Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
53
nú samt langt síðan.
Það heyrist óskýr, veik rödd
utan úr horni:
— Viltu tala við mig líka og
skrifa hvað ég segi?
Það er Þórey Jóhannesdóttir 5
ára, lagleg telpa með dökkt hár
og falleg augu. Hún liggur á
grúfu á dýnu og nýtur umönnun-
ar eins þroskaþjálfans.
Þórey segir mér frá ömmu
Vilborgu sem er svo góð — frá
uppáhaldsbókinni sinni sem
heitir Emma og litili bróðir. Þór-
ey fer líka í Hlíðarskóla næsta
vetur.
mátt
Hún er búin að vera á spítala.
Það var svo vont þegar hann
Höskuldur sagaði í fæturna á
henni — en hann var samt góð-
ur. Þóreyju litlu er tregt um mál
og stundum kallar hún í sjúkra-
þjálfann.
— Viltu vera hjá mér og halda
í höndina á mér. Þá gengur allt
betur.
Nú kemur Þórunn litla. Hún
gengur á hnjánum. Hún er búin
að teikna mynd af okkur báðum
og honum Einari — hjá stóru
húsi. Og hún vill að ég sjái Ein-
ar. Hún klifrar upp í fangið á
Ingibjörgu, hjúfrar sig að henni
og við leggjum af stað.
Einar er ekki ræðinn þegar við
hittum hann — brosir bara og
kinkar kolli. Þau eru auðsjáan-
lega góðir félagar, litlu hjúin.
— Heldurðu að Einar gleymi
ekki, þegar hann er orðinn stór,
að hann hefur lofað að giftast
þér?
Ertu alveg — ég er buin að
biðja hann tíu sinnum og hann
er tíu sinnum búinn að segja já.
Einar brosir og kinkar kolli.
Lítil telpa skokkar inn Qg ger-
ir sig heimakomna. Það verða
fagnaðarfundir með henni og
börnunum. Hún er í heimsókn —
orðin sex ára og hætt á barna-
heimili.
A skrifstofu Ingibjargar ræð-
um við — yfir kaffi og heima-
bökuðu brauði — hið unga
mannlíf og samskipti heilbrigða
og fatlaðra barna.
Ingibjörg segir mér að það
myndist furðu mikill og gagn-
kvæmur skilningur milli barn-
anna.
Hjálpsemi þeirra heilbrigðu
við hin börnin er lögð fram af
gleði — og það má segja að hún
sé stundum of mikil ef ekki er
fylgst með, til þess að þau hrey-
fihömluðu fái að reyna á getu
sína, segir Ingibjörg.
Hún segir að málskilningur
þeirra og málþroski taki ótrú-
legum framförum í svona nánum
samskiptum við heilbrigða jafn-
aldra.
Möguleiki þeirra til samvinnu
og félagslegra samkipta seinna
meir, bæði í skólum og úti í þjóð-
félaginu, hljóti að mótast til
góðs að því marki sem hægt er
— af kynnum þeirra á þann hátt
sem hér eru rækt.
Starfsfólkið hérna hefur lagt
sig fram um að samræma þá fé-
lagslegu þætti er miða að því að
þroska hvern einstakling og gera
hann sem hæfastan til þess lífs
er bíður hans, segir Ingibjörg að
lokum.
Það dylst engum, sem gengur
um og leitar sér fróðleiks um
starfið sem hér fer fram, að
margt er gert til þess að búa
hreyfihömluðu börnunum skiln-
ingsríkt og örvandi umhverfi —
einnig með ýmsum tækjum — en
það er önnur saga sögð á öðrum
stað.
Ljósmyndir Mbl. Kmilía.
Sigurður Eyþórsson vinnur að eggtempera-tækni í mynd sem hann vann að á
sýningunni í Djúpinu.
I'ppstilling
með
landvættum.
Akryl á
striga
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
tilkl.
¥
\ dag
á báðum
stöðum
Kokkarnir
okkar kynna í
dag og géfa
að smakka..
V*. ♦
1 1 með hrásalati
I gjt itl tt Kynningarverð |
Kjúklingar 84 nr.ke.
5 stk. ^T^.OO
Leyftverð 147.-
í poka U Pr ks-
Leyltvere 87.10
hryggur
Leyftverð 88.10
.50
pr.kg.
Jólahangikjötið
kemur daglega ** úr reyk:
Læri Frampartar
68-3P 44.60
Prkg.
Lew,rtrð8í60
Leyft verð
Allt lambakjöt
á gömlu verði.
f* Í%T ■
DJ
STARMÝRI 2 — AUSTURSTRÆTI 17