Morgunblaðið - 19.09.1981, Side 29

Morgunblaðið - 19.09.1981, Side 29
•X" Olafur Þ. son fyrrv. Fa'ddur 26. áKÚst 1903. Dáinn 3. ágúst 1982. Kveðja írá Ættfræðifélaginu Árla morguns hinn 3. ágúst tókst ég ferð á handur til útlanda. Eg frétti það ekki fyrr en hálfum mánuði síðar, er ég kom aftur til landsins, að Ólafur Þ. Kristjáns- son, hefði látizt þann sama dag. Ég átti þess ekki kost að vera viðstaddur útför hans og minnast hans á útfarardaginn. Sú er afsök- un mín fyrir þessari síðbúnu kveðju. Andlát Ólafs kom engan veginn á óvart, þó að hann bæri ellina óvenjulega vel fram á síðasta æviár sitt. Þeim sem til hans þekktu mátti vel ljóst verða á útmánuðum þessa árs, að honum var stórlega brugðið. Fyrst í stað vonaði ég, að hann gæti náð sér aftur, ef hann tæki sér algera hvíld frá erli og önnum, en brátt varð ljóst, að það var aðeins tálvon. Enginn má sköpum renna. Ólafur Þ. Kristjánsson var óvenjulega vel gerður maður, skarpgáfaður, þrekmikill með af- brigðum og svo mikill eljumaður, að honum féll aldrei verk úr hendi. Kappsemi hans var tempruð heið- ríkum vitsmunum og góðu gam- anskyni.Þó að skólastjórn og kennsia ásamt samningu kennslu- bóka væri aðalstarf hans meðan aldur leyfði, var verksvið hans miklu víðara. I tómstundum sín- um fékkst hann til dæmis nokkuð við þýðingu skáldverka úr erlend- um málum. Ólafur var mikill hugsjónamaður, og fjölmörg starfa hans voru nátengd hugsjón- um hans. Á hann hlóðust störf í þágu bindindisstarfseminnar, jafnaðarstefnunnar, samvinnu- hreyfingarinnar og esperantista- hreyfingarinnar, sem hann taldi allar horfa til mannbóta og þjóð- þrifa. Hann gekk glaður og reifur að hverju starfi og var í öllum daglegum samskiptum laus við þann prédikunar- og umvöndun- artón, sem oft verður vart hjá miklum hugsjónamönnum. Enn eru þó ótalin störf hans að byggðasögu og ættfræði, sem bera átthagaást hans fagurt vitni, því að hann helgaði þar meginhluta starfs síns sögu vestfirzkra byggða og ætta. Hann gat þó brugðið sér út fyrir þau landa- merki, eins og Kennaratal á ís- landi og VI bindi íslenzkra æviskráa bera Ijósan vott um. Síðustu árin vann hann einnig að nýrri og aukinni útgáfu kennara- tals, sem honum auðnaðist því miður ekki að ljúka. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 29 Jóhann Júlíusson Sauðárkróki - Minning Kristjáns- skólastjóri Þegar Ættfræðifélagið var end- urreist árið 1972, lét félagið það verða sitt fyrsta verk undir for- ystu Indriða Indriðasonar rithöf- undar að ljúka útgáfu Manntals á íslandi 1816. Það verk var leitt til farsælla lykta hátíðarárið mikla 1974. Á útmánuðum 1975 baðst Indriði undan endurkosningu, og var Ólafur Þ. Kristjánsson þá einróma kosinn formaður í hans stað. Ekki leið á löngu áður en farið var að huga að nýju útgáfuverki á vegum Ættfræðifélagsins. Varð þá fyrir valinu útgáfa manntals- ins 1801, næsta heildarmanntal eftir manntalið 1703, sem Hag- stofa Islands gaf út á árunum 1924—1947. Er ekki að orðlengja það, að manntalið 1801 kom út á vegum félagsins í þremur myndar- legum bindum, sínu á hverju árinu, 1978, 1979 og 1980. Lögðust þar mörg öfl á eitt. Þjóðhátíðar- sjóður og ríkissjóður veittu þakk- arverðan