Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Minning: Guðrún Sigvalda- dóttir — Mosfelli Fædd 6. septcmber 1905. Dáin 1. ágúst 1981. Kveðjustundin er runnin upp, hér skal hún kvödd í hinzta sinni eftir að hafa verið húsmóðir á þessu heimili í rúmlega hálfa öld. Á Mosfellshlaðinu eru saman- komnir nánustu ættingjar og nokkrir vinir. Presturinn flytur kveðjuorð. Júlíus bóndi stendur næst kistu konu sinnar með dætur sínar tvær sitt til hvorrar handar. Ekki er að sjá að átta og hálfur áratugur hafi bugað þrótt og dug þessa harðgera atorkumanns. Eft- ir 57 ára sambúð skilja leiðir, sambúð sem mér hefur ætíð fund- izt á þann veg að þegar talað hefur verið um eða við annað Mosfells- hjónanna þá hafi verið átt við þau bæði. Það er kyrrlátur ágústdagur og fagurt að litast um af hlaðinu, vatnið spegilslétt, blátt og blik- andi. Ásarnir og út-Langidalur baðaðir í sól, en skýjaþykkni yfir fjallinu. En sólin er máttug og sterk og meðan á kveðjuathöfn stendur ryður hún skýjaþykkninu til hliðar, svo stór og fagur sólskinsblettur myndast syðst og efst í Breiðinni sem virkar eins og kveðjukoss á döprum vanga. Yzt við sjóndeildarhringinn í blámóðu fjarskans hillir undir Stranda- fjöllin, en í faðmi þeirra átti hún sínar æskustöðvar, þessar ris- miklu blágrýtishallir, burstháar og veggjatraustar, sýndu skart sitt og tign á þessum kyrrláta degi, voru þau kannski hvoru tveggja í senn að kveðja hana og bjóða velkomna heim. Frá Mosfelli er haldið vestur að Þingeyrum þar sem bíður Guðrún- ar hinzta hvíla samkvæmt hennar eigin ósk, en að því liggja margar ástæður, þótt sóknarkirkja henn- ar sé að Auðkúlu. Þegar nær dregur Þingeyrum er bílalestin orðin Iöng sem fylgir henni hinzta spölinn. Það er fjölmenni við útförina eins og vænta mátti og ekki fer á milli mála að hún hefur áunniö sér vináttu og traust þeirra sem þekktu hana bezt. SKÖLAVÖRUR atU tU skóíans! BÓKAHÚSIÐ Laugawgi 178, s.86780. Útsala - Útsala Notið tækifærið! Stórkostlegar verölækkanir síöustu viku útsölunnar M.a.: Verö áður Verö nú Barnadenimbuxur 119,00 89,95 Drengjaskyrtur 59,95 29,95 Dömublússur 89,95 9,95 Röridóttir dömubolir 100% bómull 99,95 59,95 Denimbuxur m/teygju í streng .. 179,00 59,95 Dömuhnébuxur 199,00 89,95 Herraæfingagallar 199,00 69,95 Stutterma herraskyrtur 99,95 149,00 Barnabaösápur 23,95 4,95 Barnabaösölt 23,95 4,95 Barnaveggmyndir 17,95 8,95 Stakir diskar 15,95 4,95 Hljómplötur 198,00 99,00 Skólatöskur 259,00 199,00 Barnareiðhjól 1.395 1.095 Kvenreiöhjól 1.495 995 Geriö góö kaup VersliÖ ódýrt Póstsími 30980 HAGKAUF Reykjavík, Akureyri. Að athöfn lokinni eru viðstödd- um boðnar veitingar að Húnavöll- um. Þar er vel til vandað í anda þeirrar konu sem kvödd var í dag. Það er fagurt að litast um af Þingeyrarstað, fjallahringurinn víðfeðmari og fegurri en víðast hvar á landi hér. I dag er skyggni gott en skýjað víðast hvar, þó eru sólskinsblettir hér og þar, einn slíkur umvefur Brekku í Þingi á meðan við erum stödd í garðinum, æskustöðvum eiginmannsins. Það er skýjað yfir Svínadals- fjalli en Reykjanibban dimmblá, norðurendi fjallsins rís tignarlega uppfrá undirlendi héraðsins. Lítill fjallaskúr er suður af Nibbunni beint yfir Mosfellsbæn- um, á slíkum stundum getur fjallaskúrinn minnt á saknaðartár sem trega