Morgunblaðið - 12.12.1981, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
41
„Til þess að ræktun
skóga borgi sig þarf við-
arvöxtur á ha lands að
vera milli 2 og 3 ten-
ingsmetrar á ha á ári,
en með því að viðarverð
stígur ört þarf tæpiega
að ætla meiri vöxt en
um eða rétt innan við 2
tengingsmetra.“
í Skorradal var komið upp litlum
reit árið 1938, en skógplöntun
hefst þar ekki fyrr en 1952, nær
hálfri öld eftir að byrjað var á
Hallormsstað. En af þriggja ára-
tuga reynslu og með samanburði
við vöxtinn í Hallormsstaðaskógi
má telja víst að skilyrði í Skorra-
dal eru ekki síðri en eystra. Gefur
þetta auga leið að víða mætti
finna aðra staði svipaða í Borg-
arfjarðardölum. Til er fjöldi reita,
stórra og smárra, um allar Borg-
arfjarðar- og Mýrasýslu, og af
vexti í þeim má fara nærri um
gróðurskilyrði fjölda staða.
Ef horft er til Suðurlands má
benda á skógrækt í Haukadal og
Þjórsárdal, Skarfanesi og víðar.
Af vexti trjáa á þessum slóðum
má ekki aðeins geta sér til, heldur
segja með fullri vissu, að skilyrði
til skógræktar eru einstaklega góð
við hálendisbrúnina frá Laugar-
vatni og alla leið að Haukadal.
Sumsstaðar á þessum slóðum
munu vera langbestu skógrækt-
arskilyrði á öllu landinu. Hér eru
a.m.k. 6.000 ha lands, sem beinlín-
is kalla á ræktun skóga. Þeir væru
nógu víðlendir til að sjá öllu Suð-
urlandi fyrir timbri um alla fram-
tíð. Þá eru enn mikil og lítt notuð
lönd austur um alla sýslur, sem of
langt væri upp að telja.
í fjarðarbotnum austanlands og
vestan virðast víða vera sæmileg
skilyrði til skógræktar, en rétt er
að bíða með álit á þeim, uns marg-
ir trjáreitir, sem þar eru á ýmsum
stöðum, verða nokkru eldri, jafn-
vel þótt sitkagreni í Langabotni í
Arnarfirði lofi mjög góðu.
Niðurlag
Af því, sem hér hefur verið frá
skýrt, má vera ljóst að skógrækt
getur komið í veg fyrir fólks-
streymi úr mörgum sveitum
landsins. Meðan á ræktuninni
stendur er töluverð atvinna í boði
og menn þurfa ekki að gefa upp
allan búskap þótt í hana sé ráðist.
Með góðu skipulagi mætti koma
þessu máli fram á mjög auðveidan
hátt.
Ljóst er að ræktun skóga tekur
drjúgan tíma og menn verða að
bíða arðs í tvo eða þrjá áratugi.
Þessi biðtími fælir marga frá því
að hefjast handa. En við erum
ekki að byggja landið til næstu
nætur eða fárra ára. Við viljum að
sem flestir niðjar okkar geti búið
hér sæmilegu og fjölbreyttu lífi og
þurfi ekki að hrekjast af landi
brott. Hlutverk okkar, og þá fyrst
og fremst þeirra, sem mestu ráða í
þjóðfélaginu, hlýtur að beinast að
því, að sjá ^yjóðinni farborða í
framtíðinni. I því sambandi verða
menn að hafa víðsýni og hugsa
langt fram í stað þess að hjakka
ávallt í sama fari með því að setja
nýjar bætur á gamalt og slitið fat.
Mönnum er hollt að hafa einhverj-
ar hugsjónir. Þær lyfta mönnum
yfir dagiegt amstur, dægurþras og
ríg. Best fer, þegar margir geta
sameinast um góða og nýta hug-
sjón. Það flýtir fyrir því að hug-
sjónir rætist.
20.000 tonn samkvæmt þessu og
skellurinn lendir á Islendingum.
Hvað eru stjórnvöld að gera? Er
verið að leika sér að loðnu-
sjómönnum og útgerðarmönnum,
mismuna þeim og hafa af þeim
tekjur. Sú spurning brennur á
mínum vörum, hver ætlar að gera
mér kleift að standa við fjár-
hagsskuldbindingar mínar um
þessi áramót, þegar mér hefur
verið meinað að stunda atvinnu
mína?
Ég tel að sjávarútvegsráðherra
hafi gjörsamlega brugðist sinni
skyldu, bæði hvað varðar loðnu-
veiðar Norðmanna og einnig hvað
varðar sjómenn og Hafrannsókn.
Sem friðunaraðgerð er stöðvun
loðnuveiða út í hött og Hafrann-
sókn hefur ekki sýnt það undan-
farin ár að mælingum hennar sé
treystandi.
Arið 1980 sýndi janúarmæling
að 160.000 tonn væru eftir af
loðnu. Eftir það voru veidd 50.000
tonn, þannig að þegar Hafrann-
sókn leggur fram tillögur um há-
marksafla á þessu ári eiga að vera
eftir í sjónum 110.000 tonn. Af
þessu magni Heyfir Hafrannsókn
að íslendingar veiði 618.000 tonn
og Norðmenn 82.000! Árið 1979
átti loðnustofninn að vera í kring-
um 30.000 tonn að mati Hafrann-
sóknar. Lái mér hver sem er að
vantreysta þessari stofnun.
í einni mælingaferð Hafrann-
sóknar á Bjarna Sæmundssyni
voru tveir fiskifræðingar og unnu
þeir sjálfstætt hvor um sig. Með
því að nota sömu tækin fékk ann-
ar það út að loðnustofninn væri
230.000 tonn, en hinn að stofninn
væri 500.000 tonn. Fyrrnefnda tal-
an var gerð opinber en hin skýrsl-
an var falin ofan í skúffu, en efni
hennar lak út, og varð stofnuninni
til háðungar.
Loðnustofninn er ekki í neinni
hættu. Það er skoðun flestra sjó-
manna. Fiskifræðingar hafa með
lélegum mælingum sínum verið að
hrella menn og í haust hefur það
tekist svo um hefur munað. I loft-
inu hefur legið að loðnuveiðum
yrði hætt, en spurningin hefur
verið sú, hvenær fiskifræðingun-
um tækist að skelfa ráðuneytið
nægilega mikið. Það hefur nú
gerst.
Reykjavík, 6. nóvember 1981,
Borgartuni 29
Simi 20640
AUMTJNGASIDfANHFBai
GiskBBfornssonlSl