Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 12

Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 12
12 Víkingur Víkingur 13 ,JMIKILS VIRÐI AÐ BERJAST UNDIR MERKI VÍKINGS“ FLESTIR ÁHORF- ENDUR Á LEIKI VÍKINGS „Auglýsingar í leikskrám, á búningum og Laugardalsvellinum eru drjúg tekjulind fyrir deildina. Við höfum átt mikið og gott samstarf við Bókaklúbb Almenna bókafélagsins og höfum um árabil verið með ákveðið verk fyrir bókaklúbbinn. Frá Reykjavíkur- borg fáum við í styrki svipaða upphæð og við borgum fyrir leigu af íþróttasölum á veturna. Mér finnst borgin í rauninni ekki standa sig illa þó svo að félögin gætu vei notað meiri peninga, en aftur á móti finnst mér hlutur ríkisins fyrir neðan allar hellur. Á þeim bæ virðist hið mikla æsku- lýðsstarf, sem unnið er í félögun- um, í engu vera metið og knatt- spyrnudeild Víkings fær til dæmis innan við 1% af rekstrarkostnaði í styrki frá hinu opinbera. Á sama tíma fær ríkið miklar tollatekjur og söluskatt af íþróttavörum. Helzta tekjulind okkar eru þó áhorfendur og í sumar hefur Víkingur verið það félag, sem fólkið hefur helzt komið til að sjá. Er liðin áttu ýmist einn eða tvo heimaleiki eftir var Víkingur með 1582 áhorfendur á heimaleik að meðaltali, en Valur, sem var í öðru sæti, var með 1463 áhorfendur á heimaleik að meðaltali. Fram var síðan langt á eftir í þriðja sæti með 1173 áhorfendur, KA með 1159, Breiðablik með 921, KR með 855, Akranes 818, Þór 797, Vest- mannaeyjar 684 og FH með 574 áhorfendur á heimaleiki að meðal- tali. Víkingsliðið hefur leikið skemmtilega knattspyrnu, liðið var allt sumarið í toppbaráttu og félagsleg vakning hefur átt sér stað í félaginu. Þess vegna hefur fólkið komið til að sjá leiki Víkings í sumar. Eg held, að það sé ekki spurning, að Víkigur er það félag, sem verið hefur í mestri framför á síðustu árum. Einhvern veginn er það þannig, að þegar boltinn er farinn að rúlla og árangur að nást, þá verður starfið auðveldara og þægilegra að virkja menn til starfa, þó svo að umsvifin aukist. Það er hins vegar mjög erfitt að rífa félag upp, sem verið hefur í öldudal, það þekkjum við Víkingar." Þegar svona mikið er í kringum meistaraflokk félags, eins og verið hefur í Víkingi í sumar, kemur það ekki niður á yngri flokkunum? „Mín skoðun er sú, að lið okkar í 1. deildinni sé andlit félagsins út á við og því verður að standa vel að því. Það kostar peninga, en þaðan koma einnig peningar á móti. Við megum þó ekki gleyma yngri flokkunum, og þar getum við eflaust bætt starfið, en í Víkingi hefur verið lögð áherzla á að hlú að þessum framtíðarleikmönnum Víkings. Mér finnst, að þjálfun í yngri aldursflokkunum sé ekki nægilega markviss almennt og það þyrfti að vera til skipulag eða áætlun fyrir knattspyrnumann frá því að hann kemur á sína fyrstu æfingu þar til hann fer að leika með meistara- flokki. Líkt og í skólum, þar sem nemendur byrja að læra stafina og bæta síðan smátt og smátt við sig. Við höfum reynt að skipu- leggja starfið í yngri flokkunum og Youri Sedov hefur unnið mikið að þessum málum með okkur og sett upp áætlun um námsefni eða námsskrá fyrir hvern flokk og þessu starfi ætlum við að halda áfram,“ sagði Þór Símon Ragn- arsson, formaður knattspyrnu- deildar Víkings, að lokum. . 