Morgunblaðið - 19.09.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 19.09.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 31 Þórarinn Guðmundsson Stokkseyri - Minning Aö morgni hins 10. þ.m. lést á Stokkseyri Þórarinn Guðmunds- son, 92 ára að aldri, eftir allmikla vanheilsu, en stutta legu. Þórar- inn var gamall og góður Stokks- eyringur, fæddur þar 1. júní 1889 í Traðarholti. Var hann búsettur á Stokkseyri alla ævi, utan örfáa mánuði. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Sveinsson bóndi þar og Sigríður Guðmunds- dóttir, bæði ættuð af Rangárvöll- um. Hann ólst upp í miklu dálæti foreldra sinna og fimm systra. Hann var eini sonurinn og yngsta barnið. Á yngri árum var afi til sjós á vetrum frá Stokkseyri, eins og tíðkaðist þá, og á sumrum í kaupavinnu. Einnig fór hann aust- ur á firði á sumarvertíðir. Fór orð af honum fyrir mikinn dugnað og ósérhlífni, þótti hann sérstaklega úrræðagóður. Um tvítugt kynntist afi Jónu Torfadóttur frá Söndu á Stokks- eyri. Þau hjónin eignuðust 6 börn, Margréti er lést 1937, 24 ára, eftir langa sjúkralegu, Sigurð er dó um það bil ársgamall, Sigríði, hús- móðir, gift Böðvari Jenssyni, mis- sti hún mann sinn fyrir 13 árum, Torhildi dó ung, Engilbert, raf- virkjameistari, kvæntur Helgu Frímannsdóttur, Ásgeir, bifreiða- stjóri, kvæntur Margréti Karls- dóttur. Árið 1928 er börn þeirra Þórar- ins og Jónu voru ung, sóttu veikindi á heimilið. Hin unga móðir og elsta dóttirin Margrét, veiktust og urðu að fara á Vífils- staði, varð þá að koma hinum börnunum fyrir hjá vandamönn- um. Ekki þarf að lýsa því mikla áfalli afa að sjá á eftir konu sinni og börnunum öllum í burt á sama tíma. En Sigríður dóttir hans var hjá honum meðan hún var í barnaskóla til fermingar. Þórarinn var gæddur miklu þreki og skapfestu, sem aldrei brást honum á langri og oft erfiðri ævi. Hann bar sorgir sínar í hljóði. Hann var formaður í mörg ár, einnig var hann meðeigandi í mörgum af þeim bátum, voru allar ferðir hans gifturíkar. Mannkostir Minning: Guðmundur Guðmunds- son Vestmannaeyjum í dag, laugardaginn 19. sept- ember 1981, verður Guðmundur Guðmundsson, málarameistari, kvaddur hinstu kveðju frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Hann lést mánudaginn 14. september sl. 76 ára að aldri. Guðmundur var fæddur 10. maí 1905 að Leirum undir Eyjafjöllum, sonur hjónanna Guðmundar Ein- arssonar og Guðrúnar Þorfinns- dóttur, og var hann næstyngstur af 11 systkinum. Hann fluttist ungur að árum með foreldrum sínum til Vestmannaeyja og átti þar heima til dauðadags. Kallið kom skjótt og öllum á óvart, hann hneig örendur niður á heimleið að afloknum vinnudegi við iðn sína, húsamálun. Ungur varð Guðmundur mál- arameistari, enda könnuðust allir Vestmanneyingar við Guðmund málara, eins og hann var tíðast nefndur. Fyrstu árin, sem Guðmundur vann að húsamálun, var aðeins um sumarstarf að ræða og stundaði hann þá sjómennsku og hverja aðra vinnu, sem bauðst. Þegar tímar liðu gat hann stundað iðn sína allan ársins hring, enda var hann góður fagmaður og eftirsótt- ur. Þótt húsamálun yrði hans hlut- skipti bjó í honum rík hneigð til listsköpunar. Stórbrotið landslag eyjanna og fagurt útsýni frá heimili hans, Lyngbergi mun hafa glætt þá listhneigð, sem í honum bjó. Að afloknum vinnudegi og á frídögum sat Guðmundur í einka- herbergi sínu og festi á striga það sem fyrir augu bar. Guðmundur hafði mjög gott auga fyrir nátt- úrufegurð og voru landslagsmynd- ir hans aðal viðfangsefni auk aðalatvinnutækja Vestmanney- inga, bátanna, og baráttu þeirra við Ægisdætur. Aldrei hafði hann tækifæri til að leita sér tilsagnar á þessu hugðarefni sínu, brauðstrit- ið kom í veg fyrir það, enda þótti í þá tíð ekki lífvænlegt að leggja út á hina þyrnumstráðu listamanna- braut. Aldrei hélt Guðmundur sýningar á verkum sínum eða seldi, en ættingjum sínum gaf hann það sem þeir helst kusu að eiga. Eru því víða um land uppi- hangandi málverk eftir Guðmund í heimahúsum. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigrún Guð- mundsdóttir og áttu þau saman 5 börn og eru fjögur þeirra á lífi, öll búsett í Grindavík. Þau slitu samvistum. Seinni kona hans er Herdís Einarsdóttir og lifir hún mann sinn, áttu þau saman 4 börn, sem öll eru á lífi og búa í Vestmannaeyjum. Árið 1973 varð hann ásamt fjölskyldu að flytja heimili sitt, vegna jarðeldanna í Vestmanna- eyjum og dvaldi þá í Grindavík. Svo sterkar taugar áttu eyjarnar í huga hans að um annað var ekki að tala en út skyldi halda, þegar gosinu linnti, enda nóg starf sem beið fagmannsins við endurreisn og fegrun bæjarins. Guðmundur var lítið gefinn fyrir skemmtanir og veisluhöld, enda ákaflega heimakær maður. Hans aðaláhugamál var að heimil- ið