Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 28 Hættuástandið í Póllandi eykst ÓIIÁÐA verkalýðshreyfingin Samstaða i Póllandi heldur enn fast við það að hún vilji ekki stjórna landinu heldur verja hagsmuni meðlima sinna ok um leið mannréttindi þeirra, en þol- inmæði hreyfin»?arinnar er á þrotum. Þótt frelsi Pólverja hafi aukizt tii muna á rúmu ári hefur nánast ekkert verið gert til að hyxsja upp nýtt þjóðfélaK með stofnunum til trysKÍnKar hinu nýja frelsi ok upplausnin i efna- haKsmálunum hefur haldið áfram að maKnast án þess að rík- isstjórnin hafi Kripið til róttækra ráða. Rússar hafa hótað svo oft af- skiptum af pólskum innanríkis- málum og ríkisstjórnin hefur svo oft hótað valdbeitingu að Pólverj- ar hafa orðið róttækari en ekki hófsamari með tímanum. Heræf- ingar Rússa urðu til þess eins, að fyrra þing Samstöðu skoraði á aðrar þjóðir Austur-Evrópu að koma á fót frjálsum verkalýðsfé- lögum og Pólverjar hlusta ekki lengur þegar ríkisstjórnin hrópar að allt sé að fara norður og niður. Viðvaranirnar eru hundsaðar eða þeim er svarað með hörku eins og pólskur höfundur, Jacek Kalab- inski, bendir á. Ekki hefur verið staðið við hótanirnar og nú er svo komið að Pólverjar telja að Rúss- ar og ríkisstjórnin verði að fá að- lögunartima til að sætta sig við ástandið, sem sé staðreynd er ekki verði breytt. Ein mikilvægasta ákvörðun Samstöðu til þessa var ákvörðun hreyfingarinnar á þingi sínu að biðja þjóðþingið að efna til þjóðar- atkvæðis um sjálfstjórn verka- manna í verksmiðjum og skrif- stofum og lýsa því yfir að ef þingið neitaði að koma þessu til leiðar eða samþykkti útþynntar tillögur frá ríkisstjórninni mundi hreyf- ingin sjálf efna til þjóðaratkvæðis um hugmyndina. Nátengd þessari hugmynd var ályktun með áskor- un um lýðræðislegar kosningar til þingsins og bæjar- og sveitar- stjórna, að sögn fréttamanns Lech Walesa með blómvönd og póstpoka sem kom við sögu i kosningunni um stöðu leiðtoga Samtöðu á nýloknu þingi. Observer, því að Samstaða er sannfærð um að án traustra póli- tískra og lýðræðislegra stofnana séu engir möguleikar fyrir hendi til að hrinda í framkvæmd þeim miklu efnahagsumbótum, sem rík- isstjórnin, verkalýðsfélögin og þjóðin eru sammála um að verði að eiga sér stað. Samsteypustjórn? Með því að hóta að hundsa ákvarðanir þingsins um þjóðar- atkvæðið gefur Samstaða í skyn að umbótum sé ekki hægt að koma til leiðar í Póllandi fyrr en landið lúti ríkisstjórn er njóti meiri stuðnings meðal þjóðarinnar. Þetta kom fram þegar leiðtogi Samstöðu í Varsjá, Zbigniew Buj- ak, sagði blaðamönnum á Sam- stöðu-þinginu að þar sem ekki væri hægt að hrinda efnahags- umbótunum í framkvæmd „nema því aðeins að traustverðugt póli- tískt yfirvald væri til staðar" ætti kannski „að mynda samsteypu- stjórn fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Samstöðu og kirkjunnar til að stjórna landinu í eitt ár“. Hálf- gerð klerkastjórn í Varsjárbanda- lagsríki gæti virzt fjarstæða, segir Observer, en sú pólitíska lausn, sem verður að finna á ástandinu, getur orðið undarleg. Hvað sem því líður getur það vandræða- ástand sem nú ríkir ekki haldið áfram öllu lengur. Lömun stjórnarinnar veldur því að ekkert mark er tekið á gerðum hennar. Fyrsta alvarlega skyssa hennar var að sögn Kalabinski að endurskoða þær efnahagslegu og pólitísku tilslakanir, sem verka- menn fengu með Gdansk-sam- komulaginu í ágúst 1980. „Yfir- völdin óttuðust að Varsjárbanda- lagsríkin gætu ekki sætt sig við þessar víðtæku breytingar á kerf- inu og fóru að halda að litið yrði á hvers konar málamiðlun sem við- urkenningu um veikleika, skref aftur á bak af völdum þrýstings. Þau komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin yrði því aðeins talin trúverðug á nýjan leik að hún sýndi festu og jafnvel þrjózkufulla ákveðni. Nú er svo komið að ýmsir leiðtogar vona jafnvel að verkalýðshreyfingin verði bæld niður — þeir telja að verkamenn geti gleymt hinum nýju kröfum sínum og sætt sig við ástandið eins og það var áður en breytingarnar urðu.“ Svar verkalýðsfélaganna við nýrri hörku ríkisstjórnarinnar hefur verið „aukin þrjózka, fleiri Frá miðvikudegi 25. nóv. (Brottför KEF 18.30) tt! sunnudags 29, nóv. (Brottför GLA 18.00). Góö velstaösett hótel - Dvölin algerlega að yöar óskum - Útvegum bílaleigubila / leikhús- og vallarmiða / skoðunarferöir auk annars. Verð í tvíbýli f rá kr. 2.600.- - Tækifæri á tækifærisveröi. URVAL við Austurvöll s 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.