Morgunblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
31
r
Belov og félagar
heimsækja Valsmenn
Handknattleiksdcild Vals á
von á Kestunt á sunnudaginn, en
þá kemur til landsins sovéska
handknattleiksliðið Kuntseo.
Kuntseo er í fremstu röð þar-
lendra handknattleiksfélaga og
nokkrir leikmanna liðsins eru
frægir, enginn þó frægari heldur
en hinn 23 ára gamii Vladimir
Beiov. brátt fyrir ungan aldur.
er hann margreyndur landsiiðs-
maður og siðast er undirritaður
vissi til var hann meira að segja
fyrirliði sovéska landsliðsins. Á
HM 1978 var Belov kominn í
iandsliðið, þá tæplega tvítugur.
Er hann talinn i hópi snjöllustu
handknattleiksmanna veraldar.
Kuntseo var einmitt gestgjafi
4-liða-keppninnar sem Valsmenn
tóku þátt í í Sovétríkjunum á
dögunum. Þar léku einnig Chely-
abinsk Pilot frá Rússlandi og
franska liðið Ivry. Eru Sovét-
mennirnir að endurgjalda heim-
sókn Vals. Mun sovéska liðið leika
nokkra leiki hér á landi og verður
nánar greint frá þeim síðar. —gg.
„Valsmenn of taugaóstyrkir“
ÞJÁLP’ARI Valsmanna. Tékkinn
Jiri Pezek var tekinn tali eftir
0—5 tap Valsmanna gegn Aston
Villa. Ilann sagði m. a. „Leik
menn mínir voru of taugaóstyrk-
ir og þcgar þannig er í pottinn
búið er ekki hægt að leika vel.
Ilins vegar má ekki gleyma því,
að við vorum að leika gegn
Englandsmeisturunum og þar fer
ekkert miðlungslið.
Peter Withe, miðherji Villa: „Ég
er auðvitað ánægður með sigur-
inn, en allt of mörg marktækifæri
fóru þó í súginn hjá okkur. En
Valsmenn vörðust vel og það var
erfitt að leika gegn liðinu þar sem
svo margir leikmenn voru fyrir í
vítateignum.“
Dýri Guðmundsson, miðvörður
Vals: „Ég er ekki ánægður með
leik Valsliðsins, en þó eru úrslitin
eftir atvikum viðunandi. En við
hefðum getað leikið mun betur og
gerum það í heimaleiknum."
Sigurður Dagsson, margreyndur
landsliðsmarkvörður og vara-
markvörður Vals: „Úrslitin endur-
spegla einungis þann gífurlega
mun sem er á atvinnumönnum og
áhugamönnum, leikurinn fór eins
og ég hafði reiknað með.“ þr./ gg.
Einar Jóhannsson á fleygiferð.
LjÓNm. Árnl Sffberu.
Einar fljótastur
frá Hellu í bæinn
EINAR Jóhannsson sigraði með
yfirhurðum i hjólreiðakeppninni
frá Ilellu til Reykjavíkur á
sunnudag, en það var Hjólreiða-
félag Reykjavikur sem gekkst
fyrir keppninni. Alls lögðu 20
hjólreiðamenn af stað, en vega-
lengdin var tæpir 90 kilómetrar.
Fimm helltust úr lestinni, en i
heild fór keppnin vel fram.
Byrjunarhraðinn í keppninni
var góður, en fljótt teygðist úr
hópnum. Fjórir fyrstu menn
fylgdust þó að í hnapp þar til í
Kömbunum, en þá sleit Éinar sig
lausan og hópurinn sundraðist.
Hjólreiðakeppnirnar eru farnar
að fá á sig svip útlendra atvinnu-
mannakeppna, því eingöngu voru
meðal þátttakenda keppendur sem
hjóluðu í nafni hinna ýmsu hjól-
reiðaumboða, merktir sínum hjól-
hestategundum í bak og fyrir.
Setur þetta sérstakan og
skemmtilegan svip á keppnirnar,
en þær raddir hafa heyrst að þetta
fæli aðra frá, og er það miður ef
svo er, en fyrri keppnir benda
tæpast til að þessi fullyrðing sé á
rökum reist. Úrslitin á sunnudag
urðu annars sem hér segir:
Karlar klst.
