Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
Alþjóðamót lyfjaíræðinga var haldið í Vínarborg dagana 7. —11. september sl., en
það sækja jafnan lyfjafræðingar víðsvegar að úr heiminum, sem starfa við rannsókn-
ir, lyfjaframleiðslu o.s.frv. Þátttakendur eru jafnan 3000—5000. í þetta sinn sóttu 10
íslenzkir lyf jafræðingar mótið. Á þessu þingi voru flutt fjölmörg erindi um rann-
sóknir á þessu sviði, sem fram fara í heiminum, bæði yfirlitserindi og styttri erindi
um rannsóknir viðkomandi lyfjafræðings.
Smíðar ný lyfjaafbrigði úr jurt
sem var talin allra meina bót
Prófessor Vilhjálmur Skúlason
var að koma af Alþjóðaþingi
lyfjafræðinga í Vínarborg, er
fréttamaður Mbl. náði tali af
honum og innti hann eftir erindi
því er hann flutti þar og rann-
sóknunum sem að baki því lágu.
Fjallaði erindið um samtengingu
afbrigða svokallaðra kavalaktóna,
en Vilhjálmur hefur árum saman
unnið að athugunum á samteng-
ingu ýmissa afbrigða af efnum úr
jurt einni, sem vex á Kyrrahafs-
eyjum, með tilliti til notkunar
þeirra í lyf. En áður en farið var
að spyrja hann um rannsóknirnar
sjálfar, báðum við Vilhjálm að
segja okkur eitthvað um þessa
jurt.
— Jurt þessa er fyrst talað um í
dagbókum brezka landkönnuðar-
ins og sæfarans James Cook, sem
fyrstur fór um Suður-Kyrrahafið
á 18. öld, hóf Vithjálmur útskýr-
ingar sínar. Bæði hann og seinni
tíma ferðamenn og landkönnuðir
minnast á sérkennilegan sið Poly-
nesa og Melanesa, sem var fólginn
í því að framleiða drykk úr jurt af
piparættinni, sem ýmist var kal-
laður kava, ava, yangóna eða watí.
Margar frásagnir eru til í bók-
menntunum af mismunandi að-
ferðum, sem notaðar voru til þess
að framleiða drykkinn, af „serem-
oníum“, sem bundnar voru við
drykkjuna, um áhrif kava-
drykkjarins á menn og hlutverk
hans í sambandi við trúarathafn-
ir, félagslíf og í lyfja- og læknis-
fræði. Mikilvægi kava-jurtarinnar
í menningu eyjaskeggja, má ef til
vill best marka af goðsögninni
sem varðveizt hefur á þessum
slóðum um það hvernig fyrsti
Samóahöfðinginn varð til, en þá
kemur drykkur þessi við sögu.
— Segðu meira frá þessum
töfradrykk. Er hans neytt enn í
dag?
— Já, sá siður sem lýst var
þegar á 18. öld, hefur haldist fram
á þennan dag. Af þekktum ein-
staklingum, sem á síðari árum
hafa heimsótt Samóaeyjar og
fengið kava-drykk, má nefna
Elísabetu II Englandsdrottningu,
sem kom þar 1961 eða 1962, og
Lyndon Johnsson þáverandi
Bandaríkjaforseta og frú hans
1965. Var skemmtilega sagt frá
því í New York Times. Þar segir að
Samóaeyjaskeggjar, sem flykktust
frá öllum útkjálkum eyjarinnar,
hafi klappað ákaft þegar forseta-
frúin sötraði bitran drykkinn úr
kókoshnetubolla. En að bjóða hinn
konunglega kava-drykk er æðsti
heiður, sem Samóahöfðingjar geta
veitt gestum sínum. Forsetinn
snerti aðeins bollann með vörun-
um. Síðar sagði frú Johnson frá
því, að drykkurinn hefði á bragðið
ekki verið ólíkur kókoshnetu-
mjólk, sem hefði verið blönduð
vatni, en með dálitlu meðala-
bragði. Með því að bergja á
drykknum, sem er framleiddur úr
malaðri rót kava-trésins, bazt frú
Johnson vináttuböndum við höfð-
ingjann. Bæði hún og eiginmaður
hennar fóru einnig eftir hinum
hefðhundna sið að hella dálitlu af
drykknum á jörðina til þess að
reka burtu illa anda. Það er í
frásögur fært, að eftir þetta þurfti
Johnson forseti, sem ekki
smakkaði á drykknum, að gangast
undir skurðaðgerð, en heilsufar
frú Johnson var miklu betra á
sama tíma.
