Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 33 Virðuleg skóla- setning að Hólum Breyttir tímar frá bví fyrir 40 árum er jafnvel sjö nemendur sváfu í óupphituðu herbergi, segir Björn í Bæ Ba*. Höfðastrðnd. 9. október. ÞAÐ VAR ekki tekið út með sældinni að komast heim að Hólum til þess að vera við skólasetningu þar, því að jarðlaust er að mestu í Viðvíkursveit og Hjaltadal, en vegir höfðu þó verið mokaðir. Þó var mjög hált á vegum. Fjöl- menni kom eigi að síður að Ilólum í gær, þar á meðal landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson. ráðuneytis- stjóri, Sveinbjörn Dag- finnsson, Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, skólanefnd, fjölmargir nemendur og fjöldi ann- arra gesta. Helgistund fór fram í Hóla- dómkirkju og sá Sighvatur Em- ilsson dómkirkjuprestur um hana, en flestir viðstaddir sungu. í dómkirkjunni flutti skólastjóri, Jón Bjarnason, ágæta skólasetn- ingarræður þar sem hann skýrði frá tilhögun og væntanlegu starfi skólans í vetur, en skólinn verður 100 ára á næsta ári. Hann sagði, að gamla skólahúsið væri með elztu skólahúsum landsins og hefði þá verið með veglegustu húsum og nú eftir gagngerar breytingar og uppbyggingu væri það aftur komið í tölu hins bezta sem þekktist. Samkvæmt nýrri skólalöggjöf bændaskólanna verður kennt í tveimur deildum, tveggja ára deild þar sem nú verða 15 nem- endur og eins árs deild, þeirra sem einkum hafa fengið betri undirbúning, til dæmis stúd- entspróf, en þar verða 14 nem- endur, sem ekki byrja nám fyrr en 1. nóvember. Fleiri umsóknir hafa borizt, en ekki var hægt að taka fleiri nemendur nú þar sem ekki er búið að endurbyggja öll herbergi heimavistarinnar. Sex stúlkur verða í tveggja vetra deild og þrjár í eins vetrar deild, en nemarnir eru víða að af land- inu. Til dæmis sex Skagfirðingar, fimm Eyfirðingar, fjórir Þingey- ingar og jafnvel nemi úr A-Skaftafellssýslu. Athyglisverð þóttu mér síð- ustu orð skólastjóra, sem hann mælti til nemenda: „Hugsið um framtíð ykkar og framtíð skól- ans. Ósk okkar hjónanna er að allir eigi að starfa á staðnum, sem ein fjölskylda." Landbúnaðarráðherra talaði næst til viðstaddra, skýrði frá því, sem gert hefur verið á Hól- um á þessu ári og fyrirhugað er að gert verði. Óskaði hann skóla- stjórahjónunum, öllum nemend- um og kennurum blessunar í starfi. Eftir skólasetningu í dóm- kirkjunni var öllum viðstöddum boðið í kaffidrykkju heim á staðnum. Þótti okkur tveimur, sem þarna mættum og vorum á Hólum veturinn 1920, þetta há- tíðisdagur og munum tvenna tímana í gamla timburhúsinu, er við vorum 6 og 7 í óupphituðum herbergjum, sem ekki voru stærri en eins manns íbúð er nú. Þá fraus oft vatn í vatnskönnum í íbúðarherbergjunum. Tveir sváfu alls staðar saman og jafn- vel í flatsæng á gólfi. Nú hugsa allir unnendur Hólaskóla með hlýhug til væntanlegrar upp- byggingar staðarins. — Björn. Mynd Mbl. Ól.K.M. Gufumökkinn lagði upp frá hitaveituæðinni og skapaðist umferð- aröngþveiti. Hitaveituæð fór í sundur HITAVEITUÆÐ í Skothús- vegi skammt íyrir austan Fríkirkjuveg fór í sundur um hádegisbilið í fyrradag. Hitaveituæðin liggur yfir Tjarnarbrú og Suðurgötu og kemur saman við æð í Ilringbraut. Talsvert um- stang varð vegna þessa, enda lagðist gufumökkur yfir Tjarnargötuna og skap- aðist umferðaöngþveiti. „Hér er um gamla æð að ræða, sem lengi hefur staðið til að gera við. En vegna ör- lætis ríkisstjórnarinnar hef- ur það ekki verið hægt,“ sagði Jóhannes Zoéga, hita- veitustjóri í Reykjavík í sam- tali við Mbl. í gær. Viðgerð á æðinni lauk í gærkvöldi. Suður i Fossvogshverfi efndu þessar vinkonur til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. Þær söfnuðu rúmlega 300 krónum til féiagsins. — Þær heita Berglind Kristinsdóttir, Hlín Gyifadóttir og Elinóra Kristinsdóttir. Þessar telpur hafa fyrir nokkru afhent íþróttafél. fatlaðra hér í Rvík 120 krónur sem komu inn á hlutaveltu, sem þær efndu til. — Þær heita Elísabet Garðarsdóttir, Berta K. Óskarsdóttir, Harpa S. Jónsdóttir og Ásdis B. Einarsdóttir. Þessar stöllur efndu til hiutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna og söfnuðu rúmlega 100 krónum. Telpurnar heita Guðný Linda Óladóttir, Maria Lovisa Árnadóttir og Særún Sam- úelsdóttir. Þessir ungu menn efndu fyrir nokkru til hiutaveltu að Melabraut 41 á Seitjarnarnesi, tii ágóða fyrir Kirkjubyggingarsjóð Seltjarn- arness. Þeir söfnuðu rúmlega 300 krónum, drengirnir, sem heita: Sigurður F. Meyvantsson, Kristinn Guðmundsson, Ragnar Vals- son og Guðlaugur B. Þórðarson. AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR HF 80 23 ...auðvitað ORUIIDIG LaugavegilO, sími 27788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.