Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
Hundrað ára minning
Þorláks V. Bjarnar
síðasta bóndans á Rauðará
Eftir Gunnar
M. Magnúss
Hundrað ára minning Þorláks V.
Bjarnar, sídasta bóndans á Rauðará.
1.
Rauðará, — ævintýranafn vest-
an hafs og austan.
Árið 1875 fluttist átján ára
gamall Austfirðingur, Jóhann
Magnús Bjarnason, með foreldr-
um sínum vestur um haf, til Kan-
ada. Hann varð einn fremsti rit-
höfundur Vestur-íslendinga. Að-
alskáldverk hans gerðust í hinum
mikla Rauðarárdal. Það eru sögur
með ævintýrablæ um Islend-
ingana vestra. Við minnumst
nafnanna á skáldsögum hans:
Vornætur á Elgsheiðum, Haust-
kvöld við-hafið. — Á áratugunum
eftir 1870 var upplausnarástand á
Islandi. Mörg þúsund manns flutt-
ust til Vesturheims, stundum tvö
þúsund á ári. Fólk var að flýja
harðræði, fátæktina, eldsumbrot
og aðrar náttúruhamfarir, versl-
unaránauð, ófrelsi og einokun. En
vestra var fólki heitið gulli og
grænum skógum. Það seldi eigur
sínar, hélt til kaupstaðanna á
ströndinni og beið útflyjenda-
skipsins. En fyrir kom það, að
fólkið beið vikur, jafnvel mánuði
eftir útflytjendaskipinu. Það hafð-
ist við í tjöldum, útihúsum og kof-
um, allslaust, matarlítið og sjúkt,
svo sem eitt sinn gerðist á Sauðár-
króki. En aftur varð ekki snúið.
Loks kom skipið og fólkinu var
hrúgað um borð. Á leiðinni vestur
féllu hinir umkomuminnstu í val-
inn og var varpað í hafið bláa.
Þegar til hafnar kom, var fólkinu
ekið með hina fátæklegu búslóð
sína inn á sléttur og óbyggðir
Kanada. Þeir byggðu sér bjálka-
kofa, en flestir karlmenn fóru í
járnbrautavinnu sér til fram-
dráttar, en konur og börn sátu við
kertaljós og hlóð. Landnámssaga
þessa fólks er um seigluna að lifa
og tóra við erfiðar aðstæður. Is-
lendingar söknuðu þessa fólks og
þegar fregnir bárust um að land-
inn hefði sigrað landnámsörðug-
leikana var fögnuður á Fróni.
Minnst er á þetta hér til sam-
anburðar við það, að á þessum
tímum var að hefjast aðdragandi
að mesta jarðræktarævintýri á ís-
landi. Það var á Rauðará við
Kollafjörð.
2.
Eyjafjörður kom oftast vor-
grænn undan snjónum. Þar var
víða gott undir bú og þar hefst
aðdragandi að ævintýrinu.
Séra Björn Halldórsson, hinn
kunni klerkur og sálmaskáld, bjó í
Laufási við Eyjafjörð. Hann var
fæddur 1823. Kona hans var Sig-
ríður Einarsdóttir frá Saltvík á
Tjörnesi, fædd 1819. Þeirra börn
vom Vilhjálmur, fæddur 1846,
Svava, fædd 1854, og Þórhallur,
fæddur 1855.
Vilhjálmur ólst að mestu upp
hjá afa sínum, séra Halldóri
Bjarnasyni, prófasti á Sauðanesi.
Sextán ára að aldri hóf hann
smíðanám hjá Tryggva Gunnars-
syni, timburmeistara á Hallgils-
stöðum í Fnjóskadal. Að námi
loknu, tók hann upp tvíþætt störf:
stundaði smíðar á veturna, en hóf
ræktunarstörf að vorinu og
stjórnaði búi foreldra sinna að
sumrinu. Þótti þá þegar sýnt, að
hinn ungi prestssonur væri af-
bragð annarra manna, þrekmikill,
kappsamur til hvers konar starfa,
logandi af fjöri, opinn fyrir fram-
förum, góðgjarn og óádeilinn og
lagði hverju góðu máli lið.