— Jurtin, sem kava-drykkurinn
er framleiddur úr heitir á latínu
Piper methysticum, heldur Vil-
hjálmur áfram útskýringum sín-
um, og er af piparætt, eins og við
höfum áður sagt. Fyrra orðið
merkir pipar, en síðara orðið er
grískt að uppruna og ku merkja
eitraður. Drykkurinn hefur verið
notaður sem allra meina bót. Eins
og við mátti búast um jurt, sem
vitað var að hafði mikil áhrif á
líkama manna, einkum á mið-
taugakerfið, fengu evrópskir
vísindamenn fljótt áhuga á að
rannsaka þau efni í kava-jurtinni,
sem kynnu að vera ábyrg fyrir
líffræðilegri verkun. Þá kom í ljós
að það er rétt í mörgum tilfellum
að hægt sé að nota hana við
ýmsum sjúkdómum. Reynzluþekk-
ingin hafði við rök að styðjast.
Fyrstu plöntuefnarannsóknir á
jurtinni voru gerðar 1860 af
Cuzent, Gobely og O’Rorke eða
fyrir 120 árum, en Þjóðverjar hafa
síðan átt drýgstan þátt í að
rannsaka hið náttúrulega inni-
haldsefni jurtarinnar. Louis Lew-
in gerði fyrstu dýratilraunirnar og
skrifaði bók, sem út kom 1886 og
inniheldur alla þá þekkingu sem
þá var til um kava. Rannsóknum
hefur verið haldið áfram allar
götur síðan. Það hefur komið í
ljós, að innihaldsefnin í jurtinni
hafa róandi verkun, hægt er að
nota þau sem svefnlyf, sem vöðva-
slakandi lyf og við niðurfallssýki.
Þau hafa verkjastillandi verkun
sem er sterkari en af aspiríni,
Prófessor Vilhjálmur Skúlason.
hafa staðdeyfandi verkun og auk
þess hafa þau áhrif á sjúkdóms-
valdandi sveppi.
— Hvar kemur þú inn í þessar
rannsóknir, lyfjafræðingur norður
á Islandi, þar sem líklega er ekki
besta aðstaða til slíkra hluta?
— Ég byrjaði á þessu vestur í
Bandaríkjunum, þegar ég var þar
við nám, og hefi haldið rannsókn-
um mínum áfram hér. Meðan ég
var í Bandaríkjunum skrifaði ég
ritgerð og greinar um þá þætti í
lyfja og læknisfræðinotkun þess-
arar jurtar, sem ég þá hafði verið
að kanna. En nú var ég á ráðstefn-
unni í Vínarborg að gera grein
fyrir því, sem ég hefi, unnið að
síðan hér heima, og mun í fram-
haldi skrifa um það greinar. Það
sem ég hefi verið að gera, er að
athuga samtengingu afbrigða af
þeim efnum, sem eru í jurtinni,
með tilliti til lyfjanotkunar.
— Skýrðu það nánar.
— I rót þessarar jurtar eru
aðallega sex efnasambönd, sem
eru skyld. Þau hafa öll fyrrgreind
áhrif í mismunandi mæli. Og með
efnafræðilegum aðferðum er hægt
að búa til afbrigði af þessum
efnum, sem kunna að hafa betri
eiginleika en efnin, sem eru í
rótinni sjálfri. Að því hefi ég verið
að vinna. Möguleikarnir eru óend-
anlegir. Við þær aðstæður verður
maður að nota ákveðnar reglur til
að reyna að byggja efnasambönd-
in upp, svo að ekki séu slegin
eintóm vindhögg.
