Morgunblaðið - 19.09.1981, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
Gsettu ab! Ein baunin hreyfíst."
: ... aö fara meö
: honum í veiÖitúr.
TM Reg. U.S P«t OTf — alí rlgfits rwerved
• 1979 Lo» Anoe*es Tlm«s Svndtcate '
Nei. maAurinn minn drekkur
ekki meira í daj? a.m.k.!
Með
morgunkaffinu
I>ú ættir að sýna honum jjott
fordæmi ojí sjálfur hætta aö
reykja!
HÖGNI HREKKVlSI
„ J'CM,. /<ómoo . .
Sjúkrahúsmál á Suðurnesjum:
Spítalinn á Vogastapa
fyrsta sjúkrahúsið
Kcflavik 5. sept.
Til Velvakanda.
Fyrr á þessari öld tíðkaðist í
Keflavík að sjúklinjíum, sem
þurftu á læknishjálp að halda,
væri komið fyrir á einkaheimil-
um, þar sem líknandi hendur
voru nálæjít. En sjúkrahús kom
ekki í Keflavík fyrr en 1954.
Marta Valjíerður Jónsdóttir
drepur t.d. á í nóvemberblaði
Kaxa 1958 (bls. 131), að marj;ir
hafi leitað til ívars Ásnríms-
sonar skósmiðs oj; konu hans,
Sólveigar Brynjólfsdóttur, sem
bjuggu í Vinaminni við Aðal-
j;ötu. Þar virtist nóg rúm — og
hjartarúm ekki síður. Eftir að
ívar hafði bætt við hús sitt
einni hæð, þótti sjálfsagt að
koma þangað sjúklingum, sem
þurftu á stöðugri læknishjálp
að halda.
Á árunum 1910—12 kom fram
hugmynd um sérstakt sjúkra-
skýli í Keflavík. Ólafur Sigur-
jónsson frá Litla-Hólmi í Leiru
(f. Keflavík 1902) segir mér, að
helsti talsmaður þeirrar hug-
myndar hafi verið Ágúst Jóns-
son hreppstjóri Keflavíkur-
hrepps. Er það mjög trúlegt,
þar eð Ágúst var bæði vinur
manna og dýra. En hann fékkst
nokkuð við smáskammta-
lækningar með góðum árangri.
(Faxi, júní 1963.)
Þegar Ágúst hóf máls á
þessu, voru íbúar í Keflavík
tæplega 300. Hugmyndin um
sérstakt sjúkraskýli í Keflavík
kemur fyrst fram, að því er best
verður séð, í sýslufundargerð
Gullbringusýslu árið 1916. Á
aðalfundi sýslunefndar þann 12.
apríl það ár, leggur Ágúst fram
beiðni frá þáverandi héraðs-
lækni í Keflavík, Þorgrími
Þórðarsyni, um 300 kr. styrk frá
sýslunefnd, til að ráða aðstoð-
arlækni. Enda var þá fólki farið
að fjölga að mun, bæði í Kefla-
vík og læknishéraðinu. Sýslu-
nefnd vísaði þessari beiðni
Þorgríms frá, á þeim forsend-
um, að landssjóður ætti að
kosta embætti aðstoðarlækna í
sýslum landsins, lögum sam--
kvæmt.
í sambandi við þessa beiðni,
ræddi Ágúst Jónsson nauðsyn
þess, að keypt yrði hús í Kefla-
vík og það gert að sjúkraskýli.
En þar eð sýslunefnd þótti
málið ekki nægilega undirbúið
var því vísað frá. (Sbr. prentaða
fundargerð sýslunefndar 1916
og fundarbók nefndarinnar í
Þjóðskjalasafni.)
