Morgunblaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
— í þessari bók kemur fram
saga sauðkindarinnar í landinu,
eins og þjóðin hefur notað hana,
sagði Stefán, er hann var spurð-
ur um hvað hann fjallaði. — Is-
lendingar hafa notað sauðkind-
ina til að lifa af landinu. Mig
hefur alltaf grunað að Þórólfur
smjör hafi vitað hve gróðurinn
var kjarnmikill og mjólkin
kostarík. I Landnámu er tekið
fram að Þórólfur smjör hafi ver-
ið bóndi. Og nærtækt er að halda
að hann hafi kvartað undan
glópsku víkinganna, sem ekki
gátu lifað í þessu landi. Eðlilegt
er að Hrafna-Flóki og hans
menn gerðu annað en að hæla
landi, þar sem allt féll úr hor hjá
þeim, notuðu þetta til að afsaka
sjálfa sig. Að minnsta kosti má
túlka þetta svona. Betur hefði
farið, ef þeir hefðu haft vit á að
heyja eins og Norðmenn kunnu á
þessum tíma. Höfðu lært það
þegar fimbulveður gekk yfir
Skandinavíu mörgum öldum áð-
ur, svo sem lýst hefur verið í ný-
útkominni bók í Svíþjóð, sem
heitir „Svíarnir og búfé þeirra".
— En þú ferð lengra aftur en
það?
— Já, ég tek sögu fjárins frá
upphafi til að kynna hvernig
maðurinn tamdi sauðféð og
hversvegna. Maðurinn var veiði-
dýr og reyndar alæta og hann
þurfti að bjarga sér af því sem
hann gat fundið. En þegar hon-
um tókst að temja sauðfé, var
hann kominn með bráð í hend-
urnar og gat þar með flutt sig
inn á ný svæði til búsetu, sem
annars hefðu verið óbyggileg.
Maðurinn gat ekki neytt þess
sem jörðin gaf. Því breytti sauð-
kindin fyrir hann í mannamat.
Að auki komu til ull og skinn í
klæði, sem einnig opnaði ný bú-
setusvæði fyrir manninn.
— Þú ert líka fremst í bókinni
með skýringar á heitum á sauðfé
og sauðfjárbúskap, sem eflaust á
eftir að koma að minnsta kosti
borgarbörnum að gagni. Og hef-
ur líka lagt mikla vinnu í orða-
skrá aftast. Ertu að hugsa um
skólabókasöf n in ?
— Ég vísa í það sem stendur á
bókarkápu, að bókin eigi erindi
við börn og unglinga jafnt sem
fullorðna. Þegar ég tala við stúd-
enta í Háskólanum og þeir halda
því fram að sauðkindin sé óvinur
númer eitt, þá sýnir það að þörf
er á svona bók fyrir allar stéttir
þjóðfélagsins.
• Fráfærur til 1942
— Þú hefur sjálfur upplifað
ýmsar aðferðir við nýtingu á
sauðfé, þótt þú sért ekki eldri en
þetta. Var enn fært frá á Vað-
brekku á æskuárum þínum?
— Já, já, foreldrar mínir
færðu frá í 20 ár, frá 1922 til
1942. Og við lifðum mikið á
sauðasméri og sauðaskyri, sem
geymt var súrt til vetrarins. Það
var sérstök ástæða til þess að
Var
bæði
kvíasmali
02
Dr. Stefán Aðalsteinsson
beitarhúsasmali
heima
Viðtal við dr. Stefán Aðalsteinsson um bók hans um sauðkindina
Sauðkindin, landið og þjóðin, heitir nýútkomin bók eftir dr.
Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðing. Bókin sú nær raunar út
fyrir þetta land, því í upphafi er fjallað um villifé og tamningu
þess til nytja fyrir manninn. Stefán er eflaust líklegasti maður til
að geta veitt fræðslu um sauðkindina, sem hann hefur verið í
snertingu við frá barnæsku. Heima hjá sér á Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal var hann t.d bæði kvíasmali og beitarhúsasmali,
áður en hann fór í skóla. Og að loknu námi í búfjárrækt hóf
hann störf við sauðfjárrannsóknir og setti fram í doktorsritgerð
sinni nýjar kenningar um búfé, sem viðurkenningu hafa hlotið.
Fréttamaður Mbl. hitti Stefán að máli og spallaði við hann um
sauðfé.
Sída.st var fært frá á Austurlandi heima hjá Stefáni á Vaðbrekku.
móðir mín vildi fráfærur og að
fært var frá svona lengi. Heimil-
ið var barnmargt og berklar
voru þá víða á Austurlandi.sem
annars staðar. Móðir mín spurði
héraðslækninn hvað væri besta
ráðið til að verjast berklum.
Hann kvaðst ekki vita til þess að
komið hefðu upp berklar þar
sem væru fráfærur. Nei, það
veiktist enginn af berklum á
heimilinu. En fleira kom til.
Börnin voru 10 og þurftu mikinn
mat. Mamma sagði að heimilið
hefði ævinlega fyllst af mat, um
leið og byrjað var að færa frá,
sem var um 20. júní. — Ærnar
voru svo mjólkaðar til hausts.
— Og þú varst kvíasmali. Var
ekki mikið um að vera á vorin?
— Jú, jú, það var svo þægilegt
hjá okkur að ærnar voru heima
við og mjaltað kvölds og morgna.
Fært var frá í öðrum dal í um
3ja kílómetra fjarlægð að
heiman og lömbunum sleppt þar.
Þarna voru þau svo í öruggri
geymslu yfir sumarið. Ærnar
fóru aldrei þangað aftur. En ég
var líka beitarhúsasmali áður en
ég fór í skóla og kynntist vel
hvernig farið var að því að halda
fé til beitar og láta það lifa vet-
urinn af með því að nota sem
minnst hey.
