Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Páll Hersteinsson heitir maður, sem undanfarin ár hefur verið að rannsaka íslenska refinn. Er rannsókn þessi liður í doktorsritgerð, sem hann vinnur að við Oxford-háskóla. Auk þess að njóta þekkingar færustu refarannsóknamanna í Evrópu, hefur hann fengið aðstoð frá háskólanum við smíði ýmissa tækja, sem hann notar. Hins vegar þarf hann að leggja sjálfur út fyrir öllum kostnaði, þ.á m. efniskostnaði. Auk námslána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna hefur hann hlotið ýmsa styrki, t.d. frá Vísindasjóði. Tófan táknræn fyrir ísland. rétt eins og fálkinn „í upphafi háskóianáms hafði ég mestan áhuga á lífeðlisfræði hegð- unar, þ.e.a.s. hvernig heilinn stjórnar atferli. T.d. stundaði ég í tvö ár rannsóknir í heilalífeðlis- fræði við Cambridge-háskóla. Á þeim árum beindist áhugi minn æ meira að áhrifum umhverfis á hegðun. Þá á ég bæði við þau áhrif, sem stjórnað hafa þróun tegunda um aldaraðir, og svo umhverfisþætti, sem áhrif hafa á atferli hvers einstaklings á hverj- um tíma. Á tófunni hef ég haft áhuga, síðan í menntaskóla. Þá komst ég að því, að hún hafði ekkert verið rannsökuð hérlendis og sáralítið erlendis. Mér fannst þetta líka dularfullt dýr; í aðra röndina var hún jafntáknræn fyrir ísland og fálkinn, en á hinn bóginn virtust menn hata og fyrirlíta hana en þó aðallega óttast hana. Annað slagið mátti lesa í dagblöðum hetjusögur af viðureign manna við hana, þar sem helst mátti skilja, að þar ættust menn við jafningja sinn, hvað vit og kænsku áhrærði. Á íslandi eru óteljandi örnefni kennd við refi, og margar þjóðsög- ur hafa verið skráðar. I þjóðsögum Jóns Árnasonar segir til dæmis, að tófur hafi verið settar á land í hefndarskyni á Melrakkasléttu, til að eyða æðvarvarpi Oddsstaða- bóndans, og þaðan hafi refir síðan breiðst um landið. Það er líka útbreiddur misskilningur meðal nútímafólks, að refir hafi fyrst verið fluttir til íslands í upphafi þessarar aldar til skinnafram- leiðslu, en þeir hafi náð að sleppa og breiðst síðan út, eins og mink- urinn. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að refir hafa verið hér síðan í lok ísaldar, eða í um 10 þús. ár. Á þeim 9 þúsund árum, sem tófan var eina rándýrið á Islandi náði landið að klæðast gróðri, jafnvel skógi, milli fjalls og fjöru, og fuglategundir margfölduðust. Það er að minnsta kosti ekki annað að skilja á þeim rituðu heimildum, sem við höfum, en að allt hafi verið hér í lukkunnar velstandi, þegar mannskepnan tók við af melrakkanum sem herra íslands. Það er svo allt önnur saga og öllu ljótari hvernig við höfum leikið landið, og ein af þeim tegundum, sem við höfum kappkostað að útrýma er einmitt tófan. Elstu heimildir um refaeyðingu eru í Grágás, þar sem tekið er fram, að refir séu á hvers manns jörðu óheilagir. Það er svo með samþykkt frá Alþingi frá 1295, sem skipulögð refaútrýming hefst. Frá þeim tíma og allt til 1892 var greiddur sérstakur skattur, svo- nefndur dýratollur, til greiðslu á kostnaði við refaeyðingu, og mið- aðist upphæðin við sauðfjáreign rnanna." Ilef orðið var við fordóma „Þegar ég