Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 19
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 67 Hálsnesi norðan vogsins hefði eitt sinn verði stærsti kaupstaður landsins? Eða svo telja menn nú, þar til annað réttara kemur í ljós. Álitið er, að sigling hafskipa í Hvalfjörð hafi aukist mjög á síðari hluta 14. aldar og þar hafi aðalhöfn landsins verið í lok hennar. Heimildir greina frá því, að þar hafi oft verið mörg skip samtímis og ýmsir kaupsamn- ingar eru til frá þessum tímum, sem dagsettir eru í Hvalfirði. Höfn í Hvalfirði virðist hafa legið vel við fyrir marga helstu staði landsins s.s. Þingvelli, Skálhoit og Viðey, en þar var um þær mundir eitt auðugasta klaustur íslands. Á þessum tímum voru hafskipin lítil og grunnskreið svo auðvelt var að draga þau á land og búa þar um þau fyrir veturinn. Fremst á Hálsnesi standa tveir höfðar við fjörumörk. Milli þeirra er allhár sjávarkambur er nefnist Búðasandur. Þar er einnig örnefn- ið maríuhöfn. Innan við sjávar- kambinn er grunnt lón og fellur smá lækur úr því til sjávar. Á flóði gengur sjór upp í lónið. Innan við það markar fyrir allmiklum tótt- um, sem flestir telja öruggt, að séu rústir fornra búða. Höfnin í Hvalfirði þótti örugg og góð og þegar menn íhuga allar stað- reyndir virðast öll rök hníga í þá átt, að hinn forni verslunarstaður hafi einmitt verið höfnin við Búðasand, sem kennd var við hina heilögu Maríu. Litlar rannsóknir hafa enn farið fram á þessum tóttum eða um- tiverfi þeirra aðrar en þær sem dr. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur tiefur unnið að, en allt bíður síns tíma. En gangi maður niður á Buðasand og virðir staðinn fyrir sér eins og hann lítur út nú koma ital spurningar fram í hugann. En jvör við þeim liggja ekki á lausu. En fróðlegt verður að vita hvað kemur í ljós, þegar hafist verður handa um frekari rannsóknir á þessu svæði. Kynna sér málefni fatlaðra á Islandi ÞRJÁR grænlenskar kon- ur, þar af tvær fatlaðar, dveljast nú hér á landi í boði ALFA-nefndarinnar, framkvæmdanefndar al- þjóðaárs fatlaðra á ís- landi. Nýlega var stofnað Bandalag fatlaðra á Græn- landi og hafa konurnar heimsótt ýmsar stofnanir þar sem fatlaðir eru i meðferð til þess að kynna sér hvernig þessum málum er háttað hér, og læra af reynslu íslendinga á þessu sviði. Ólöf Ríkharðsdóttir, sem á sæti í ALFA-nefndinni hefur farið með konunum víða um borgina og þær hafa skoðað Sjálfsbjargar- húsið, Grensásdeildina, Reykjalund og fleira og farið á kvöldvöku hjá Heyrnleysingjafélaginu. Nýlega fóru þær að Gull- fossi og Geysi. Sögðust þær hafa haft mikla ánægju og mikið gagn af komunni hingað, en þær snúa heim aftur á þriðjudag. Séra Jónas Gislason á ferð í Sovétrikjunum: Kannar rússnesk- ar heimildir um dvöl Þorvalds víð- f örla í Garðaríki SÉRA Jónas Gíslason dósent og Borgþór Kjærnested fréttamaður eru um þessar mundir staddir í Sovétrikjun- um í boði rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar og munu þeir væntanlega heimsækja Moskvu og Kiev. Sr. Jónas er að skrifa bók um Þorvald víðförla, en hann er jarðsettur í Kænugarði, að íslenskum heimildum. Mun Jónas hafa í hyggju að kanna hverjar þær heimildir eru sem kennimenn kirkjunnar þar eystra styðjast við, og hvort einhverjar þær heimildir kunni að finnast, sem íslend- ingum eru ókunnar um starf Þorvalds í Garðaríki. För þessi er til komin fyrir frumkvæði biskups íslands, herra Sigurbjörns Einarsson- ar. Biskupinn yfir íslandi rit- aði snemma þessa árs patrí- arkanum af Moskvu bréf með ósk um fyrirgreislu til handa séra Jónasi. Borgþór fer sem dagskrár- gerðarmaður, en hann mun hafa í hyggju að bjóða ís- lenska ríkisútvarpinu þætti um för þeirra Jónasar um það sem fyrir augu bar í ferðinni í fótspor Þorvalds. Eins og kunnugt er stendur yfir 1000 ára afmæli kristni- boðs á íslandi, en það voru þeir Þorvaldur víðförli og Friðrik biskup af Saxlandi, sem fyrstir boðuðu íslending- um kristna trú árin 981—986. Fyrir ári voru í heimsókn á íslandi fulltrúar rétttrúnað- arkirkjunnar, m.a. þeirrar rússnesku. Sungu þeir messu bæði í Skálholti og í Dóm- kirkjunni að viðstöddum m.a. biskupi íslands, herra Sigur- birni Einarssyni. 22480 n Því meiri kröf ur, sem þú gerir til utanhúsmálningar því meiri ástæða er til að þú notir i: LkJ HRAUN, sendna akrýlplastmáln- ingin hef ur allt þaö til að bera, sem krafist er af góðri utanhússmáln- ingu: Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmierutilum meiraen 17ár. Þekur vel — hver umferð jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plastmálningu. Hefur fallega áferð — til bæði fín og gróf, og fæst í fjöl- breyttu litaúrvali. HRAUN stenst allan verðsamanburð. HRAUN litakortið fæst í öllum helstu máln- ingarvöruverslunum landsins. málninghlf ¦^tn.*-!— ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ,ii,w m ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.