Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 57 Frá Hreðavatni var ferðinni haldið áfram lengra norður, stundum með áætlunarbílum og stundum með mjólkurbílum. Þeir gistu ýmist á bóndabæjum eða litlum gististöðum á leiðinni. Aud- en skoðaði ostagerð, spítala og snæddi með lækni og fylltist af kvefi. Þann 20. júlí koma þeir félagar til Akureyrar og fengu þá á ný fréttir úr umheiminum. „Var núna fyrst að heyra að borgara- styrjöld hefði brotizt út á Spáni,“ skrifar hann í dagbók sína. Viðbrögð hans við fréttum af borgarastyrjöldinni birtast í ljóði sem hann orti, „Journey to Ice- land“ og var játning hans um það, að þrátt fyrir skemmtan ferðar- innar, gæti hann ekki snúið baki við afganginum af heiminum. „Evrópa er fjarlæg. Þetta er eyja og þess vegna/óraunveruleiki“ skrifaði hann. En þrátt fyrir það „er heimurinn, er nútíðin, er lygin." Hann gat ekki flúið frá neinu. Frá Akureyri héldu þeir Ragnar með ströndinni, síðan suður yfir öræfin til Grímsstaða og það var í bíl á þessari leið, að samtímis því að Auden sagði að „kvefið bullaði í sér eins og hver“ fékk hann hugmynd um ferðabók. Sú hug- mynd var væntanlega vakin af því að hafa lesið Byron á leiðinni frá Englandi. „Allt í einu hugkvæmdist mér að ég gæti skrifað honum (Byron) bréf, um allt sem mér dytti í hug, Evrópu, bókmenntir, sjálfan mig. Hann er, að ég hygg, rétta persón- an, því að hann var borgarbarn og var ekki uppnæmur fyrir náttúru- og landslagsgaspri og það gezt Auden við lestur á Hobbit. mér vel. Bréfið í sjálfu sér mun ekki snerta ísland, en vera öllu heldur lýsing á þeim áhrifum sem maður verður fyrir þegar ferðazt er til fjarlægra staða.“ Upp úr þessu fór að þróast með honum uppbygging bókarinnar. Ljóðið eða bréfið til Byrons átti að „vera rauði þráðurinn í bókinni, en ég mun tengja við það önnur bréf til alls konar fólks og þar verður meira fjallað um ísland. Ég hef ekki ákveðið hvaða fólki ég skrifa þessi bréf enn þá, en það verður að vera fólk sem skiptir einhverju." Hann byrjaði síðan skömmu síðar að vinna að fyrsta kaflanum í „Bréfi til Byrons lávarðar." Síðustu dagana í júlí var Auden á bóndabænum Egilsstöðum, miklu myndarsetri. Hann hafði þá kvatt Ragnar sem hélt ferðinni áfram. Hér fékk hann að ríða gæðingum bóndans. „Jafnskjótt og við komum út á veginn hleyptum við hestunum ... bóndinn sagði: Þú hefur sjálfsagt riðið oft í Englandi." Þann 2. ágúst ók bónd- inn honum til Seyðisfjarðar, eins helzta þorpsins á Austfjörðum, og eini gististaðurinn sem stóð hon- um til boða þar var á „heimili fyrir ellihrumar konur.“ Eftir þrjá daga sté hann svo um borð í Nova og sigldi meðfram norðurströnd- inni og var sú sjóferð „svo leiðin- leg, að ég man ekki hætis hót úr henni.“ Sunnudaginn 9. ágúst var hann kominn til Reykjavíkur. Þar beið hans vinur hans Louis Mac- Neice. Einhvern tímann meðan undir- búningur ferðarinnar stóð yfir — Auden mundi ekki nákvæmlega hvenær — hafði hann minnzt á það við MacNeice að hann hitti sig á íslandi og ynni með sér að ferðabókinni. MacNeice hafði ver- ið aðdáandi ljóða Audens árum saman og iðulega skrifað um þau af mikilli hrifningu. í ljós kom, að þeir urðu fyrirtaks góðir ferðafé- lagar og Auden sagði að MacNeice væri „skemmtilegur, eftirtektar- samur, umburðarlyndur og góð- lyndur" og klykkti út með: „Eg hef sjaldan á ævi minni skemmt mér jafn vel og þessar vikur, sem við vorum samvistum." MacNeice var um þessar mundir að skilja við konu sína og hann átti að taka við nýju starfi við Bedford College í London. Eins og Auden hafði hann komið til ís- lands með þær vonir í farangrin- um „að finna fókusinn í lífinu" með því að breyta algerlega um lifnaðarháttu nokkra hríð. Hann og Auden voru viku í Reykjavík, meðan Auden undirbjó næsta áfanga ferðarinnar, sem var í fylgd með Bryanston-piltunum. Piltarnir fjórir og kennari þeirra Bill Hoyland komu þann 17. ágúst og var snarlega lagt af stað ríðandi frá Reykjavík. Ferðinni var heitið í kringum Langjökul. Auden hafði útvegað leiðsögu- menn og hesta. Hann varð mjög óhress yfir því að uppgötva, að MacNeice hefði komið án þess að hafa með sér nokkurn viðleguút- búnað og féllst á það með tregðu að deila með honum tjaldinu. Það kom líka i ljós að tjaldið var of stutt og þröngt fyrir þá báða. Fyrstu nóttina byrjaði að rigna og tjaldið var ekki burðugra en svo, að það lagðist hálfvegis saman yfir þá. Bryanston-piltarnir sem voru með réttan útbúnað áttu þurra nótt og þegar þeir vöknuðu næsta morgun sáu þeir hvorugt