Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
29
verkfallshótanir, verkfallsviðbún-
aður og viðvörunarverkföll", segir
Kalabinski. Verkamenn hafa kom-
izt að raun um að „þótt yfirvöld
reyndu að sýnast ósveigjanleg var
hægt að beita þau þrýstingi til að
fallast á tilslakanir" og raunar sjá
verkamennirnir að „stjórnin er
aðeins reiðubúin til samkomulags
þegar hún er undir þrýstingi — og
því meiri þrýstingur, því betra
samkomulag".
Pólsk öfgastefna
„Þannig hafa þær hörkulegu að-
ferðir, sem áttu að hækka ríkis-
stjórnina í áliti, í raun valdið
henni enn meiri álitshnekki," seg-
ir Kalabinski. „Meðan ríkisstjórn-
in er önnum kafin við að verja
ímynd valds síns hefur hún lítinn
eða engan tíma til að fást við
raunveruleg vandamál Póllands.
Þetta hefur síðan gert þjóðina
ennþá sannfærðari um það en áð-
ur, að ríkisstjórnin geri ekkert og
flokkurinn hamli aðeins gegn
endurnýjunarþróuninni. Þar sem
báðir aðilar hafa snúið sér að
öfgafyllri bardagaaðferðum eru
óbreyttir félagsmenn Samstöðu að
verða róttækari en leiðtogarnir í
æðstu forystunni og úti á lands-
byggðinni, jafnvel róttækari en
fyrrverandi andófsmenn, sem nú
eru virkir í hreyfingunni."
Mikilvægasta uppgötvun Sam-
stöðu var að sögulegt þing komm-
únistaflokksins í júli breytti litlu
þrátt fyrir lýðræðislegustu kosn-
ingar í sögu kommúnistaflokka
Austur-Evrópu. Nýir, óþekktir og
óreyndir menn úr röðum
óbreyttra flokksmanna tóku sæti í
æðstu stjórn flokksins, en vanda-
málin, sem flokkurinn stendur
andspænis, lömuðu þá og þeir
þögnuðu. Þrímenningarnir Stan-
islaw Kania, flokksleiðtogi, for-
sætisráðherrann, Jaruzelski, hers-
höfðingi, og Stefan Olszowski, sem
stjórnar fjölmiðlunum, hafa
hvorki mætt mótstöðu né fengið
stuðning hjá nýju mönnunum.
Kannski sýnir þetta mönnunum í
Moskvu hve kommúnistastjórnum
stafar lítil hætta frá flokkslýð-
ræði, segir brezka blaðið Observ-
er, en fyrir Pólland hefur það ver-
ið hörmulegt að æðstu leiðtogarn-
ir hafa ekki getað starfað af krafti
með Samstöðu.
„Flokksþingið efldi aðeins þá
menn í flokknum sem vilja brjóta
Samstöðu á bak aftur og völd
þeirra voru staðfest í lýðræðisleg-
um kosningum," segir Kalabinski.
„Auk þess eru hinir nýkjörnu
verkamenn í miðstjórninni aðal-
lega frá meðalstórum verksmiðj-
um lítilla bæja og þeim hættir því
við að vera stjórnmálalega barna-
legir og auðveld bráð atvinnu-
stjórnmálamanna, sem fylgja
harðlínumönnum að málum. Nú
eru báðir aðilar í pólitískri spenni-
treyju. Ríkisstjórnin telur að
verkalýðsfélögin vilji taka völdin.
Hvor aðili um sig sakar hinn um
að magna hina harðnandi stjórn-
málakreppu og efnahagserfiðleik-
ana og spennuna sem af henni
hljótast."
Ríkisstjórnin er sannfærð um
að almenningur hafi misst trúna á
Samstöðu og Kalabinski segir að
hún vonist til að geta gert álit og
pólitísk völd hreyfingarinnar að
engu með því að neyða hana til
þess að boða til allsherjarverkfalls
við þær erfiðu aðstæður sem nú
ríkja, að bera fram kröfur sem
flestir Pólverjar muni ekki styðja,
að boða til verkfalls þegar kallinu
verður ekki hlýtt. En stjórnin
metur stöðuna rangt. Þótt völdum
Lech Walesa hafi verið ógnað inn-
an Samstöðu, nú síðast eftir
hækkanir á verði vindlinga, hefur
honum jafnan tekizt að snúa sér
út úr þeim 'erfiðleikum, sem hann
hefur komizt í, með mælsku sinni
og fortöluhæfileikum og sú virðist
vera raunin nú eins og alltaf áður.
Að vísu virðist valdið innan Sam-
stöðu hafa færzt til landshluta-
samtaka hreyfingarinnar, en trú
verkamanna og fjölskyldna þeirra
á Samstöðu er eins mikil og áður,
þrátt fyrir ugg þeirra um að
hreyfingin muni gera of margar
tilslakanir. „Samstaða reynir þó
að minnsta kosti að gera eitt-
hvað,“ segja venjulegir Pólverjar.
