Morgunblaðið - 19.09.1981, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
13
ber ekki einungis brýna nauðsyn
til að vernda Hannes fyrir sagn-
fræði, heldur þarf að vernda hann
fyrir heimspeki líka. Mér skilst að
matsmannsstaða sem aðeins gefur
af sér þrjúhundruð þúsund á ári sé
ekki nema aukastarf. Auðvitað
ekki. En nú þrýtur mig hugvit til
að sjá hvert ætti að vera aðalstarf
Hannesar. Er kannski hægt að
Kera ritstjórn og auglýsinKaöflun
Frelsisins að fullu starfi? Geta
ekki fyrirtæki sem styðja frjáls-
hyggju, eins og Hagtrygging (sjá
Frelsið II (1981), 23), stuðlað að
því að svo megi verða? Má ekki fá
því framgengt að framlög fyrir-
tækja til Frelsisins verði frá-
dráttarbær til skatts?
III
Hannes ritar langt mál og
ruglingslegt um Friðrik Hayek í
varnargreininni fyrir þá Fried-
man. Ég ætla ekki að leggja þær
kennslustundir sem Hannes þarf á
að halda í þeim fræðum á lesendur
Morgunblaðsins. En ég skal glað-
ur skrifa langa grein í Frelsið þar
sem ég geri ítarlega grein fyrir
firrum Hayeks um John Stuart
Mill og fyrir markaðsverð eins og
því riti sómir. Hafa má til viðmið-
unar ritlaun mín á Morgunblað-
inu, þar sem ég er að visu í
töluvert hærri verðflokki en
Hannes, bara svo ritstjórinn viti
að hverju hann gengur. Auk þess
þætti mér tilhlýðilegt að Frelsið
kostaði enska þýðingu á þeirri
ritgerð, og gyldi Friðriki Hayek,
ráðgjafa tímaritsins, líka mark-
aðsverð fyrir svarið, sem yrði víst
töluvert hærra en mitt.
En lítum sem snöggvast á mál
Hannesar um Milton Friedman.
Ein helzta gagnrýni mín á Fried-
man var sú að hann rökstyddi
hvergi sögulega efnishyggju sína
nema með fullyrðingum eins og
þeirri að í Ráðstjórnarríkjunum
sé ekki markaðsfrelsi og naumast
neitt annað frelsi, en í Bandaríkj-
unum sé markaðsfrelsi og Iíka
margt annað frelsi. Við þessari
gagnrýni bregzt Hannes með
þeirri ásökun að ég hafi ekki lesið
þær bækur Friedmans sem ég
gagnrýni. Þegar hann setti þá
ásökun á blað hefur hann ugglaust
minnzt þess að ein grunsemdin
sem vaknaði í orðaskiptum okkar í
hitteðfyrra var sú að Hannes væri
ekki nógu vel læs, og væri þar
komin skýringin á því hvernig
skýr og auðskiljanleg málsgrein
eftir Ólaf Björnsson bögglaðist
fyrir honum, svo og á hinu hvað
hann ætti erfitt með að hafa
orðrétt eftir öðrum. Getur nú ekki
einhver félagi hans í frjálshyggju-
félaginu verndað hann gegn ólæs-
inu, og Iesið upphátt fyrir hann
fyrsta kaflann í bók Friedmans
um fjármagnskerfi og frelsi, hægt
og rólega svo að ekkert fari á milli
mála.
Og reyndar mætti lesa rauðan
fyrirlestur minn upphátt fyrir
hann líka, og láta nokkrar skýr-
ingar á skilningi einstakra sétn-
inga fylgja lestrinum. Því þrátt
fyrir ítarlegar aðfinnslur mínar
við röksemdir Friedmans fyrir
sögulegri efnishyggju sinni hrap-
ar Hannes niður sama hengiflugið
í grein sinni og ég hafði vakið
athygli á í málflutningi Fried-
mans. Hann skrifar:
Vern kann, að færa megi rök
fyrir ríkisafskiptum af listum
of( vísindum. Þessar greinar eru
þó hlómlepastar í Bandaríkjun-
um, þar sem einkaframtakið
annast þær einkum.
