Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 Útúrsnúningur Einars K. Guðfinnssonar Eftir Guömund Inga Þorbergsson Við íslendingar búum við þau mannréttindi sem eru of sjaldgæf meðal þjóða heims að í landi okkar er tjáningar- og ritfrelsi. Slíkt frelsi er grundvöllur þess að hver einstaklingur sé fær um að mynda sér skoðanir á málum líð- andi stundar. Sá maður, sem býr við ófrelsi lögregluríkisins, hefur engar forsendur til að gera sér skynsamlega hugmynd um það sem gerist utan sjóndeildarhrings hans. Einangrun frá réttum upp- lýsingum veldur meira eða minna skekktri heimsmynd. Af þessum ástæðum er ekki hægt að áfellast ýmsa andófsmenn í Austur- Evrópu þótt skoðanir þeirra séu ekki fyllilega í takt við raunveru- leikann. Öðru máli gegnir um fólk á Vesturlöndum sem i skjóli lýð- ræðisins hefur greiðan aðgang að upplýsingum um allar hliðar þeirra mála sem efst eru á baugi á hverjum tíma. Ástæða þessara hugleiðinga er grein eftir Einar K. Guðfinnsson sem birtist í Morgunblaðinu 31. október. í greininni sendir Einar nokkrar skvettur í átt að friðar- hreyfingunum í Evrópu. Ekki hef- ur Einar svo mikið við að frum- smíða ritmál sitt að öllu leyti heldur víkur hann sér bak við tékkneskan andófsmann í þeirri von að njóta að einhverju þeirrar samúðar sem slíkir menn eiga vísa. Þessi tékkneski andófsmaður ritaði grein undir dulnefninu Václav Racek í New Statesman 24. apríl sl. í grein Raceks eru villur sem stafa af ófullkomnum upplýs- ingum, villur sem Einar K. Guð- finnsson veit um en notfærir sér engu að síður. Racek beinir máli sínu til E.P. Thompsons eins af helstu talsmönnum bresku frið- arhreyfingarinnar. I augum Rac- eks er friðarhreyfingin meðvit- andi eða ómeðvitandi handbendi Sovétríkjanna og byggð á grund- velli einfeldni.og þekkingarskorts um ástandið í Austur-Evrópu og valdhafa þar. Thompson svaraði Racek mjög ýtarlega í sama tölu- blaði af New Statesman en hið furðulega er að í sinni ýtarlegu grein lætur Einar K. Guðfinnsson þess að engu getið. Ekki er nóg með það. Einar tekur upp eftir Racek villur sem Thompson leið- réttir og breytir áherslum í grein hans með ónákvæmri þýðingu. Skoðanaskipti Raceks og Thomp- sons eru að mínu áliti þess verð að vera birt í heild á íslensku. Ég ætla ekki að rekja greinar þeirra heldur einskorða mál mitt að mestu við tvær rangfærslur Ein- ars. Varnarhlutverk kjarnorkuvígbúnaðar Einar K. Guðfinnsson hefur eft- ir Racek að það sé skoðun Thompsons að Sovétríkin stjórnist umfram allt af þörfinni til að verja sig. Með þessu er Einar væntanlega að skipa friðarhreyf- ingunni á bás hjá Sovétríkjunum. Thompson tekur skýrt fram í grein sinni að hér sé um rangtúlk- un Raceks að ræða. Hann kveðst hafa notað þessi orð (overwhelm- ingly defensive) innan tilvitnunar- merkja þegar hann var einmitt að gagnrýna þessa skoðun. Thomp- son gefur ekki í skyn að um vísvit- andi rangtúlkun Raceks sé að ræða. Þvert á móti stingur hann upp á þeirri útskýringu að um þýðingarvillu hafi verið að ræða. Þessi afsökun nær ekki til Einars K. Guðfinnssonar. Útilokað er að hann hafi ekki lesið grein Thompsons. Einar er að notfæra sér mistök hins ókunna Raceks til að gera málstað andstæðinga sinna tortryggilegan. Thompson segir það vera skoðun sína að ekki sé hægt að líta á kjarnorkuvopn öðruvísi en sem árásarvopn. um réttlæta ný gereyðingarvopn oft með þeim orðum að um varn- arviðbúnað sé að ræða til að vinna upp