hóf rannsóknirnar vonaðist ég til að geta gert þær í friði og kyrrþey, og með tilliti til þess, valdi ég svæði, sem ekki var lengur í byggð, þótt þangað gengi að vísu sauðfé hluta úr ári. Þetta spurðist samt fljótlega út, og áður en ég vissi af voru ýmsir búnir að stimpla mig sem félaga i Tófu- vinafélaginu fræga. Þá skrifaði ég fyrir stuttu grein í 7. rit Land- verndar, þar sem ég rek að hluta sögu refaveiða, áhrif veiðanna á stofninn og varpa að lokum fram spurningum, sera enn er.ósvarað, um ástæður fyrir minni skaða af völdum refa nú en áður. Ég veit, að þessi grein hefur verið mistúlk- uð illilega, aðallega af mönnum, sem aldrei hafa lesið hana, og því hefur verið haldið fram, að ég segi þar, að refir drepi aldrei og hafi aldrei drepið sauðfé. Ég ráðlegg hverjum þeim, sem er í einhverj- um vafa um mínar skoðanir að lesa umrædda grein. Þá hef ég stundum verið spurður að því, hvers vegna ég rannsaki ekki dýrbíti, þar sem það séu þeir, sem styrrinn standi um. Gallinn er bara sá, að raunverulegur dýrbít- ur, sem fengi að lifa, gæti valdið fjárhagslegum skaða, sem ég hefði væntanlega orðið að bæta fyrir, en hefði ekki efni á. Enda hefur árlegt fjárframlag ríkissjóðs til rannsóknanna aðeins numið um 1% af kostnaði þess við refaeyð- ingu á ári. Því miður hafa heldur ekki viðbrögð allra þeirra, sem áhrif hefðu getað haft ekki alltaf verið mjög jákvæð. Til dæmis sagði fyrrverandi búnaðarmála- stjóri við mig, þegar ég nálgaðist hann í von um aðstoð við fjár- málahlið rannsóknanna. „Við vit- um allt, sem við þurfum að vita um tófuna: Hún bítur lórnb." Sem betur fer er þessi afstaða samt ekki algeng. Nú, það er samt mesta furða, hvað ég hef getað gert með fjármagni, sem nemur u.þ.b. 1/10 af því, sem eðlilegt er talið við rannsóknir á hreindýrum og selum. Það stafar aðallega af þeiri velvild og hjálpsemi sem ég hef mætt hjá ýmsum óskyldum aðilum, sem ég hef leitað til. Það yrði of langt að telja þá alla upp, en þó langar mig sérstaklega til að nefna heimilisfólkið í Ófeigsfirði á Ströndum og Augastöðum í Hálsasveit, sem tóku mig endur- gjaldslaust inn á heimili sín og hafa sýnt ótrúlega hjálpsemi á mörgum sviðum. Þá vil ég nefna Magnús Má Magnússon, sem hjálpaði mér fyrsta og síðasta mánuðinn minn á Ströndum og ekki má ég gieyma konunni minni, sem hefur sýnt mikla þolinmæði yfir löngum fjarvistum af heimil- inu. Einnig hafa foreldrar okkar beggja hjálpað okkur mikið fjár- hagslega." Rannsaka sem flesta þætti „Takmarkið með rannsóknunum er að afla sem allra mestrar vitneskju um tófuna og lífshætti hennar. Tvenns konar aðferðum er beitt, sem að hluta gefa upplýs- ingar um mismunandi atriði í lífsháttum tegundarinnar. Annars vegar hef ég fylgst með takmörk- uðum hópi refa á afmörkuðum svæðum og hins vegar safnað upplýsingum um stofninn sem heild með aðstoð refaveiðimanna. Þannig hef ég sett radíóháls- bönd á nokkur dýr, en þessi hálsbond innihald senditæki, sem senda frá sér radíómerki með stuttu millibili. Með litlu móttöku- tæki og stefnuloftneti get ég fylgst með ferðum þeirra og fundið þau, þegar ég vil. Útsendingartíðnin er jöfn, þegar dýrið