Morgunblaðið - 13.09.1981, Síða 18
18
Víkingur
Hvar semþú:
um byggöir íslands eru
Samvinnutrygglngamenn
nálœgir.
5AMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA 3 SlMl 81411
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Áfram Víkingar:
Þið
eigið
leikinn
Knattspyrnufélagið
Víkingur má muna tímana
tvenna. í sögu þess hafa
skipst á skin og skúrir,
sigur og ósigur. Þetta er
auðvitað ekkert einstakt
um Víkinga. Allir eru
ofurseldir þessu lögmáli.
einstaklingar, félög og
þjóðir. Lífið sjálft er
hreyfing og breyting.
Ekki er það gleðiefni, þeg-
ar illa gengur, en f jarska
ánægjulegt, þegar breytist
til hatnaðar. Og það fer
ekki á milli mála, að Vík-
ingar lifa nú það skeið í
sögu sinni. sem kalla má
blómaskeið. Víkingar eru
nu er sko
auðvelt að kaupa
í matinn"
5 gómsætir g::ða
réttir beint í ofninn
■W'j^
HfepðMafS nfcrefflffiMhgTTr
Bjarni Guðnason
nú orðnir stórveldi í
íþróttum á íslenzkan
mælikvarða. Þeir eru nú
íslandsmeistarar í hand-
knattleik og hafa allt
þetta keppnistímabil ým-
ist verið með fingurgóma
eða hönd á þeim bikar,
sem veittur er því félagi,
sem vinnur íslandsmót í
knattspyrnu í meistara-
flokki.
Uppgangur félagsins líkar mér
og öðrum Víkingum stórvel. Þetta
snertir hjartastrengi okkar, sem
lítum um öxl og sjáum fyrir okkur
allar þær ángæjustundir, sem við
urðum aðnjótandi á fyrri árum, og
um leið allt baslið, sem bar oftast
lítinn árangur, hvað varðaði söfn-
un veglegra bikara. En það í sjálfu
sér, er þrátt fyrir allt ekki aðal-
atriðið, heldur sá félagskapur og
félagsþroski, sem menn öðlast.
Það er sælt að sigra, en hetjan
verður til við ósigurinn. Til lengd-
ar er best að fari saman sigur og
ósigur. Og sú er reyndin, hvort
sem mönnum líkar betur eða ver.
Það eru nú hartnær þrír áratug-
ir síðan ég stóð í eldlínunni með
Víkingum — það var á árunum
kringum 1950 — bæði í fótbolta og
handbolta. Um skeið mátti heita,
að virkir þáttakendur væru vart
miklu fleiri en 20-30 manns, og
það kom fyrir oftar en einu sinni,
að við áttum í erfiðleikum með að
fá í heilt lið. Við urðum jafnvel að
sækja mann upp í stúku á gamla
Melavellinum til að fylla tölu
leikmanna. Var þá formúlan þessi:
„Þú verður að bjarga okkur. Þú
hefur að vísu lítið æft, en þú þarft
í raun ekkert að gera. Þú stendur
úti á kanti og við lánum þér skó.“
Þessu fylgdi mikið orðaskak, þrá-
beiðnir og undanfærslur, en svo
fór ávallt, að við höfðum sigur í
þessum efnum. Enginn sannur
Víkingur gat staðizt slíkar atrenn-
ur þegar félagið hans átti í hlut.
Og viti menn. Þarna stóð „viðauk-
inn“ á kantinum. Tók gífurlega
spretti á eftir boltanum og lét eins
og hann ætti allan heiminn en
skyndilega eftir ekki ýkja langan
tíma, tók hann að hafa hægt um
sig og horfði löngunaraugum upp í
stúku. Hann var orðinn svo mátt-
farinn að hann gat ekki einu sinni
svarað hrópum félaga sinna, sem
öskruðu eins og villidýr á hann,
þegar honum var orðið um megn
að hreyfa fæturna. „Þú ert nú
meiri andskotans auminginn."
Þannig er heimsins vanþakklæti.
En þótt illa gengi á stundum,
var Víkingum alltaf ljóst, að þeir
áttu leikinn frá knattspyrnulegu
sjónarmiði. Annars átti bölvaður
dómarinn ákaflega oft sökina á
því, hversu illa gekk. En það sem
merkilegast var, við vorum alltaf
tilbúnir í slaginn að nýju til að
launa andstæðingunum lambið
gráa. Aldrei bilbugur. Viljinn
stálsleginn. Alltaf risið upp frá
dauðum.
Alltaf blessaðist þetta einhvern
veginn, af því að þeir sem stóðu í
þessu lögðu sig fram af svo
miklum hjartans ákafa og hugar-
ins eldmóði; að uppgjöf kom aldrei
til greina. A þessum árum eignað-
ist maður vini og félaga til
lífstíðar, sem eru eins og rós í
hversdagsgráma miðaldra manns.
Að alast upp í góðu íþróttafélagi
við hollar íþróttir að keppni og
leik er sú fróma ósk, sem ég á til
handa öllum unglingum. Ég tel að
slík reynsla sé jafnmikils virði
fyrir félagslegan þroska hvers
einstaklings og sjálf skólagangan.
Þetta tvennt fari saman, haldist í
hendur og bæti hvort annað: Þá
standa menn fyrir sínu í lífsbar-
áttunni sér og öðrum til farnaðar.
En nú til alvörunnar. Víkingar
ganga nú innan skamms fram til
orustu á leikvellinum við franskt
félag frá Bordeaux í Evrópukeppni
félagsliða. Þetta sýnir, að Víking-
um miðar áfram. Allir gamlir
Víkingar óska sínu félagi alls góðs
bæði í þessari keppni sem og
annarri. Vinni Víkingar ekki
vaska stráka frá rauðvínsekrum
Frakklands, þá munu þeir „eiga“
leikinn. Þetta er máttur og styrk-
ur Víkingar: Þeir eiga alltaf leik-
Bjarni Guðnason
Allar matvörur:
Kjöt, mjólk, fiskur,
tóbak, öl, sælgæti,
brauð og kökur
frá 6 brauðgerðarhúsum
Ávallt með sértilboð
á völdum vörum
Sendum heim
Austurborg
Störholti 16 - 23380