Morgunblaðið - 19.09.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
21
„Það er að vísu rétt, að
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur haft á að skipa
traustum forystu-
mönnum og sterkum
leiðtoKum, sem svo eru
neíndir. Saga flokksins
sýnir það hins vegar
með óygKjandi hætti, að
það er fyrst og fremst
umburðarlyndið, sem
gert heíur Sjálfstæðis-
flokkinn stóran og
haldið honum saman
um æði langt skeið.“
M
ungir sjálfstæðismenn hins vegar,
að þeir menn víki algjörlega úr
Sjáifstæðisflokknum, sem taka
sæti á framboðslistum, sem
„réttkjörnar stofnanir flokksins
standa ekki að“. Nú talar enginn
þeirra um flokksræði.
I viðtali við Morgunblaðið 13.
september sl. segir nýkjörinn
formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, Geir Haarde, að
fyrri liður tillögunnar, er fjallar
um skyldur og stöðu þingmanna
við stjórnarmyndanir, sé megin-
atriði málsins og verulegur fengur
yrði að slíkri breytingu á skipu-
lagsreglum Sjálfstæðisflokksins.
Hann kveður tillöguna ekki mæla
fyrir um brottrekstur stjórnar-
sinna úr Sjálfstæðisflokknum,
heldur sé tilgangur hennar sá, „að
það liggi framvegis skýrt fyrir
þingmönnum, hvað það þýði að
taka upp samstarf við aðra flokka
gegn vilja rétt kjörinna stofnana í
flokknum". Þá eigi reglurnar „að
fryggja, að núverandi ástand verði
ekki fordæmi síðar meir“.
Eins og ég áður sagði, er það út
af fyrir sig ekki illskiljanlegt, að
slíkar hugmyndir skuli vakna, og
tilgangurinn er í sjálfu sér góðra
gjalda verður. Góður tilgangur
getur hins vegar ekki helgað
hvaða meðal, sem vera skal. Þetta
meðal er að minni hyggju svo
varhugavert og órafjarri grund-
vallarhugsjón sjálfstæðisstefn-
unnar, umburðarlyndi og virðingu
fyrir skoðunum og rétti annarra,
að við því verður að vara.
Formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna rökstyður þessa
tillögu með eftirfarandi hætti í
margnefndu Morgunblaðsviðtali:
„Við teljum hins vegar, að stjórn-
málaflokkur, sem tekur sjálfan sig
alvarlega, verði að hafa reglur
sem þessar, ekki sízt Sjálfstæðis-
flokkurinn, eftir það sem á undan
er gengið. Sagt hefur verið, að
þeir, sem ekki hlýði óskráðum
reglum, verði að hafa þær skrifað-
ar. Þátttöku í skipulegum stjórn-
málasamtökum fylgja skyldur
ekki síður en réttindi." Við þessa
málafylgju er ýmislegt að athuga.
I fyrsta lagi er það fjarri sanni,
að stjórnmálaflokkur, sem tekur
sjálfan sig alvarlega, verði að
setja félögum sínum slíka úrslita-
kosti og ungir sjálfstæðismenn
vilja setja á oddinn. Stjórnmála-
flokkur, sem tekur sig alvarlega
og ætlast til, að aðrir geri slíkt hið
sama, verður að gera sér grein
fyrir innra þreki sínu og staðfestu
og byggja þannig á þeim grunni,
sem flokksmennirnir mynda og
styrkja af sjálfsdáðum. Flokkar
eru tæki fólksins, sem til eru
orðnir fólksins vegna, en fólk
verður ekki til fyrir flokka.
I öðru lagi er það næsta hláleg
röksemd, að ekki sízt Sjálfstæðis-
flokkurinn þurfi á slíkum reglum
að halda, „eftir það sem á undan
er gengið". Hver er styrkur Sjálf-
stæðisflokksins, ef hann þarf öðr-
um flokkum fremur að hafa slíkan
refsivönd á lofti í sjálfshirt-
ingarskyni?
I þriðja lagi dreg ég það mjög í
efa, að þeir, sem ekki hlýða
óskráðum reglum í frjálsum
stjórnmálasamtökum, skipist að
gagni við það eitt, að reglurnar
komist á blað.