Einhvern tíma eftir þetta,
líklega eftir 1920, var stofnað í
Keflavík málfundafélag, sem
m.a. safnaði fé í svokallaðan
sjúkraskýlissjóð. Sá sjóður nam
tæplega 19.000 krónum árið
1944, þegar hafin var bygging
núverandi sjúkrahúss í Kefla-
vík. Málfundafélagið sjálft var
þá hætt störfum. En sjóðurinn
var í vörslu Kristins Jónssonar
á Náströnd. (Sbr. febrúarblað
F'axa 1943.)
Skúli Magnússon
Á árunum 1936—37 var stofn-
að í Sandgerði sjúkraskýli á
vegum Rauða krossins. Þar var
rúm fyrir fjóra sjúklinga. Hvat-
inn að þeirri starfsemi var hin
mikla útgerð aðkomubáta, eink-
um á vetrarvertíðum. (Lækna-
tal II, bls. 428).
Árið 1940 reistu Bretar
sjúkrahús á austanverðum
Vogastapa, í skjóli fyrir
norðanveðrum. Var sá spítali í
slakka skammt frá þjóðvegin-
um (ekki langt frá hinu svokall-
aða „S—i“, þar sem vegurinn
beygði upp á Stapann). Þetta
var braggabygging á einni hæð.
I lok stríðsins var húsið brennt
með öllum áhöldum (?), enda
fór þá herliðið af landi brott.
Af þessu fyrsta sjúkrahúsi á
Suðurnesjum fara litlar sögur.
Ekki er vitað hvort íslendingar
áttu þar aðgang. Ef einhver á
ljósmynd af þessu hersjúkra-
húsi, eða lumar á annarri vitn-
eskju um hús þetta og rekstur
þess, þætti mér vænt um að fá
vitneskju um það.
Skúli Magnússon
Kirkjan í Stóralaugardal 75 ára:
„Hvað skal höndin ein og
ein nema allir leggi saman“
Iloiðraði Velvakandi.
Jón (iuðmundsson frá Stóra-
Laugardal skrifar:
Þegar ég kem til messugerðar
í sambandi við ættarmótið í
Stóra-Laugardalskirkju 19. júlí
síðastliðinn, hafði ég af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæð-
um ekki heyrt um að búið væri
að nýja kirkjuna upp að innan,
svo prýðilega sem að raun bar
vitni. Gat ég því við messugjörð-
ina óundirbúinn ekkert sagt,
sem að ég hefði þó þurft að geta
gert.
Eftir 70 ára aldur kirkjunnar
fara henni að berast veglegar
jyafir. Til dæmis var hún máluð
utan.henni gefin mjög svo fagur
skírnar fontur, prestskrúði, sem
Séð heim að Stóra-Laugardal.
að ég kann nú ekki nafn á, og
nýtt orgel, sem er stórhöfðing-
leg gjöf í stað orgels sem var
orðið mjög gamalt og fleiri
jyafir sem að ekki verða taldar
hér upp. Allt ofanskráð hefur
kirkjuna vantað miðað við önn-
ur kirkjuhús.
Nú 1981, 75 ára að aldri, tel ég
að kirkjunni hafi verið gefin
mjög svo vegleg afmælisjyöf,
hið stórmannlega framtak með
málningu á kirkjunni að innan,
sem hlýtur að hafa verið geysi-
leg vinna og hefði kostað stórfé
ef sú vinna hefði verið keypt.
Gleðilegt er til þess að hugsa að
miðaldra og yngri kynslóð
kirkjusafnaðar Tálknfirðinga
hefur staðið að þessu með góð-
hug til kirkju sinnar, og um leið
borgað upp í gamla skuld eldri
kirkjustaðar með þessu frábæra
framtaki sínu. Ekki er mér
kunnugt um hver hefur átt
frumkvaíði að framtaki þessu en
hvað skal höndin ein og ein
nema að allir ieggi saman.
Að endingu þessara hugleið-
inga minna skulu þessu mjög
svo framtaksama fólki færðar
hugheilar þakkir fyrir hönd hins
iátna kirkjuvinar og áður eig-
anda kirkjunnar, Guðm. Jóns-
sonar fyrrum bónda í Stóra-
Laugardal.