Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 félk í fréttum Aldursforsetar ferðarinnar, Gisli Iljaltason 83 ára BolvikinKur ok Hinrik Guðmundsson 84 ára IsfirðinKur. Afbragðsgóð ferð um Snæfellsnes + í Vesturlandi seKÍr frá skemmtiferð sjálfstæðismanna víða að af Snæfellsnesi heÍKÍna 24.-26. júlí sl. Tvær rútur fluttu ferðalanK- ana. Önnur þeirra var af Snæ- fellsnesinu en hin frá Flateyri. Auk FlateyrinKa flutti hún BarðstrendinKa. Ilin rútan fór frá ísafirði um Djúp. Áð var í Bjarkarlundi sem snöggvast og síðan var ekið af stað undir leiðsögn Þórarins Sveinssonar ráðunauts á Hólum. Á sýslumörkum Dalasýslu og Barðastrandarsýslu, í botni Gilsfjarðar, fór Þórarinn úr bílnum, en ferðahópurinn hélt áfram að Laugum í Sælingsdal, þar sem gist var um nóttina. Á laugardaginn var ekið um Snæfellsnes. I upphafi ferðar- innar voru leiðsögumenn þeir Jóhann Pétursson í Stóru-Tungu og Jóhann Sæmundsson, Ási í Búðardal. Síðar tóku við af þeim Páll Pálsson á Borg í Miklholts- hreppi og Þráinn Bjarnason í Hlíðarholti. Allir voru þeir af- bragðs leiðsögumenn og kunnu góð skil á því sem fyrir augu bar. Um kvöldið var slegið upp kvöld- vöku, en daginn eftir var farið um Strandir, Fellsströnd og Skarðsströnd. Það var einróma álit allra þeirra er tóku þátt í ferðinni að hún hefði tekist hið besta. Segir svo í Vestfirðingi. ætluð er til að gera skiptinemum dvölina hér gagnlegri og ánægju- legri. Skiptinemar héðan halda einnig góðu sambandi sín á milli pg m.a. gefur hópurinn sem var á íslandi árið 1978—79 ennþá út blað, sem að sjálfsögðu fer út um víðan völl eða til heimalanda allra, sem að því standa. „Meðal þeirra nýjunga sem eru á döfinni í starfseminni," segir Ágúst Þór, „er að skapa tengsl við Eskimóaþjóðirnar á Grænlandi, í Alaska og Kanada. Þeir eru með sín eigin samtök en við höfum áhuga á að fá þá til samstarfs á alþjóðlegum grundvelli. Þá er einnig unnið að því að gera fötluðum kleift að taka virkari þátt í starfinu. Annars er með ólíkindum hvað menn geta afrek- að þó að þeir eigi við fötlun að stríða," bæta þeir Ágúst og Torfi við og segja að hingað til lands hafi í sumar komið spastískur Svisslendingur á leið til heima- lands síns frá Nýja Sjálandi. „Þar hafði hann dvalið í eitt ár um kyrrt, en síðan ferðast um landið upp á eigin spýtur í fjóra mánuði fyrir mikið harðfylgi, m.a. unnið sem vörubílstjóri og lært að fljúga!" Þeir Ágúst og Torfi sögðu að yfirleitt væru ungmennin, sem hingað kæmu sem skiptinemar hresst, og harðduglegt fólk. Einn Finninn kom t.d. altalandi á íslensku, hafði lært hana af félaga sínum, sem hafði verið á íslandi árið áður. Því væri ástæða til að hvetja fólk til að taka skiptinema, því að öðru slepptu gefur auga leið að það eykur möguleika íslenskra ung- menna á að víkka sjóndeildar- hringinn með dvöl á stöðum, sem þau ella hefðu ekki átt kost á að heimsækja. The Fall til landsins + Enska hljómsveitin The Fall er væntanleg hingað til lands- ins og heldur hér þrenna tón- leika. þann 9. sept. á Hótel Borg ok þann 10. og 12. í Austurbæj- arbiói. Hljómsveitin The Fall var stofnuð i Manchester kringum áramótin 1976/77. Sina fyrstu tónleika hélt hljómsveitin i heimaborg sinni árið '77. í mars kom út fyrsta breið- skífa hljómsveitarinnar, Live At The Witch Trials, hjá Step Forward. Skömmu síðar sendi hún frá sér aðra plötu, Dragnet. Það var ekki fyrr en þriðja plata þeirra kom út að þeir fóru að vekja verulega athygli. Sú hét Total’s Turn og skiptust menn í tvær fylkingar, þeir sem hötuðu hana og þeir sem elskuðu hana. Meðlimir . hljómsveitarinnar eru: Mark E. Smith — söngur, pianó, Mark Riley — gítar, píanó og söngur, Steve Hanley — bassi, gítar og söngur, Craig Scanlon — gítar, píanó og Paul Hanley trommur. Hljómsveitin vekur mest at- hygli fyrir fjöruga sviðsfram- komu, beinskeytta texta og óheflaða tónlist. Breska hljómsveitin the Fall. milli mála að þeir sem fara hafa mjög gott af því. Markmið þessara samskipta eru víðtæk; þau eiga að stuðla að því að brjóta niður menningar- fordóma milli þjóða og einstakl- inga og vera skref í átt til þess að „íslendingar eru vin- sælir skiptinemar“ stuðla að réttlæti til handa þeim, sem búa við þjóðfélagslega kúg- un. Sá skilningur á framandi samfélögum, sem fólk getur að- eins öðlast með því að dvelja í þeim og kynnast þeim innanfrá ætti að skila sér í uppfyllingu þessara markmiða." Það kemur í ljós að skiptinem- ar hafa talsvert samband sín á milli eftir að dvöl þeirra í við- komandi löndum er lokið. Torfi Hjartarson er, eins og áður sagöi, í þjóðanefnd, en slíkar nefndir fyrrverandi skiptinema eru starf- andi í öllum aðildarlöndum ICYE. Þjóðanefndirnar taka þátt í ýmiss konar starfsemi, sem Ágúst Þór Árnason t.h. og Torfi Hjartarson á skrifstofu Skiptinemasambandsins að Fríkirkjuvcgi 11. Ljósm.: (lUÓjón. Spjallað við Ágúst Þór Árnason, starfsmann Skiptinemasambands þjóðkirkjunnar + Árlega halda um 20 islensk ungmenni til framandi landa á vegum Skiptinemasambands þjóðkirkjunnar. Skiptinemasamhandið er deild í ICYE (International Christian Youth Exchange) sem var stofn- að að tilhlutan kirkna Þýska- lands og Bandaríkjanna í lok siðari heimsstyrjaldarinnar, f þeim tilgangi að mynda tengsl <>K auka skilning milli fólks af ólíku þjoðerni, óháð litarhætti og stjórnmálaskoðunum. Hér á landi hefur sambandið starfað frá árinu 1961 og hefur nú einn fastan starfsmann, Ágúst Þór Árnason. Skrifstofa Skiptinema- samhandsins er til húsa að Frikirkjuvegi 11, i húsakynnum Æskulýðsráðs. Þangað brá blm. sér á doKunum og átti stutt spjall við þá Ágúst Þór og Torfa Hjartarson, en hann er í þjóða- nefnd, sem er skipuð fyrrver- andi skiptinemum. „I ár fara 25 manns út héðan á okkar vegum og 18 koma til dvalar á íslandi," sagði Ágúst. „Allir til ársdvalar.“ Þeir sem fara héðan eru á aldrinum 17—27 ára en það skiptist nokkuð eftir aldri hvert fólk sækist eftir að komast. Þau yngstu eru spennt- ust fyrir Ameríku og Evrópu- löndunum en þeir eldri hafa meiri áhuga á löndum þriðja heimsins. Nú nýverið sendum við m.a. fyrsta skiptinemann til Ghana, Rut Bergsteinsdóttur. Þeir sem hingað koma eru flestir frá N-Evrópu. Einna mest hefur verið um Þjóðverja, en Frakkar sýna í vaxandi mæli áhuga á að koma hingað. Sá lengst að komni er frá Nýja Sjálandi." Er mikið sóst eftir að koma til Islands? „Við höfum fengið tæplega hundrað umsóknir um dvöl á Islandi," segir Ágúst, „en það vill brenna við að þó að fjölskyldur séu tilbúnar að aðstoða börn sín við að fara til útlanda sem skiptinema, þá er áhuginn minni á því að taka við erlendum skiptinemum. Fólk er líka í sum- um tilfellum hrætt við að taka skiptinema af því að það haldur að það þurfi að sinna þeim svo mikið. Það ætti nú ekki endilega að þurfa að vera svo og báðir aðilar ættu að geta haft gagn og gaman af þessum samskiptum. Þau ganga líka yfirleitt vel og við verðum ekki varir við mikið af vandamálum miðað við að þarna er um „tilviljanasambönd" að ræða og fólk á auðvitað misjafn- lega skap saman." Eru Islendingar eftirsóttir skiptinemar? „Já, íslendingar eru taldir mjög góðir skiptinemar, fólk vill gjarnan fá þá og það fer ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.