2 fií'- 1 Þór Símon Ragnarsson. Rætt við Þór Símon Ragnarsson, formann Knattspyrnu- deildar Víkings í baráttu viö Blika: Jóhannes Báröarson og Ragnar Gíslason eru tveir af reyndustu leikmönnum Víkings og gefa sinn hlut ekki fyrr en í fulla hnefana. „ÞAÐ hefur tekið sinn tíma að ná stöðugleeika og festast i sessi meðal þeirra beztu. Fyrst eítir að Víkingur komst upp i 1. deild fyrir röskum tiu árum var hugs- unin sú að halda sætinu i deild- inni og það gekk svona og svona til að byrja með. Siðan var farið að setja markið hærra og við fórum að stefna á ákveðin sæti ofarlega i deildinni. Að þvi kom, að Víkingur fór að blanda sér í baráttuna á toppi deildarinnar og árangurinn hefur aldrei verið eins góður og i sumar.” sagði Þór Símon Ragnarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, er við ræddum við hann á dögunum. Þór hefur á undanförnum árum lagt mikið starf af mörkum í knattspyrnudeild Víkings. Hann tók við formennsku í fyrrahaust, en hafði reyndar áður starfað sem formaður í deildinni. Þegar spjall- að er við formann svo stórrar íþróttadeildar eins og knatt- spyrnudeild Víkings er, er af nógu að taka. Til að byrja einhvers staðar byrjuðum við að ræða um Evrópukeppnina í knattspyrnu. „Víkingur varð bikarmeistari í knattspyrnu árið 1971 og tók því þátt í Evrópukeppni bikarmeist- ara ári síðar og voru mótherjar okkar leikmenn Legia frá Varsjá. Þeir unnu báða leikina, 2:0 í Reykjavík og 8:0 í Varsjá. Á þessum árum var Víkingur að rífa sig upp úr öldudalnum og átti Eggert Jóhannesson mikinn þátt í því uppbyggingarstarfi, sem unnið var um þetta leyti, fyrst sem þjálfari yngri flokkanna og síðan meistaraflokks. Ég held mér sé óhætt að segja, að við búum enn að starfi hans. Nú eru Víkingar aftur komnir í Evrópukeppni og mæta bezta liði Frakklands á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. I liði Girondians Bordeaux eru fimm franskir landsliðsmenn og þeirra á meðal blökkumaðurinn Tresor, sem tal- inn er einn albezti miðvörður í heimi. Markvörður liðsins, og reyndar einnig vítaspyrnusér- fræðingur, er landsliðsmarkvörð- ur Júgóslavíu og í fyrra lék hann með Evrópuúrvalinu í knatt- spyrnu. HVERGI SMEYKUR VIÐ LEIKINN VIÐ FRAKKANA Frakkar eru listræn þjóð og yfir þeim er einhver léttleiki, sem maður finnur ekki hjá öðrum þjóðum og ég hef trú á, að lið Bordeaux endurspegli þessa þætti þjóðareðlisins í leik sínum. Franska liðið er skipað harðsnún- um atvinnumönnum og það er Ijóst að á brattann verður að sækja fyrir-okkar stráka. Ég er þó hvergi smeykur við leikinn á fimmtudaginn og er sannfærður um gott gengi ef við fáum stuð- ning áhorfenda. Þá verðum við Víkingi og íslenzkri knattspyrnu til sóma.“ Ef við rifjum aðeins upp árin í kringum 1970 þégar Víkingur var eins og „jójó“ á milli 1. og 2. deildar. „Við féllum niður í 2. deild, árið 1956, strax á öðru ári eftir að deildaskiptingin var tekin upp. í 2. deild lék Víkingur síðan samfleytt til ársins 1970, en árið 1969 unnum við sigur í 2. deild og færðumst upp í 1. deild. Veran þar varð þó ekki löng og við féllum strax niður aftur. Árið 1971 gekk okkur mjög vel„ við unnum 2. deildina með fáheyrðum yfirburðum og urðum bikarmeistarar um haustið, Vík- ingur var reyndar fyrsta félagið úr 2. deild, sem náði þeim áfanga. Enn féllum við sumarið 1972, en unnum okkur upp