forskot hins aðilans í þessu kapphlaupi vitfirringarinnar. Þess ber fyrst að geta að afar umdeilt er hvort NATO-ríkin séu aftar en Varsjárbandalagsrikin í þessu kapphlaupi. Það sem skiptir hins vegar miklu meira máli er sú stað- reynd að allt tal um forskot þegar sprengikraftur gereyðingarvíg- búnaðarins nægir til að útrýma lífi á jörðunni oftar en einu sinni er ekki annað en vitnisburður um forskot vitfirringarinnar hjá þeim sem lætur sér detta slíkt í hug. Hliðstæðan við Miinchen 1938 Einar K. Guðfinnsson birtir þýðingu sína á kafla eftir Racek þar sem hann reynir að finna hliðstæðu frá fjórða áratug aldar- innar við friðarhreyfingarnar í Evrópu. Hér er líklega um að ræða frumraun Einars á þýðingarsvið- inu því heista dyggð þýðandans á að vera nákvæmni. I texta New Statesman segir Racek að frið- arhreyfingin sé „an unconscious analogy of the appeasement of the Thirties." Þetta þýðir Einar: „ómeðvituð hliðstæða þeirrar frið- arhreyfingar er starfaði á árunum á miili 1930 og 1940.“ Ekki veit ég hvaða orðabók Einar K. Guð- finnsson á í hillu sinni en augljóst má vera að hér er réttu máli hall- að. „Appeasement" er ekki frið- arhreyfing heldur eitthvað í lík- ingu við uppgjafarstefnu. Annað mál er það hvort menn álíta frið- arhreyfingar boðbera slíkrar upp- gjafarstefnu. Það sem Einar er að gera er að draga upp mynd af ein- hverjum fjöldahreyfingum frá fjórða áratugnum sem hafi barist fyrir einhliða afvopnun Bretlands og fleiri ríkja að sjálfsögðu í þágu nasista og líkir hann þeim við friðarhreyfingarnar í Evrópu. Hér er um algert hugarfóstur Einars að ræða og grófa misnotkun á grein Raceks sem ekki getur svar- að fyrir sig. Það er óþarfi að eltast við svona þvætting. Við skulum þess í stað snúa okkur að Racek. Hann heldur sig þó við raunveru- leikann þótt skoðanir hans séu umdeilanlegar. Það sem Racek á við en Einar K. Guðfinnsson skil- ur ekki er að friðarhreyfingarnar boði sömu stefnu og Neville Chamberlain sem var forsætis- ráðherra Bretlands þegar seinni heimsstyrjöldin skall á. Cham- berlain fór árið 1938 til fundar við Hitler og sveik í hendur honum héruð í Tékkóslóvakíu (Einar kall- ar þetta af einhverjum ókunnum ástæðum friðarsamning). Kenning Raceks sem hann er ekki einn um er að Chamberlain hafi verið svo einfaldur að telja að með þessu samkomulagi væri útþensla Þýskalands stöðvuð um langa framtíð. Eða eins og Racek segir í þýðingu Einars: „Hér kristallaðist uppgjöf manns sem barðist fyrir friði, en einfeldni hans leiddi til ófriðar." Þessum hugmyndum svarar Thompson ágætlega í grein sinni. Sú mynd sem dregin er upp af Chamberlain er ákaflega vafa- söm. Eigum við að leggja trúnað á það að forsætisráðherra Bretlands sem á þessum tíma var heimsveldi hafi verið einfeldningur? Varla getur það talist sennilegt. Hitt er öllu líklegra að Chamberlain hafi verið að framfylgja breskri utan- ríkisstefnu sem á engan hátt verð- ur kennd við neinn barnaskap. Sú kenning hefur verið sett fram að Chamberlain hafi viljað beina Hitler í austur í átt til Sovétríkj- anna, þar átti Tékkóslóvakía að- eins að vera áningarstaður. En fer þá ekki að verða ljósari þráðurinn frá Miinchen 1938 til okkar daga? Skyldi ekki vera meiri svipur með Chamberlain og stríðsæsinga- mönnum á Vesturlöndum en þeim friðarhreyfingum sem hvatt hafa sér hljóðs og vegið að báðum stór- veldunum? Kjarnorkuvopnalaus Evrópa — áfangi í átt til friðar Grein Einars