Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGUST 1981 ] <1981 Univrsol Pr«it Syndicat* V-/J .VASKURINN VAR STlFLAOUR." Ast er... að búa i tjaldi fyrir tvo. TM Rag. US. Pat. Ofl -all rlghti n • 1979 Lo» Angstea Tlmea Syndlcate Ofsalegt — Ostakar l>etta nafn geri ég ódauðlegt! HÖGNI HREKKVtSI *¦*** o i98i McNBudhi Synd . I Athugasemd vegna skrif a GUÐRÚN Ágústsdóttir, formaöur stjórnar Strætisvagna Reykjavík- ur, hringdi vegna skrifa um að- stöðu (eða aðstöðuleysi) strætis- vagnafarþega á biðstöðvum. „Það sem ég hef um málið að segja er þetta," sagði hún. „Við létum fara fram hugmyndasamkeppni nýlega um nýja gerð af strætisvagna- biðskýlum og verið er að hanna eitt slíkt tilraunabiðskýli til að sjá hvernig það reynist. Smíði þess hefur því miður tafist nokkuð vegna tæknilegra erfiðleika, sem upp hafa komið, en vonandi kemst það upp sem allra fyrst. Varðandi biðskýlið við Bern- höftstorfu, þá varð að fjarlægja það vegna framkvæmda við úti- taflið. Upphaflega hugmyndin var að byggja nýtt biðskýli þarna og sameina þá símklefa og strætis- vagnabiðskýli. Póstur og sími hafnaði hins vegar þessari hug- mynd þegar til kom. Símklefinn verður því settur upp eins og hann var, en borgarverkfræðingur mun sjá um að þarna verði sett upp nýtt biðskýli áður en langt um líður. Við vonum auðvitað að það verði komið í gagnið sem allra fyrst. Þessi hugmyndasamkeppni sem fór fram hjá okkur var í því fólgin að fá fram góða hugmynd að gangstéttarbiðskýli en slík bið- skýli hafa verið töluvert vandamál hjá mörgum þjóðum. Er einmitt frá f ormanni stjórnar SVR um strætisvagnabiðskýli veriö að hanna eitt slíkt biðskýli eins og ég talaði um. Bf það reynist vel er hugmyndin að slík biðskýli verði sett upp víða um borgina, m.a. hinum megin í Lækjargötunni þar sem fólk stendur núna hlífðarlaust fyrir rigningunni. Þessi skýli eru hönn- uð með það í huga að hægt verði að hafa ljós í lofti þeirra og upphitun. Það er mjög spennandi að gera þessa tilraun en þessi skýli eru auðvitað dýrari. Ég hefði viljað að þetta væri komið lengra áleiðis en vegna tæknilegra örðugleika getur þetta ekki orðið tilbúið fyrr en eftir nokkurn tíma. Þetta tilraunaskýli verður líklega sett upp einhvers staðar við Lönguhlíð," sagði Guð- rún. |Misheppnað framsóknarferðalag: „10 rútur villtust þar fram og aftur Ég vil taka undir með gomlu konunni sem hringdi [ Velvak- anda 19. ágúst sl. Eg var ein af þeim sem fóru í ferðalag með Framsóknarflokknum og eins l og hún segir var reyndin sú að l^jj^^rlnu. l.ri'vti „u óánægi utan dagskrár og fóru að sýna fólkinu Skúðarétfir, sem verða 100 ára 29. ágúst og eru snilld- arlega hlaðnar. Ekki var minnst á hver væri svona mikill snill- ingur að hlaða veggi, en það er Sigurbér Skæringsson Á refaslóðum rúturnar í ráðaleysi byltust. Fóru að dæmi Framsóknar — íram og aítur villtust. Ilákur. Óreglufólk meðal leigjenda: „Af leiðingin að leigusalar og húsf élög gef ast upp" /*rru ^t/á. u/vt /tf jAce>64 . Velvakandi sæll! Nú um skeið hafa húsnæðis- vandamál leigjenda verið ofar- lega á baugi og ekki að ástæðu- lausu. Einhliða þykir mér málflutn- ingur þeirra, er koma fram fyrir hönd leigjenda. Þar er sókin aðeins á eina hlið, þeirra er leigja út íbúðir annarsvegar og hinsvegar vanræksla hins opin- bera í byggingarmálum. En hér er ekki allt