árið 1973 og höfum verið í 1. deild síðan. Árið 1974 lentum við í aukaleik um fallið við lið ÍBA og unnum þann leik. Árin 1975 og 1976 urðum við í fjórða sæti í deildinni, árin 1977 og 1978 urðum við í fimmta sæti, í sjöunda sæti árið 1979 og í þriðja sæti í fyrra. Árangurinn í sumar er betri en nokkru sinni í 1. deildinni áður og þann góða árangur þakka ég góðum þjálfara, sem hefur á að skipa góðri blöndu yngri og eldri leikmanna, sem mynda harðan kjarna. Síðast en ekki sízt hefur félagslega hliðin eflzt á öllum sviðum í félaginu, metnaðurinn er orðinn allt annar og það er mönnum mikils virði að berjast undir merki Víkings. Frábær árangur handknattleiks- manna Víkings á sinn þátt í uppganginum á öðrum vígstöðvum og hefur verið mönnum mikil hvatning." Hvað kostar að reka deild sem knattspyrnudeild Víkings og hvernig er starfið fjármagnað? „Ég hef ekki nákvæmar tölur um kostnað við deildina í ár, en mér þykir trúlegt, að veltan verði hátt í 1500 þúsund krónur eða sem nemur 150 milljónum gkróna og er ég þá að tala um knattspyrnu- deildina eina. Ég vona að endar nái saman og þeir verða að ná saman. Það er ekki hægt að standa í því að reka svona starf- semi ef menn verða líka að dragnast með skuldahaia á eftir sér.“ Heimir Karlsson: Heimir Karlsson skorar gegn FH. „Æfði um tima fimm íþróttagreinar“ - og sér enn eftir að hafa hætt í körfuboltanum! FYRR á árum var algengt að menn spiluðu í meistaraflokki félaga sinna bæði í knattspyrnu og handknattleik. Með stór- auknum æfingum og lengingu keppnistímabila í báðum íþróttagreinum fækkaði snar- lega þeim íþróttamönnum, sem nenntu að leggja á sig að æfa báðar íþróttagreinarnar af full- um krafti og i dag telst slíkt til undantekninga. Engu að síður eru tveir slíkir kappar í Vík- ingsliðinu, þeir Heimir Karlsson og Gunnar Gunnarsson, en báð- ir urðu íslands- og Reykjavík- urmeistarar í handknattleik með Víkingi sl. vetur. Hér verð- ur stuttlega rætt við Heimi Karlsson, en um Heimi má með sanni segja að hann sé íþrótta- maður af Guðs náð. Iþróttir og iðkun þeirra er hans hjartans áhugamál og um tíma æfði hann 5 íþróttagreinar. Og hann segist enn í dag sjá eftir því að hafa hætt að æfa körfubolta! -Ég byrjaði að sparka bolta um leið og ég hafði vit á því, segir Heimir. Til að byrja með var ég í strákafótboltanum en gékk í Víking 9-10 ára og spilaði fyrst í 5. flokki C. Ég man ennþá eftir „debutleiknum" mínum, ég kom inná í hálfleik gegn KR og ég var svo rogginn að mér fannst ég eiga heiminn! Það lá beint við að ég færi í Víking, það var hverfisfélagið mitt. Við Lár- us Guðmundsson erum jafnaldr- ar og höfum verið félagar allt frá barnæsku, enda aðeins nokkrir metrar milli heimila okkar. Það má segja að við höfum haldist í hendur í gegn- um fótboltann hjá Víkingi, við gengum saman í félagið og höfum spilað saman í gegnum alla flokka þess. Og enn í dag erum við nær alltaf samferða á æfingar. Okkar aldursflokkur var mjög sigursæll í yngri flokk- unum, við urðum íslandsmeist- arar bæði í 5. og 3. flokki. Auk okkar Lárusar voru strákar eins og Gunnar Gunnarsson, Aðal- steinn Aðalsteinsson, Jóhann Þorvarðarson og Rúnar Guð- mundsson, svo ég nefni stráka, sem hafa æft og leikið með meistaraflokki í sumar og svo auðvitað Arnór Guðjohnsen, sem nú er atvinnumaður í