Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 DAMASKUS Svipazt um á elzta byggðu bóli 1 veraldar Damaskus — elzta borg veraldar sem enn er í byggö á sínum forna staö. Sögur eru um búsetu í Damaskus fjögur þúsund ár aftur í tímann og jafnvel aö hún sé jafn gömul mannkyni: aö Paradís Adams og Evu hafi veriö í Ghouta göröunum sem umlykja borgina. Fyrstu íbúar Sýrlands voru Amóritar sem komu þangaö frá Arabíuskaganum fyrir fimmtíu öldum, en ótal aðrar þjóöir hafa síðan tekiö sér þar bólfestu um lengri eöa skemmri tíma. Enda verður vart drepiö niöur fæti í Damaskus, hváö þá heldur grafiö fyrir nýjum húsum, aö ekki sé komiö niöur á dýrindis fornminjar. Um borgina rennur Baradafljót- ið. en í þurrkum sumarsins, sem er langt í Damaskus, þornar hún upp og var vart orðin meira en smá- spraena þá septemberdaga sem ég dvaldi á Sýrlandi. Borgin hefur tekiö mikinn fjörkipp síöustu ár og mannfjölgun mikil, ný borgarhverfi teygja sig upp Jabal Kassioun og uppi á efsta tindi fjallsins er Assad forseti að byggja sér stóran kast- ala, þar getur hann í orösins fyllstu merkingu horft yfir ríki sitt. Nýrri borgarhverfin í Damaskus eru ósköp ámóta og í öörum stórborgum, aftur á móti er gamli bæjarhlutinn litríkur og sérkenni- legri, þar er gamli Bazarinn og allt iöar af lífi og fjöri, þar er Omyad- moskan, einhver sú mesta í heimi og þar er grafinn aö sögn Jóhann- es skírari. Al Azem höllin sem er aö vísu ekki ýkja gömul, var byggö á 18. öld, fyrir frumkvæöi landstjór- ans t Damaskus, Assaad Pasha Al Azem, en var síöan færö sýrlenzku stjórninni aö gjöf og hýsir nú afar skemmtilegt þjóöháttasafn, sem lýsir venjum og siöum, meöal ann- ars viö gestakomur, brúökaup o.fl. Er þetta útbúiö meö brúöum á snjallan hátt. Sérstaka athygli mína vakti hvernig brúöarskórnir voru úr garöi geröir, gríöarlegir hnallar, með 20—30 sm hælum. Hamati fylgdarmaöur minn gaf mér skýringu á því: nú væri brúð- urin lítil vexti og þar af leiöandi voru möguleikar hennar minni á aö fá föngulegan brúöguma. Þvi tók fjölskyldan þaö til bragös aö útbúa handa henni slíka skó og síöan var steypt yfir hana dragsíöum kirtli. Þegar brúöguminn komst aö því eftir vígsluathöfnina, aö brúöurin var ekki sú hávaxna glæsikona sem honum haföi sýnzt var of seint að gera nokkuö í málinu. Klækir kvenna hafa verið óútreiknanlegir alla tíö, sagöi Hamati og drap titl- inga framan í mig. Viö fórum inn í moskuna og þar dró ég skó af fót- um mér og klæddist í svartan kufl og dró hettuna fram á andlitiö á mér, svo aö rétt sá í nefbroddinn, og síöan fylgdumst viö meö því þegar Allah var ákallaöur meö miklum hljóöum og hreyfingum. Gamli Bazarinn tekur öllu fram af slíku sem ég hef séö í útlöndum, þar er allt selt milli himins og jarö- ar, frá tvinnakeflum upp í gullmola og damasksilki. Þar má sjá ungpí- ur klæddar á vestrænan máta, sveifla sér á milli skikkjuklæddra kvenna, sem margar eru með blæju fyrir andlitinu öllu — ég horföi stundum andagtug á þessar konur fara yfir götu, ég var dauöhrædd um aö þær yröu fyrir bil. Þessi Bazar er líka ólíkur öör- um aö því leyti aö þarna koma ekki feröamenn nema í mjög litlum mæli. Feröamenn koma yfirleitt ekki til Sýrlands. Þaö stóö í leiö- sögubókinni, sem mér haföi tekizt aö grafa upp um Sýrland, aö þeir hefðu haft svo mikiö um aö hugsa í pólitíkinni, ekki hvaö sízt „eftir byltinguna" eins og þeir oröa þaö, þ.e. eftir valdatöku Assads 1963, að (jeir hafa ekki gefiö sér nokkurn tíma til aö huga aö túrisma. Stjórn- kerfiö i landinu hefur smám saman þróazt í þá átt, aö þaö er heldur ekki beinlínis gert ráö fyrir því aö menn séu aö snúast í kringum feröamenn. Þó hef ég óvíöa mætt meiri gestrisni og hlýju en hjá því fólki sem ég hitti, enda hin ara- bíska höföingslund söm viö sig