Rúmlega tvítugur að aldri sigldi
Vilhjálmur til Danmerkur, dvald-
ist árlangt í Kaupmannahöfn og
lagði stund á málaraiðn. Þegar
heim kom, tók hann að stunda
þess iðn til jafns við fyrri störf og
málaði nokkrar kirkjur á Norður-
landi, ein þeirra var Grímseyjar-
kirkja.
Árið 1872 gekk Vilhjálmur að
eiga Sigríði Þorláksdóttur prests á
Skútustöðum Jónssonar. Hún var
fædd 1853. Nokkru síðar keypti
séra Björn jörðina Kaupang í
Eyjafirði og ungu hjónin fluttust
þangað. Vilhjálmur hætti nú að
mestu störfum út á við, en ein-
beitti atorku sinni að búi sínu og
heimili. Hann tók að byggja uþp á
jörðinni, smíðaði allstórt timb-
urhús og vönduð peningshús,
stækkaði tún og hóf töðufall til
muna.
Kaupangur er talin góð jörð og
ungi bóndinn færði út kvíarnar
fneð ræktun og kom sér upp svo
góðum fjárstofni, að S orði var
haft.
Vilhjálmur var fjörmaður og
lagði oft saman nótt með degi,
einkum við vorverk og heyannir. Á
þeim árum sló hann dagsláttuna á
rúmum sex klukkustundum, og
þótti ekki heiglum hent að leika
það eftir honum. Hann komst
brátt í röð fremstu og gildustu
bænda við Eyjafjörð og hlotnaðist
sú viðurkenning að fá verðlaun úr
heiðurssjóði Kristjáns konungs
IX.
En mitt í þessum blóma skeði sá
atburður að hjónin í Kaupangi
seldu eigur sínar og fluttust úr
héraðinu. í stað þess að berast
með straumnum til Vesturheims,
héldu þau með fjórum börnum
sínum suður að Kollafirði og sett-
ust þar að á Rauðará, örreytiskoti
austan Reykjavíkur.
Börn þeirra voru Þóra, Halldór,
Laufey og Þorlákur.
3.
Rauðará var fornt býli, en
hvorki stórt né nytjagott. Reykja-
vík varð snemma stórbýli og bend-
ir allt til þess, að á 10. öld hafi hún
verið eitt af stærstu höfuðbólum
landsins.
I lýsingu Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns í jarðabók frá árinu
1703 segir að á Rauðará hafi verið
fimm kýr, ein kvíga veturgömul,
sex ær, fimm sauðir veturgamlir,
tvö lömb og eitt hross.
Engjar voru engar, en torfrista,
stunga og móskurður nægjanlegur
í heimalandi. Fjörugrasatekja lít-
il. Rekavon lítil. Hrognkelsafjara
lítil mjög. Skelfiskafjara næstum
engin. Murukjarna, bjöllur og þess
konar má finna, ef vill. Heimræði
er árið um kring, en langræði mik-
ið.
Kvaðir eru þó ýmsar og á þess-
ari litlu og kostarýru jörð: Manns-
lán um vertíð, dagslættir tveir til
Viðeyjar. Hríshestar tveir heim til
Bessastaða. Hestlán einn dag til
að flytja Viðeyjar-eldiviðartorf af
þerrivelli til skips. Skipaferðir,
þegar Bessastaðamenn kalla. Hey-
hestur einn til fálkanna, síðan
þeir sigldu í Hólminn. Og þó var
ekki allt upptalið.
Það var vorið 1893 að Vil-
hjálmur Bjarnarson keypti þessa
jörð af Schierbeck landlækni fyrir
4500 krónur. Vilhjálmur var þá 47
ára að aldri og Sigríður, kona
hans, stóð á fertugu.