þann sem horfinn er. Guðrún andaðist á Héraðshæl- inu á Blönduósi eftir mikla van- heilsu síðustu ára. Ég sá hana á sjúkrahúsi hér í Reykjavík á síðasta ári og datt mér þá sízt í hug að viðskilnaðurinn gæti dreg- izt jafn lengi og raun ber vitni, en mikið viljaþrek og sterk lífslöngun getur oft fært lífdagana feti fram- ar. Guðrún var fædd í Stóru-Ávík í Árneshreppi, Strandasýslu, 6. september 1905. Hún var elzt af fjórum börnum þeirra hjóna, Sig- valda Jónssonar og Sigurlínu Jónsdóttur. Þegar hún var á sjöunda ári dó faðir hennar frá barnahópnum svo geta má nærri að ekkjan hefur ekki átt margra kosta völ. Tvö yngstu börnin, tvær dætur, voru teknar í fóstur af góðu fólki, sem veitti þeim gott uppeldi. Sigurlína vann svo fyrir hinum börnunum sínum á ýmsum stöðum í heimabyggð sinni næstu árin. Níu ára að aldri flytur Guðrún með móður sinni í Húnavatnsþing, ásamt bróður sínum Sigurjóni og það alla leið til Blönduóss. Eftir það vinnur móðir þeirra fyrir börnunum sínum á ýmsum stöðum, þar til þau höfðu aldur og þrek til að sjá fyrir sér sjálf, en börnin voru bráðþroska, afburða- dugleg og vinnusöm. Átján ára að aldri giftist Guð- rún Júlíusi Jónssyni frá Brekku í Þingi og varð sambúð þeirra bæði löng og farsæl, samofin gagn- kvæmu trausti í garð hvors ann- ars, þeirra ráð var vilji beggja. Þau byrjuðu búskap á Litlu- Giljá, fluttu þaðan að Hurðarbaki en keyptu Mosfell í Svínadal 1930. Jörðina keyptu þau af Birni Ey- steinssyni, sem þaðan flutti vestur að Grímstungu í Vatnsdal. Tvær minningar eru mér hug- stæðar frá fyrstu vordögum þess- ara ungu hjóna á Mosfelli. Milli Mosfells og Geithamra, æsku- heimilis míns, er um klukkutíma gangur. Þetta vor fór ég gangandi með móður minni út að Mosfelli, var á tíunda ári, lítill drengstauli. Þetta var lengsta bæjarleiðin sem ég þá hafði farið. Tvennt man ég bezt úr ferðinni, öldunginn Björn, veðraðan og rúnum ristan eftir heiftarleg átök við náttúruöflin og samtíð sína, þá orðinn auðugur maður þó hvergi sæist skart í ytra útliti. Hins vegar ungu húsmóður- ina, hrausta og dugnaðarlega, sjá- anlega með brennandi áhuga fyrir búskapnum og framtíðinni, hér skyldi ekki legið á liði sínu, lítið kot gert að góðri bújörð. Átök við erfiðleika skyldu verða að sigur- göngu. Takmarkið hærra, hærra og ætíð að vera hugsjón sinni trú. Þegar Guðrún og Júlíus fluttu að Mosfelli var jörðin talin kot- býli. Túnið lítið, þýft og grýtt, aðeins örfáar litlar beðasléttur, en stórt mýrlendi sem lá vel til ræktunar, var í huga ungu hjón- anna fjöregg framtíðarinnar. Bæj- arhús mjög léleg, fjárhús sæmileg, engar hlöður. Strax var hafizt handa að brjóta stórt land til ræktunar, síðan komu aðrar fram- kvæmdir stig af stigi. Kreppuárin upp úr 1930 urðu Mosfellshjónunum eins og mörg- um öðrum þung í skauti og mæðiveikin fylgdi í kjölfarið, þá stráféll meginstofninn af Mos- fellsfénu á skömmum tíma. En erfiðleikarnir voru sigraðir og ekki hlífðu hjónin sér í þeirri baráttu. í dag er Mosfell orðið að góðu býli, 40 ha. töðuvöllur og bygg- ingar í samræmi við það. Rúmlega 50 ára barátta Mosfellshjónanna hefur orðið að sigurgöngu. Þar stjórna nú búi Bryndís, dóttir þeirra, og eiginmaður hennar, Einar Höskuldsson, myndar- og dugnaðarhjón. Önnur börn þeirra eru Sólveig, gift Þórði