K. Guðfinnssonar er þrátt fyrir augljósa vankanta nokkuð dæmigerð fyrir viðbrögð þeirra manna sem óttast vöxt frið- arhreyfinganna. Þetta eru sömu menn og þeir sem oftast allra eigna sér lýðræðið sem sína einka- hugsjón. Þeir lenda í þeirri þver- sögn, að þegar fram kemur hópur fólks, sem notfærir sér þau lýð- ræðislegu réttindi að berjast á friðsamlegan hátt gegn stór- hættulegu vígbúnaðarkapphlaupi, þá ásaka þeir þetta fólk fyrir að ganga erinda alræðisins. Einar K. Guðfinnsson segir um Thompson að hann sé: „sagnfræðingur og af sauðahúsi marxista. Fyrir vikið þarf enginn að undrast að hann telji ekki brýna þörf á því að efla varnir hins vestræna lýðræðis." Þetta er nú allt andríkið. Sannleikurinn er sá að aldrei hefur verið meiri þörf en einmitt nú á því að berjast gegn vígbúnað- „Hægt er aö sýna með því að setja upp einfalda töflu að nýjungar í vígbún- aði koma oft upp í Banda- ríkjunum en eru teknar síðar upp af Sovétríkjun- um. Hvað segir þetta okkur? Við skulum ekki vera of fljót að draga ályktanir. T.d. sýnir þetta yfírburði Bandaríkjanna á tæknisviðinu. En þetta sýnir ennfremur að víg- búnaðarstefna Bandaríkj- anna stjórnast ekki „um- fram allt af þörfínni til að verja sig“.“ arbrjálæðinu. Hvorugt stórveldið má skilja undan. Thompson bend- ir á í grein sinni að það sé algeng hugsunarvilla að álykta sem svo að þar sem stjórnarfar sé lýðræð- islegt á Vesturlöndum þá sé utan- ríkisstefnan þar með friðsamleg. Til eru mörg dæmi sem afsanna þetta. Hægt er að sýna með því að setja upp einfalda töflu að nýjung- ar í vígbúnaði koma oft upp i Bandaríkjunum en eru teknar síð- ar upp af Sovétríkjunum. Hvað segir þetta okkur? Við skulum ekki vera of fljót að draga álykt- anir. T.d. sýnir þetta yfirburði Bandaríkjanna á tæknisviðinu. En þetta sýnir ennfremur að vígbún- aðarstefna Bandaríkjanna stjórn- ast ekki „umfram allt af þörfinni til að verja sig“. Barátta friðarhreyfinganna gegn vígbúnaðarstefnu Bandaríkj- anna er langt frá því að vera ástæðulaus. Tökum sem dæmi nýju eldflaugakerfin í Evrópu. Bandarískir hernaðarsérfræð- ingar telja takmarkað kjarnorku- stríð hugsanlegt. Menn velta fyrir sér hvar slíkt stríð yrði háð. Hinar nýju eldflaugar, SS-20 og Persh- ing II, og yfirlýsingar Haigs og Reagans benda óneitanlega til Evrópu. Friðarhreyfingarnar sætta sig ekki við að Evrópu verði fórnað í kjarnorkueldi í refskák stórveldanna. Það er orsökin fyrir stórsókn friðarhreyfingarinnar. Þótt ekki sé hægt að ætlast til að andófsmaður í austur-evrópsku lögregluríki viti af þessu verður að gera þær kröfur hér á landi að um þessi mál sé fjallað af fullri skyn- semi. Friðrik Friðriksson skrifar frá Bandaríkjunum: Getur vont versnað? Sá greinarmunur sem gerður er i alræðis- og einræðisstjórnarfari iefur verið mikið í fréttum það sem af er forsetatíð Ronald Reag- ;ns, sér í lagi vegna þess að hann - tyður við bakið á einræðisstjórn- um en andæfir alræðisstjórnum. Þar sem margir leggja að jöfnu einræði og alræði, þá tel ég mik- ilvægt að skýra hvers vegna á bessu tvennu er grundvallar- munur og sýna að vont getur versnað. Þegar þessi munur er Ijós, þá er auðveldara að skilja hvert Bandaríkjastjórn sækir sið- erðilegan stuðning sinn við ein- ræðisstjórnir. Á því leikur enginn vafi, að ein- ræðisstjórn (t.d. herforingja- stjórn) er harðstjórn, sem bannar alla þá starfsemi sem hún telur egna einræðisvaldi sínu, svo sem starfsemi stjórnmálaflokka og