Jörðinni fylgdi landsvæði, um
30 dagsláttur alls, en mestur hluti
þess var óræktaður, nema túnið,
sem í bestu nýtingu gaf af sér eitt
hundrað hesta eða tæplega það.
Kringum túnskikann voru mýra-
drög og fúafen, en annars staðar
blásinn melur eða klapparholt.
Lítið steinhús var á Rauðará,
þegar Vilhjálmur og Sigríður sett-
ust þar að. Bakvið það var gamall
bær og fornfálegur.
Goshóll var norðan við túnið,
þar var grásteinsnáma. Þar sat
löngum Magnús steinsmiður og
klauf grjót í legsteina. Fyrir neð-.
an Goshól var Gvendarbrunnur.
Þar var grjótruðningur, er líktist
dys. Ágætt drykkjarvatn spratt
þar upp. Mótak átti Rauðará aust-
ur í mýri, þar sem nú er Nóatún.
Af hlaðinu sá stök og smá býli í
átt til bæjarins. Leiðin ofan úr
sveitum til Reykjavíkur lá talsvert
sunnar, en annar vegur frá bæn-
um lá með sjónum inn að Rauðará
og Laugarnesi. Þessi stígur fyrir
ofan fjöruna var kallaður ástar-
brautin. Þar var fáförult „inn á
Hlemm". En Hlemmur var brúin á
Rauðarárlæknum, þar sem hann
fellur til sjávar. Þessi lækur átti
upptök sín í dýjadrögum inn við
Kringlumýri. Þar seytluðu vætl-
urnar 1 vesturátt. Og í drögunum
norðan öskjuhlíðar sameinuðust
þær öðrum vætlum og mynduðu
svolítinn læk, þegar dró niður í
Norðurmýrina. Þaðan hallaði svo
til fjarðarins.
Þar heitir nú Hlemmtorg.
4.
Greinarhöfundur hefur áður
skrifað um Rauðarárævintýrið.
Verður hér birt orðrétt lýsing úr
þeim skrifum:
„Bóndinn á Rauðará varð þess
brátt áskynja, að hér þurfti víða
höndum til að taka. Hann var
kominn í nýtt landnám, stóð í
þýfðu túni, sem teygði skækla út í
óræktina, og þegar til kom, var
jörðin ekki nema smáskák, miðað
við það land, sem hann hafði áður
fórnað kröftum sínum.
Hann greip torfristuljáinn
hverju sinni, er tóm gafst til, og
tók að slétta þúfurnar í túninu.
Linnti hann ekki, fyrr en túnið var
orðið slétt til allra átta, svo langt
sem það náði. Þá tók hann að færa
Sigrún S. Bjarnar
túnið út, eftir því sem föng voru á,
vakti upp grjót og sléttaði yfir, en
hlóð vallarfarið úr hnullungunum.
Hann sótti mold langar leiðir í
hjólbörum og myndaði jarðveg,
þar sem þunnt var á klöppunum.
Og forarfen ræsti hann fram og
fyllti upp. Hann sýndi að hann var
jarðræktarmaður, svo að þess
voru fá dæmi, vann sem ungur
væri og var sífellt með ný verkefni
á prjónunum.
Þannig stækkaði túnið ár frá
ári, en jafnframt fann hann nauð-
syn þess að fá meira olnbogarúm.
Þar í kring var landinu skipt í
stykki, sem ýmsir embættismenn í
Reykjavík áttu. Þar austur af
Rauðará var Hagastykki, síðan
Jónsjenssonarstykki, og enn aust-
ar var jarðarskikinn Fúlatjörn.
Schierbeck landlæknir átti
Rauðará, svo sem fyrr er sagt frá,
Jón Jensson yfirdómari átti vit-
anlega Jónsjenssonarstykkið, og
Halldór Danielsson átti Fúlutjörn.