styrk til verksins. Einnig var mikilvæg vinna, sem tryggði vandaðan frágang útgáfunnar, lögð fram af Þjóðskjalasafni ís- lands, svo að frumritinu verður nú um alla framtíð hlíft við frekara sliti. Síðast en ekki sízt hefur útgáfan hlotið góðar undirtektir með þjóðinni miðað við heimilda- ritaútgáfur almennt. Á síðastliðnu vori baðst Ólafur undan endurkjöri sem formaður Ættfræðifélagsins. Síðasta verk stjórnarinnar undir forsæti hans var að leggja það til, að félagið réðist í að gefa út aðalmanntalið 1845, og hefur það nú verið ákveðið. Þetta manntal er hið fyrsta óskerta manntal íslenzkt, þar sem getið er um fæðingarsókn fólks, og gefur það atriði því sérstakt gildi fram yfir eldri aðalmanntöl. Það er ekki lítið í fang færzt af eignalausu félagi að gefa út fyrir ferðarmikil heimildarit eins og manntölin 1816 og 1801. Stjórnin hefur enga tryggingu fram að leggja nema heiður sinn. Ólafur Þ. Kristjánsson átti ekki minnstan þátt í því, að félagið naut þess trausts hjá prentverkinu, að unnt reyndist að gefa út manntalið 1801 í heilum bindum og á jafnskömm- um tíma og raun varð á. Sem varaformaður félagsins og for- stöðumaður Þjóðskjalasafnsins, sem lagði fram sinn skerf, hafði ég mikið saman við Ólaf að sælda meðan á útgáfu verksins stóð. Þó að við fyndum nokkuð til ábyrgðar okkar, gaf Ólafur sér oft tíma til að gera að gamni sínu. Til dæmis skýrði gjaldkerinn honum ein- hverju sinni frá því, að ég hefði selt nokkur eintök af manntalinu 1801. Ólafur brosti þá blítt, en sagði um leið: „Fleiri gerast nú kaupmenn en ég hugði.“ Þrátt fyrir þetta takmarkaða traust Ólafs á hæfileikum mínum var með okkur hin ánægjulegasta samvinna. Kynni mín af honum voru líka gömul og góð. Lengst af þeim tíma sem ég var formaður svokallaðrar landsprófsnefndar, sem mörgum stóð stuggur af, var Ólafur skólastjóri Flensborgar- skólans í Hafnarfirði, og fór þá jafnan hið bezta á með okkur. Það er þó til marks um vinsældir nefndarinnar, að einu sinni var ég kynntur fyrir skólaráðsmanni sem formaður landsprófsnefndar, og maðurinn átti engin orð önnur en „Guð hjálpi mér.“ Olafur lét ekki við það sitja að starfa af sínum mikla ötulleik innan stjórnar Ættfræðifélagsins og á fundum þess, þar sem hann flutti stundum fræðsluerindi, heldur gerðist hann einnig á stjórnarárum sínum kennari í ættvísi við Námsflokka Reykja- víkur og víðar. Ein síðustu sam- skipti okkar Ólafs voru þau, að ég sýndi nemendum hans í ættfræði Þjóðskjalasafnið og rakti fyrir þeim sögu safnsins og gildi þess fyrir sagnfræðina og stjórnsýslu í landinu. Það var auðfundið, að Ólafur hafði með kennslu sinni vakið áhuga þessa fólks á sögu- legum menningararfi þjóðarinnar. Þannig var Ólafur gerður, vekj- andi og hvetjandi í hverju því starfi, sem hann tókst á hendur. Slíks manns er gott að minnast. í nafni Ættfræðifélagsins þakka ég margháttuð störf Ólafs, unnin af fórnfýsi og elju, í þágu félagsins og íslenzkrar mann- fræði. Eftirlifandi eiginkonu Ólafs, frú Ragnhildi Gísladóttur, börnum þeirra, öðrum niðjum og venzla- fólki öllu votta ég einlæga samúð félagsmanna og mína. Bjarni Vilhjálmsson Mig langar að minnast móður- bróður míns, Jóhanns Júlíussonar, sem lést