— Þetta hlýtur að vera sein-
virkt? Hefurðu búið til mörg slík
efni?
— Já, það er nokkuð seinvirkt,
svarar Vilhjálmur. Ef við líkjum
mólikúlinu við hús, mundu það
vera 6—8 hæða hús, sem verið er
að byggja. Ég hefi búið til 25 slík
efni og reynt að miða að því að
þau hafi ákveðna eiginleika, t.d.
sveppadrepandi eiginleika. En síð-
an á eftir að prófa þessi efni á
dýrum. Eitt af þessum sex efnum,
sem ég nefndi áðan heitir kavaíw
og er notað sem lyf bæði í
Þýzkalandi og Sviss. Þannig að
eiginleikar þessara náttúrulegu
efna eru svo vel rannsakaðir að
hægt er að nota þau sem lyf. En
næsta skref er að fara yfir í
afbrigðin. Og ég var einmitt á
þinginu í Vínarborg að gera grein
fyrir samtengingu efnanna og
hvernig maður í stað þess að hafa
aðeins þessi sex upprunalegu efni,
gæti búið til mörg þúsund efni,
sem kunna að vera betri. Náttúran
er þarna bara fyrirmyndin. Til
Rannsakar fléttur í leit
að sýkladrepandi efnum
Á Alþjóðlegu lyfjafræðiráð-
stefnunni í Vínarborg nú í
september flutti íslenzkur upp-
rennandi vísindamaður, Kristín
Ingólfsdóttir, erindi um rannsókn-
ir sínar á efnainnihaldi í fléttum,
sem hún hefur verið að vinna að
við Lundúnaháskóla, og niðurstöð-
ur þeirra rannsókna. En áður en
Kristín fór til Vínarborgar, brá
hún sér til Islands til að tína
þessar ákveðnu fléttur og safna til
vetrarins efniviði í rannsóknir
sínar. Þá hitti blaðamaður Mbl.
hana, þar sem hún var að koma
frá tínslunni ofan úr Kjós, en hún
hafði víða leitað fanga þann stutta
tíma sem hún stansaði heima.
Rannsóknir hennar hafa vakið
athygli þýsks lyfjafyrirtækis, sem
þykir þær svo merkilegar að það
hefur veitt háskóla hennar styrk
vegna þessa ákveðna verkefnis,
sem nokkur kostnaður er auðvitað
samfara.
Kristín varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1974, og lauk prófi í lyfjafræði við
Háskóla íslands 1978. Þá vann
hún á rannsóknastofu í lyfjafræði
og byrjaði að rannsaka fjallagrös
hjá prófessor Vilhjálmi Skúlasyni.
— En það er sú flétta, sem
almenningur á íslandi þekkir best,
segir Kristín.
En hvað er þá flétta? Það er
vafalaust ekki öllum ljóst.
Það útskýrir Kristín: — Flétta
er jurt sem vex í sambýli milli
svepps og þörungs. Flétta er
lágplanta, sem hefur hvorki af-
markaða rót, stöngul né blöð.
Flétturnar vaxa mjög hægt,
stækka ekki nema um nokkra
millimetra á ári. Og efnin, sem
flétturnar innihalda, eru alveg
sérstæð, þau eru hvorki í þörungn-
um einum né sveppinum einum.
Myndast aðeins í sambýlinu.
Svo fjallagrösin hafa semsagt
kveikt í þér áhugann á fléttunum.