Hér ber enn og aftur að þeim
brunni, að vilji og siðferðisþrek
ráða úrslitum í því samstarfi
manna, þar sem stefnt er að
sameiginlegum markmiðum, —
ekki boð og bönn. Það er svo
vitaskuld grundvallaratriði og for-
senda alls árangurs, að menn
þekki og skynji skyldur sínar og
takmörk ekki síður en réttindi.
Það leikur ekki á tveimur tung-
um, að það er mikið áfall fyrir
stjórnmálaflokk, þegar þeir at-
burðir gerast, sem tillögum ungra
sjálfstæðismanna er ætlað að
koma í veg fyrir, að endurtaki sig.
Það, sem hent hefur Sjálfstæðis-
flokkinn að undanförnu, þarf hins
vegar ekki að verða honum óbæt-
anlegt tjón. Til þess hníga öll rök,
að hann geti og muni endurheimta
styrk sinn og samheldni, þegar
fram líða stundir, þótt leiðir hafi
um sinn skilið þar með ýmsum
mönnum. Enn hafa engar brýr
verið brotnar að baki til fulls.
Hefðu þær reglur verið í gildi, sem
ungir sjálfstæðismenn leggja nú
tii, að teknar verði upp, hefði
Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar
klofnað með örlagaríkum hætti
ekki aðeins við myndun núverandi
ríkisstjórnar heldur einnig síðustu
alþingiskosningar. Það getur eng-
um dulizt, jafnvel ékki hinum
glámskyggnustu eða bjartsýnustu
mönnum. Þeir menn, sem þá sögðu
sig úr bræðralagi við samherja
sína um stund, eru ekki einfarar í
Sjálfstæðisflokknum. Þeim hefur
fylgt að málum einhver hópur
manna, sem að vísu er óþekkt
stærð. Þetta fólk hefði án alls efa
bundizt einhvers konar samtök-
um, sennilega í nýjum stjórnmála-
flokki, sem staðið hefði Sjálfstæð-
isflokknum nærri að marki og
miði og tekið frá honum fylgi.
Þegar svo hefði verið komið, hefði
sameiningin verið lengra undan
en nú er og líkast til úr sjónmáli.
I viðtali við Helgarpóstinn 11.
september sl. lýsir varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, Gunnar
Thoroddsen, því viðhorfi sínu, að
þeir, sem stæðu að slíkri tillögu-
gerð á landsfundi og ungir
sjálfstæðismenn hafa boðað,
„væru vitandi vits að kljúfa Sjálf-
stæðisflokkinn. Frjálslyndir menn
myndu aldrei sætta sig við slíkt
þverbrot á grundvallarhugmynd-
um Sjálfstæðisflokksins." Hann
bætir því við, að sennilegt sé, að
þá myndu frjálslyndir menn bind-
ast samtökum, ef tillaga af slíkum
toga yrði samþykkt. Hvort sem
mönnum líkar það betur eða verr,
er hér á ferðinni raunsætt mat á
köldum veruleika, þótt ýmsum
kunni að vísu að þykja slík
varnaðarorð koma úr hörðustu
átt.
Nú er mál að linni hjaðninga-
vígum í Sjálfstæðisflokknum.
Sjálfstæðismenn verða allir sem
einn að gera sér grein fyrir því,
hvort þeir vilja, að Sjálfstæðis-
flokkurinn verði áfram styrkasta
brjóstvörn lýðræðisaflanna í land-
inu gegn átumeini ríkisafskipta-
hyggjunnar. Samþykkt af því tagi,
er ungir sjálfstæðismenn beina til
landsfundar, væri til þess eins
fallin að blása í glæður ófriðar og
illinda. Hún væri ávísun á enn
meiri sundrungu en ríkt hefur í
Sjálfstæðisflokknum um alltof
langa hríð. Hún myndi engan
raunverulegan vanda leysa, hvorki
í bráð né lengd. Hún myndi þvert
á móti skapa nýjan vanda sýnu
verri þeim, er sjálfstæðismenn
eiga allt sitt undir, að verði
leystur með farsælum og frið-
samiegum hætti.
nffu
Afhenti trúnaðarbréf
NÝSKIPAÐUR sendiherra Bandaríkjanna, hr. Marshall Brement,
afhenti í dag forseta íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum, að
viðstöddum Olafi Jóhannessyni utanríkisráðherra.
