Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 69 Rætt við Jón Gunnar Ottósson, sem um þessar mundir er að ljúka doktorsprófi í vistf ræði skor- dýra og plantna VÍSINDASJÓÐUR hefur ný- lega lokið veitingu styrkja fyrir árið 1981. Þetta er í 24. sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en alls voru veittir 92 styrkir alls að fjárhæð rúmar þrjár milljón ir króna. Meðal þeirra er styrk hlutu að þessu sinni er Jón Gunnar Ottósson, sem um þessar mund- ir er að ljúka doktorsprófi i vistfræði skordýra og plantna. Hann fékk 60.000 krónur i styrk til rannsókna á samskipt- um skordýra og plantna á Islandi. Þar sem Mbl. þótti viðfangsefnið forvitnilegt var ieitað til Jóns Gunnars og hann beðinn um að segja örlitið frá rannsókninni. Jón Gunnar býr ásamt fjðl- skyldu sinni í vinalegu húsi á rólegum stað í Mosfellssveit, fjarri erilsömu borgarlífinu. Að- spurður, hvað vakið hefði áhuga hans fyrir þessu ákveðna við- fangsefni sagðist Jón Gunnar aldrei hafa skilið hvers vegna plöntur væru étnar. „Af hverju éta plönturnar til dæmis ekki lífið alveg eins og lífið étur plönturnar?" Það eru spurningar af þessu tagi, sem Jón Gunnar sagðist meðal annars leita svara við í rannsóknum sínum. „Doktorsritgerð mín, sem ég hef nú lokið við að skrifa, en á eftir að fara út og verja, fjallar um samskipti skordýra og burkna í Bretlandi. Þar kemur fram að burknar eru minna étnir af skordýrum en aðrar plöntur og hvers vegna. í framhaldi af rannsóknum mínum í Bretlandi fannst mér fróðlegt að kanna með hvaða hætti samskipti skor- dýra og plantna væru á íslandi og skoða ég burknana sérstak- lega. Hér virðist ætla að koma það sama í ljós og í Bretlandi, það er að segja að skordýr líti síður við burknum en öðrum plöntum, því ennþá hef ég ekki fundið eitt einasta kvikindi hér á landi sem lifir á burknum. Aðeins um 1100 skprdýrategundir á íslandi Rannsóknir mínar á íslandi byrjaði ég núna í vor, en í sumar hef ég ekki gert mikið annað en að safna skordýrum. Skordýrun- um safnaði ég út um allt land, aðallega þó á Suður- og Vestur- landi. Ég lagði sérstaka áherslu á að skoða á hvaða plöntum skordýrin lifa, en nú á ég eftir að vinna úr þeim upplýsingum, sem ég hef verið að afla mér. A íslandi lifa um 1100 skor- dýrategundir, sem er tiltölulega lítið miðað við það sem er í öðrum löndum. Rannsóknir sem hérlendis hafa verið gerðar á þessu sviði fram til þessa hafa fyrst og fremst beinst að því að finna þessar tegundir og flokka þær, en í því felst mikil vinna. Ég legg hins vegar áherslu á að athuga hvernig þessi skordýr lifa. Sum eru rándýr, önnur eru sníkjudýr og enn önnur eru rotverur. Um fjórði til fimmti hluti þeirra skordýra sem lifa á íslandi lifa á plöntum, en það eru einkum þau, sem ég hef áhuga fyrir að rannsaka, svo og plönturnar sem þau lifa á," sagði Jón Gunnar. Margar plöntur geta falið sig fyrir skordýrum Aðspurður sagðist Jón Gunnar hafa unnið mest úti við í sumar, safnað og skoðað skordýr og plöntur og athugað hvaða hluta Rannsóknastofa Jóns Gunnars er staðsett i einu herbergi ibúðarhúss hans. Hér er hann að huga að fiðrildalirfunum sinum, sem hann þarf að fæða á hve.rjum degi. \.v»m. Mbi.-. Kristián. „Afhverju .eta plönturnar ekki lífið?" plöntur handa fiðrildunum," sagði Jón Gunnar. Forvitnin rekur hann áfram Að sögn Jóns Gunnars vinnur hann einn við rannsóknir sínar en hefur g: tað leitað til annarra með sérstök vandamál. „Einkum leita ég til Erlings Ólafssonar með að greina skor- dýrin í sundur og hefur hann veitt mér góða hjálp." En hvers vegna að rannsaka skordýr og plöntur? Krefst þetta ekki mikiilar þolinmæði? „Jú, vissulega þarf þolinmæði við þetta, en ætli það sé ekki aðallega forvitnin sem rekur mig áfram. Það er mjög gaman að fylgjast með þessum dýrum og lifnaðarháttum þeirra. Milli skordýra og plantna er háð eilíft stríð og er það stríð búið að ganga í þúsundir ára. Plantan finnur upp aðferðir til að losna við að verða étin af skordýrum, en skordýrin koma sér aftur á móti upp aðferðum til þess að sigrast á vörnum plöntunnar og síðan koll af kolli. Hins vegar er mjög auðvelt að eyðileggja þetta samspil plantna og skordýra, til dæmis með úðun, klippingu og áburðargjöf. Þegar tré eru úðuð til þess að losna við blaðlúsina, eins og aigengt er í þéttbýli, drepast um leið sníkjudýrin, sem éta blað- lúsina. Blaðlúsin er mun fljótari að ná sér upp aftur, en sníkju- dýrin sem á henni lifa, og kemur vandamálið þá fljótlega í ljós að nýju. Fyrir utan bæinn, þar sem eðlilegt samspil plantna og skor- dýra fær að vera í friði er blaðlúsin