Morgunblaðið - 29.08.1981, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.08.1981, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 Valdimar Bjömsson 75 ára Allsstaðar var Valdimar Björnsson ástsæll og eftirsóttur ræðumaður, jafnvel meðal negranna. Þegar Askja gamla tók joðsótt- ina árið 1875 spjó hún ösku og eimyrju yfir blómlegar byggðir norðausturlands og lagði allan jarðargróður og búsmala í auðn. Þá var engu líkara en sjálfur myrkrahöfðinginn hefði skeint sig í hreinlætiskasti með öllum norð- austurkjálkanum. Þá varð grænn og ilmandi grassvörður og beiti- lyng Vopnafjarðar hvað verst fyrir barðinu á djöfsa. Vonleysi og vesturfararsýki greip um sig. Landflóttinn brast á. Vopnfirzkar byggðir tæmdust sem næst. Hald- ið var í vesturveg til fyrirheitna landsins. Einstæð og einmana móðir slóst í för austfirzkra vest- urfara með son sinn, mannvæn- legan fjögurra vetra svein. Þegar til nýja heimsins kom, settist hún að, ásamt syni og sveitungum, í bænum Minneota í suðvesturhorni Minnesotaríkis í Bandaríkjunum. .Þar um slóðir námu Norðurlanda- búar land, eins og sænsku vestur- fararnir, Norðmenn og fleiri harð- ger þjóðarbrot Norður-Evrópu. Drengurinn óx og dafnaði og varð afbragð annarra manna. Hann var fæddur til forustu og varð brátt sjálfsagður goði granna sinna og sveitunga. Hann var fyrstur Is- lendinga til að njóta þess heiðurs að skipa sæti á bekkjum ríkis- þingsins í Saint Paul, höfuðborg Minnesotaríkis. Sonur hans varð síðar fjármálaráðherra sama ríkis og mikill framámaður og höfðingi í öllu opinberu lífi þar vestra. Þá feðga, sem hér um ræðir, þarf naumast að kynna. Sá fyrrgreindi er Gunnar heitinn Björnsson, skattstjóri í Minneapolis, og sonur hans er sá ástsæli og víðfrægi Valdimar Björnsson, fyrrum fjár- málaráðherra sama ríkis, sem er 75 ára í dag. Báðir urðu þeir feðgar miklir virðingarmenn og mikils metnir. Það er ómæld blóðtaka fyrir okkar fámennu þjóð að glata slíkum sonum í þjóðahaf- ið mikla þar vestra. Sálarsárin gróa seint, en jarðvegssárin greru fljótt eftir brottför vesturfara. Sending kölska gamla úr Öskju braut sig brátt í gróðursæian skarnáburð, svo að allt varð „nú sem orðið nýtt,/ærnar, kýr og smalinn“. Vopnafjörður er nú ekki einvörðungu fagur og frjósamur fyrir hugskotssjónum heima- manna, heldur er hann einn eftir- sóknarverðasti unaðsreitur og paradís erlendra stórhöfðingja, auðjöfra, gin- og whiskyframleið- enda, erfðaprinsa sundurriðlandi heimsvelda, laxveiðióðra play- boyja og annarra erlendra öngul- rassa. Það voru ömurleg skipti. Þeir vopnfirzku Minnesota-feðgar eru og verða þjóð vorri óbætan- legir. Valmennið Valdimar er gáfaður eins og faðir hans, ljúfur, bjarn- hlýr og glaður eins og móðir hans, því er ekki óhugsandi að keimlíkar hugsanir hafi bærzt með föður hans, Gunnari, eins og einum nánasta frænda hans, sem varð eftir heima, Páli skáldi Ólafssyni, sem færði ást sína og yndi í eftirfarandi búning með Björn, son sinn, á hnjám sér (síðar Björn lögfr. Kalman, tengdason Indriða skálds Einarssonar). Þannig kvað Páll skáid, frændi Gunnars: l»útt ÓK a*tti þúsund horn mrú þúsund aíhrauús konum. mrst vk clska myndi Bjorn ok móAurina aú honum. Margt er líkt með skyldum. Þeir Minnesota-feðgar voru nánir ætt- menn séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað og sona hans, skáld- anna og alþingismannanna Páls og Jóns ritstjóra Ólafssona. Það er ættbogi hinna orðhögu og ritfæru. Því er það naumast undrunarefni, að Valdimar skyldi fyrst vekja á sér athygli vestanhafs með því að vinna fyrstu verðlaun í mælsku- kcppni meðal námsmanna um gjörvallt Minnesotaríki. Verðlaun- in námu um eitt þúsund dölum, sem var digur sjóður í þá daga, auk frægðar og frama, sem