Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Untsjón: Séra J&n Dalbií Hróbjartsson Séra Kurl Siyurbjörnsson Siguröur Pdtemn ÁUDROTTINSDEGI Getum við verið viss um Guð? Þetta er vaxandi vanda- mál nú á dögum. Margir hika við að trúa á Krist, ekki af því að þeir óttist fórnirnar, né af því að þeir ætli sig óhæfa til að stand- ast kröfurnar, heldur vegna þess að þeir spyrja sjálfa sig Er þetta ekki tálvon og ímyndun? Vand- inn er ekki: Get ég orðið viss? heldur: Get ég reitt mig á Guð? Á ég það víst að Guð láti sig það nokkru skipta, hvort við leggjum okkur í hendur hans? Svarið er stutt: Nei, það átt þú ekki víst fyrr en þú felur honum sjálfan þig skilyrðislaust í trú. Því Guð er enginn kenning , sem þarf að sanna eða afsanna, heldur lifandi persóna, sem við mætum. Þú getur sannfærst um að hornasumma þríhyrnings sé 180 gráður með því einu að setjast niður og vinna úr stærðfræðilegri sönnun. En þannig getur þú ekki farið að varðandi persónu- legt samfélag. Þú getur ekki sannað, að skurðlækn- irinn sé fær um að fram- kvæma á þér vandasama heilaaðgerð. Hversu vel sem af honum er látið og hversu marga sem hann hefur læknað. Aðeins ef þú leggur þig í hendur hans og leyfir honum að fást við þitt mein, geturðu orðið viss um, hvort það hefur tekist. Reynsla, en ekki fræðileg sönnun er leiðin til full- vissu í öllum persónulegum samskiptum. Ætti stúlka að vita vissu sína um, hvort N.N. sé rétta mannsefnið hennar. Þá verður hún litlu bættari þótt hún setjist niður og reyni að sanna það. Auðvitað er margt sem mælir með því, en hún veit aldrei vissu sína fyrr en hún stígur skrefið og giftist manninum, gefur sig að honum fyrir fullt og allt. Vissan skapast af reynslunni. Það er ekki ólíkt þessu með Jesúm Krist, reyndar notar Nýja testamentið bæði líkingu af lækni og hjónabandi til að túlka samfélag kirkjunnar við Krist. Auðvitað er full ástæða til að reiða sig á hann, en við sannfærumst ekki fullkomlega um að við séum ekki að blekkja okkur sjálf, fyrr en við felum okkur honum skilyrðis- laust moð því að treysta honum. En hníga þá skynsamleg rök að því, að við förum þannig að? Vissulega. Jafn skynsamleg og þau rök, sem koma okkur til að leita læknis eða velja lífsföru- naut. Persóna Jesú Krists Fyrir nærfellt tvö þús- und árum var sveitaprédik- ari í einum afkima Róma- veldis, sem lifði svo ein- stæðu lífi, að það hefur verið ríkjandi siðgæðis- hugsjón í heiminum síðan. Uppeldismál, sjúkrahús, freísi þræla og kvenna, félagsleg þjónusta, allt þetta er komið frá hugsjón- um mannsins frá Nasaret. Víst hafði John Stuart Mill rétt fyrir sér er hann sagði: Jesús er einstæð persóna, jafn ólíkur fyrirrennurum sínum og fylgjendum. Hið merkilegasta er, að Jesús, mesti lærimeistari verald- ar, lifði í raun og veru eftir kenningum sínum. Það er ólíkt öllum öðrum lærimeisturum veraldar. Buddha flutti hálfeygan boðskap um sjálfstjórn, samt grét hann léttúð æsku sinnar. Múhammeð kenndi um gildi bænrækn- innar, þó var hann mis- kunnarlaus og hefnigjarn við óvini sína. Margt er ákaflega góð siðfræði í kenningum Platós og Sókratesar þó umbáru þeir báðir kynferðisólifnað. í persónu Jesú Krists stönd- um við frammi fyrir ein- stæðu fyrirbæri í mann- kynssögunni: Manni sem lifir fullkomnu lífi. „Hver yðar getur sannað á mig synd?" sagði hann við mannfjöldann — og fékk ekkert svar. Um eitt voru allir sammála: Jesús sjálf- ur, vinir hans og óvinir að hann gerði aldrei neitt það sem var rangt. Sbr. það sem Jesús segir í Jóh. 8.29: Því ég gjöri ætíð það sem Guði er þóknanlegt. En Jesús fullyrti meir en nokkur góður maður hefur nokkurn tíma gert. Hann kvaðst hafa rétt til að bera nafn Guðs (Sbr. Jóh. 13:13) og gyðingar ákváðu að ráða hann af dögum af því að hann gerði sig Guði jafnan. Hann taldi sig geta það, sem Guði einum er ætl- andi, svo sem að fyrirgefa syndir og dæma heiminn. Hann taldi sig eiga rétt til að vera tilbeðinn eins og Guð, hann tekur því sem sjálfsögðum hlut, þegar Tómas fellur fram og segir: „Drottinn minn og Guð minn." Ekki mundi góður maður iðka slíkt. Páll hörf- aði skelfingu lostinn und- an, er frumstæðir Asíubú- ar reyndu að tilbiðja hann. — Bersýnilega var Jesús eitthvað meira en góður maður. Við komumst ekki í kringum vandamálið, sem Anselmus setti svona fram: „Aut deus, aut non bonus." Annað hvort er hann