Þórarins- syni og búa þau á Ríp í Hegranesi, Anton, giftur Jóhönnu Eggerts- dóttur, þau búa á Þorkelshóli í Víðidal. Hver sem kemur að Mosfelli, hlýtur að veita athygli fallegum skrúðgarði sunnan við húsið. Þessi garður er handaverk Guðrúnar. Þéttvaxinn skógargróður er til hliðar í garðinum, sem myndar fallegan skógarlund, er skýlir smávaxnari og veikbyggðari gróðri. Garðurinn er heimilinu til sóma og ekki fer á milli mála að margar vinnustundir hefur þurft til að gera hann að veruleika, án efa hefur hvíldartímum oft verið varið til að sinna garðinum, fegra hann og prýða. Vordöggin og svitadropar húsmóðurinnar hafa vætt og vökvað blómahafið í þessum fallega og friðsæla reit. Ég sé í anda Guðrúnu ganga út í garðinn sinn á sólbjörtum sumar- degi og horfa á blómin brosa á móti sér eins og barn með út- breiddan faðminn. Feysknir stofn- ar og fúnar greinar falla til jarðar og berast í burtu á straumi tímans, en bjarkirnar hennar Guðrúnar sem hún gróðursetti í garðinum sínum, svigna undan átökum stormsins en rétta sig við þegar veðri slotar. Þeim hefur verið vaggað til vaxtar og þroska af umhyggju og fórnarlund, gert garðinn að sannkölluðum sálar- gróðri. Guðrún bjó yfir miklu geði og það gat gustað frá henni, ef að henni var vegið, en hún var sáttfús að eðlisfari og vildi og naut vináttu og trausts samferð- arfólksins. Öll þessi ár hafa Mos- fellshjónin verið góðir nágrannar við Geithamraheimilið og allan þennan tíma hefur Þorsteinn bróðir minn verið nágranni þeirra. Ég veit ekki til að þar hafi fallið nokkur skuggi á, þó skipzt hafi verið á skoðunum, heldur hitt að vinátta og allt það góða ætíð ráðið ríkjum. Guðrún var sérstaklega bóngóð og vildi hvers manns vanda leysa ef til hennar var leitað, frá henni gekk enginn bónleiður til búðar. Gestrisin var hún með afbrigðum og allar veit- ingar bornar fram með sérstökum myndarbrag. Ef gest bar að garði sem hafði nauman tíma voru snör handtök hjá húsmóðurinni að tefja þann ekki um of sem veit- inganna átti að njóta, en oft er því þannig varið, t.d. í réttum og smalamennsku þegar tíminn er naumur, að þá langar mann kannski mest í hressingu og ekki sízt ef maður er þyrstur og þreyttur. Ég held, að sjaldan hafi kólnað á könnunni hjá Guðrúnu á Mos- felli. Það kvenfélag, sem nú er starfandi í Svínavatnshreppi, var stofnað 1944. Guðrún var hvata- maður að stofnun þess og fyrsti formaður. Ég veit, að hún hefur ekki legið á liði sínu þar sem annars staðar að vinna að upp- byggingu félagsins. Ég tel víst, að um þennan þátt í ævi Guðrúnar verði getið annars staðar og af þeim sem betur þekkja til en ég. Guðrún á Mosfelli er horfin af sjónarsviðinu, en eftir lifir minn- ing um konu sem hlúði að sér- hverjum gróðri sem greri við hennar eigin götu. Hennar líf var stöðugt starf, starf sem er sjaldan metið af samtíðinni sem skyldi, en því meir af þeim sem njóta verkanna þegar fram líða stundir. Hún reisti sér veglegan varða í æskudalnum mínum, sem ég bæði virði og met, um leið vil ég þakka vináttubönd sem ekki brustu, þó leiðir skildu. Við hjónin vottum ástvinum hinnar látnu dýpstu samúð og þökkum vinsemd og hlýju í okkar garð. Góðra og sannra vina er ávallt gott að minnast. Fari hún í friði. Jakob Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.