða einstaklingsins í þjóðfélaginu: þegnréttindi hans, menntunaraðstaða, starfsmöguleikar, lífskjör og frjálsræði til að byggja upp eigin lífshætti. í þriðja lagi varðveizla íslenzkrar menningararf- leifðar og möguleikar til að þróa listir og menningarstarf án hafta og opinberrar forskriftar. í stuttu máli: að hlúa að þjóðfélagslegum jarðvegi, hvar heilbrigt mannlíf getur þróazt — og framtak og valfrelsi einstaklingsins er virt. Að dómi borgaralega þenkjandi fólks verður pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar bezt varðveitt innan ramma sjálfstæðisstefnunnar. Annars- vegar með því að varðveita þjóðfélagsgerð lýðræðis, þingræðis, eignarréttar og einstaklingsframtaks — og þróa hana til meira frjálsræðis, réttlætis og .'ullkomnunar. Hinsvegar með aðild að varnarsamstarfi vestrænna ríkja, sem tryggt hefur frið í okkar heimshluta frá lyktum heimsstyrjaldarinnar síðari. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar — sem og bætt lífskjör í landinu — verður bezt tryggt með því að efla verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum og auka þjóðartekjur. Til þess að það megi takast þarf að styrkja rekstrarlega stöðu atvinnuveganna, skapa þeim skilyrði til vaxtar og framleiðniaukn- ingar, og skjóta nýjum stoðum undir þjóðarbúskapinn með stóraukinni nýtingu innlendra orkugjafa sem og nýjum orkuiðnaði. Hvarvetna þar sem frjálst framtak einstaklingsins fær að njóta sín hefur verðmæta- sköpun á einstakling, og þar með almenn lífskjör, farið lagt fram úr því sem þekkist í fátæktarríkjum sósíalismans. Ungt fólk á mest í húfi, hvern veg íslenzk þjóðfélagsgerð þróast í næstu framtíð. Það er í þess valdi að styrkja og efla þá brjóstvörn borgaralegs þjóðskipulags, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið og þarf að vera á þjóðmálasviði. Þessvegna er 26. þing SUS, eins og mál standa r.ú í þjóðfélaginu, mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir íslenzka samtíð, heldur ekki síður framtíðina. Megi gifta fylgja störfum þess bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þróun íslenzkrar þjóðfélagsgerðar. Heimastjórnun — staðbundin þekking Samtök sveitarfélaga á Austfjörðum, Vestfjörðum og í Norðlend- ingafjórðungi halda hvert um sig ársþing um þessar mundir. Þessi samtök hafa orðið til af brýnni þörf til að standa vörð um svæðisbundna hagsmuni — gegn sívaxandi tilhneigingu pólitískra miðstýringarmanna, er telja strjálbýlisfólk bezt komið undir hatti fjarstýringar og kerfisdrottnunar. Sveitarstjórnarmenn búa allajafna yfir mikilvægri staðbundinni þekkingu, auk þess sem þeir þekkja betur vilja og óskir héimaaðila, sem hafa valið þá til trúnaðar og forystu. Þeir eru því yfirleitt betur til þess fallnir að taka ákvarðanir um mál, er varða umbjóðendur þeirra, en fjarlægara vald. Þetta gildir bæði um kostnaðarlega hlið þjónustu og framkvæmda — og það að koma betur til móts við vilja heimaaðila. Það er því mikilvægt að réttlátrar valddreifingar sé gætt í verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. í þessu efni hafa fjórðungssambönd sveitarfélaga mikilvægu hlutverki að gegna, ekki síður en í því að samræma og samhæfa sjónarmið í ýmsum skipulags- og þjónustustörfum á afmörkuðum landsvæðum. Það er einkar lærdómsríkt að virkjunarmál og orkuiðnaður skipa veigamikinn sess á fjórðungsþingum bæði austan lands og norðan, en Austfirðingar ræða möguleika á stofnun iðnþróunarfélags og iðnþróun- arsjóðs í landshlutanum. Aðalmál fjórðungsþings Norðlendinga verður og orku- og iðnþróunarmál. En einmitt í þessum mikilvægu málum hefur ríkisstjórnin dregið fætur, hikað og hummað, enda innbyrðis sundurþykk. Sveitarstjórnarmenn í þessum landshlutum sýnast leggja á það mikla áherzlu að fjölhæfa atvinnulíf og skjóta nýjum stoðum undir afkomuöryggi íbúanna, til þess að halda