að heimili sínu á Sauð- árkróki þann 13. september sl. Hann var fæddur á Ákureyri 22. desember 1932, yngstur 3ja barna hjónanna Brynhildar Jóhanns- dóttur og Júlíusar Péturssonar, sem nú eru bæði látin. Hann hlaut mikla umhyggju hjá foreldrum sínum og fékk gott veganesti út í lífið. Hann fór ungur á sjóinn og stundaði það starf til æviioka, fyrst á togurum frá Akureyri síðan frá Reykjavík, en síðastliðin 10 ár hefur hann verið búsettur á Sauðárkróki og stundað sjóinn þaðan. Hann var kvæntur Valdísi Hagalínsdóttur og áttu þau einn son, Guðmund Júlíus, sem varð sjö ára daginn sem pabbi hans dó. Áður átti Jóhann dótturina Mál- fríði, sem búsett er á Skagaströnd og einnig gekk hann syni Valdísar, Viðari, í föðurstað. Jóhann var sérstaklega barngóður og hændust við systurnar mjög að honum. Ég man alltaf hvað við hlökkuðum til, þegar von var á honum úr sigling- um, hann kom aldrei tómhentur heim og enn eigum við falleg leikföng sem hann færði okkur og börnin okkar fá nú aðeins að leika sér að við sérstök tækifæri. En lífið fer oft öðruvísi en við ætlum og Jóhann varð að lúta því. Hann átti sínar erfiðu stundir og háði harða baráttu, en horfði nú fram til bjartari tíma, þega kallið kom svo skyndilega. Hann var hér í Reykjavík fyrir nokkrum vikum undir læknishendi og dvaldi þá vikutíma á heimili mínu. Við rifjuðum þá upp margar gamlar minningar frá því ég var lítil í Kópavoginum og hann sagði mér broslegar sögur af sjálfri mér. Hann hafði enn þann hæfi- leika að laða að sér börn og litli sonur minn mátti varla af honum sjá þessa daga. Mig hefði ekki órað fyrir að kveðjustundin væri svo skammt undan. En minningin um góðan mann er mér huggun. Ég veit að hans er sárt saknað og sérstaklega af litla syni hans. Ég bið svo Jóhanni allrar blessunar. Vallý og fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Brynhildur Birgisdóttir t Faðir minn, tengdafaöir, afi og langafi, VALOEMAR P. EINARSSON loftskeytamaöur, Mjóuhlíð 12, andaöist í Borgarspítalanum 17. september. Ásta Valdemarsdóttir, Magnús Gissurarson, Jóhanna V. Magnúsdóttir, Hallur S. Jónsson, Ásta Hallsdóttir, Sigurveig Hallsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, HALLGRÍMUR VILHJÁLMSSON tryggingafulltrúi, sem lést 14. september veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju, þriöjudaginn 22. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Ásgeröur Guómundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn faöir, tengdafaöir og afi, ARSELL KR. KJARTANSSON Eskihlíö 10A, lést í Landspítalanum, aöfaranótt föstudags 18. sept. Ingveldur Ingvarsdóttír, Pétur Ó. Arsælsson, Lilja H. Pálsdóttir, Svafa K. Pétursdóttir. HLUTAVELTA HLUTAVELTA HLUTAVELTA KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR í dag kl. 14.00 í Breiöholtsskóla. Fjöldi glæsilegra númera t.d. stólar aö verömæti 600 til 2.500. Bryngljái á bifreiö, fatnaöur, Tropicana, Tomma-borgarar, áskriftir aö Vísi, Coca Cola, matarmiöar, bíómiöar, kjúklingar frá ísfugl hf., Pepsi Cola, ávaxtasafi o.fl. o.fl. „ekkert núll“. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Allir velkomnir Styrkið Karlakór Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.