skáldið, aðeins flatt tjaldið á jörðinni. „Kannski þeir hafi farið á bæ að fá sér kaffi,“ sagði Yates. Þá komst hreyfing á hrúgaldið og tvö rennblaut andlit komu í ljós. Ferðin umhverfis jökulinn hófst nú fyrir alvöru. Tveir leiðsögu- menn fóru fyrir hópnum og sautj- án hestar voru til reiðar og til að bera farangurinn. Auden leit svo á að hann væri orðinn hinn ágætasti reiðmaður en spaugilegur klæða- burður hans dró verulega úr því að hægt væri að bera fyrir honum djúpa virðingu. Hann var í nátt- fötum innst, síðan tvennum skyrt- um, tveim jökkum, flauelsbuxum og reiðbuxum þar yfir og síðan frakka og yzt í gulri regnúlpu. „Þegar hann gengur," sagði Mac- Neice „hreyfir hann sig ámóta og sjávardýr í vatni." Ferðin kringum jökulinn tók átta daga. Þeir fóru um hraun- fláka og komust að jöklinum sjálfum og skoðuðu hann. Auden hafði lítinn áhuga á landslaginu, sem hann líkti við „það er svona svipað því og gleymzt hafi að taka til við veizlulok." Hann hafði meiri áhuga á að fylgjast með Bill Hoyland og með því hvernig pilt- arnir brugðust við þessu frum- stæða lífi. Hann stríddi þeim þegar þeir kvörtuðu og sagði, að þar eö þeir hefðu komið hingað til að sýna hreysti sína skyldu þeir nú aldeilis gera það, „þótt ham- ingjan megi vita af hverju ykkur langar til þess.“ Þeim fannst þróttur hans með ólíkindum. Hann fór eldsnemma á fætur á hverjum morgni og hann var túlkur fyrir Hoyland, því leiðsögu- mennirnir gátu talað dálitla þýzku. Og svo hljóp hann um og tók myndir. Hann fullyrti að ljósmyndun væri hin lýðræðislega list, þar sem engrar tækniþekk- ingar væri krafizt til að menn gætu tekið góðar myndir. „Hann skrönglaðist um hraunið eins og fornaldardýr," sagði Yates „og tók myndir af furðulegustu mótívum, bakhluta á hesti, afturenda leið- sögumannsins, stígvéli eða ein- hverju ámóta." Þegar ferðabókin var loks gefin út voru í henni nokkrar óvenjulega skrítnar ljósmyndir. Eftir hörmungarástandið fyrstu nóttina tókst /iuden og MacNeice betur upp, en einn morguninn var þó komið að þeim skáldunum hvar þeir sváfu með hausana út úr tjaldinu. Prímus Audens, sem var eini hitagjafi þeirra, bilaði og eftir það urðu þeir að borða einvörðungu kaldan mat. Þeir voru satt bezt að segja harla glaðir að komast aftur til Reykjavíkur þann 25. ágúst. Bill Hoyland og þrír piltanna fóru til Englands tveimur dögum síðar, en Michael Yates og Mac- Neice voru um kyrrt og tóku þátt í þriðja áfanga ferðarinnar og þeim síðasta. Eftir að hafa dvalið af nóttina á geðveikrasjúkrahúsi bæjarins í boði yfirlæknisins, sem talaði við þá á latínu, fóru þre- menningarnir sjóleiðina upp í Borgarnes og síðan að Hreðavatni. Þar voru þeir í fáeina daga en héldu þá aftur suður. Þeir fóru þar næst með Dettifossi til ísafjarðar. Auden fannst það fegursti staður- inn sem hann hafði séð af íslandi, en þarna var lítið við að vera: hann og MacNeice og Yates sváfu á gistiheimili Hjálpræðishersins og tókst að smygla inn flösku af spönsku koníaki, sem brezki vara- ræðismaðurinn hafði gefið þeim. Þeir fóru í þriggja daga ferð frá ísafirði, lengst að Melgraseyri og héldu síðan suður. Þann 10. sept- ember stigu þeir enn um borð í Dettifoss, en nú var ferðinni heitið til Hull. Á skipinu vann Auden að „Bréfi til Byrons lávarðar" og lauk því eftir að heim kom. Sem leyfi og sem tilbreyting hafði ferðin verið lánlega heppn- uð. En hvort metnaðaraömum markmiðum öðrum var náð skal ósagt látið. Auden hafði viðað að sér mikilli þekkingu um ísland. En hann skynjaði að hann gat ekki dregið sig út úr lífinu. Fréttin um atburðina á Spáni hafði hrifið hann aftur til raunveruleikans. „Við erum öll of tengd Evrópu til að geta -é eða vHja — komist undan,“ skrifaði hann. (Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi lauslega og stytti ögn.) Humphrey Carpenter: W.H. Auden — A Biography. Útg. George Allen & Unwin. 38 feta 20 tonna fiskibátur geröur úr mjög þykku plasti (GPR) meö þéttum bitum, samþykktur af Lloyds. Dekkaöur með húsi og hvalbak, olíutankar. Járn á kili og stefni, gluggar og hurö á stýrishúsi o.fl., o.fi. Til afgreiöslu í nóvember. Fyrirliggjandi 80 ha. Ford Mermaid dieselvél meö öllum búnaði. Verö ca. 48.000,- (án tolla). Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg 41, sími 86644. adidas -i- Regngallar Bláir, Ijósbláir/dökkbláir, rauöir/ bláir. Jakki kr. 241,-. Buxur kr. 152,-. ■ ■ ■ ® ▲ ® adidas # m mm AA mm. mrn "ipi vua- \um í Glæsibæ, sími 82922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.