Breytt mannlíf
Það er ríkisstjórnin, sem Pól-
verjar saka um að bera ábyrgð á
ástandinu og þeirri eymd sem þeir
búa við vegna margra ára lélegrar
skipulagningar í efnahagsmálum,
og þeir skeyta skapi sínu á stjórn-
inni, því að þeir eru orðnir óþol-
inmóðir. Tilraun opinberra fjöl-
miðla til að kenna Samstöðu um
efnahagserfiðleikana virðist hafa
haft lítil áhrif og unga fólkið fylg-
ir Lech Walesa að málum.
Breytingarnar í Póllandi felast
ekki aðeins í auknu tjáningar-
frelsi, auknum áhrifum kaþólsku
kirkjunnar, auknum völdum Sam-
stöðu og auknum efnahagserfið-
leikum — mannlífið hefur líka
breytzt. Mikið af þeirri tillitssemi,
nærgætni, kímni og því skemmt-
analífi, sem áður létti mönnum
lífsbyrðina, hefur gufað upp, segir
fréttaritari AP í Varsjá. Kven-
fólki er stjakað tii hliðar í biðröð-
um við verzlanir í stað þess að
vera hleypt fram fyrir eins og áð-
ur og þunguðum konum með
barnavagna er ekki vísað fremst í
biðraðirnar eins og áður. Kvik-
myndahús geta ekki lengur sýnt
vestrænar myndir vegna skorts á
gjaldeyri, vodka hefur verið
skammtað og bjór er nánast
ófáanlegur, þannig að barir og
frægir jazz-klúbbar hafa tæmzt.
Það sem Pólverjar gæddu sér á
við morgunverðarborðið fyrir
rúmu ári — kaffi með sykri,
skinku eða bjúgum og sætum,
smurðum bollum með marmelaði
— hefur verið skammtað. Vegna
aukinnar eftirspurnar er óvíst
hvort skammtaðar vörutegundir
fást í verzlunum, hvort heldur
sykur, vodka eða vindlingar, og
vöruskiptaverzlun hefur verið tek-
in upp. Fólk losar sig við peninga
til að kaupa hluti, sem það hefur
ekki þörf fyrir, svo að nú er jafn-
vel skortur á gluggatjöldum,
skrúfum og bollum.
Fólk hefur meiri fjárráð en áður
eftir launahækkanirnar í sumar
og ein leiðin til að sigrast á mat-
vælaskortinum var að snæða á
hótelum, en nú hefur verið tekið
fyrir það. Hreinlæti hefur jafnvel
farið aftur, þar sem skortur er á
hárþvottalegi, tannkremi, sápu og
salernispappír. Orðrómur er um
að föt verði skömmtuð og því hafa
myndazt biðraðir við fataverzlanir
þar sem fölk hefur staðið í marga
klukkutíma. Pólverjar veita reiði
sinni útrás með því að senda bréf
til nýs sjónvarpsþáttar, sem fjall-
ar sérstaklega um kvartanir um
efnahagsmálin og nýtur mikilla
vinsælda. „Lífið hefur breytzt hjá
okkur, en ég veit ekki hvort það
hefur breytzt til hins betra," sagði
Pólverji nokkur í viðtali við AP.
„Fólk brosti áður hvert til annars
í strætisvögnum, en nú talar það
ekki. Þetta er ekki gott andrúms-
loft.“
Ilætturnar aukast
Ástandið er uggvænlegt, því að
ríkisstjórnin og Samstaða hafa
ekki ræðzt við síðan í ágúst, hvor
aðili um sig hefur farið sína leið
og bilið milli þeirra hefur breikk-
að stöðugt. í allri Austur-Evrópu
er fylgzt með því, hvort aðlögun-
arhæfni Pólverja er nógu mikil til
þess að frjáls verkalýðsfélög geti
þrifizt eða hvort gjaldið, sem verð-
ur að greiða, verður glundroði,
hungur og loks sovézk íhlutun.
Brezka blaðið Observer segir:
„Sú lausn að reyna að gera komm-
únistaflokkinn að lýðræðislegum
samstarfsaðila í „endurnýjunar-
áætlun" virðist hafa mistekizt.
Samstaða reynir nú með varfærni
að sniðganga opinber yfirvöld og
gera það sem þau ættu að gera —
koma á laggirnar skynsamlegu
efnahagskerfi, byggðu á atvinnu-
lýðræði og raunverulegum þörf-
um. I sjálfu sér getur þetta ekki
fyllt valdatómið í Póllandi. Að
lokum verður að vera til staðar
sterk, miðstýrð ríkisstjórn til að
stýra bæði umbótunum og efna-
hagsbatanum. Samstaða stefnir
ekki að því að stjórna, en hreyf-
ingunni finnst hún verði að hefj-
ast handa, þjóðarinnar vegna."
Og pólski höfundurinn Kalab-
inski skrifar: „Kjarni vandamáls-
ins er sá, að ríkisstjórnin er ekki
fær um að skilja að harðhent
stjórn hefur alltaf hert Pólverja,
sem eru þrjózkir að eðlisfari, í
stað þess að gera þá viðráðanlegri.
Enginn getur farið með sigur af
hólmi í slíku uppgjöri, svo að það
verður að forðast slíka árekstra,
ekki aðeins í þágu Póllands, held-
ur í þágu nágranna þeirra einnig."