Þráinn Eggertsson hagfræðing-
ur og starfsbróðir minn í Háskól-
anum segir mér, án þess þó hann
hafi haft staðtölurnar við hönd-
ina, að ekki leiki minnsti vafi á því
að ríkisvaldið beri hitann og
þungann af því að standa straum
af fræðum, listum og vísindum í
Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Ég hef skrifað þessa grein til
varnar persónu Hannesar Gissur-
arsonar. Og ég hef haft greinina
næsta persónulega með köflum
vegna þess að af langri reynslu sé
ég ekki betur en að persónulegar
athugasemdir kunni að vera hið
eina sem Hannes skilur. Rök hefur
hann aldrei skilið, svo sem ljóst
má vera af þessum yfirstandandi
orðaskiptum okkar. Sem ekki er
kannski von í ljósi þeirrar yfirlýs-
ingar hans í Helgarpóstinum frá
4ða september síðastliðnum að um
lífsskoðun sína hafi hann aldrei
efazt. Og þótt ég harmi þá endur-
vakningu á persónulegum illdeil-
um sem orðið hefur á allra síðustu
árum í íslenzkri þjóðmálabaráttu
— því miður á Vilmundur bróðir
minn þar svolítinn hlut að máli í
leik sínum í hlutverki Jónasar frá
Hriflu, þótt Hannes hafi verið
háifu tilþrifameiri — þá koma
þær stundir að maður minnist
hendinga Rubens Nilson um Mós-
es:
Boðorð tíu til hann bjó
til að láta oss brjóta.
Hvað sem því líður getur Hann-
es ekki með neinum rétti kvartað
yfir persónulegum skrifum um
sig. Hann hefur um árabil skrifað
mikið um okkur sem mest höfum
reynt að móta starf heimspeki-
deildar á nýliðnum árum; við
heitum á hans máli „róttækl-
ingaklíkan sem ræður heimspekL
deildinni" eða eitthvað í þá veru. í
þeim skrifum hefur hann lagt
sérstaka alúð við persónulegar
árásir á kennara sína, einkum Pál
Skúlason prófessor. Og hann hef-
ur ekki látið blaðaskrifin duga,
heldur hefur hann leitað til lög-
fræðinga út af málsóknum á
hendur okkur fyrir meintar
ofsóknir í sinn garð, og Iýst okkur
„geðveika ofstopamenn" í heyr-
anda hljóði.
Ég hef áður vitnað hér í Morg-
unhlaðinu í auglýsingu í Félags-
stofnun stúdenta þar sem stóð að
grátkonuskrif Hannesar Gissur-
arsonar hefðu fælt þúsundir ung-
menna við málstað heimsbylt-
ingarinnar. Og af því að mér er
verulega annt um marga frjáls-
hyggju — ég þýddi ekki Frelsið
eftir Mill á íslenzku til að
skemmta skrattanum — ekki síð-
ur en um suma félagshyggju, þá
vildi ég nú mega óska þess að í
framhaldi af þessum orðaskiptum
mínum við Hannes Gissurarson —
sem nú er lokið af minni hálfu —
fari litlir göbbelsar sem aldrei
hafa efazt um skoðanir sínar nú
að fella seglin, og í þeirra stað taki
frjálshyggjumenn með fullu viti
— eins og hagfræðingarnir Benja-
mín Eiríksson, Jónas Haralz og
Ólafur Björnsson eða þá þeir
Guðmundur Heiðar Frímannsson
heimspekingur, Þórir Sigurðsson
eðlisfræðingur, Þórólfur Þór-
lindsson félagsfræðingur eða
Þorsteinn Sæmundsson stjarn-
fræðingur — að rökræða við mann
um frelsi og réttlæti og önnur
'grundvallaratriði þjóðmálabarátt-
unnar. Eftir sem áður getur
Hannes Gissurarson þjarkað við
KSML og annað það lið sem
honum er samboðið í Frclsinu. Að
ég nú ekki tali um ef sannkallaðir
andans menn sem hafnir eru yfir
flokkadrætti, eins og Helgi Hálf-
danarson sem fyrirlestur minn
var helgaður eða þá Jóhann S.