nær óþekkt vandamál. I þéttbýli tel ég mun vænlegri Tiu daga gömul blaðvespulirfa, sem lifir á burknum i Bretlandi. Sú tegund likist mjög þeim blaðvespulirfum, sem fundist hafa á viðiplöntum herlendis. Myndin er tekin á rafeindasmásjá i Bretlandi, en neðst á henni má sjá dökka rák, sem sýnir hversu mikið einn millimetri hefur verið stækkaður. Hér sjást andlitsdrættir blaðvespulirfunnar betur. plöntunnar skordýrin éta helst. „Rannsóknina hef ég skipulagt þannig að ég útbjó fyrst lista yfir öll skordýr, sem lifa á plöntum, á hvaða árstíma þau lifa og svo framvegis, en síðan nota ég listann til að reyna að átta mig á því hvers vegna sumar plöntur eru étnar, en aðrar ekki. Á íslandi eru um 2000 plöntu- tegundir, þar af eru 450 náttúru- legar háplöntur. Hins vegar eru ekki nema um 300 skordýrateg- undir sem éta þessar plöntur, það er að segja mun færri skordýr en plönturnar. Hver skordýrategund étur oft fleiri en eina plöntutegund, en flest skor- dýr eru mjög sérhæfð og mörg lifa aðeins á einni eða fáum plöntutegundum og éta aðeins ákveðna hluta plöntunnar. Hinar einstöku plöntutegund- ir verja sig misvel gegn því að verða étnar og hef ég reynt aö athuga með hvaða hætti plönt- urnar komast hjá því að skordýr éti þær. Plönturnar beita ýmsum að- ferðum til þess að forðast ágang skordýranna. Þær geta til dæmis falið sig með því að vera svo sjaldgæfar að erfitt er að finna þær. Plöntur geta einnig falið sig með því að lifa mjög stutt og síðast en ekki síst geta plöntur falið sig innan um annan gróður. Ef æt planta vex til dæmis innan um óætar plöntur minnka lík- urnar til þess að skordýr finni hana því þegar skordýrin leita sér að æti, þefa þau plönturnar uppi. Eins verja plöntur sig mikið með efnafræðilegum aðferðum, til dæmis með framleiðslu eitur- efna. Nokkuð algengt er að plöntur framleiði blásýru, þann- ig að skordýr sem bítur í slíka plöntu bítur væntanlega ekki í hana aftur. Aðrar plöntur fram- leiða skordýrahormón, þannig að ef skordýr étur þær ruglast öll efnaskipti þess og það drepst mjög fljótt. Hægt er að telja upp mörg hundruð slík varnarefni sem plöntur framleiða, en meðal þeirra er til dæmis nikótín. Uppbygging plöntunnar getur einnig haft mikið að segja um það hvort hún verður étin eða ekki. Eftir því sem plantan er flóknari að uppbyggingu býður hún upp á fleiri möguleika fyrir skordýrið og líkurnar aukast fyrir því að hún verði étin." Elur upp fiðrildalirfur Jón Gunnar sagðist hafa mik- inn áhuga fyrir því að reyna að finna út hvað ræður því á hvaða plöntum íslensk skordýr lifa. „Ég hef hins vegar ekki hug- mynd um hvað ég kem til með að fá út úr rannsókninni. Ég setti fram ákveðnar spurningar í byrjun, sem ég leita nú mark- visst svara við og bíð sjálfur fullur eftirvæntingar eftir því hver svörin verða. Þetta er hins vegar mun meiri vinna en ég bjóst við í fyrstu og svaranna er ekki að vænta fyrr en eftir áramót. Það sem einkum hefur tafið fyrir rannsókninni eru fiðrildin. Fiðrildin sjálf éta ekki plönturnar, heldur eru það lirfur þeirra. Ég hef safnað að mér miklum fjölda lirfa, en erfitt er að greina fiðrildateg- undir í sundur eftir lirfunum. Til þess að sjá að hvernig fiðrildum lirfurnar verða, þarf ég að ala þær upp, en það er mjög tímafrekt verk. Fyrst þurfti ég til dæmis að skrá hjá mér á hvaða plöntu viðkomandi lirf a f annst og síðan þarf að gef a þeim daglega rétta fæðu. Það er því mikill kostur að búa hér upp í Mosfellssveit, því stutt er að fara eftir fæðunni. Ef ég byggi í bænum væri ekki hlaupið að því að skreppa út í móa og ná í varnaraðferð gegn blaölúsinni að drepa egg hennar yfir vetr- artímann, til dæmis með ýmis- konar tjöruefnum, en leggja niður garðaúðun á sumrin." Islendingar vita lítið um skordýr Jón Gunnar sagði að fáar þjóðir væru jafnhræddar við skordýr og íslendingar, sem í raun og veru væri furðulegt því að í fáum löndum væru þau jafn fá og meinlaus. „Ein ástæðan fyrir þessu get- ur verið að fólk veit yfirleitt ekki mikið um skordýr. Mjög lítið er kennt um skordýr í skólum, en þar sem um 80—90% af öllum dýrategundum jarðar eru skor- dýr tel ég að skólarnir mættu taka sig mjög á í þeim efnum." Jón Gunnar sagði að lokum að nú sem stæði færi allur hans tími í að vinna úr þeim gögnum, sem hann hefði safnað saman í sumar, en niðurstöður rannsókn- anna myndu væntanlega liggja fyrir á næsta ári. „Nei, ég hef ekki hugsað mér að skrifa neina bók um þetta, en ég geri ráð fyrir að skrifa greinar í sértímarit, bæði inn- lend og erlend." A.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.