sigur- vegarinn hlaut af. Þetta gerðist við upphaf háskólanáms hans fyrir miðjan þriðja áratuginn, þegar öll Ameríka dansaði charle- ston, tuggði togleður og brá sér til ástarleikja í aftursæti gamla Fords og þambaði bannárabrugg, meðan jazzinn dunaði á hinum horfnu, glöðu dögum of those good, old, lazy, crazy, happy years. Ekki var það til að draga úr orðkynngi og mælskusnilli verð- launahafans, að móðir hans, Ingi- björg Jónsdóttir, var fædd í einum keltneskasta hluta íslands, í Döl- um vestur, landnámi hinnar írsk- ættuðu Auðar djúpúðgu Ketils- dóttur flatnefs (Kelly’s?). En frændur vorir, írar, hafa löngum þótt hafa túlann fyrir neðan nefið. Mestu mælskukjaftar, sem þrum- að hafa í brezka Parliamentinu eru Walesbúar af keltneskum stofni, eins og þeir Lloyd George forsætisráðherra og Aneurin heit- inn Bevan ráðherra. Þá má skjóta því hér inn til gamans, að sá flóðmælski og hraðmælski alla- balli og vélbyssukjaftur, Svavar Gestsson félagsmálaráðherra, er einmitt einnig af Dalamannakyni. Þá þótti fyrrgetin föðuramma Valdimars með afbrigðum orðhög. Hún átti ættir að rekja norður í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu, en því miður veit ég ekki hvert þangað, þar sem ættfræðingurinn og afmælisbarnið, Valdimar, er illa fjarri. Þó veit ég, að hún var af Skíða-Gunnari komin. Það vakti ekki síður undrun mína vestra en skýjakljúfar og hrikaieg, heillandi mannvirki, að fyrirfinna bandarísk-fæddan, ís- lenzkan mann í miðri Ameríku, sem kunni skil á allflestum ís- lenzkum ættum. Hann var slíkur hafsjór íslenzkra persónufræða, að naumast fyrirfundust slíkir fræðaþulir heima á gamla Fróni um þær mundir, að minnsta kosti ekki jafn skemmtilegir. Þó að Valdimar héldi þúsund ræður við þúsund ólík tækifæri, óundirbúið, gat engin þeirra orðið lífvana og leiðinleg eins og flatur og fúll bjór, langstaðinn og súr. Valdimar ólst upp á ritstjórn og í þrykkverki föður síns í Minneota ásamt systkinum sínum við gott atlæti. ÖIl bráðmyndarleg: Hjálm- ar (látinn), Björn, Jón, Helga og Stefanía. Þangað suður á fornar æskuslóðir bauð Valdimar okkur fjórum íslenzku strákunum, sem höfðu hafið nám í Minneapolis. Þetta var um jólaleytið 1941. Minneota er úm 200 kílómetra frá Minneapolis. Jólablað Minneota, Mascot, hið gamla og gróna, enskuþrykkta vikurit Gunnars, ættföðurins, var að koma glóð- volgt úr pressunni. Þegar Gunnar ritstýrði því var það eitt áhrifa- mesta vikublað í Minnesota, að mati dómbærra manna. Okkur var höfðinglega tekið á ritstjórninni og í bænum, þar sem „ástkæra, ylhýra málið" sveif víða ennþá yfir vötnunum. Valdimar var hylltur þarna eins og þjóðhetja á heimaslóð. Allir vildu fá að taka í hönd þessa ástsæla fulltrúa síns. Það var einna líkast því, að sjálfur dýrlingurinn, Jón Sigurðsson for- seti, hefði komið í óvænta heim- sókn og litið í bæinn meðal gamalla og tryggra mörlanda heima á Fróni, eða eftirlætið og augasteinninn, Vigdís forseti, hefði brugðið sér til Hólmavíkur, Grímseyjar eða Kaupmannahafn- ar. Jafnvel í negrahverfinu í Minneapolis, þar sem Valdimar var boðinn til ræðuhalds, hefði hrifnibylgjan vart risið hærra þó að sjálfur erkiengillinn, Louis Armstrong, hefði tekið lagið með hepp-köttum sínum og kyrjað „When the saints come marching in“ eða hertoginn, Duke Ellington, leikið af fingrum fram. Það má með sanni segja, að Valdimar tali „af fingrum fram“. Snjöll orðræða hans einkennist af leiknum og skjótum skiptingum í íslenzk- hönnuðum heilahólfum hans, sem eru yfirfull af allskyns fróðleik og óvæntum rúsínum og gullkornum. Vopnabúr þessa þrumuglaða Faðir Valdimars, Gunnar Björnsson ritstjóri, þingmaður og skatt- stjóri, var þá farinn að lækka flugið sakir aldurs. skylmingameistara