velli í mannfjöldaþróun næstu framtíðar. Vestfirðingar eiga óhægara um vik í þessu efni, vegna landfræðilegra aðstæðna, og setja í öndvegi að halda hlut sínum í veiðum og vinnslu, en milli 40—50% vinnuafls á Vestfjörðum sækir lifibrauð til sjávarútvegs. Vestfirðingar eru og í hópi hlutfallslega stærstu innleggjenda í útflutnings- oggjaldeyrissamlag þjóðarbúsins, ef svo má að orði komast. Afstaða þeirra er því meir en skiljanleg. Sjálfstæði sveitarfélaga, valddreifing í þjóðfélaginu og sjálfsákvörð- unarréttur heimaaðila í eigin málum hvers byggðarlags eru veigamiklir þættir í sjálfstæðisstefnunni. Þessi sjónarmið eiga og velvild að mæta í öðrum lýðræðisflokkum. í tilefni fjórðungsþinga skal borin fram sú einlæga ósk, að sveitarfélögin í landinu megi halda vöku sinni í vörn og sókn fyrir heimastjómun. Miðstýringaröflunum hefur tekizt að búa alltof vel um sig í íslenzka stjórnkerfinu. Breytinga er þörf. Nokkrir útlendinganna á nám- skeiðinu sögðust hafa fengið ábendingar frá vinum sínum, sem tekið hefðu þátt í námskeiðinu, og komið hingað sjálfir að þeirra ráðleggingu, en einnig vildu þeir nota tækifærið og skoða landið í leiðinni. Rut Ingólfsdóttir hefur haft umsjón með námskeiðinu fyrir hönd skólans, en Þorgerður Ing- ólfsdóttir sá um það fyrstu fjögur árin. í spjalli við nemendur á nám- skeiðinu kom fram að þarna gefst ungu tónlistarfólki tækifæri til þess að leika nútímaverk, sem sjaldan eru leikin hér og öðlast reynslu í að leika með stórri hljómsveit. Hér á landi er erfitt að ná saman stórri nemenda- hljómsveit vegna fámennis og margir eru við nám erlendis. Voru menn sammála um að það væri mikil reynsla að taka þátt í þessu námskeiði. Vinnan væri mikil, æfingar alla daga og fram eftir kvöldi. Fyrir hádegi eru hljómsveitaræfingar en eftir há- degi skiptist fólkið í minni hópa og æfir sínar raddir. „Nútíma- tónlist gerir sérstakar kröfur til hljóðfæraleikaranna, einbeiting- in verður að vera meiri og stöðugri og tilfinningin fyrir hrynjandi vakandi." Hljómsveitaræfing á Zukofsky-námskeiðinu. Á tónleikunum í dag verður leikin Sinfónía nr. 4 eftir Anton Bruckner, Fimm þættir fyrir strengjasveit op. 5 eftir Anton Webern og Sinfónískar ummynd- anir Paul Hindemith á stefjum eftir Carl Maria von Weber. Á tónleikunum 5. september verða leiknir Fimm þættir fyrir hljómsveit op. 16 eftir Schönberg og Sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler. NÚ GR að ljúka fimmti Zukovsky-námskeiðinu, sen Tónlistarskólinn i Reykjavík stendur fyrir, og verður enda punkturinn settur með tón leikahaldi i Háskólabíói í dag 29. ágúst kl. 14 og laugardag inn 5. september. Tæplega hundrað nemendur hafa sótt námskeiðið að þessu sinni, þar af fjórtán útlendingar. Paul Zukofsky er aðalleiðbeinandi á námskeiðinu en hann hefur fengið til liðs við sig Claire Heldrich, kennara í meðferð ásláttarhljóðfæra í nútímatón- list og Bernard Wilkinsson, flautuleikara. Tilgangurinn með námskeiðinu er aðallega sá að kynna fyrir ungum hljóðfæraleikurum tækni og túlkun samtímatónlistar undir leiðsögn reyndra og viðurkenndra kennara. Zukofsky hefur verið aðalleiðbeinandi á námskeiðinu frá upphafi og í fyrra var honum til aðstoðar kanadíski flautuleik- arinn Robert Aitken. Zukofsky-námskeiðið: Tækifæri til að leika erfið nú- tímaverk með stórri hljómsveit Hluti nemendanna lék á mið- vikudag á kammertónleikum í sal Hagaskóla og voru þar leikin verk fyrir blásturs- og ásláttar- hljóðfæri eftir ýmsa nútímahöf- unda. Claire Heldrich sagði að slag- verk í stíl John Cage væru nær óþekkt hér og hefðu ekki verið spiluð hér á tónleikum, en slík 1 verk væru hinsvegar talsvert stórt atriði hjá tónlistarskólum erlendis. Meðal annars hefðu flestir stærri skólar sérstaka slagverkshljómsveit, sem ekki er til staðar hér. Paul Zukofsky Karl Pedersen leikur á „vatns-gong“ á æfingu á verki John Cage. I.josm. Guðjón. