Morgunblaðið - 19.09.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
19
Frakkar afnema
dauðarefsingu
París. 18. september. AP.
FRANSKA þingið samþykkti í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða að afnema dauðarefsingu. Afnám dauðarefsingar var eitt
helsta kusningamál Francois Mitterrands og sósíalista. Alls greiddu
363 atkvæði með afnámi dauðarefsingar en 117 voru andvígir.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
bjargar sex mönnum frá fallöx-
inni, sem nú fer á safn. I stað
dauðarefsingar verður þyngsta
refsing lífstíðar fangelsisdómur.
Le Figaro birti í gær niðurstöð-
ur skoðanakönnunar og þar kom
fram, að 62% Frakka eru andvígir
afnámi dauðarefsingar. Robert
Badinter, dómsmálaráðherra
sagði, að Mitterrand hefði gert
afnám dauðarefsingar að einu
helsta stefnumáli sínu í kosn-
ingabaráttunni og því ætti þessi
niðurstaða ekki að koma Frökkum
á óvart.
Fallöxinni var fyrst beitt árið
1791 á tímum frönsku stjórnar-
byltingarinnar. Henni var síðast
beitt árið 1977.
Johan Johannsson ma'tir á skrifstofu fylkishappdraútisins í New
York til að taka á móti vinningnum. stmamynd - Al*.
Sænskur öryrki
milli í New York
Now York. 18. sopt. AP.
IIANN datt heldur betur í lukkupottinn hann Johan
Johannsson. sænskur maður. sem búsettur hefur
verið len>?i í New York, því í fylkishappdrættinu
hlaut hann 2,2 milljóna dollara vinninj?. Ilann þarf
því ekki að hafa áhyKsjur af að eiga ekki fyrir salti í
srautinn það sem eftir er.
„Ég vildi þó heldur að heilsan
skánaði, því ekki er hægt að
kaupa betri heilsu fyrir þessa
peninga," sagði Johannsson.
Hann er 58 ára fyrrverandi
sjómaður og býr í lítilli einstakl-
ingsíbúð í Brooklyn.
Johannsson fylgdist með út-
drætti í sjónvarpi síðastliðið
laugardagskvöld, en gaf sig ekki
fram fyrr en í dag, en í millitíð-
inni höfðu fjölmiðlar nærri því
gengið af göflum í leitinni að
hinum nýja milljónamæringi.
Johannsson sagði blaða-
mönnum í dag, að hann hefði
skrifað talnaröð á blað og beðið
kunningjakonu sína, Rósu, að að
kaupa happdrættismiða og rita
röðina þar á. Miðinn kostar einn
dollar. Hann sagðist ætla að
gefa Rósu hluta vinningsins,
eitthvað til líknarmála, og þá
fengju fósturbörn hans fjögur í
Kóreu, Indlandi og Afríku, en
hann kostar uppeldi þeirra, sinn
skerf.
Milljónamæringurinn, sem
látið hefur sér 521 dollara ör-
orkubætur á mánuði nægja, seg-
ist engin áform hafa um að
flytja úr litlu blokkaríbúðinni í
Brooklyn.
Prior óvænt í
Maze-fangelsi
Bolfast. 18. september. AP.
JAMES PRIOR. nýskipaður írlandsmálaráðherra brezku stjórnarinn-
ar. kom i dag i óvænta heimsókn i Maze-fangelsið í Belfast. þar sem
írskir hryðjuverkamenn hafa verið í hungursvelti frá þvi i marz, til að
leggja áherzlu á kröfur sínar um að verða viðurkenndir sem pólitiskir
fangar. Tíu hryðjuverkamenn hafa þegar látist í þessum mótmælaað-
gerðum. og sex eru hætt komnir.
Prior skoðaði fangelsið í tvær
klukkustundir ásamt konu sinni
og dóttur og tveimur aðstoðarráð-
herrum sínum, Gorie lávarði og
Nicholas Scott. t
Heimsóknin jók vonir stuðn-
ingsmanna hungurfanganna um
að einhver árangur yrði af til-
raunum til að leysa deilu fang-
anna við brezk yfirvöld. Fangarnir
krefjast þess að þurfa ekki að vera
í sérstökum fangaklæðnaði, að
þurfa ekki að inna nein störf af
hendi og að þeir fái að hafa
frjálsan samgang sín á milli í
fangelsinu.
Embættismenn hermdu, að
Prior hefði skoðað H-bygginguna
svonefndu, þar sem fangarnir
dvelja og ræddi hann við marga
þeirra, þar sem þeir voru vafðir
teppum í stað fangelsisklæða.
Einnig leit Prior inn til sumra
hungurfanganna, en ræddi þó ekki
við þá.
Prior kom til Norður-írlands í
gær og ræddi við ýmsa leiðtoga í
héraðinu þá og i dag, þ.á m. James
Molyneaux og Ian Paisley klerk,
leiðtoga mótmælenda á N-írlandi.
