Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 27
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 2 7 Rommí aftur d fjölunum í Iðnó Á laugardagskvöldið gefst þeim, sem enn hafa ekki séð hina vinsælu sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Rommí, kostur á að sjá verkið. Þau Gísli Ilalldórsson og Sigríður Ilagalín hafa nú leikið þetta bandaríska verðlauna- leikrit oftar en hundrað sinnum og er leikritið komið í röð vinsæl- ustu leikrita erlendra, sem sýnd hafa verið hjá Leikfélaginu. í sumar var farið með verkið í sérlega vel heppnaða leikför um Sjöunda starfsár Fjalakattar- ins. kvikmy ndaklúhhs fram- haldsskólanna. er nú að hefjast og hefur margt brcyst frá því klúhhurinn fór af stað. Fjalakött- urinn hefur fest kaup á nýrri sýningarvél, ba-ði fyrir 16 mm og 35 mm kópíur og er því sýningar- aðstaðan gjörhreytt og geta þeir nú í fyrsta skiptið hoðið full myndgæði. Einnig hefur sýningarfyrir- komulaginu verið breytt. I stað stöðugra sýninga frá september fram í maí, verða sérstakar dagskrár um miðbik hvers mánað- ar, níu daga í senn, átta mánuði ársins. Þessa níu daga verða að jafnaði sýndar myndir, sem Norðurland. Eins og kunngt er, gerist Rommí á elliheimili og þar greinir frá samskiptum tveggja roskinna einstaklinga, sem stytta sér stundir, spauga, rífast og spila rommí. Tómas Zoéga þýddi leikritið, leikmynd gerir Jón bórisson og leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. Fólki skal að lokum bent á, að einungis verður um fáar sýningar að ræða. mynda ákveðið þema hverju sinni. Eru þetta átta dagskrár á vetri, hver og ein aðskilin eining. Fyrsta dagskráin hefst nú á sunnudaginn 20. og stendur til 27. september. Sýndar verða mynd- irnar Bhumika, indversk frá árinu ’77, Junoon frá sama landi gerð 1978, Tin Tromman þýsk/frönsk verðlaunamynd, Jane Austen in Manhattan, bandarísk frá 1980 og Ódýr skítur, áströlsk frá 1980. Eins og undanfarið ár gefst kostur á að kaupa skírteini, sem gildir á allar sýningar klúbbsins, en einnig geta menn keypt miða á einstakar dagskrár, að því til- skyldu að viðkomandi sé félagi í klúbbnum þ.e. hafi keypt sér félagsskírteini. Síðasta sýning á „Sorglaus konungssori‘ í Lindarbœ Nemendaleikhúsið hefur enn eina aukasýningu á harnalcikritinu „Sorglaus konungsson** í Lindarbæ kl. 3 á sunnudaginn. Leikstjórinn er Þórunn Sig- urðardóttir en leikritið er sænskt eftir þau Suzanne Östen og Per Lysander. Miðasala verður í Lindarbæ klukkan 3—5 á laugardaginn og frá kl. 1 á sunnudaginn. Aðgangseyrir er 20 krónur og er þetta allra síðasta sýning. Síðasta motor- cross-keppni sumarsins SÍÐASTA motocrosskeppni sumarsins verður haldin á vegum Vélhjólaíþrótta- klúhhsins næstkomandi sunnudag kl. 15.00. Kcppnin verður haldin á nýrri braut Vélhjólaíþróttaklúbbsins. Brautin er við Keflavíkurveg- inn. um 1 km frá Grindavíkur- afleggjara. í átt að Kcflavík. Vélhjólakeppni sem þessi, motocross, er ein vinsælasta mótorsportgrein sem stunduð er víða um lönd. Það þykir hin besta skemmtun að fylgjast með brynjuðum köppunum geysast yfir holt og hæðir í loftköstum. Motocross er fólgið í því að aka ákveðinn fjölda hringja á lokaðri keppnisbraut sem engu tæki er fær nema þessum sérsmíðuðu keppnishjólum. Alltaf er keppt í malargryfjum eða á öðrum stöðum þar sem alls engin hætta er á að gróður skemmist. Motocross er álitin ein hættulegasta og erfiðasta íþróttagrein sem stunduð er í heiminum í dag. En öryggis- kröfur sem keppendur verða að standast eru miklar enda ekki vanþörf á. Hraðinn getur verið allt upp í 100 km á klst. og þar yfir. Keppnin á sunnudaginn gef- ur stig til íslandsmeistaratitils, og er keppnin um hann í hámarki nú. Staða efstu manna er mjög jöfn og ræður keppnin á sunnudaginn þar úrslitum. (KrrttatilkynninK.) Þursarnir í Borgarnesi Þursaflokkurinn heldur tónleika i samkomuhúsinu Borgarnesi næstkomandi þriðjudagskvöld, þann 22. september. Hljómleikarnir hefjast kl. 21. Laugardaginn 19. september mun Nýja Kompaníið halda jazz- tónleika i Norrama húsinu og hefjast þeir kl. 17.00. IHjómsveit- in mun leika þar að langmestu leyti eigin tónlist. Nýja Kompaníið hefur nú starf- að í rúmlega eitt ár og víða komið við á stuttum æviferli sínum; í Djúpinu með reglulegu millibili, í skólum, sjónvarpi, á jazzkvöldum á Hótel Sögu og Hótel Borg og spilað fyrir Leikfélag Reykjavík- ur. Þá lék hljómsveitin sl. vor með bandaríska trompetleikaranum Tekin hefur verið ákvörðun um að bórskaharett byrji aftur i haust og er þegar hafinn undir- húningur að nýjum atriðum og eru sum hver fullsamin. Galdrakarlar byrja nú að nýju að leika fyrir dansi. Nú standa yfir æfingar á lagaprógrammi Ted Daniel í Djúpinu og í júlí lék hún fyrir norræna tónlistarkenn- ara. Um þessar mundir er hljóm- sveitin að leika í félagsmiðstöðv- um Æskulýðsráðs; í Árseli 20.9., Tónabæ 27.9. og Þróttheimum 4.10. Einnig leikur Nýja Kompaní- ið í Djúpinu 17. og 24. september. Nýja Kompaníið skipa þeir Sig- urður Flosason altó- og tenórsaxó- fónn og altóflauta, Sveinbjörn I. Baldvinsson gítar, Jóhann G. Jó- hannsson píanó, Tómas R. Ein- arsson kontrabassi og Sigurður G. Valgeirsson trommur. hljómsveitarinnar fyrir haustið og má búast við lagabreytingum jafnt og þétt. Töluverðar breytingar verða á næstunni til þess að koma til móts við óskir gesta í Þórscafé og er þar helst að nefna breytingar á disco- teki, hljómburði, ljósum og fleiru. Sýning þriggja meistara lýkur í Listmunahúsinu lýkur sýningu á verkum meistaranna þriggja, Tove Ólafson, Kristjáns Davíðssonar og Þorvald- ar Skúlasonar. Opið er í dag og frá 2 til 6 á morgun. Hinn íslenski Þursaflokkur mun í kvöld koma fram á tónleikum í Félagsstofnun stúdenta og verður það í fyrsta skiptið sem þeir halda opinbera tónleika hér í Reykjavík í eitt og hálft ár. Hefjast tónleikarnir kl. 21.00. Fjalakötturinn hefur starfsemi sína að nýju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.