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 VSI skrifar félagsmálaráðherra: Vill yfirlýsingu um að um- mæli aðstoðarmanns hans séu ráðuneytinu óviðkomandi Framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands. Þorsteinn Pálsson, hefur skrif- að félagsmálaráðherra, Svavari Gestssyni, bréf, þar sem VSÍ óskar eftir opinberri yfirlýs- ingu félagsmálaráðuneytisins um það, að ummæli Arnmundar Backman, aðstoðarmanns fé- lagsmálaráðherra, i samtali við Þjóðviljann, séu ráðuneytinu með öllu óviðkomandi. Þjóðviljinn birtir á forsíðu í gær samtal við Arnmund, þar sem blaðið spyr hann álits á niðurstöðum félagsdóms í máli Verkalýðsfélags Akraness gegn Vinnuveitendasambandi Islands f.h. Skipaskaga hf. á Akranesi. Málavextir voru þeir, að frysti- húsið sagði 4. júlí 1980 upp kauptryggingarsamningi starfs- manna og tók þá út af launaskrá viku síðar. í uppsagnarbréfunum var sagt, að ástæður stöðvunar væru fiskskortur, sem stafaði af árlegu eftirliti og viðgerðum á togurum fyrirtækisins. Vinnsla lá niðri frá 11. júlí til 27. október. Stefnandi taldi skýr- ingu fyrirtækisins á vinnslu- stöðvun ekki nægilega haldgóða til að uppfylla skilyrði samninga fyrir því, að kauptryggingar- samningi yrði sagt upp. Félags- dómur sýknaði frystihúsið af kröfum verkalýðsfélagsins um að uppsögn kauptryggingar hefði verið ólögleg. I samtalinu við Þjóðviljann segir Arnmundur Backman m.a., að dómsniðurstaðan sé „áfall fyrir verkafólk" og að hann telji skilning félagsdóms „fráleitan". Bréf Þorsteins Pálssonar til Svavars Gestssonar fer hér á eftir: „í dagblaðinu Þjóðviljanum í morgun er viðtal við Arnmund Backman aðstoðarmann yðar. Viðtaiið er um nýfallinn dóm félagsdóms. Þar lýsir Arnmund- ur Backman yfir því, að hann telji umræddan dóm félagsdóms fráleitan. Með því að VSÍ á skv. 1. 80/1938 aðild að félagsdómi er óhjákvæmilegt að vekja athygli ráðuneytisins á því, að samband- ið telur slík ummæli af hálfu ráðuneytisins i meira lagi óvið- eigandi og skaðleg. Félagsdómur starfar undir félagsmáiaráðu- neytinu og er skipaður af félags- málaráðherra, en nýtur að sjálfsögðu eins og aðrir dómstól- ar fullkomins sjálfstæðis. Dómstóllinn hefur mikla þýð- ingu fyrir aðila vinnumarkaðar- ins. Hann hefur notið óskoraðs trausts og þannig stuðlað að friðsamlegri lausn fjölmargra ágreiningsefna á vinnumarkaðn- um. Það er skoðun VSÍ, að það veiki mjög stöðu dómsins þegar aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra, sem skipar dóminn, lýsir opinberlega yfir því, að skilning- ur og niðurstöður dómsins séu fráleitar. VSÍ er ljóst, að Arnmundur Backman hefur gegnt lögmanns- störfum jafnframt opinberu starfi sínu þó að ríkjandi reglur séu þær, að lögfræðingum, er starfa í stjórnarráðinu, sé óheimilt að gegna lögmanns- störfum fyrir aðra, sbr. reglur um málflytjendastörf manna í opinberu starfi frá 10. febrúar 1971. (Stjórnartíðindi B 1971 nr. 32.) Rétt er að taka fram, að aðstoðarmaður yðar er lögmaður í máli, sem rekið er fyrir héraðs- dómi og snýst um svipað ágrein- ingsefni og félagsdómur hefur nýlega skorið úr um og er tilefni umræddrar yfirlýsingar. VSÍ getur hins vegar ekki án frekari upplýsinga litið svo á, að yfirlýs- ing aðstoðarmanns yðar sé gefin í lögmannsstarfi, enda væri það skýlaust brot á áðurnefndum reglum útgefnum af dómsmála- ráðherra. Af þeim sökum getur VSÍ ekki litið á yfirlýsingu Arnmundar Backman öðruvísi en svo að hún sé á vegum ráðuneytisins. VSI telur mikla hagsmuni því tengda, að ráðuneytið, sem skip- ar félagsdóm, véfengi ekki niður- stöður hans, eða telji þær frá- leitar. Fyrir því er það ósk VSÍ, að ráðuneytið taki opinberlega fram, að yfirlýsing Arnmundar Backman í Þjóðviljanum í morg- un þess efnis, að skilningur félagsdóms sé fráleitur, sé