er í hvíld, en mjög óregluleg, þegar það er á hreyfingu. Þessi tæki auðvelda mjög rannsóknir á ferðum og atferli dýranna. Þá safna ég auð- vitað saursýnum og athuga hræ eftir dýrin, til að fræðast um matarvenjur þeirra. Refaskyttur senda mér kjálka úr þeim dýrum, sem þær veiða, ásamt útfylltu eyðublaði með upp- lýsingum um viðkomandi dýr. Upplýsingar þessar eru marghátt- aðar. Þar er getið um dag og stað, Hér hefur tófa veitt hagamús. Ljóemyndir P*U Hemtelnnson. „Ólöglegt aö rannsaka lifandi tófur hér á landi“ þar sem dýrin veiðast, kyn og lit dýrsins, fjölda og lit yrðlinga ef um grendýr er að ræða, helstu fæðuleifar við grenið og hvort þar hafi verið lambahræ. Kjálkana lengdarmæli ég, en það er nokkuð gott samband á milli lengdar kjálka og heildarlengdar dýrsins, og síðan tek ég þunnsneiðar af tannrótum dýranna, en með sér- stakri litun má lesa árhringi í ysta lagi tannrótar, þannig að hægt er að aldursgreina dýrið nákvæm- lega, en þetta veitir upplýsingar um aldursdreifingu stofnsins. Af þeim ca. 350 dýrum sem ég hef þegar aldursgreint reyndist elsta dýrið vera á 8. vetri, en flest eru þau á 1. aldursári. Þó er talsverð- ur munur á aldursdreifingu dýra, sem veiðast að vetrinum og hinna, sem nást við greni að sumarlagi." Stærð umráðasvæða ræðst aí fæðumögulcikum „Grendýr eru ákaflega stað- bundin og þau hafa sitt ákveðna landsvæði, sm þau halda sig að mestu innan. Stærð svæðisins ræðst að mestu af fæðumöguleik- um, en einnig af þvi hve auðvelt er að verja það gegn ágangi annarra refa. Þannig eru náttúrulegar hindranir, eins og stórar ár algeng landamæri. Annars verja dýrin landamærin aðallega með þvagi, sem er ákaflega lyktarsterkt. Við réttar veðurfarsaðstæður getur mannlegt nef jafnvel fundið ang- anina liggja í loftinu á slíkum landamærum, hvað þá tófur með sitt næma nef, sem jafnan er haldið niðri við jörð. Þar sem fæða er næg allan ársins hring verja dýrin umráða- svæði sín allt árið. Fram að goti sjá bæði dýrin um landvarnir, en fyrstu vikurnar eftir got sér stegg- urinn (karldýrið) einn um þær. Þær sem ég athugaði stærð slíkra svæða í Ófeigsfirði, reyndust þau vera á bilinu 8—20 ferkílómetrar. Eins og ég sagði áðan virða dýrin landamærin að mestu. Þó er alltaf eitthvað um dýr, sem ekki hafa helgað sér nein landsvæði, og eru það aðallega ung dýr. Þessi dýr verða að leita sér fæðu á umráðasvæðum annarra refa, og fá þau óblíðar móttökur, ef upp um þau kemst. Þau dýr eru sérstaklega taugaóstyrk og við- brigðin. Heimsóknir nágranna inn Radíóhálsbönd eru notuð til að fylgjast með ferðum tófunnar. Hér má sjá mórauða tófu með slikt hálsband. á landsvæði hvers annars eru skammvinnar og einkennast af taugaóstyrk. Áflog slíkra dýra eru hins vegar sjaldgæf. Verði tveir nágrannasteggir varir hvor við annan við landamæri gagga þeir ákaflega og stika meðfram landa- mærunum með skottin beint upp í loftið, þvagmerkjandi hverja þúfu. Þannig láta þeir sér nægja að árétta „eignarrétt" sinn á landinu með hótunum, enda gæti jafnvel sigurvegari úr áflogum komið illa særður úr þeim og lítt fær um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.