Morgunblaðið - 12.12.1981, Síða 29

Morgunblaðið - 12.12.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 61 „En ef Árni á með „steini" við mann þann hinn ágæta, sem hinar fornu ritningar hans segja frá, öðrum mönnum fremur, þá get ég sagt honum hvert hann á að horfa eftir núverandi bústöðum þess ágæta manns. Það er á bak við altaristöfluna hennar Mary Long, langt inni í bakgrunninum, og horfðu þangað Árni L. Jónsson, og láttu þér ekki við bregða þótt líf fari að færast í myndina." 4. Það er rétt hjá Árna L. Jónssyni, að grein Mary Long er að mestu samansett úr viðtölum við þekkta vísindamenn. En „veldur hver á heldur" og hún tengir saman í heild, og það er mjög athyglisvert að hún gefur þessa heild til kynna, meðal ann- ars með því að birta þessa glæsi- legu mynd af „altari himingeims- ins“, ásamt þeim tilvísunum til stjarnheimsins umhverfis okkur og lífsins þar, sem margar eru í grein hennar og öðrum í sama blaði af Science Digest og öðrum fyrirfarandi. Það eru þessi straumhvörf í heimi vísindanna, eða byrjun á straumhvörfum, sem ég vildi vekja athygli á, og ég er þakklátur Árna L. Jónssyni fyrir að gera sitt til að örva þá athygli. — En þegar hann fer að leita, í Biblíunni sinni, að ein- hverjum „steini" sem eigi að koma til að bjarga mannkyninu úr háska, þá get ég ekki fylgzt með honum. Þá fer ég heldur upp á gamla Lögberg og og gleð mig við þá raunverulegu steina, sem þar eru. En ef Árni á með „steini" við mann þann hinn ágæta, sem hinar fornu ritningar hans segja frá, öðrum mönnum fremur, þá get ég sagt honum hvert hann á að horfa eftir núverandi bústöð- um þess ágæta manns. Það er á bak við altaristöfluna hennar Mary Long, langt inni í bak- grunninum, og horfðu þangað Árni L. Jónsson, og láttu þér ekki bregða þótt líf fari að færast í myndina. Að svo mæltu óska ég þér gleði- legra jóla og góðra heilla á kom- andi ári.“ Á að nota verknað sjúks manns til að dæma okkur? 0975—6272 skrifar: „Nú í vikunni varð ung stúlka fyrir fólskulegri árás og mis- þyrmingum frá hendi svokallaðs síbrotamanns. Það er kannski ekki nein frétt í sjálfu sér. Á hverjum degi eiga sér hliðstæðir atburðir stað, út um allan heim, löglega og ólöglega. Ofbeldi er ekki neitt nýtt fyrirbæri, heldur kemur það manni á óvart hvern- ig íslensk blöð eru farin að bregðast við. Nákvæmar lýs- ingar á atburðinum og kringum- stæðum. Hver er ástæðan? Varla er það þjónustan við al- menning sem verið er að hugsa um. Að flytja almenningi eins hlutlausar fréttir af gangi mála skapa ákveðnar skoðanir hjá al- menningi, á málum er koma þessu beint og óbeint við? Ég á þar við þá umræðu er fangels- ismál og mál þeim tengd hafa hlotið nú í haust. En samt finnst mér forystu- grein Morgunblaðsins vera lík- legri vettvangur til þessarar skoðanamyndunar heldur en fréttaflutningur. Og í framhald- ið af því vil ég minnast lítillega á forystugrein blaðsins í dag, 9. desember. Þar er talað um myrkviði frumskóga, eiturlyfja- neytendur sem óargadýr, hræðslu meðal almennings og óákveðna refsidóma yfir ein- staklingum. Ég ætla ekki að fara hér að tjá mig um einhver einstök atriði þessara mála, heldur vil ég mótmæla því hvernig á að fara að nota verkn- að eins bilaðs einstaklings, til að dæma okkur alla. Okkur er höf- um lent út af „réttri" braut og lent í fangelsi. Einnig vil ég reyna að vekja og svara fáeinum spurningum, er urðu til við fréttir af umtöluðu óhæfuverki og aðdragandanum að því. Okkur sem höfuð orðið að um- gangast þennan mann hér á Litla-Hrauni, tilneyddir, kom þessi atburður ekki svo mjög á óvart. Hann var í fullu samræmi við yfirlýsingar er hann hafði gefið skömmu áður en hann losnaði, og voru á vitorði flestra hér innan hælisins, starfs- manna jafnt sem fanga. Sjálf- sagt