1. Einar Jóhanns.son. Colncr 2:04,32
2. (iuómundur BaldursKon. Kalkhofl 24)7.00
3. IIcIkI (irirharAsson. Pruxot 2:11.11
1. ÁKÚst ÁsKrirsson. Suprria 2:15.12
5. Kjartan Már Kjartanvsm. Suprria 2:17.59
fi. Friórik 1». llalldórsson. Srhauff 2:18.09
7. Strfán FrlÓKrlrsson. Kalkhoff 2:22.24
8. Jónas Svrrrisson. Schauff 2:31.34
9. (iuómundur Jakohsson. Colnrr 2:34.55
10. Július Júliusson. PruKot 2:34.55
Einar hlaut til varðveizlu bikar
sem verzl. Hjól og Vagnar gáfu til
keppninnar.
Svrinar klst.
1. Ólafur E. Jóhannsson. Colnrr 2:18.03
2. Ililmar Skúlason. Colnrr 2:18.03
3. SÍKurjón llalldórsson. Colnrr 2:20.54
I. Þórarinn Sa'varsson. Suprria 2:25.54
5. Árni Sa'mundsson. Colnrr 2:29.42
Ólafur hlaut til varðveizlu bikar
er verzl. Mílan gaf til keppninnar.
Hluti þátttakenda í hjólreiðakeppninni frá Hellu skömmu
eftir að lagt var upp. Hella í baksýn. Ljóam. Ámi sa-brrK.
VÖRURKOW
\ P^i
LÆKKUN
Á LÆKKUN
OFAN
efni:
vatt-efni o.fi-
ENNÞA ,
ER STÓRKOSTLEGT
ÚRVAL AF:
FYRIR
LA-
)LK
Alullarpeysur 130 kr. Peysur 80—150 kr.
Skyrtur kr. 30—60 og 90. Bolir kr. 30, 40,
60 og 90. Buxur, flauel, galla, khaki, kr.
150. Terylene, ull og slétt flauel kr. 200.
Jakkar, khaki, kr. 100—120. Ullarjakkar
kr. 150. Sportjakkar kr. 200 og 250.
Jakkaföt, flannel, ný sniö, kr. 550. Stakir
ullarjakkar fyrir dömur kr. 190 og ullar-
dragtir fyrir stúlkur kr. 250. Pils kr. 120.
FYRIR DÓMUR
FYRIR HERRA
FYRIR BÖRN
Buxur kr. 150—200. Hnébuxur kr. 70—100. Blússur kr. 60, 90, 110. Peysur kr.
80—170. Bolir kr. 30—60. Pils kr. 120—150. Jakkar, khaki, kr. 100—150.
Ullarjakkar kr. 100—150. Hálfsíðir jakkar kr. 300. Kápur kr. 450. Buxnadragtir kr.
400.
KJOLAR FRA KR. 100—250
Jakkaföt, lítil númer, kr. 500. Ullarfrakkar kr. 450. Stakir jakkar, flest númer, kr.
150—300. Sportblússur kr. 250. Buxur kr. 150—200. Skyrtur kr. 60—90. Bindi kr.
30. Bolir kr. 30—90. Nærbuxur kr. 15 og sokkar kr. 10.
Kjólar kr. 70—100. Vattvesti kr. 150. Buxur, hné, kr. 30— 50. Síðar buxur kr.
50—70. Slaufur á kr. 15.
Auk alls þessa bjóðum viö Cl IDCD\/C DHI
á sannkölluöu OUrCnVCnUI
úrval af ýmsum vörum, s.s. herraskyrtur, stærðir 36—37, kr. 30.-.
Buxur, stærðir 26 og 27, kr. 50.-. Jakkaföt, lítil númer, kr. 500.-.
Dragtir, lítil númer, kr. 350.-. Vinnufatnaður, kuldaúlpur, stuttar og
síðar, loðfóðraðar með hettu.
. lagt. j dag aukum uía
ZT„°° !* i »n,áuTy„r
*>oð8tólnu^™rufð,Um ’em á
££Sr i
_ cart Blasief uanhaitan
K-Tel satnplataj
Skryplarnú -Hara.au. Meno,orte - Meziolorte
Skryplalandi (endurútgetin) Kr
Margar þeirra platna sem eru á markaðnum hafa veriö uppseldar nokkuð
lengi og eru nú endurútgefnar. Hafðu hraðann á því nú eru aðeins tveir dagar eftir.