Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1981næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981 13 ara. Upp frá því var ég heillað- ur af þessu hlutverki sem píanisti. Hlutverk undirleikara með söngvara er mun stærra en með öðrum hljóðfærum. Ljóðaundirleikarinn leikur ekki aðeins það sem kompón- istinn hefur skrifað, heldur einnig það sem söngvarinn vill og það getur verið breytilegt dag frá degi, enda þótt sami söngvari eigi í hlut.“ — Hvað hefur ljóðasöng- formið sérstaklega til að bera fyrir söngvara? „Þeir söngvarar sem eiga best uppdráttar nú eru alhliða söngvarar, sem geta sungið allt, ljóð, kammerverk, óperur og svo framvegis, en hið ein- stæða við ljóðasönginn er það hve formið er lítið. Söngvarinn er einn um að ákveða hvað hann ætlar að syngja og hvern- ig hann ætlar að gera það. Þetta gerir það að verkum, að söngvarinn lærir fyrr að þekkja sjálfan sig. Hann verð- ur sjálfstæðari. Þegar um óperu er að ræða, eru margir stjórnendur, tónlistarstjórinn, leikstjórinn, o.s.frv. Þar ræður söngvarinn iðulega sáralitlu. Svipað gildir um óratoríur. Formið er viðamikið og stíft og stjórnandinn einráður. Það, sem er kannski allra mikilvægast í sambandi við ljóðasöng, er það, að þá er sambandið við áheyrendur beinast. I óperum tíðkast alls kyns búningar og leiktjöld, í óratoríum hefur söngvarinn nótnahefti á milli sín og áheyr- enda, þar sem stendur skýrum stöfum, hvað hann er að syngja, Hándel, Bach, eða hvað það nú er. Ljóðasöngvarar hættu að nota nótur á sviði fyrir tuttugu árum.“ Tónlistin mikilvægari — Hvernig tengist ljóðaund- irleikur og kennsla? „Meðal hlutverka píanóleik- arans, þegar um ljóðaundirleik er að ræða, er hreinlega kennsla, eða leiðbeiningar. Undirleikarinn verður að hafa geysilega mikið efni á sínu valdi til þess að geta bent söngvaranum á, hvað henti honum og einnig hvaða tónteg- und. Það er mjög misjafnt frá einum söngvara til annars. Ég hef kennt um allan heim og haldið tónleika og ég verð að segja það, að mér fellur einna best hér í Skandinavíu. Nor- rænir söngvarar virðast hafa til að bera einhvern sérstakan innileika sem til þarf, svo að unnt sé að syngja ljóð svo vel sé og ennfremur hafa söngvar- ar hér svo firna góðar raddir. I þessu sambandi langar mig að nefna, að þau tíðindi sem hafa glatt mig hvað mest á síðustu árum, voru þau, að búið væri að stofna íslenska óperu. Sérstaklega finnst mér stór- kostlegt að það skuli vera söngvararnir sjálfir sem gera þetta. Hér eru fínir kórar og góðir ljóðasöngvarar, það eina sem hefur vantað er ópera." — Að lokum, hvort er mik- ilvægara þegar um ljóðasöng er að ræða, tónlistin eða text- inn? „Almennt og yfirleitt tón- listin. Tónskáldin hafa gert mikið af óttalegum leirburði ódauðlegt. Sem dæmi mætti nefna lokakórinn í níundu sin- fóníu Beethovens („Freude"). Það er ekki merkilegt ljóð, þótt það sé reyndar eftir Schiller, en tónlistin er stórkostleg og hefur gert það stórt. Hins vegar lagði Hugo Wolf á það mikla áherslu að gera einungis tónlist við góðan kveðskap, og tókst það. Strauss, Schubert og Brahms sömdu hins vegar gjarnan lög við kviðlinga eftir vini og vandamenn. Þannig má kannski segja, að þeir hafi mikið á samviskunni.“ - SIB Selfoss: Brunabótafélagið í nýtt húsnæði FÖSTUDAGINN 11. septomber 1981 opnaAi BrunabotafélaK Islands um- hoðsskrifstofu á Selfossi i nýjum húsakynnum að Austurveni 10. Af því tilefni bauð félaxið til siðde«is- drykkju forustumonnum allra sveitar- stjórna i Árnessýsiu og ýmsum oðrum gestum. Hinn nýi forstjóri Brunabótafélags- ins, Ingi R. Ileigason, bauð gesti velkomna, rakti aðdragandann að byKgingarframkvæmdum og skýrði þýðingu hinnar nýju umboðsskrifstofu bæði fyrir starf umboðsmanna félags- ins í Árnessýslu og fyrir alhliða tryggingarþjónustu við viðskiptamenn félagsins á Suðurlandi. Búnaðarbanki íslands stóð að byggingarframkvæmd- unum með Brunabótafélaginu og á rúmlega 40% húseignarinnar. Bruna- bótafélagið leigir bæjarstjórn Selfoss- kaupstaðar alla efri hæð hússins undir Fjölbrautaskóla Selfoss í tvö ár, meðan verið er að ljúka skólabyggingunni sjálfri. Ingi rakti nokkur atriði úr síðustú ársreikningum Brunabótafé- lags íslands og skýrði starfsemi þess. Umboðsmaður Brunabótafélagsins á Selfossi er Erlendur Hálfdánarson, bæjarstjóri. Formaður stjórnar Brunabótafélags- ins, Stefán Reykjalin. lýsti húsnæðinu og ávarpaði þá fjölmörgu, sem þar höfðu lagt hönd að, og þakkaði þeim vel nnnin störf. Bankastjóri Búnaðarbankans, Magn- ú.s Jónsson. ávarpaði samkvæmisgesti og lýsti samvinnu bankans og Bruna- bótafélagsins við þessa húsbyggingu og á öðrum sviðum. Taldi hann þá sam- vinnu ánægjulega, enda væru báðar stofnanirnar vaxnar upp úr sama jarðveginum. Fleiri ræður voru fluttar. IHIHIlHI|ir-l|r'l|,-~ IV Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum FULL borð af nýjum ferskum kjötvörum AÐEINS Svið Kinda *Ji a.90 1690 111 Pr-kg. hakk i • fi pr.kg. í poka Kinda QC.00 AÐEINS birff ^?prkg-______ Nautahakk Unghænur 5kg. 59 .50 pr-kg. pr.kg. Opið á laugardögum frá kl. 9 - 12. Ú AUSTURSTRÆT117 STARMYRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 207. tölublað (18.09.1981)
https://timarit.is/issue/118359

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

207. tölublað (18.09.1981)

Aðgerðir: