Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 11
. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
43
um okkar, heldur en þeim sem
stóru þjóðirnar nota til hjálpar
eyjarskeggjum. Þar er víst allt
svo laust í reipunum, þar skapast
engin persónuleg tengsl og öllu er
tekið sem ölmusu. Með okkur
geta þeir séð, að þeir geta gert
allt þetta sjálfir og að þeir geta
bjargast."
Þú hefur ekki lent í neinum
erfiðleikum?
„Nei, ég held mér sé óhætt að
segja, að engir erfiðleikar hafi
verið það miklir að taki að nefna
þá. það var ekki nema með smá-
vægilegar vélarbilanir, því eins
og ég sagði áðan, þá eru smávægi-
legar biianir á íslenskan mæli-
kvarða rosalegar hörmungar
þarna úti. Svo er mikill vatns-
skortur á eyjunum og stundum
komumst við ekki frá bryggju
vegna þess að okkur vantaði vatn
í túrinn. Á Sao Vincente er allt
neyzluvatn eimað. Það, sem
kannski helst háði okkur, var að
við kunnum ekki portúgölsku og
ég held, að það sé nauðsynlegt að
þeir sem fara í svona túra, læri
eitthvað hrafl í viðkomandi máli.
En þarna var indælt fólk og gam-
an að skipta við það.“
Hvernig er veiðum þeirra hátt-
að?
„Þær eru þríþættar. í fyrsta
lagi eiga þeir þrjá stóra túnfisk-
veiðibáta, sem eru raunar orðnir
18 ára gamlir. Þá átti í fyrstu að *
nota sem nótaveiðibáta, en það
tókst ekki að veiða í þá með nót,
vegna þess að þeir voru ekki
hannaðir til þessháttar veiða.
Innfæddir veiða því á þessum
bátum túnfisk á stengur fjóra
mánuði ársins. Þá raða sér 18
menn á lunningu og þeir hafa
veitt allt upp í 30 tonn á sólar-
hring af túnfiski.
I öðru lagi eru þeir með minni
báta, 15 metra langa eða svo, og
nota þá til nótaveiða á mjög
frumstæðan hátt. Til dæmis er
snurpað á höndum, það er,
hringnótinni lokað með handafli.
Á þá báta veiða þeir aðallega
smáfisk sem er notaður í lifandi
beitu af túnfiskveiðimönnunum,
en það sem umfram er, fer á
markað. Þessar veiðar fara fram
upp við landsteinana. í þriðja og
síðasta lagi róa þeir út á opnum
árabátum, með seglbúnaði að
vísu. Bátarnir eru eins og litlar
íslenskar gráslepputrillur að
stærð eða minni, en á þessum
bátum sækja þeir 15 til 20 mílur
út og fiska á færi. En veiðin er
ekki mikil. Hjá 17 svona bátum
var aflinn eftir einn góðan dag
ekki meiri en 250 kíló samtals."
Værir þú til í að fara i svona
langan túr aftur, ef þér byðist
það?
„Ja, hvers vegna ekki? Þá væri
ég betur undir það búinn en ég
var áður. Nei, ég veit ekki hvað
tekur við hjá mér núna,“ sagði
Halldór Lárusson, skipstjóri á
Bjarti, að lokum.
„Krakkar mínir
komióþiósæl,,
Jólasveinninn er loksins mættur á staðinn
eftir erfiða ferð af fjöllum. Og hann leikur
á alls oddi í Blómavali um helgina.
Sveinki verður í jólatréskóginum og sýnir
krökkunum jólaskreytingamar og jóla-
skrautið.
Pað er meira að segja hægt að fá hann til
að velja með sér jólatréð.
Komið við í Blómaval, heilsið upp á
Sveinka og skoðið mesta úrval landsins
af trjám og jólaskreytingum.
Qdýr jóla-pq mjársferó
til hanaríeqja “‘“tsís
OPIÐ í DAG LAUGARDAG KL. 10-16
Eigum óráöstafaö um 20 sætum af 150 sem flugvélin tekur. Þrjár íbúöir, tvær smáíbúöir, 3
herbergi á fjögurra stjörnu hóteli. Beint jólaflug í sólina. ~
Fluqferöir_____________________
AirtourIcéfai0 Miöbæjarmarkaöinum, 2. hæö, Aöalstræti 9. Sími 10661.