Síðdegis þáði sendiherrann boð forseta að Bessastöðum ásamt fleiri
gestum. (FréttatiJkynninK.)
Stjórnmálamenn og guðfræð-
ingar ræða friðarmál í Skálhoíti
NÚ UM helgina efnir Kirkjuritið til
ráðstefnu í Skálholti undir yfir-
skriftinni: Friður ú jörðu.
Þar verður fjallað um friðar-
hreyfingar samtímans, vígbúnaðar
og afvopnunarmál og mun jólahefti
Kirkjuritsins birta efni frá ráð-
stefnunni.
Þremur fulltrúum hefur verið
boðið til ráðstefnunnar frá hverjum
stjórnmálaflokkanna, sem hafa
fangað því tækifæri að ræða þessi
brýnu mál á sem breiðustum
grundvelli.
Þetta er þriðja ráðstefnan sem
Kirkjuritið efnir til með þessu
formi. í vor áttu myndlistarmenn og
guðfræðingar samtalsdaga í Skál-
holti en í fyrra voru bókmennta-
menn viðmælendur guðfræð-
inganna.
Meðal þátttakenda í ráðstefnunni
um friðarmál eru alþingismenn,
stjórnmálaritstjórar, sagnfræð-
ingar og guðfræðingar.
Ráðstefnustjórnar verða af hálfu
Kirkjuritsins þeir dr. Gunnar
Kristjánsson ritstjóri og sr. Bern-
harður Guðmundsson, frétta-
fulltrúi.
Biskupaskipti um mánaðamótin
SEM kunnugt er verða biskupa-
skipti nú um mánaöamótin. llerra
l’étur Sigurgeirsson veitir emhætti
sínu viðtöku við guðsþjónustu í
Dómkirkjunni. þann 27. sept. kl.
10.30 og verður nánar tilkyrint um
fyrirkomulag þeirrar hátíðar síðar.
Hinn 1. október tekur herra Pétur
formlega til starfa sem biskup lands-
ins.
Herra Sigurbjörn Einarsson mun
draga sig í hlé, og er það samkvæmt
orðanna hljóðan, er hann laetur af
embætti eftir 22 ára starf. Hann
hyggst ekki koma fram opinberlega
fyrsta kastið, hvorki persónulega eða
í fjölmiðlum.
(Frá fréttafulltrúa kirkjunnar).
isari glæsilegu rétt Skeiða- og Flóamanna í
ittum
Hin glæsilega rétt Skeiða- og
Flóamanna var tekin í notkun í
gær eftir endurbyggingu, en
hún er byggð fyrst 1881, en
endurbyggð á sl. fjórum sum-
rum fyrir 90 millj. gkr. Reykja-
rétt er nú glæsilegasta rétt
landsins og er liðlega mann-
hæðarhár grjótgarðurinn
klæddur torfi að ofan, en það
var hinn kunni hleðslumaður,
Sigurþór Skæringsson, bóndi,
sem stjórnaði hleðslunni á
þessu mikla mannvirki, sem
telur nær 30 dilka og er hátt í
hundrað metrar í þvermál. Eins
og sjá má er margt um mann-
inn í þessum glæsilegu réttum
og var myndin tekin seinnihluta
réttardagsins þegar sumir voru
lagðir af stað með fé sitt heim á
leið en þorri manna var þó
kominn saman í almenningnum
til þess að ræöa ofurlítiö um
mannlífiö á léttu tónunum og
taka tagiö í hinni stórfallegu rétt
bænda.
Á þessari ljósmynd Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, má þekkja mikinn fjölda þess
margmennis sem tók þátt í Skeiðaréttum í gær og myndin sýnir einnig glöggt hve fagurt mannvirki
Reykjarétt er endurbyggð.