Ný lyf hindra
æðakölkun
WashinKton. 18. soptomhor. AP.
TILRAUNIR með lyf sem koma i
veg fyrir að kalsíum safnist fyrir í
líkamanum. hafa leitt í Ijós. að lyf
þessi gætu komið í veg fyrir
a'ðakölkun. að sögn handarískra
vísindamanna.
I Ijós kom við tilraunir á öpum, að
lyfin, sem koma í veg fyrir kalk-
m.vndun, hindra einnig að fituefni
safnist fyrir og setjist að í æðum.
Þessar upplýsingar eru birtar,
aðeins einum degi eftir að skýrt var
frá því opinberlega, að dánartíðni
vegna ýmiss konar hjarta- og æða-
sjúkdóma í Bandaríkjunum, hefði
minnkað um 25 af hundraði. Árlega
deyja um 900.000 manns vegna æða-
og hjartahilana.
Tilraunirnar með lyfin, sem
hindra kalsíummyndun, leiddu í
ljós, að þau festu sig við það kalsíum
sem fyrir væri í æðum, og kæmu í
veg fyrir frekari myndun.
Einnig kom í ljós, að lyfin hafa
engar alvarlegar aukaverkanir í för
með sér, en óttast er þó, að mikið
magn þeirra geti hindrað beinmynd-
un í ungu fólki.
Tilraunirnar eru enn á byrjun-
arstigi, en þær þykja lofa góðu.
Simon og Garfunkel
syngja aftur saman
New York. 18. september. AP.
HINIR þekktu tónlistarmenn Paul Simon og Art Garfunkel syngja
saman á ný, en þeir hættu samstarfi árið 1970 eftir árangursrika
samvinnu i rúman áratug.
Simon og Garfunkel efna til
hljómleika í Central Park í New
York á morgun, laugardag, og er
búist við a.m.k. hálfri milljón
áhorfenda. Hljómleikarnir verða
festir á tónbönd og myndbönd, en
þó hefur enn ekki verið ákveðið
hvort gefnar verða út hljómplðtur
í kjölfar tónleikanna.
Dúettinn, sem á sínum tíma
seldi plötur í tugmilljónatali, þar
af seldist breiðskífa þeirra
„Bridge Over Troubled Water" í
yfir tíu milljónum eintaka, hefur
verið við æfingar í íbúð Garfunk-
els ásamt ellefu manna hljóm-
sveit. Báðir búa listamennirnir í
New York.
Aðgangur að tónleikum Simons
og Garfunkels verður ókeypis, en
ágóði af sölu stuttermabola og
veggspjalda á tónleikunum mun
renna í sjóð til eflingar útivista-
svæðum í New York.
Þrír létust
í sprengjutil-
ræði í Beirút
Beirut. 18. september. AP.
ÞRÍR biðu bana þegar
öflug sprengja sprakk í
hverfi múhameðstrúar-
manna í Beirut, höfuðborg
Líbanon í dag. Hægrisinn-
uð öfgasamtök hafa lýst
ábyrgð á hendur sér.
Sprengjan var skilin eftir
í bifreið við fjölfarna
verzlunargötu og slösuð-
ust margir.
Þúsundir fylgdu 25 manns til
grafar í Sídon í dag. Þeir létust
þegar öflug sprengja sprakk í
gær fyrir utan höfuðstöðvar
frelsissamtaka Palestínu, PLO, í
borginni. Þá létust 10 manns í
gær í sprengjutilræði í sements-
verksmiðju í Chekka í norður-
hluta landsins. Öfgamsamtök
hægrimanna stóðu einnig að
baki þessum sprengjutilræðum.
Veður
víða um heim
Akureyri 7 alskýjað
Amsterdam 17 skýjað
Aþena 26 heiðskírt
Barcelona 27 skýjað
Berlín 18 heiðskírt
Briissel 14 rigning
Chicago 11 skýjað
Oublin 17 heiðskírt
Feneyjar 23 þokumóða
Frankfurt 19 skýjað
Færeyjar 10 rigning
Genf 22 heiðskírt
Helsinki 11 skýjað
Hong Kong 27 skýjað
Jerúsalem 26 heiðskírt
Jóhannesarborg 29 heiöskirt Kaupmannaböfn 15 heióskírt
Lissabon 25 skýjað
London 18 skýjaö
Los Angeles 34 heiðskírt
Madrid 33 heiðskirt
Malaga 29 léttskýjaö
Mallorka 28 skýjað
Miami 31 rigning
Moskva 14 skýjað
Nýja Delhí 36 skýjað
New York 19 skýjað
Osló 11 skýjað
París 23 skýjað
Reykjavík 7 skýjað
Ríó de Janeiro 26 skýjað
Romaborg 27 heiðskírt
San Francisco 20 heiöskírt
Stokkhólmur 13 heiðskírt
Sydney 24 heiöskírt
Tel Aviv 30 heiðskírt
Tókýó 26 heióskýrt
Vancouver 19 rigning
Vínarborg 13 skýjað