hefur ekki verið tekið meira mark á þeim en fyrri yfir- lýsingum sama manns, og litið á þetta sem eitt geðveikisþruglið í viðbót. En annað kom á daginn. Þessi einstaklingur hefur líka fengið sinn skammt af fangels- um ef svo má að orði komast. Hann hefur verið meirihluta ævi sinnar inni á stofnunum hvers konar, verið sviptur sjálfræði og þar með yfirlýstur af samfélaginu óábyrgur gerða sinna. Birtist yfirlýsing frá Tómasi Helgasyni yfirlækni í blöðum um hann, þar sem segir að hann sé of vitlaus til að vera á Kleppi, en ekki nógu vitlaus fyrir Kópavogshæli, svo að eini staðurinn fyrir hann sé fangelsi. Ég nenni ekki hér að fara að gagnrýna yfirlýsingu af þessu tagi, en mér finnst hún sýna vanmátt okkar og úrræðaleysi er einstaklingar sem þessi sjúki afbrotamaður eiga í hlut. Fangelsi þar sem sakhæfir menn eru að afplána sína refs- ingu, eru engir geymslustaðir fyrir menn sjúka á geði. Og er það bæði föngum og þeim sjálf- um til mikilla óþæginda. Ef á að fara að nota afbrot umrædds einstaklings sem ein- hvern grundvöll fyrir umræðum um fangelsi og refsingu brot- legra einstaklinga innan samfé- lagsins, þá er ég hræddur um að við förum afturábak frekar en áfram og það er það sem reynt hefur verið að forðast undanfar- in ár.“ Þessir hringdu . . . Skrýtin landafræði Balli hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég heyrði það tvívegis í morgunfréttum útvarpsins í dag (10. des.), að sagt var frá pólsku skipi sem strandað hafði við Kaupmanna- höfn. Sagt var að tveir breskir drátt- arbátar hefðu komið skipinu til að- stoðar og þyrlur, sem flytja mundu farþeganna til Hebridge-eyja. Eitthvað finnst mér nú þetta skrýtin landafræði. Forkostulegt ráðs- lag hjá Útvarpinu Svanur Karlsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Um sl. mán- aðamót hætti Utvarpið að flytja skipafréttir, þar sem sagt er í stuttu máli frá ferðum íslenskra skipa um heiminn, með upplýsingum um það, hvar þau eru stödd þá stundina og á hvaða leið þau eru. Svona hefur þetta verið í áratugi. Ég verð að segja það, að ég er alveg undrandi yfir að hafa hvergi séð eða heyrt gerða athugasemd við þessa ráða- breytni Útvarpsins. Þetta kom víst lítillega til tals á þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins, en hefur eftir því sem ég best veit ekki náð inn í fjölmiðla. Ég hef heyrt að fréttastofan hafi beðið útvarpsráö að losa sig við þennan böggul, en með tilliti til þess að: 1) 5—600 fjöl- skyldur eiga sína á sjónum og hafa þarna fengið fréttir af þeim; 2) fréttastofan hefur sáralítið þurft að hafa fyrir þessum dagskrárlið, þar sem skipafélögin hafa sent þeim all- ar upplýsingar; 3) tímann sem þess- um dagskrárlið var ætlaður (kl. 16—16.15) milli frétta og veður- frétta, virðist ekki eiga að nota fyrir nauðsynlegra efni — þá finnst mér þetta forkostulegt ráðslag hjá Út- varpinu. Ég legg til að þessu verði þegar í stað breytt í fyrra horf. Heimilistæki hf. hafa til sölu jólaseríur frá kr. 145_ og eilífðarjólatré frá kr. 290“ Það hefur aldrei verið fjölbreyttara úrval af jólaljósaseríum hjá Heimilistækjum hf., einfaldar, skrautlegar, fallegar. Jólatré úr varanlegum gerfiefnum, sem endast heila eilífð - 50cm, 130cm, 150cm, 170cm og 180cm. Tré - ljós - gjafir fyrir alla fjölskylduna Komið, skoðið, kaupið. Heimilistæki hf. Sætúni - Hafnarstræti Svínahamborgarhryggir m/beini Svínahamborgarlæri London lamb Lambahamborgarhryggir Úrbeinaöir hangiframpartar Úrbeinaö hangilæri Okkar Almennt verö: verö: 149.00 172.50 98.50 109.50 84.50 101.40 68.50 88.60 79.50 102.40 117.00 143.00 Allt lambakjöt á gamla verðinu KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalaek 2. s. 86511 Opið til kl. 6 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.