Guð eða hann er ekki góður. Líf Jesú sjálfs styður fullyrðingu hans að hann sé vegurinn til Guðs (Jóh. 14:6) hann einn er vegur- inn, því að hann gaf líf sitt á krossi til að frelsa menn frá sekt og fjötrum mis- gerða sinna, því að hann reis upp sigrandi frá dauð- um til að bjóða lærisvein- um sínum líf Guðs. Þegar við lesum, að slíkur maður elskaði okkur svo að hann dó fyrir okkur, og slíkum manni gat dauðinn ekki haldið — er þá svo mjög erfitt að trúa? Það er þessi Jesús, sem allir vtina um að hafi lifað flekklausu lífi, kærleikur hans leiddi hann til krossfestingar, og hlut- lausir sagnfræðingar eins og Tacitus telja ástæðu til þess að segja frá því. Upp- risa hans var svo vel vott- fest, að Thomas Arnold kallar hana best sannaðan viðburð veraldarsögunnar. — Það er þessi Jesús, sem mætir okkur og biður um hollustu okkar. Sjálf persóna hans styður það sem hann segir og gerir þá ályktun sennilega, að hann muni ekki sleppa af okkur hendi. Að trúa er að sjá En hversu haldgóð, sem rökin eru, þá gera þau ein engan mann kristinn. Því að kristin trú felst ekki aðeins í að játa staðreynd- ir, heldur að gefa sig Kristi á vald. Auðvitað höfðar það til vitnis, en einnig til viljans. Við getum vegið og metið rökin og falið Jesú líf okkar á þeim grundvelli. Þótt það sýnist þversögn, þá geturðu ekki séð fyrr en þú trúir. Að sjá er hér alls ekki sama sem að trúa. Margir sáu Jesú og komu mjög nærri honum án þess að trúa á hann. Jafnvel bræður hans og systur trúðu ekki á hann. Þessu er öfugt farið, sá sem trúir, hann sér. Sá, sem trúir kemst í persónusamband við Jesúm milliliðalaust. Þannig fór um Mörtu, Fil- ippus og Tómas (Jón. 11:40, 14:8, 20:29). Hvert um sig fékk fulla vissu við það að komast í persónulegt sam- band við Jesúm og þetta er jafnmögulegt og nauðsyn- legt fyrir fólk 20. aldarinn: ar eins og það var þá. I báðum tilvikum hvetja röksemdirnar okkur til trúar. Hvorugir sjá, fyrr en þeir trúa. Enginn öðlast reynslu af Kristi, fyrr en hann snýr sér til hans. Það er enginn möguleiki á að sannreyna það, sem hann segir, annar er sá, að fram- ganga í þeirri trú, að hann segi sannleikann og þá reynist það svo. Vel getur þetta líkst því að stökkva beint af augum fram út í myrkrið, en þú hefur ekki fyrr stokkið en þú veist, að þú hefur fastan grundvöll undir fótum. (Fyrirmynd: The Brink of Decision eft- ir Micheal Green.) Tveir menn í helgidóminum 11. sunnudag eftir brenningarhátíö. Lúk 18, 9—14. Tveir menn gengu í helgidóminn til að finna Guð, segir Jesús í dæmisögunni, sem er Guðspjall dagsins. En annar for erindisleysu. Hvers vegna? Þetta er sagan um mig og þig, og Guð, og orð hans sem berst til okkar. Faríseinn var hinn vammlausi maður, allt var hjá honum slétt og fellt. Og vissulega hafði hann margt að þakka fyrir. Nú heyrði hann rödd Guðs í sálmum, ritningarlestrum, prédikun. Og hvað sá hann og heyrði í þessu öllu? Hann heyrði dóm Guðs yfir syndinni og náð Guðs sem blessar, fyrirgefur, sýknar. Þetta heyrum við líka þegar orð Gus berst okkur ti! eyrna. En hann heyrði þetta á sérstakan hátt. Eins og þú og ég svo oft. Hann heyrði dóm Guðs yfir náunga sínum, en náð handa sér. Guð talar jafnan til okkar persónulega. Orðið í Biblíunni er boðskapur til þín. Fordæming Guðs á syndinni, er áminning til til þín, spegill, svo þú getir séð þá synd, sem með þér býr. Náðin og fyrirgefningin er gjöf Guðs þeim, sem iðrast og trúir. Allir hafa syndgað, segir Guðs orð. Allir hafa þörf á fyrirgefningu Guðs. Við viljum draga í dilka og raða á skala: „Dýrðlingur, syndgari, tollheimtumaður og farísei — ég er þó ekki nærri því eins slæmur og ... En í augum Guðs er aðeins einn mælikvarði, og það er ekki náungi þinn, heldur kærleikurinn. Sá kærleikur, sem við sjáum og reynum í Jesú Kristi. Sá kærleikur sem sýknar og reisir á fætur, læknar og lýsir. Faríseinn sá aldrei sjálfan sig í ljósi Guðs orðs, aðeins aðra. Og hann sá ekki, að kærleiksleysi, hroki og fordómar eru í augum Guðs engu minni synd en ósiðlæti, þjófnaður og aðrir almennt viðurkenndir og augljósir lestir. Faríseinn sá aldrei mynd sína og því aldrei náð Guðs. Þessi saga er spegill. Hvað sérðu í þessum spegli? Guð gefi, að þú sjáir þig eins og þú ert. Og bænin vakni, sönn og sterk: Guð vertu mér syndugum líknsamur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.