frjálsa blaðaútgáfu. Einnig er Ijóst að þeim er miskunnarlaust refsað sem ekki sætta sig við leikreglurnar í einræðisríkinu. Á móti kemur að margt er tiltölu- lega frjálst, svo sem efnahags- starfsemi, og í mörgum ríkjanna má rekja verulega grósku og efna- hagslegar framfarir beint til þess að markaðsöflin eru virkjuð, en í alræðisríkinu er hagkerfinu miðstýrt. í beinu framhaldi vakn- ar sú spurning hvers vegna eru stjórnvöld umburðarlynd gagn- vart slíku efnahagslegu frelsi? Helsta skýringin er sú, að einræð- isstjórnin lítur ekki á efnahags- starfsemina sem beina ógnun við pólitískt vald sitt og lætur hana því afskiptalausa. Á hinn bóginn er rætt um alræðisstjórn (komm- únista), sem vill stjórna öllu, ekki einvörðungu því sem snýr að stjórnmálum og efnahagsmálum heldur og öllum mannlegum sam- skiptum. Á meðan einræðið lætur Morð er morð, en ef grimmd ógnarstjórna er mæld sem afköst í manndráp- um og hryðjuverkum þá hefur tilkoma alræðisstjórna gefið hugtakinu nýja merkingu. sér nægja hlýðni, þá krefst alræð- ið fullkominnar undirgefni, — það vill eiga líf og starf þegnanna. Á þessu tvennu er því grundvallar- munur. í fyrsta lagi þá er mikill munur á því hvernig súórnvaldið réttlæt- ir tilveru sína. I raun og veru legg- ur einræðisstjórnin lítið upp úr slíkri réttlætingu. Hún situr ein- faldlega svo lengi sem hún hefur styrk til. Hið gagnstæða er upp á teningnum hvað varðar alræðis- stjórnina. Hennar réttlæting höfðar til þjónustu við æðra markmið, tilkomu þúsund ára ríkisins. Staðleysunni um fyrir- myndarríkið verður því að þröngva upp á þegnana af fullri hörku og grimmd. í öðru lagi er grundvallarmunur á eðli grimmdarinnar, hvort litið er á einræði eða alræði. Alræðið gerir kröfu til upprætingar ríkj- andi skipunar en einræðið ekki. Af því leiðir, að einræðisstjórn sér engan sérstakan tilgang í pynd- ingum umfram það að uppræta pólitíska andstæðinga sína. Al- ræðisstjórn hegðar sér á annan hátt, t.a.m. stjórn Pol Pots í Kam- bódíu sem lét drepa þriðjung þjóð- arinnar og alla þá sem menntaðir voru í Evrópu, þá sem hlotið höfðu „úrkynjaða“ menntun. Menn for- dæma réttilega þegar fréttist af 8000 manns sem hafi horfið spor- laust í Argentínu, en minningin um þær 20 milljónir sem hurfu á Stalínstímanum í Sovétríkjunum hefur dofnað. Morð er morð, en ef grimmd ógnarstjórna er mæld sem afköst í manndrápum og hryðjuverkum, þá hefur tilkoma alræðisstjórna gefið hugtakinu nýja merkingu. Þessi atriði ættu að skýra hvers vegna einræði og alræði er ólíkt. Það sem skiptir þó höfuðmáli er, að þrátt fyrir allt þá leynist í ein- ræðinu vaxtarbroddur lýðræðis. Sá vaxtarbroddur er óskyldur stjórnmálum í einræðisríki, en er afsprengi markaðsskipunarinnar, þess að tiltölulega frjáls markað- ur þrífst. Það sýnir, að á meðan hagkerfið er frjálst, þá skapast bæði gróska og svigrúm, enda er það fullvíst að frjálst efnahags- kerfi er nauðsynleg, þó ekki nægj- anleg forsenda lýðræðis. Reynslan hefur sýnt að m.a. vegna grósku í efnahagslífinu þá eru einræðis- stjórnir fallvaltar, — það er alltaf von um aukið frelsi og í mörgum tilfellum hefur einræði þróast til lýðræðis. Nægir þar að nefna Spán og Portúgal á síðustu tímum. Það er því vonin um að vori sem Reagan telur réttlæta stuðning sinn við einræðisstjórnir. Sagan greinir hins vegar ekki frá neinu tilviki þá er alræði hefur þróast til lýðræðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.