— Stóðstu þá yfir fénu á dag-
inn?
— Það kom fyrir. Oft var
mjög harðsótt að halda fé til
beitar í erfiðari tíð. Á Jökuldal
er snjólétt og þurrviðrasamt, oft
frost og stillur og .svellalítið.
Farið var áður en birti að
morgni og komið heim í myrkri,
þegar verið var yfir daginn á
beitarhúsum. Þau voru um hálf-
an annan kílómetra frá bæ.
— Það kom mér dálítið á
óvart þegar ég fletti bókinn hve
prjónar komu seint til sögunnar,
og velti því fyrir mér hvernig
fólk hefði farið að áður að nýta
ullina í allan fatnað og sokka-
plögg?
— Prjónar voru ekki til fyrr
en á 16. öld. Fram að því var ofin
voð og saumaður allur fatnaður.
Sokkar hafa vafalaust líka verið
saumaðir úr vaðmáli. Sjálfur
kynntist ég mörgum af gömlu
vinnubrögðunum í uppvextinu.
Ömmur mínar voru báðar mikl-
ar tóvinnukonur. Og móðir mín
vann mjög mikið í fatnað á fjöl-
skylduna, bæði handprjón og
vélprjón eftir að hún fékk
prjónavél sem hún notaði geysi-
lega mikið. Eitt sinni setti hún
upp mikinn vef og óf föt á flesta
í fjölskyldunni. Hún spann lop-
ann í allan vefinn. Þá hefur verið
komið fram undir 1940.
• llpphafið svartbfldótt gimbur
— Varstu ákveðinn í því strax
heima að gera sauðfjárrækt að
æfistarfi?
— Mig langaði alltaf til að
læra og komast í skóla, svarar
Stefán. Það tókst. Þegar ég kom
í menntaskóla var ég ákveðinn í
að fara í landbúnaðarnám. Fór
því strax eftir stúdentspróf í
Bændaskólann á Hólum, þar sem
ég þurfti að hafa búnaðarskóla-
nám til að komast í Landbúnað-
arháskólann Ási í Noregi. Eftir
eins árs verknám í Noregi hélt
ég svo að Ási og lauk þar námi.
Tók þar fyrir sem verkefni ullina
á íslenzku sauðkindinni. Gerði
því nokkuð ítarleg skil hvernig
hún væri gerð og hver væru
sérkenni hennar. Eftir það var
ég eitt ár í Bretlandi og ferðaðist
um. Kom svo heim í rannsókna-
störf á þessu sviði 1957 og hefi
verið við það síðan.
— Og tókst sérstaklega fyrir
sauðalitina og hvernig þeir erf-
ast. Átti það rót sína að rekja til
sambúðar við kindina heima?
— Þegar ég byrjaði, lék mér
mikil forvitni á að vita hvernig
litir á sauðfé erfast. Verið var að
rannsaka þetta í Noregi og Sví-
þjóð, en engin glögg niðurstaða
var fengin. Ég átti alltaf fé
heima og hafði kostað mig í
skóla af því fé. Margt af mínu fé
var mislitt, og var ættað út af
gimbur, sem Halldór Jónsson
móðurbróðir minn gaf mér fyrir
að vera orðinn læs fimm ára. Ein
ærin af þessu kyni var svartbíld-
ótt og vakti sérstaka eftirtekt.
Henni var einu sinni haldið und-
ir gráan hrút. Um vorið var hún
þrílembd. Eitt lambið var svart,
annað grátt og það þriðja mó-
rautt. Ég lagði þetta fyrir sér-
fræðinga í Noregi. Þeir treystu
sér ekki til að skýra hvenig á
þessu gæti staðið og vildu meira
að segja rengja þetta. Þegar ég
tók til við rannsóknir, byrjaði ég
fljótlega að rannsaka liti. Og þar
kom að ég gat skýrt þetta fyrir-
brigði til fullnustu.
— Og sú skýring hefur breiðst
út um heiminn, skilst mér.
— Svo vildi til að ég fór til
G/'/s Guðmundsson: FRÁ YSTU NESJUM II
Safn skemmtilegra
vestfirskra þátta.
Medal efnis þessa bindis er veigamik-
ill þáttur um höfuðbólið Vatnsfjörð viö
ísafjarðardjúp og höfðingja þá og
presta, sem þar hafa gert garðinn fræg-
an. Ritgerð er um Sigurö skurð, önnur
um skáldið og ævintýramanninn Álf
Magnússon og hin þriðja um þróunar-
sögu Bolungarvíkur, auk margskonar
annars efnis í bundnu og óbundnu máli.
Þetta er þjóðleg bók og bráðskemmti-
leg aflestrar.
GBS GUÐMUNDSSON
SKUGGSJÁ
BÚKABÚO OUVERS SJEINS SF
Hendrik Ottósson:
i
SKUGGSJÁ
GVENDUR JÓNS,
prakkarasögur
úr Vesturbænum
Þessar prakkarasögur úr Vesturbæn-
um eru fyrir löngu orðnar sígildar. Hver
getur gleymt persónum eins og Hensa
og Kidda bróður hans, bræðrunum Júlla
og Nílla, Eika Bech og Kela Grjóta,
Hákonarbæjarbræörunum og Sigga í
Kapteinshúsinu eða Þorvaldi pólití. Þeir,
sem ekki hafa kynnst þessum persón-
um, eru öfundsveröir, svo skemmtilegar
eru frásagnir af þeim við fyrsta lestur.
Hinir rifja fagnandi upp gömul kynni við
þessa óviðjafnanlegu prakkara.
BÓKABÚO OUVERS STEINS SE