Belgíu. -Hvenær spilaðir þú fyrst í meistaraflokki? -Um leið og ég hafði aldur til, sumarið 1978. Eg hef að heita má verið fastamaður í liðinu síðan þá og aðeins misst úr fáa leiki. Þetta hafa verið mjög skemmtileg ár, það hefur verið smástígandi í þessu hjá okkur og í sumar höfum við í fyrsta skipti verið í alvöru með í baráttunni um Islandsbikarinn. -Hvernig finnst þér sumarið hafa verið hjá Víkingsliðinu? -Liðið hefur spilað betur en nokkru sinni áður og það er að mínu mati mest að þakka þjálf- ara okkar Youri Sedov. Hann er frábær þjálfari og það sama má segja um fyrirrennara hans Youri Ilitschev. Um sjálfan mig er það að segja að ég hef aldrei verið í betri æfingu en samt sem áður hef ég verið slakari en í fyrra. Þetta gengur í bylgjum, ég var góður fyrsta sumarið, slakur næstu sumar á eftir, góður í fyrra aftur slakur í ár. Samkvæmt þessu á ég að verða í banastuði næsta sumar! Ef við svo aftur lítum á fótboltann í heild held ég að fótboltinn sé lélegri en í fyrra, mér finnst það reyndar engin spurning. -Telurðu að Víkingsliðið eigi eftir að batna enn? -Á því er enginn vafi. Ef Youri heldur áfram að þjálfa liðið og við höldum mann- skapnum getur liðið ekki annað en batnað. Stemningin hjá lið- inu í sumar hefur verið frábær, aldrei betri. Það er ekki síst Youri að þakka, því hann er ekki aðeins frábær þjálfari heldur einnig sálfræðingur, gleðst yfir góðum árangri en skammar okkur á réttu augnabliki ef hann telur ástæðu til. Eftir 2:6 tapið fyrir Akranesi var mannskap- urinn skiljanlega í rusli en Youri brosti bara og gerði að gamni sínu í klefanum á eftir og sagði að enginn heimsendir yrði þótt við töpuðum leik. Þetta smitaði út frá sér og bætti skap manna. En á næstu æfingu á eftir fengu menn svo heldur betur að heyra það. -Nú ert þú ekki við eina fjölina felldur í íþróttunum, æfir handbolta á fullu og hefur orðið Islandsmeistari með Vík- ing tvö undanfarin ár. Er ekki erfitt að æfa bæði handbolta og fótbolta? -Vissulega tekur þetta mikinn tíma en það er vel þess virði. Ætli ég hafi ekki verið 10-11 ára þegar ég byrjaði að æfa hand- bolta í Víking og síðan hef ég ekki sleppt úr ári í handbolta og fótbolta. Enda er það svo að ég hef ekki farið í sumarfrí síðan ég var 12 ára gamall og varla farið út á land síðan. Það hefur hvað tekið við af öðru, nú er ég td. byrjaður að spila æfingaleiki með handboltanum þótt tíma- bilið í fótboltanum standi enn yfir. Ég hef reyndar fækkað íþróttagreinunum síðan ég var 14-15 ára en þá æfði ég fótbolta, handbolta, borðtennis og blak hjá Víking og körfubolta hjá Ármanni. I dag æfi ég „bara“ fótbolta og handbolta en æfði örugglega körfubolta ef hann væri á dagskrá hjá Víking. -Er ekki á dagskránni hjá þér að velja milli handboltans og fótboltans? -Nei alls ekki, ég hef ennþá ofsagaman af báðum greinunum og í þeim báðum hef ég eignast félaga, sem ég vildi ekki missa af. Minn metnaður hefir beinst að því að standa mig í bðum greinunum og ná sem beztum árangri fyrir Víking frekar en að einbeita mér að einni grein. Ég myndi sjá eftir því alla ævi ef ég hætti í annari hvorri greininni, alveg eins og ég sé ennþá eftir því að hafa hætt í körfuboltanum. Ætli ég sé ekki hinn dæmigerði „sportidjót", sagði Heimir að iokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.