sem sýnist. En hver skyldi þá vera með- virkandi og sennilega veigamesta ástæða þess, að skortur er á leiguhúsnæði, svo mikill sem raun ber vitni? Að minni hyggju má rekja þetta ástand til þess óorðs, sem allstór hluti leigjenda hefur orðið valdur að varðandi umgengni, framferði, óskilvísi, óreglu og skemmdarverk, allt þetta til skaða og óverðskuldaðs áfellis gagnvart þeim, er sýna í hvívetna sómasamlega fram- komu og þurfa á leiguhúsnæði að halda, en gjalda hinna mörgu svörtu sauða. Sá er þetta ritar á ekki og hefur ekki átt húsnæði til að leigja öðrum. Ég hefi hinsvegar kynnst þessum málum vel, sök- um þess að ég hef alllengi átt íbúð og búið í stóru fjölbýlishúsi, verið þar í hússtjórn og öllum hnútum kunnugur. Þarna hafa verið um 30 leiguíbúðir, en þó miklu fleiri sjálfseignaríbúðir. Ég þekki því árekstra og vanda- mál allra í senn, þeirra er búa í eigin íbúðum, leigusala og leigj- enda. Reynsla mín er þessi: Allt of stór hluti leigufólks stendur ekki í skilum, hvorki við leigusala né skuldbindingar við húsfélagið. Það greiðir ekki húsgjöld, raf- magn, síma (ef fyrir hendi er) né annað er tilheyrir og það hefur lofað að standa skil á. Það gengur sóðalega og tillitslaust um sameign hússins og fer yfir- leitt sínu fram án tillits til húsreglna, sem nauðsynlegar eru ef lifa á nokkurnveginn viðun- andi lífi í sambýli. Það truflar allan húsfrið með hávaða jafnt nætur sem daga og skipast ekki við áminningar eða aðvaranir. Það virðist neyta áfengis meir og oftar en almennt geist og er ekki ósennilegt að slíkur lifnaður eigi nokkra sök á því að því hefur ekki tekist að eignast þak yfir höfuðið. Allt veldur þetta því að árekstrar verða milli leigusala og hússtjórna og leigjenda annars- vegar og sjálfseignaríbúa hins- vegar. Vitanlega vilja allir vera lausir við slíkt og skipist ekki leigjend- ur við aðvaranir, verður næst hendi að finna þá lausn, er ein virðist duga, að vísa leigjendum úr húsinu, en slíkt er oft ærið tafsamt og eykur enn á þolin- mæði og leiðindi og þegar slíkt endurtekur sig með tilkomu nýs leigufólks, verða afleiðingarnar vitanlega þær að leigusalar og húsfélög gefast upp á þeim skollaleik. íbúðir eru seldar eða standa auðar. Þar liggur hundurinn grafinn. Um skaðann og fráganginn þegar svona fólk yfirgefur sinn fyrri dvalarstað verður ekki rætt hér. Að tala um skaðabætur er út í hött. Þar er sjaldnast um vilja eða getu að ræða. Nauðsynlegt er að undirstrika að frá þessum alltof mörgu slæmu dæmum, eru vitanlega undantekningar. Á vegi manns verður sómafólk í röðum leigj- enda, en óvissan og happdrættið á hverju menn kunna að lenda, er fráfælandi. Úr því sem komið er, verður líklega eina lausnin stór fjölbýl- ishús yfir þetta óróa- og van- skilafólk, svo sterklega byggð utan sem innan að sem minnst sé hægt að eyðileggja. Þar verður allt að vera úr stáli og járnbentri steinsteypu. Sækjast sér um líkir og þar mun þessu fólki vel líða, þar verða engin boð né bönn. Hver og einn má haga sér eins og honum best líkar. Þar getur hver matað annan og setið að guða- veigum Bakkusar nætur og daga við dýrlegt undirspil poppara og pönkara. Þar verða engin klögu- mál en hver dagur og hver nótt kemur með fangið fullt af nýjum fyrirheitum. Nýjum fagnaði. Húsvörður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.