— Eftir að ég hafði lokið
lyfjafræðiprófinu hér, fór ég til
framhaldsnáms í lyfjafræði í Uni-
versity of Ijondon. Tók sérgrein,
sem nefnist lyflýsingarfræði. Og
þá valdi ég mér fléttur að við-
fangsefni. Tók að rannsaka efnin,
sem flétturnar innihalda, með
sérstöku tilliti til efna, sem drepa
örverur, einkum sjúkdómsvald-
andi gram-neikvæðar og gram-já-
kvæðar bakteríur og sveppi. Ég
byrjaði með 17 tegundir af flétt-
um, sem vaxa á íslandi. Tíndi þær
hér og fór með þær út, en þrengdi
síðan valið niður í 3 tegundir, sem
Kristín Ingólfsdóttir situr I mosan-
um uppi I Kjós og tinir fléttur i
rannsóknir sínar i London.
gáfu bestar vonir miðað við það
sem ég var að sækjast eftir.
Hvað heita þessar fléttur? Hafa
þær nöfn?
— Ekki íslenzk, en latnesku
nöfnin eru Stereocaulon alpinum,
Peltigera aphthosa og Thamnolia
subuliformis. Heldurðu að þú haf-
ir það? segir Kristín og hlær og
blaðamanni þykir betra að láta
hana sýna sér þessar fléttuteg-
undir, sem eru örsmáar og býsna
ólíkar hver annarri. — Að þessu
hefi ég verið að vinna í tvö ár og
komið heim á sumrin til að sækja
efni til að fara með út. Erfitt að
finna þær? Það er kannski ekki
erfitt að finna flétturnar, en erfitt
að finna þær í miklu magni. Og
það tekur langan tíma að tína
þær, því þær eru svo litlar og oft
ofan í mosanum.
Þegar þú svo kemur út með
fenginn, hvað gerirðu þá?
— Þá þarf að byrja á því að
hreinsa flétturnar, en það þurfti
ég í fyrstu að gera sjálf, sem er
ákaflega seinlegt, en nú hefi ég
fengið aðstoðarfólk til þess. Síðan
eru þær frostþurrkaðar, malaðar
niður og efnin, sem þær innihalda,
einangruð og prófuð. Ég hefi
ágæta aðstöðu á rannsóknastofu
með góðum tækjabúnaði.
Hvað ertu komin langt?
— Ég er búin að einangra efni
úr einni af þessum fléttum, sem
hefur mjög breiða og góða verkun.
En svo er löng leið frá því að finna
efni, sem hefur verkun í tilrauna-
glasi, þar til efnið er komið á
markað. Því auðvitað þarf fyrst að
ákvarða hvort það hefur auka-
verkanir eða eituráhrif og það
getur tekið langan tíma.
En ef allt það yrði nú jákvætt?
— Ef efnið, sem maður hefur
einangrað, kemur til greina sem
lyf, þá yrði það framleitt syntet-
iskt eða framleitt í efnaverk-
smiðju. Ekki endilega úr fléttun-
um sjálfum, enda er lítið til af
þeim.
— Sjáðu til, útskýrir Kristín.
Um 40% af þeim lyfjum, sem
gefin eru út á lyfseðlum í Banda-
ríkjunum og Bretlandi, eiga upp-
runa sinn í jurtaríkinu. Sum eru
unnin úr jurtunum, svo sem morf-
ín, hjartalyfið digoxin og atropine,
sem er mjög algengt lyf. Önnur
lyf, sem áttu uppruna sinn í
jurtaríkinu, eru nú verksmiðju-
framleidd, án þess að uppruna-
jurtirnar komi þar við sögu. Þar
má nefna koffein, ephedrine og
papaverine. Til skamms tíma hafa
t.d. steroíðar í getnaðarvarnapill-
unum verið framleiddir úr grund-
vallarefni, sem á uppruna sinn í
mexikanskri jurt, en nú hefur
fundist ráð til að láta bakteríur
framleiða stereoíðana í lyfjaverk-
smiðjum.
Svo efni úr jurtunum eru svona
mikið notuð til lyfjaframleiðslu og
sem fyrirmynd að efnum í lyfjum?
— Ekki er vitað nákvæmlega
hve margar tegundir jurta eru til í