Svo komu aðrir menningar-
frömuðir og menntamenn til að
fala þessi stykki. Þannig var það
til dæmis með lögfræðinginn Ein-
ar Benediktsson skáld. Hann lang-
aði til að eignast Fúlutjörn og bað
bæjarfógetann að selja sér skik-
ann. Þetta ætlaði bæjarfógetinn
að gera. Þegar samningarnir um
þetta voru tilbúnir, svo að ekki var
eftir annað en að skrifa undir, seg-
ir Einar:
- Þetta er eiginlega afleitt nafn,
það verður að slá af verði á jörð
með svona Ijótu nafni.
Halldór Danielsson þykktist við
af þessari athugasemd, og mælti:
- Jæja, þá skulum við láta það
vera aiýskrifa undir.
Og þar við sat.
Þetta atvik varð til þess, að
Halldór bæjarfógeti bauð Vil-
hjálmi á Rauðará Fúlutjörn til
kaups. Vilhjálmur hugsaði sig
ekki lengi um og festi samstundis
kaup á jarðarpartinum.
Börnum Vilhjálms fór líkt og
Einari Benediktssyni. Þeim þótti
nafnið óviðfeldið og tóku að kalla
þennan nýja landauka Lækjar-
bakka. En Vilhjáimur var á öðru
máli.
- Mér þykir nú eins vænt um að
kalla það Fúlutjörn, sagði hann,
- því að einmitt fyrir nafnið fékk
ég landið.
Þorlákur V. Bjarnar
Bóndinn á Rauðará lét ekki þar
við sitja með jarðarkaupin. Áll-
mikið erfðafestuland festi hann
sér til viðbótar og fékk sér það
mælt út hjá bæjarstjórn. Þar að
auki keypti hann slægnaland upp
við Elliðavatn, og færði nýræktina
út jafnt og þétt.“
5.
Vilhjálmur bóndi átti því láni
að fagna, að öll fjölskylda hans
var honum samhent við búskap-
inn. Þó ber einkum að nefna Þor-
lák, son hans. Hann hafði frá unga
aldri fyrir norðan verið þátttak-
andi í búskapnum á Kaldbak og
var rúmlega tvítugur að aldri,
þegar fjölskyldan fluttist að Rauð-
ará. Upp úr aldamótunum voru
börnin komin á manndómsár og
héldu sínar leiðir út í lífið. Þóra,
sem var elst barnanna, fluttist
norður og giftist Stefáni Jónssyni
á Munkaþverá í Eyjafirði, Halldór
fór utan og lærði búfræði, varð
síðar skólastjóri á Hvanneyri.
Hann var kvæntur Svövu Þór-
hallsdóttur, frændkonu sinni,
Laufey giftist Guðmundi Finn-
bogasyni, landsbókaverði, og Þor-
lákur kvæntist eftir lát föður síns,
árið 1919, og gekk að eiga Sigrúnu
Sigurðardóttur frá Flóagafli í
Árnessýslu.
Þorlákur var hinn efnilegasti
maður, skýr og greinagóður,
hneigður til rannsókna og áhuga-
samur við ræktunar- og önnur
búnaðarmál. Hann vann með föð-
ur sínum að öllum framkvæmdum
og tók snemma að skrifa hjá sér
athuganir um líf húsdýranna og
draga þar af lærdóma um búnað-
inn. Hann leitaðist við að finna á
hvern hátt væri hagkvæmast að
nytja bústofninn. Birti hann
skýrslur um þetta í Búnaðarrit-
inu.
Upp úr aldamótunum sendi
Vilhjálmur Þorlák son sinn í land-
búnaðarskóla í Danmörku.
Þegar Þorlákur kom heim að
námi loknu, tók hann við bústjórn
á Rauðará. Haft var eftir Vil-
hjálmi, að sá námskostnaður hefði
komið inn á einu ári. - Kýrnar
bættu því meira við sig, sem betur
var kunnað með þær að fara, sagði
hann.
Búskapur þeirra feðga á Rauð-
Kauðará