Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 77 12 gíra hjól með baksýnisspegli luktarsetti, standara, bögglabera, lás, pumpu, bjöllu, glitaugum, drykkjarflösku og verkfæratösku meö verkfærum. Karl- og kvenhjól. Staögreiösluverö án spegils 1695. Staögreiösluverö meö spegli 1770. Hagstæð greiðslukjör. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Póstsendum. Opiö kl. 17—20. G. ÞÓRÐARSON Sævangi 7 — P.O. Box 424 222 Hafnarfjorður Draslaraskapur í Reykjavík „Finnst ykkur þessi málningar- dós vera bæjarprýði?“ spurði Breiðhyltinaur nokkur er kom að máli við Velvakanda i tfsrr. „Hún hefur legið þarna óáreitt síðastliðna tvo mánuði án þess að hreinsunardeild borgarinnar hafi fundist taka því að ónáða hana. Hvernig sem á því stendur virðist draslaraskapur hér í borginni hafa aukist að mun síðasta ár — eða er það bara ímyndun mín. T.d. þessi málningardós. Hún hef- ur greinilega oltið af bíl sem hefur komið þarna úr beygjunni og máln- ingin skvettst úr henni um allan veg. Fyrir tveim mánuðum. En enginn hefur sinnt um að þrífa þetta upp!! Þessir hringdu . . . Ekki bara gamalt fólk sem hlustar 5034—4231 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Það var einhver kona sem tjáir sig um það í Velvakanda sl. föstudag að henni finnist „Praxis" óþverra saga sem ekkert erindi hafi átt til okkar. Ég vildi bara koma því á framfæri að mér þótti sagan góð og eiga erindi til okkar. Hún lýsir mjög vel staðreyndum lífsins — bæði fyrr og nú. Útvarpið ætti að flytja meira af svona efni — því það er ekki bara gamalt fólk sem hlustar á útvarp. Semsé, þetta er góð saga og mættu koma fleiri." Góður útvarps- þáttur — strætis- vagnabiðskýli i ólestri en nægir peningar í útitafl K.S. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til útvarpsins fyrir flutning dag- skrárliðar á fimmtudagskvöld. Var það þátturinn „Þú mæra list, ó, hafðu þökk“. Þar söng Sigríður Ella Magnúsdóttir lög eftir Schumann við ljóð í þýðingu Daníels Á. Daníelssonar. En síðan las Jónína Sigurðardóttir úr þýð- ingum Daníels á sonnettum Shakespears. Þetta var alveg framúrskarandi þáttur og ég vona svo sannarlega að hann verði endurtekinn. Mikið þætti mér gaman ef einhver gæti upplýst mig um hvort þýðingar Daníels á sonnett- um Shakespears hafa verið gefnar út í bók og vona að hægt verði að birta það í Velvakanda. Svo er það annaö málefni sem .iw mig langar til að tjá mig um. Það er nú að bera í bakkafullan lækinn að minnast á þetta Torfutafl eða þá framkvæmd, sem er svo yfir- gengileg að orð ná ekki yfir það. Mig langar hins vegar til að það komi fram hvernig þessir yfir- borguðu menn, sem við þetta unnu komu fram gagnvart strætis- vagnafarþegum, sem biðu þarna rétt hjá meðan á verkinu stóð. Þarna var tekið burt strætis- vagnabiðskýli, sem hluti fólksins er beið gat staðið af sér rigning- una í, og settur bekkur í staðinn. Einu sinni er ég þurfti að bíða þarna í sumar var búið að hlaða einhverjum búkkum á bekkinn þannig að fólkið gat ekki notað hann. Þetta framtak fannst mér ekki yfirborgunarvert. Það eru sumir að hrósa þessu tafli núna en mér finnst það bæjarskömm. Svona milljónabrölt er ekki forsvaranlegt þegar ekki er hægt að byggja almennileg skýli fyrir strætisvagnafarþega. Borgin virðist hafa efni á svona vitleysu en á meðan stendur maður skýlis- laus í kuldanum, því að alltaf er vindstrengur eftir Lækjargötu, hvaða átt sem er. Þetta fólk sem að taflinu stend- ur ætti svo að prófa að ganga niður Hverfisgötu. Gangstéttin meðfram Arnarhólnum er hrein- lega ónýt. Varla myndi það nú kosta neina milljón að kippa henni í lag en samt hefur það verið trassað á annað ár.“ e2P SlGGA V/öGA fi AilveRAW ~ ) - ö PéturGuóiónsson IÐUNN BÓKIN UM HAMINGJUNA eftir Pétur Guðjónsson Bókin um hamingjuna hjálpar fólki til að lifa fyllra og hamingjuríkara lífi. Hún er samin á aðgengilegu máli og lýsir því hvernig öðlast má sjálfsþekkingu og vinna bug á streitu. Pétur Guðjónsson nam félagsvísindi við Harvardháskóla og hefur starfað sem háskóla- kennari og kennt stjórnmálafræði í Kaliforníu og sálarfræði í New York. Hann hefur flutt fjölda fyrirlestra um allan heim og ennfremur haldið reglubundin námskeið hér á landi á vegum Stjórnunarfélags íslands. Bók Bræðraborgarstíg 16. Símar: 12923*19156 semþú býrð að... VflQW £\<KI Y/l\WE/v \\ ' <bT£/N- I1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.