Morgunblaðið - 13.09.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 13.09.1981, Síða 23
Víkingur 23 Bikarúrslitin 1971: Þrumuskalli Donna færði Víkingi sigur „ÉG NÁÐI að skalla firna- föstum bolta rétt innan vítateigs og knötturinn hafnaði í netinu án þess að markvörður Breiðabliks fengi rönd við reist. Þetta var dýrðlegt, það trylltist allt. Það var stórkostlegt að skora með svona glæsi- marki einmitt í þessum leik, bikarúrslitaleiknum 1971,“ sagði Jón „Donni“ Ólafsson, liðsstjóri Vík- ings nú, en atvikið sem hann var að lýsa var þegar hann skoraði sigurmark Víkings í úrslitum bikar- keppni KSÍ 1971. Nú eru 10 ár liðin síðan Víkingur vann bikarinn. Hinn kunni íþróttamaður, Hallur Símonarson lýsti mark- inu í Vísi svo: „Það var mark sem verðskuldaði að vinna leik, stórglæsilegt. Á 20. mínútu fékk Víkingur aukaspyrnu rétt fyrir framan stúku Melavallarins og Guðgeir Leifsson tók hana mjög vel, gaf knöttinn rétt innfyrir vítateig Breiðabliks og þar stökk miðvörður Víkings, Jón Ólafs- son, mun hærra en aðrir og skallaði knöttinn af slíku heljar- afli af 18 metra færi í markið að netmöskvar þess lyftust, algjör- Jón Ólafsson. Mark hans fasröi Víkingum bikarinn fyrir 10 órum. lega óverjandi fyrir Ólaf. Frá- bært mark, sem minnir í mörgu á hörkuskalla Ríkharðs Jóns- sonar sem færði íslandi sigur gegn Norðmönnum í Olympíu- keppni á Laugardalsvellinum 1959. Þetta mark Jóns Ólafsson- ar er eitthvert fallegasta skalla- mark sem ég hef séð.“ „Það skemmtilega við þetta er, að ég, Eiríkur Þorsteinsson og Páll Björgvinsson ætluðum allir í knöttinn en þeir duttu báðir. Ef þeir hefðu ekki dottið, þá hefði ég aldrei skorað. Eftir markið lögðum við áherzlu á að halda fengnum hlut og það tókst, bikarinn var í höfn. Þetta sumar unnum við 2. deildina með miklum yfirburð- um. Við skoruðum 45 mörk í 14 leikjum, fengum á okkur 6, hlutum 25 stig af 28 mögulegum. í Bikarnum unnum við IBA 2—0 í Reykjavík og mér tókst að skora annað markið. Síðan unn- um við Skagamenn í besta leik okkar yfir sumarið, en þá sýndu þeir Guðgeir og Gunnar sann- kallaðan stórleik. Það voru margir snjallir leikmenn í þessu liði, Guðgeir Leifsson, Gunnar Gunnarsson og Páll Bjrögvins- son á miðjunni. Magnús Þor- valdsson, Bjarni Gunnarsson, Jóhannes Bárðarson og ég í vörninni. Diðrik Ólafsson í markinu og frammi voru þeir Þórhallur Jónasson, Ólafur Þorsteinsson og Eiríkur Þor- steinsson. En árið eftir féllum við í 2. deild á nýjan leik, það var furðulegt því Víkingur var með allt of gott lið. Allt sem vantaði var trú á sjálfan sig. í dag er miklu meiri festa á hlutunum, sérstaklega er þjálfunin betri. Eg held að ekki sé æft meira, heldur liggur munurinn í að við erum með frábæran þjálfara, Youri Sedov, og þá er mun meiri agi.“ ® VÍKINGUR VARD BIKARMHSTAW Víkingar bikar- MMkxz §§meistarar 1971 "'CÍ. Sigruðu Breiðablik 1-0 í úrslitaleik BæAi IIAin sýndu gAA tilprif ■ fyrrl hAMelk en leilturinn var þofkenndur i siAari hAMeik Bílaleigan ® Grensásvegi 11, Reykjavík, sími 37688 Kvöldsímar 76277 og 77688 Sendum bíla heim Bílaleigan Vík — Keflavík, Hafnargötu 32,2. hæð. Frá 9-5 í síma3666 Utan skrifstofutíma: Jón Óli Jónsson, sími: 2520 eóa í síma 2504. Opið allan sólarhringinn Leigjum út: Lada Topaz Lada Sport Daihatsu Charmant (station) Mazda 818 CMC sendibíla með eða án sæta, 12 manna m ‘UMJÍIMM4 Þér takid við bílnum á flugafgreiðslu við komu til Reykjavíkur og skiljið hann eftir þar, þegar þér farið aftur heim. Það er staðreynd að það er ódýrast að versla við Vík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.