ráðu- neytinu með öllu óviðkomandi." Gengislækkunin í ár: 1,4% á mánuði að meðaltali — 2% 79 í VIÐTALI við fréttamann hljóð- varps, sem flutt var i fréttum kl. 19 sl. fimmtudag. var dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra spurður álits á þvi, hvort það væri ekki áfall fyrir efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar, sem byggðist á föstu gengi, að hafa þurft að fella það 29. mai (um tæp 4%) og aftur nú um tæp 5%, þegar til þess sé litið, að Bandarikjadollar hefði hækkað um 30—35% frá áramót- um og þar að auki fiskverð um 10% og verð á saltfiski um 20%. Taldi fréttamaðurinn Ásdis J. Rafnar hér um „útlendan happ- drættisvinning“ fyrir rikisstjórn- ina að ræða. Dr. Gunnar Thoroddsen sagði, að því færi fjarri, að um áfall fyrir stjórnina væri að ræða. Hann minnti á, að í efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar, sem boðuð var um áramót, hefði sagt: Gengi krónunn- ar verði haldið stöðugu næstu mánuði. Og síðan sagði forsætisráð- herra orðrétt: „Þá gerðum við okkur vonir um það, að þetta yrði unnt í kannski þrjá mánuði um það bil, það reyndist unnt að halda því föstu í fimm mánuði eða framar vonum." Sé litið yfir þróun gengismála frá áramótum slepptu bæði fréttamað- ur útvarpsins og forsætisráðherra einu mikilvægu atriði, sem kemur við sögu, þegar litið er á framvindu stjórnarstefnunnar. Þegar ríkis- stjórnin gaf út yfirlýsingu sína um „fast gengi“ um áramótin ákvað hún jafnframt að festa gengið miðað við dollar. Hélst sú skipan, þar til kom að því í byrjun febrúar, að ekki var unnt að draga lengur að ákveða fiskverð, sem í raun átti að taka gildi um áramótin. I sömu andrá og nýtt fiskverð var ákveðið gaf Seðlabanki íslands út tilkynningu þess efnis, að gengi krónunnar væri ekki lengur „fast“ miðað við dollar heldur miðað við svonefnt „meðalgengi", sem er ákveðið meðaltal af myntum helstu viðskiptalanda okkar. í „meðal- genginu“ vegur dollarinn léttar en mikilvægi hans í viðskiptum lands- manna við útlönd gefur til kynna. I forystugrein Morgunblaðsins 10. febrúar sagði um þessar gengis- ráðstafanir: „Nú er talað um nauð- syn þess að finna aðra gengisvið- miðun. I því felst auðvitað fráhvarf frá þeirri stefnu að festa gengið." Tómas Árnason viðskiptaráðherra var ekki alveg sömu skoðunar. Hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið, sem birtist 10. febrúar; þetta er „ekki venjuleg gengisfelling heldur aðeins breyting á gengisvið- rniðun". En 10. febrúar féll krónan af þessum sökum um 3,68%. Þá hafði dollarinn hækkað um 4% frá áramótum vegna breyttra viðhorfa í Bandaríkjunum við valdatöku Ronald Reagans. Síðan hefur doll- arinn styrkst jafnt og þétt og samhliða því hefur verð á þeim hluta útflutningsafurða íslendinga, sem seldar eru fyrir dollara hækkað í íslenskum krónum. Nemur sú hækkun 20—30% eftir reikningsað- ferð. Sé litið á meðalbreytingar á gengi á mánuði frá 23. desember 1980 til 26. ágúst sl. kemur í ljós, að krónan hefur sigið um 1,4% hvern mánuð tímabilsins. Sambærilegar tölur fyrir allt árið 1979 eru 2% sig krónunnar á mánuði, eða 0,6% hærra þá en nú, en 1979 var síðasta heila árið fyrir myndun núverandi ríkisstjómar, í fyrra seig gengið hins vegar um 3,3% á mánuði. í fréttatilkynningu Hagstofu íslands um vöruskiptajöfnuð landsmanna fyrstu sjö mánuði ársins kemur fram, að meðalgengi gjaldeyris í janúar-júlí 1981 er talið vera 43,8% hærra en það var á sömu mánuðum 1980. Þetta linurit birtist i riti hagfræðideildar Seðlabanka tslands, Hagtölum mánaðarins, júli-hefti 1981 og sýnir þróun gengis íslensku krónunnar frá þvi 1. janúar 1980 eða frá þvi rúmum mánuði áður en ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsens tók við völdum. Linuritið nær fram yfir gengislækkunina 29. mai sl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.