og fjölskylduna skorti ekki neitt, enda féll honum sjaldan verk úr hendi og má með sanni segja að hann hafi stundað vinnu sína fram í andlátið og þó orðinn 76 ára gamall. Börnin hans þrjú frá fyrra hjónabandi, sem ólust upp hjá honum og seinni konu hans, Her- dísi, þakka honum föðurlega um- h.VKRju og ástúð á erfiðu tímabili í ævi þeirra, en þá reyndist hann þeim sannur faðir, eins og reyndar alla tíð. Guðmundur var hógvær maður og orðvar, sem flikaði lítt tilfinn- ingum sínum. Það var gaman að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar og það sem efst var á baugi hverju sinni, enda hafði hann ríka kímnigáfu og því auð- velt að slá á létta strengi í viðtölum við hann. Það er margs að minnast frá heimsóknum Guðmundar til Grindavíkur, þær voru okkur til mikillar ánægju og erfitt að trúa því að þeim sé nú að fullu lokið. hans voru líka mörgum kunnir og voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf, sem hann leysti af hendi af miklum skörungsskap. Hann var rafstöðvarstjóri 1926 til 1935, slökkviliðsstjóri 1931 til 1938, formaður slysavarnadeildar- innar um skeið, skipaskoðunar- maður um 30 ár. Hann var ungur maður er fyrstu vélbátarnir komu til Stokkseyrar, og beindist hugur hans strax að þessum vélum og eftir stuttan tíma hafði hann náð mikilli leikni. Hafði hann nám- skeið í meðferð þeirra um nokkurn tíma. Allir hlutir virtust leika í hendi hans og reyndist hann þúsund þjala smiður. Þetta sá fólkið og var komið með allskonar hluti til lagfæringar til hans, stóra sem smáa. Nú er ég minnist þeirra sumra er ég var í sveit hjá afa eða er ég kom í heimsókn með foreldrum mínum, þá finnst mér hann hafa verið svo stór og er hann tók á móti mér úr rútunni, svolítið snaggaralegur og barns- höndin hvarf í stóru vinnulúnu hendina, það var sérstakt hvað litlir hlutir gátu farið vel hjá svo stórum manni. Svo rak hann snöggt koss á kinnina og alltaf stakk yfirvaraskeggið. Guðmundur fór til vinnu sinnar að afloknu kaffihléi, en átti ekki afturkvæmt heim í lifanda lífi. -Sv« orstutt er bil milli hlírtu «k éls. «K hruvfrtist vtetur lániA írá morvfni til kvelds Við vottum eiginkonu hans, börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð, en það er huggun harmi gegn að eiga minningu um góðan og umhyggjusaman eigin- mann, föður og afa. -Far þú í friAi. íridur (íuAs þi»c hlessi. hafrtu þokk fyrir allt «k allt.“ J.H. G.E. Árið 1932 giftist afi eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Júlíusdóttur frá Stokkseyri. Eignuðust þau eina dóttur, Jónu Torfhildi, hús- móðir, gift Ásgeiri Guðmunds- syni. Afi og amma Guðrún bjuggu áfram á Stokkseyri með búskap, ekki var það stórbú á nútímavísu en alltaf var hlýtt hjá þeim og gott að koma, og voru þau sam- hent í að hafa nóg fyrir sig. Reyndist Guðrún honum ávallt sönn stoð og stytta, sem hann mat mikils. Vanalega var hún fyrst á fætur á morgnana og var búin að mjólka og ganga frá þegar ég kom niður og sennilega hafa flestir verið farnir að hvíla sig eftir erfiðan dag, þegar hún var ennþá eitthvað að sýsla, þvo þvott, baka eða undirbúa næsta dag. Þannig var vinnudagurinn langur þegar þau voru bara tvö að hugsa um allt og túnblettirnir dreifðir um þorpið. Þó að afi hafi margt reynt og því kynnst til hlítar hinum alvar- legu hliðum lífsins, var hann glaðlyndur og hafði ríka hneigð til að líta fremur á björtu hliðar lífsins. Því var honum alla tíð vel til vina, og öllum sem þekktu hann var hann aufúsugestur. Munu allir vinir hans minnast hans nú með söknuði og þakklátum hug. Eftir að aldurinn færðist yfir og vinnuþreki lauk, fluttu hann og amma Guðrún til Selfoss og voru þar í góðri umsjá barna sinna. Reyndist eisti sonurinn, Engil- bert, alltaf sérstaklega hjálpsam- ur. Voru börn og tengdabörn honum ávallt góð. Afabörnin eru fjórtán og langafabörnin eru fimmtán og sjá þau nú á eftir góðum mannkostamanni og per- sónuleika sem gott var að eiga að. Blessuð sé minning hans. Gunnar Böðvarsson Birting afmœlis- og minningar- greina afmælis- og minningargreinar verða að herast hlaðinu með gi'tðum fyrirvara. Þannig verður grein. sem hirtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstatt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið. af marggefnu tilefni. að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki hirt á minningarorðasið- um Morgunhlaðsins. Handrit þurfa að verá vélrituð og með goðu línuhili. Nú er tækifærið Húsgagnasýning sunnudag 2—5 Vorum aö fá þessi glæsilegu eikarhúsgögn aftur. Veröiö ótrúlega lágt. Greiösluskilmálar viö allra hæfi, 20% út, eftirstöðvar á 9—10 mánuðum. Opið laugardag frá 9—12 Húsgagnaverslun Guðmundar Smiöjuvegi 2. Sími: 45100.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.