Morgunblaðið - 19.09.1981, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
5^5
1912
Heb. 10. 1-4
Þar sem lögmálió nú hefir einung-
is skugga hinna komandi gæóa,
en ekki sjálft líki hlutanna, getur
þaö aldrei meó sömu fórnunum ár
hvert, er þeir stöóugt bera fram,
fullkomnáð þá, er ganga fram fyrir
Guð. Því aó heföi ekki annars
veriö hætt vió að frambera þær,
vegna þess að samvizkan hjá
dýrkendunum var sér alls ekki
framar meövitandi synda, er þeir
voru eitt sinn hreinir orönir? En
einmitt meö þeim fórnum er mint
á syndirnar ár hvert. Því aö þaö er
ómöguiegt aö blóð nauta og hafra
geti burt numiö syndir.
1981
Lögmáiiö geymir aöeins skugga
hins góöa, sem er í vændum, ekki
skýra mynd þess. Ár eftir ár eru
bornar tram sömu fórnir, sem
geta aldrei gjört þá fullkomna til
frambúöar, sem ganga tram fyrir
Guð. Annars heföu þeir hætt aö
bera þær fram.
Dýrkendurnir heföu þá ekki fram-
ar verið sér meövitandi um synd,
et þeir heföu í eitt skipti fyrir öll
oröiö hreinir.
Menachem Begin, forsœtisráðherra í ísrael, virðist harð-
skeyttur maður eins og hann kemur fram í fjölmiðlum. En
flestir eiga marga tóna í hörpu sinni. Tónar saknaðar og
trega voru áberandi í framkomu Begins og máli, er hann
rœddi um Sál konung og spámanninn Samuel, á dögunum. A
hverju föstudagskvöldi er Biblíulestur heima hjá forsætis-
ráðherranum. Sœkir hann fastur hópur, bœði listamenn,
stjórnmálamenn og frœðimenn úr hópi Ggöinga. Nokkrir
kristnir menn eru einnig i hópnum, t.d. fréttaritari
tímaritsins Time og forstöðumaður sænsku þróunarstofnun-
arinnar. Leggur Begin áherzlu á að sem mest breidd sé í
viðhorfum og bakgrunni manna til þess að sem flestar hliðar
hins biblíulega texta komi fram.
Þátttakendur í hinni alþjóðlegu keppni um þekkingu á
Gamta testamentinu, sem haldin varí Jerúsalem á dögunum,
voru boðnir til þessa vikulega biblíulestrar ásamt fleiri og var
undirritaður meðal þeirra.
Boifin tíerir hæn sína við xrátmúr-
inn i Jerúsalem.
um Faríseanna til máitíöar, aö þeir
höföu gætur á honúm. Og sjá,
frammi fyrir honum stóö maöur
nokkur vatnssjúkur. Og Jesús tók
til máls og talaöi til lögvitringanna
Sr. Bernharúur Guhmundsson er
fréttafulltrúi kirkjunnar. Ilann
var viðstaddur hina alþjoéleKU
hihlíukeppni i Jerúsalem á dögun-
um. þar sem islenski þátttakand-
inn. Ileltci Ilermann Hannesson,
komst í úrslit.
Biblíulestur við
bgssuvakt
Það var í sjálfu sér óvenjuleg
reynsla að taka þátt í biblíu-
lestri, þar sem lífverðir með
hlaðnar byssur stóðu á þaki og
við allar útgöngudyr, en slíkar
eru aðstæður á heimili Begins.
Ekki var síður fróðlegt að
kynnast því, hversu hand-
gengnir forystumenn Israels
eru ritum Gamla testamentis-
ins.
Begin ræddi á svipaðan hátt
um þá Sál og Samuel, sem
Helgi á Hrafnkelsstöðum ræð-
ir um persónur Njálssögu.
Hann dró fram ýmsa þætti lífs
þeirra og dró af þeim lærdóma
í nútíð, með þeim hætti að
flestir viðstaddir tóku fram
Samuelsbók er heim var komið
og lásu hana út frá þessari
ieiðsögn Begins.
Við brottför frá Islandi hafði
undirritaður fengið í hendur
eintak nýju íslenzku biblíuút-
gáfunnar. Það var góð upp-
götvun að sjá að hin nýja
prentun og uppsetning er ein-
staklega auðveld og aðlaðandi
til lestrar. Dálkaskipan, letur-
gerð og umbrot, allt dekrar svo
við augað, að áður en varði
þetta kvöld, voru Samuelsbæk-
ur að baki og komið fram í
Konungabók.
Blaðað í
ngrri Biblíu
Biblían nýja er sem sé komin
á markaðinn, og ekki aðeins í
hátíðlegu svörtu bandi, heldur
fæst hún í öðrum litum, rauð-
um, bláum og brúnum. Þar að
auki er hún prýdd kortum,
orðalistum og ýmis konar
hjálparefni við lesturinn. Stór
hluti Nýja testamentisins hef-
ur verið endurþýddur. Mál og
Súl , Begin og
Biblían nýja
BeKÍn hýöur menn vclkomna til
hihlíulesturs á heimili sínu.
málskilningur tekur sífelldum
breytingum og því þarf að
endurskoða Biblíuþýðingar,
svo að efni hennar komist
trúverðuglega til skila á hverri
tíð.
Það er fróðlegt að bera
saman nýju útgáfuna við text-
ann frá 1912 og kanna hversu
að hefur verið staðið við þýð-
inguna.