Hannesson fyrrum skólameistari,
létu svo lítið að leyfa manni til sín
að heyra.
Ég les í fyrrnefndu viðtali
Hannesar Gissurarsonar við Ilelg-
arpóstinn að hann er nú á leið til
Oxford, míns gamla háskóla, til að
læra þar stjórnmálafræði. Og af
því að mér er verulega annt um
hann, þá vildi ég mega óska
honum góðrar ferðar, og þess með
að þeim í Oxford takist í það
minnsta að kenna honum manna-
siði; þeir eru nokkuð góðir í þeim
efnum þar. Að ég tali ekki um ef
þeim lánaðist nú líka — sem
okkur í Háskóla Islands hefur
mistekizt svo hrapallega — að
hjálpa honum til þess að ná
ofurlitlu valdi á hugsun sinni. Éf
„hugsun" er þá rétta orðið um
sálarlíf manns sem aldrei hefur
efazt.
Sextán listamenn af 20, sem verk eiga á myndverkasýningu félagsmanna Verzlunarmannafélags
Reykjavikur. LK»m. mm. ói.k.m.
20 félagsmenn sýna
myndverk sín saman
SÝNING á myndverkum félags-
manna i Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur verður opnuð í
Listasafni alþýðu kl. 15 i dag.
laugardag. Þar verða til sýnis
76 myndir eftir 20 félagsmenn í
VR, og verður sýningin opin á
hverjum degi til 4. október frá
kl. 14-22.
Að sögn Magnúsar L. Sveins-
sonar, formanns VR, var ákveðið
að efna til sýningar á listaverk-
um, sem félagsmenn VR hafa
unnið að í frístundum sínum, í
tilefni 90 ára afmælis félagsins.
VR varð 90 ára hinn 27. janúar
síðastliðinn og hefur verið lögð
áherzla á aukið útbreiðslu- og
fræðslustarf á afmælisárinu í
samvinnu við Viðskipti og verzl-
un og m.a. hefur verið vakin
athygli á félaginu í fjölmiðlum.
Magnús sagði, að í þessu sam-
bandi hefði verið efnt til nám-
skeiðahalda, gefið hefði verið út
upplýsingarit um félagið og út-
gáfa VR-blaðsins verið aukin.
„Við höfum viljað vekja fé-
lagsmenn til aukinnar stéttar-
vitundar, viljum reyna nýjar
leiðir til að auka tengsl foryst-
unnar við félagsmenn. Af þess-
um sökum hefur félagið fært
starfsemi sína út fyrir hið hefð-
bundna svið kjarabaráttunnar.
Félagið er stolt af að eiga
þetta listafólk í sínum röðum, og
vonandi er að sýningin verði því
hvatning og öðrum fyrirmynd í
hollri tómstundaiðju," sagði
Magnús.
Að sögn Magnúsar auglýsti
VR eftir verkum félagsmanna og
bárust yfir 100, en 76 væru sýnd
hér. Sagði hann vafalaust fleiri
ágæta listamenn vera í röðum
félagsmanna.
Listamennirnir, sem verk eiga
á sýningunni, eru allir frí-
stundamálarar, en eiga það sam-
eiginlegt að hafa notið leiðsagn-
ar viðurkenndra listamanna, svo
sem Valtýs Péturssonar, Sigurð-
ar Sigurðarsonar, Hrings Jó-
hannessonar, Jóhannesar Geirs
og Sverris Haraldssonar, svo
einhverjir séu nefndir. Mynd-
verkin eru ýmist unnin í olíu,
akryl, pastel eða með vatnslit-
um. Um helmingur þeirra er til
sölu. Vömduð sýningarskrá hef-
ur verið gefin út, þar sem
listamennirnir allir eru kynntir.
„Ég tel þessar myndir merki-
legt framlag til íslenzkrar al-
þýðulistar, sem hér hefur eign-
ast verðuga fulltrúa,“ sagði
Magnús L. Sveinsson, við
blaðamenn í vikunni.
Úr sýningarsalnum. myndverk á veggjum og nokkrir listamannanna skeggræða hjartfólgin mál.