mælskunnar geymir gnægð allskyns orðvopna, sem var gjarnan gripið til á viðeigandi stundum og réttum andartökum, þegar sá vígreifi gladiator, Val Björnsson, sveiflaði orðbrandinum, hraðhöggur og þunghöggur, í fremstu víglínu í gamla daga. Minnið er frábært og geymir og gleypir allt, sem í það er látið. Þar leynast jafnvel fullir gámar af íslenzkum mörlandafræðum eins og ættfræði, þjóðlegum fróðleik og öðru góðgæti, sem aldrei var „serverað" einréttað heldur með allskyns tilbrigðum og viðeigandi kryddi. Dómgreindin er skýr og guðsgáfa húmorsins ósvikin. Öll heiiastarfsemin hefir losnað við íslenzkan stirðleika, kauðahátt og landlæga svitadropa í hugsun, svo að engu er líkara en að heilabú Valdimars hafi öðlazt einhverja hugræna ameríska smurning eða sjálfskiptingu í andlega „drævið", svo að skipulagður orðstraumur- inn rennur þægilega fram, án þess að hiksta, eins og móðan mikla, Mississippi, sem byltir sér þarna við bæjarhelluna með sjarma sín- um og þunga, um leið og hún skilur að tvíburaborgirnar frægu, Minneapolis og St. Paul, borgirnar sem verið hafa starfsvettvangur í lífi og tilveru Valdimars. Þegar ég hóf nám í Vesturheimi í stríðsbyrjun fyrir fjörutíu árum, eyddi ég fyrsta árinu af fjórum í Minneapolis. Þessi Ameríkuár voru glöðustu, frjálsustu og skemmtilegustu ár ævinnar. Þar kynntist ég vænu og myndarlegu kjarnafólki af íslenzkum meiði, sem reyndist mér fjarska vel. Enginn var okkur, íslenzka náms- fólkinu, betri en Valdimar og foreldrar hans. Þá var Valdimar ungur að árum, frægur um allt fylkið sem bráðsnjall útvarps- og blaðamaður, ókvæntur í föður- garði og einn eftirsóknarverðasti ungkarlinn í þvísa ríki. Þeir Minnesota-feðgar voru álíka fræg- ir og important þar um slóðir og Kennedýarnir í Boston um Nýja- England. Helzti munurinn virtist liggja í því, að Kennedýar voru eitilharðir írsk-katólskir demcT- kratar, en Björnsonsfeðgar vopn- firzk-lútherskir repúblikanar og hvorugur glúpnaði fyrir neinum. Munurinn, sem skipti meginmáli, var, að þeir framagjörnu Kenned- ýar óðu upp í klof í dollurum. Björnsonar áttu sér göfugra markmið en að safna í sjóði. Nú orðið skiptir auðurinn sorglega miklu máli við úrslit kosninga. Hubert sálugi Humphrey, vara- forseti Bandaríkjanna og öldunga- deildarþingmaður frá Minnesota, sem var af norsk-írsku bergi brotinn og pólitískur andstæðing- ur Valdimars, sagði eitt sinn: „If my pal Val had bet on the right horse, he would have been in Washington today, not I,“ eða: „Ef vinur minn, Valdi, hefði verið í réttum flokki, hefði hann setið í Washington í stað mín.“ Nær sanni er, að ef nokkuð hefir veikt vígstöðu Valdimars í orrahríð stjórnmálanna um dagana, þá var það góðmennskan og skortur á ósvífni. „With a little bit of luck“ hefði hann getað komizt í alæðstu veldisstólana í Washington og þar með heimsins. Valdimar er einn áhrifamesti og mætasti Vestur- íslendingur sem dregið hefir lífs- andann í tápmikilli undraveröld Vesturheims. Aldrei komst ég nógu langt með forvitið nefið inn í völundarhús bandarískra stjórnmála til að skynja til fulls muninn á þessum tveim risaflokkum. Hélt einna helzt, að bilið sem skildi, væri einna líkast og á milli knatt- spyrnufélaganna Fram og KR, sem keppast við að koma sama bolta sem oftast í hvors annars mark. Aðalkostur og ómetanlegur styrkur þessa eftirsóknarverða tvíflokkakerfis er því, að skipta algerlega um lið og menn við stjórnvölinn með nýjum tímum við sem flestar kosningar, á sem flestum sviðum á fjögurra ára fresti. Öryggisráðstöfun, sem því miður ber ekki alltaf tilætlaðan árangur, en á að hindra menn í að spillast af valdinu og verða að algerum skepnum eins og dæmin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.