þrátt fyrir allt. Úrillar flugfreyjur og engin vegabréfsáritun Feröin til Sýrlands byrjaöi ekki Frá Bazarnum í Damaskus gæfulega. Eg haföi pantaö mér far með Syrian Arab Airlines frá Kaupmannahöfn. Þaö voru hins vegar áhöld um, hvort ég kæmist inn í landiö, ég haföi leitaö mér upplýsinga um, hvar ég gæti feng- iö vegabréfsáritun. Menn voru ekki á eitt sáttir um þaö, kannski yröi ég aö fara til Bonn eöa London og þá yröi ég áreiöanlega aö bíöa í nokkra daga meðan ferill minn væri rannsakaöur. Þar sem óg hef nú síöustu árin heimsótt ísrael ööru hverju var ég ekki mjög áfjáö í þaö. Ákvaö aö taka áhættuna og reyna aö fá keypta áritun viö kom- una. Grunlaus um hvaö beið mín næstu klukkutímana sté ég því upp í flugvélina, sem leit sann- færandi út. Aö vísu varö klukku- tímaseinkun, sem engin skýring var gefin á, en þaö getur komiö fyrir á beztu bæjum. Mér varö ekki um sel, þegar ég sá flugfreyjurnar. Þær voru úrillar og aukin heldur málaöar eins og vonda drottningin í Mjallhvít. Þær hlupu fram og aftur og hreyttu út úr sér ónotum hver í aðra. Aö ööru leyti veit ég ekki hvaö þær tóku sér fyrir hendur, ekki voru þær aö snúast í kringum farþegana, sem fóru sýnilega mjög í taugarnar á þeim. Eftir flugtak hugöi ég aö samt myndi hættulaust aö ávarpa eina þeirra og fá bjór eóa djús aó drekka. Flugfreyjan gretti sig og hristi höfuöiö; ég spuröi vand- ræöalega hvort þaö væri sem sagt ekki mögulegt aö fá keypt nokkurn skapaöan hlut, hálftíma siöar kom hún meö plastkrús meö volgu og vondu vatni og skellti henni fyrir framan mig af svo miklum krafti aö megniö skvettist uppúr og var þaö vel, því aö vatniö var ódrekkandi með öllu. Viö millilentum á tveimur stööum og í bæöi skiptin var ég viss um aö flugvólin myndi lenda á hliö eða kollsteypast, svo skringi- leg var lendingin. Fyrst var lent í Austur-Berlín og allir reknir út úr vélinni. Fólk þyrptist aö heldur snautlegu veitingaboröi og ætlaöi aö fá sór hressingu, en þá var kall- áfram til Aþenu. Þar fengu engir aörir aö fara frá boröi en þeir sem fóru af. Viö sátum í klukkutíma í hita og loftleysi og ég dreypti á plastkrúsinni í angist minni. Svo þyrptust inn Sýrlendingar, sem höföu veriö í sumarleyfi í Grikk- landi og gat nú aldeilis á aö líta: Þeir roguðust meö transistortæki, sjónvarpstæki, myndavólar og ég veit ekki hvaö og öllu var dengt fyrir ofan sætin án þess athuga- semd væri gerö viö. Plastpoka- hlaönir Islendingar sem koma aö utan voru eins og hvítvoöungar hjá þessu. Eftir flugtakiö var boriö fram eitthvað sem meö jákvæöu hugar- fari má kalla spaghetti eöa macc- aroni og var boriö meö vatniö sem áöur er nefnt. Viö hliöina á mér sátu dönsk hjón, þau ætluöu aö eiga tveggja daga viödvöl i Dam- askus og halda svo áfram til Ind- lands. Stúlkan var meö stóran rauóvínskút og þegar hún varö þess áskynja, aö lítiö var um drykkjarföng í vólinni, fór hún aö gæöa sér á rauövíninu. Og þaö endaði náttúrlega meö ósköpum, uppköstum og hljóöum og stunum, maöurinn hennar reyndi í örvænt- ingu aö ná sambandi viö flugfreyj- urnar, hvort hann gæti vinsamleg- ast fengiö eitthvaö til aö þurrka mestu æluna af konunni, aö ekki væri nú talað um aö hann fengi eins og eina vatnskrús. Undirtektir þeirra voru slíkar, aö mér var öld- ungis hætt aö lítast á blikuna. Hvaö í ósköpunum var ég aö hugsa aö álpast inn í þetta land, ef allir væru svona dæmalaust nei- kvæöir og geöstirðir — og ég ekki einu sinni meö vegabréfsáritun. En þegar á flugvöllinn kom fannst mér nú aö ég yröi aö sýna hugprýði. Dönsku hjónin og nokkr- ir fleiri útlendingar reyndu aö kaupa vegabréfsáritun, þau voru snarlega tekin og sett inn í biö- stofu og sagt aö þau fengju far meö næstu vél í burtu. Ég eigraöi i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.