Morgunblaðið - 13.09.1981, Qupperneq 4
4
Víkingur
Yrði stórkostlegt
að skora
hjá Pantelic
- segir Lárus Guðmundsson, miðherji Víkings
„Ég er hvergi smeykur við
Frakkana. Þeir eru menn eins
og við. Sjálfsagt er lið þeirra
jafnara, fleiri snjallir leik-
menn, en í raun og veru vitum
við lítið við hverju skal búast,
utan það að í liði Bordeaux eru
heimsþekktir leikmenn. Ég
vona að okkur takist að standa
upp í hárinu á þeim og jafnvel
vinna hér heima. Markmiðið er
að standa sig,“ sagði miðherj-
inn ungi, Lárus Guðmundsson.
Lárusi Guðmundssyni hefur
skotið upp á stjörnuhimin ís-
lenzkrar knattspyrnu í sumar.
Hann er nú annar markhæsti
leikmaður 1. deildar og hefur
verið að festa sig í sessi í
íslenzka landsliðinu. Eldfljót-
ur, leikinn og útsjónarsamur
og íslenzkir varnarmenn hafa
átt fullt í fangi með að hemja
unga Víkingsmiðherjann.
Hvaða þýðingu hefur það
fyrir félag eins og Víking að
leika í Evrópukeppni?
„Það er ómetanlegt. Að vera
í Evrópukeppni er rúsínan í
pylsuendanum. Menn eru
áhugasamari, þetta er upplyft-
ing enda er það markmið allra
íslenzkra liða að leika í
Evrópukeppni. Leikmenn
hljóta dýrmæta reynslu. Ég er
staðráðinn í að standa mig; og
ef heppnin er með, þá skora.
Það yrði stórkostlegt að skora
hjá heimsþekktum markverði á
borð við Dragan Pantelic.
Nú, þá er ekki síður mikils-
vert í sambandi við Evrópu-
keppni, að okkur gefst tækifæri
til að ferðast, skoða heiminn.
Raunar gerum við gott betur
nú en fara til Frakklands. Eftir
fyrri leikinn gegn Bordeaux
hér í Reykjavík, þá höldum við
í keppnis- og æfingaferðalag til
Sovétríkjanna og leikum gegn
sterkum sovéskum liðum. Það
ARHARFLUG
...
sjalfstætt og
óháð fyrirtæ
Á síðasta aðalfundi Arnarflugs, sem haldinn var 14. júlí varð sú breyting á
hlutafjáreign í félaginu, að Flugleiðir h/f seldu starfsmannafélagi Arnarflugs hlutafé
og létu þar með af meirihlutaeign sinni.
í dag er því Arnarflug sjálfstætt og óháð fyrirtæki, sem stefnir að vaxandi
hlutverki í samgöngumálum þjóðarinnar.
Arnarflug gegnir, sem kunnugt er, mikilvægu, hlutverki í innlendu
áætlunarflugi og stefnir nú markvisst að því að hasla sér völl á alþjóðlegum
flugleiðum til að tryggja enn frekari fjölbreytni og öryggi í íslenzkum flugsamgöngum.
Arnarflug er aðeins 5 ára, en stendur engu að síður á gömlum og grónum
meiði, sem byggist á hinum gífurlegu kröfum, sem gerðar eru í flugöryggismálum. Allt
starfsfólk fyrirtækisins er þrautþjálfað, með það markmið eitt að tryggja
giftusamlegar ferðir flugvéla okkar og góða þjónustu við viðskiptavini.
Fyrir 5 árum voru starfsmenn Arnarflugs 14 talsins, í dag eru þeir 90 og að
störfum í Evrópu og Afríku auk íslands.
Stjórn og starfsmenn Arnarflugs ætla ekki, að láta uppbygpingu
starfseminnar verða á kostnað annarra aðila, sem að ferðamálum starfa. Þvert á móti
viljum við góða samvinnu við alla sem með okkur vilja vinna, þannig að
þjóðarhagsmunir verði ávallt í fyrirrúmi með sterkari og arðbærari samgöngum.
ARNARFUJG HE
VAXANDIAFL í ÍSLEHZKUM SAMGÖHGUM
Lárus Guðmundsson, miðherji Víkings hefur hrellt varnarmenn 1
deildar i sumar.
verður engin skemmtiför, að-
eins liður í undirbúningi fyrir
síðari leikinn í Frakklandi. Við
erum staðráðnir í að standa
okkur eins vel og kostur er.“
Þú hefur að sjálfsögðu aldrei
leikið í Evrópukeppni, en
manstu þegar Víkingur lék við
Legia frá Póllandi fyrir níu
árum?
„Já, ég man það glögglega,
það var sumarið sem við urðum
Islandsmeistarar í 5. flokki.
Við lékum við Þrótt til úrslita
og unnum 1—0 og mér tókst að
skora sigurmark leiksins.
Síðar urðum við íslands-
meistarar í 3. flokki. Það var
valinn maður í hverju rúmi í
því liði. Þar bar hæst Arnór
Guðjohnsen, við spiluðum sam-
an frammi og þekktum mjög
vel hvors til annars. Arnór er
ákaflega snjall og sterkur leik-
maður, eldfljótur og mark-
heppinn. Nú, þarna voru fleiri
góðir leikmenn, strákar sem nú-
eru í meistaraflokksliði Vík-
ings, Heimir Karlsson, Aðal-
steinn Aðalsteinsson, Gunnar
Gunnarsson, Jóhann Þorvarð-
arson og einnig Óskar Þor-
steinsson en hann hefur tekið
handknattleikinn fram yfir
knattspyrnuna.
Við vorum með stórkostleg-
an þjálfara, Hafstein Tómas-
son. Hann var með ferhyrn-
ingsspilið langt á undan öllum,
sama kerfi og rússnesku þjálf-
ararnir Youri Ilitschev og
Youri Sedov hafa notað. Vel-
gengni okkar í 3. flokki var
mikil, við urðum íslandsmeist-
arar, Reykjavíkurmeistarar og
haustmeistarar. Töpuðum að-
eins einum leik það sumarið;
það var í haustmótinu gegn Val
en kom ekki að sök, þar sem við
urðum að spila aukaúrslitaleik
við Val og unnum þá örugglega.
Við skoruðum 85 mörk og
fengum aðeins á okkur 5.“
Hvað um Víking og framtíð-
ina?
„Við erum að byggja upp
sterkt.lið hjá Víking; lið sem er
blanda leikreyndra kappa og
ungra upprennandi leikmanna.
Ég held að Víkingur verði í
toppbaráttu næstu árin og
kvíði engu.“
Nú varst þú fyrir skömmu í
Belgíu og æfðir nokkra daga
með atvinnumannaliði. Stefnir
þú í atvinnumennsku?
„Já, ég hef hug á að komast í
atvinnumennsku en ég flana
ekki að neinu. Það er nógur
tími og í vetur mun ég ljúka
stúdentsprófi. Móttökur allar í
Belgíu voru stórkostlegar og
við lékum gegn Waterschei,
sem er í 1. deild, og unnum 6—1
þó Hasselt sé í 2. deild. Mér
gekk vel í þeim leik, þó ég hafi
ekki skorað. En eins og er, þá á
Víkingur hug minn allan og ég
stefni að því, að leika eins vel
fyrir Víking og kostur er.“