Margir hafa átt erfitt með að
átta sig á röksemdafærslum,
t.d. í Hebreabréfinu, þar sem
setningar eru mjög langar. Hér
er dæmi um það hvernig setn-
ingaskipan er bætt í nýrri
þýðingu:
Fyrirliðar nýju BihlíuútKálunnar kynna hana i hópi clstu eintaka
hihliunnar allt Irá árinu 1584. Frá vinstri: Hermann Þorsteinsson.
Jón Sveinhjörnsson. dr. SÍKurhjörn Einarsson ok dr. Isirir Kr.
Þórðarson.
En meö þessum fórnum er minnt
á syndirnar ár hvert.
Því aö blóö nauta og hafra getur
meö engu móti numiö burt syndir.
Víða hefur verið dregið úr
hátíðleika þeim sem oft skap-
ast, þegar þýtt er orðrétt úr
öðru máli, með því að fella
niður ýmis tengiorð. Dæmi um
þetta er umræðan um hvíldar-
daginn, milli Jesú og faríse-
anna:
1912
Lk 14. 1-3
Og svo bar viö, er hann kom á
hvídardegi í hús eins af höföingj-
og Faríseanna og sagöi: Er leyfi-
legt aö lækna á hvíldardegi eöa
ekki?
1981
Hviidardag nokkurn kom Jesús í
hús eins af hötöingjum tarísea til
máltíöar, og hötöu þeir gætur á
honum. Þá var þar frammi fyrir
honum maöur einn vatnssjúkur.
Jesús tók þá til máls og sagöi viö
lögvitringana og faríseana: ,Er
leyfilegt að lækna á hvíidardegi
eöa ekki?
Orð í tveimur tungumálum
hafa aldrei nákvæmlega sama
merkingarsvið. Nýja þýðingin
fer í vissum tilvikum meira
eftir samhengi orðanna og not-
ar þess vegna fleira en eitt
íslenzkt orð til þess að tjá
merkingu gríska orðsins. Hin
-þekktu fyririnælT Jesú um
sambúð fólks sem lesin eru við
brúðkaup hafa því breyst í
nýju þýðingunni.
Mt. 19. 5
Fyrir því skal maöur yfirgefa fööur
og móöur og búa viö eiginkonu
sína, og þau tvö skulu veröa eitt
hold.
Fyrir því skal maöur yfirgefa fööur
og móöur og bindast konu sinríi,
og þau tvö skulu veröa einn
maöur.
Jón Sveinbjörnsson, prófess-
or, fyrirliði þýðingarstarfa
Nýja testamentisins, hefur í
nýrri greinargerð bent á ýmsa
erfiðleika þýðendanna.
„Yms grundvallar hugtök og
myndir í Nýja testamentinu,
sem fyrstu lesendur þess skildu
af eigin raun, t.d. í sambandi
við fórnarþjónustuna og rétt-
arfarið eru sum hver framandi
og nokkuð merkingarsnauð
nútíma lesanda. Orð eins og
friðþæging, sáttargjörð, lausn-
argjald, réttlæting o.fl. sem
höfundar Nýja testamentisins
hafa notað til að tjá með
skilning sinn á þýðingu Krists
og lesendur þeirra áttuðu sig á
út frá því samhengi sem þeir
lifðu í, eru orðin að eins konar
guðfræðingamáli sem þarfnast
fræðilegra skilgreininga.“
Sumum þessara orða er
breytt, til dæmis er notað orðið
hjáipari í stað huggari, enda
felst í því einnig merking
liðsinnis og uppörvunar.
Orðið eingetinn er stundum
misskilið meðal fólks og því
orði er breytt i þessari útgáfu.
1912
Jóh. 1. 18
Enginn hefir nokkurn tíma séö
Guö; sonurinn eingetni, sem hall-
ast aö brjósti fööurins, hann hefir
veitt oss þekking á honum.
1981
Enginn hefur nokkurn tíma séö
Guö. Sonurinn eini, Guö, sem er í
faömi tööurins, hann hefur birt
hann.
Fleira má auk þess nefna,
t.d. breytingu á orðinu skepna.
sem breytt hefur um merkingu
1 nútíma máli.
2 Kor 5. 17
Ef þannig einhver er /' samfélagi
viö Krist, er hann ný skepna, hiö
gamla varö aö engu, sjá, þaö er
oröiö nýtt.
Ef einhver er í Kristi, er hann
skapaöur á ný, hiö gamla varö aö
engu, sjá, nýtt er oröiö til.
Þetta eru aðeins fáein sam-
anburðardæmi, lesandinn get-
ur fundið mörg fleiri og sjálf-
sagt athyglisverðari og á hann
þar góða skemmtun í vændum.
Neðanmáls eru svo tilvitnan-
ir sem vísa til texta til saman-
burðar.
Þessar tilvitnanir eru ekki
sérstaklega ætlaðar einhverj-
um fræðimönnum heldur öll-
um sem lesa Biblíuna. Þær
hafa það fram yfir skýringar
að þær segja lesandanum ekki
beint hvað viðkomandi vers
eða hugtak þýði heldur fá þær
hann til að glíma við textann
og veita honum þannig þá gleði
að geta uppgötvað sjálfur hvað
textinn segir.
Jón Sveinbjörnsson telur
þessar neðanmálstilvitnanir
vera ein athyglisverðustu ný-
mæli þessarar útgáfu.
Nýja Biblían er semsé komin
og bíður lesenda sína, að vera
lesin ofan í kjölinn en ekki
aðeins á kjölinn.
Bernharður Guðmundsson.