Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 285. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Walesa hættur svelti og ætl- ar að ræða við herstjómina Lim jólin hafa menn víða um lönd sýnt samúð sína með I'ólverjum í verki, einkum með því að taka sér stöðu við sendiráð Póllands. Mynd þessi var tekin fyrir fram- an pólska sendiráðið í l’arís þar sem kveikt var á kertum og þar farið að dæmi Jóhannesar l*áls páfa II, sem lét loga Ijós í glugga á meðan hann flutti jólaboðskap sinn. I.os Angeles. 2í). desember. Al*. REAGAN BANDARÍKJAFORSETI tilkynnti í kvöld uin efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Sovétstjórninni vegna þeirrar kúgunar sem nú á sér stað í I’óllandi. Refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar eru í sjö liðum, en forsetinn segir tilganginn einkum þann að gera Sovétstjórninni Ijóst hversu alvarlegum augum sé litið á atburðina í l’óllandi og hafi þess verið gætt vandlega að refsingar þessar kæniu ekki niður á þeim sem sízt skyldi, pólskum almenningi. Refsiaðgerðirnar eru sem hér segir: bann við sölu á tækniútbún- aði vegna gasleiðslu sem Sovét- menn eru að leggja frá Síberíu til Vestur-Evrópu, lokun sovézkrar innkaupastofnunar, ógilding út- flutningsleyfa vegna sölu á flókn- um tækjabúnaði, s.s. tölvum, til Sovétríkjanna, frestun viðræðna um nýjan kornsölusamning til langs tíma, stöðvun alls flugs á vegum Aeroflots til Bandaríkj- anna, auk þess sem aflýst hefur verið viðræðum um nýjan sjó- ferðasamning Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, útflutningur á tækjum til olíu- og gasvinnslu verður framvegis ströngum tak- mörkunum háður og ýmsir samn- ingar um samvinnu ríkjanna verða felldir úr gildi og endur- skoðun á þeim hafin tafarlaust. í yfirlýsingu Reagans er sérstak- lega tekið fram að samningurinn um samvinnu í orkumálum, í vís- indum og tæknimálum verði ekki endurnýjaður. Bandaríkjaforseti gat þess að ekki væri loku fyrir það skotið að Bandaríkjastjórn gripi til harka- legri ráðstafana ef ekki yrði slak- að á klónni í Póllandi, en þar mun átt við kornsölubann sem kæmi sér afar illa fyrir Sovétmenn. Þegnskylduvinna Ungversk fréttastofa skýrði frá því í dag að pólsk stjórnvöld hug- leiddu nú að innleiða þegnskyldu- vinnu allra karla á aldrinum 18—45 ára meðan neyðarástand væri ríkj- andi. Þá bar það til tíðinda í Júgó- slavíu í dag, að lögregla dreifði tutt- ugu manna hópi sem hafði tekið sér stöðu fyrir framan pólska sendiráð- ið í Belgrad til að mótmæla með- ferðinni á pólskri alþýðu. Varsjár- útvarpið skýrði frá því að 12 for- sprakkar námuverkamanna í Piast- -kolanámunni hefðu verið hand- teknir þegar þúsund verkamenn gáfust upp í gær eftir tveggja vikna verkfall. Þá viðurkenndu valdhaf- arnir í landinu að átta manns hefðu látið lífið síðan herlög voru sett og 5.050 hefðu verið teknir höndum, en samkvæmt áreiðanlegri heimildum hafa margfalt fleiri látið lífið og tugþúsundir verið teknar höndum. Varsjá, 29. desember. Al*. LECH WALESA, leiðtogi Samstöðu, sem pólska valdstjórnin hcfur haft í haldi frá því að herlögin tóku gildi, er hættur að fasta og hefur fallizt á að taka upp samningaviðræður við herstjórnina í landinu, að því er segir í fregnum sem komu eftir krókaleiðum frá Póllandi í kvöld. Er þetta haft eftir fjölskyldu VValesa og fylgir sögunni að hann hafi hæíí í sveltinu á jólunum en áður hafi hann verið búinn að ákveða að hefja viðræður við stjórnina. Aður hefur verið haft eftir áreiðanlegum heimildum að VValesa neitaði að ræða við fulltrúa herstjórnarinnar nema 18 manna forsætisnefnd Samstöðu væri viðstödd, en ekkert er vitað um það hvort stjórnin hefur gengið að þessu skilyrði. Samkvæmt hinni nýju frétt áttu viðræður Walesa og stjórnarinnar að hefjast hvort það hefur gengið eftir. Aðrar fregnir frá Póllandi herma að verkamenn hafi unnið skemmd- arverk í stálverksmiðjum í mótmælaskyni við herlögin og að herstjórnin hafi „refsað“ hundruð- um verkamanna fyrir þetta tiltæki. Oljóst er hvað viðræður Walesa við stjórnina gætu snúizt um en ljóst er að valdhöfunum í landinu er mikið í mun að fá Walesa í lið með sér til að lægja eitthvað ólguna í landinu. Hreinsanir í aðsigi? Pravda heldur því fram í dag að meðal forgangsverkefna í Póllandi sé að endurskipuleggja kommún- istaflokkinn í landinu, efla hann og styrkja innviði hans. Styður þetta þá kenningu að hreinsanir innan flokksins séu í aðsigi, en Varsjár- útvarpið hefur hvað eftir annað lát- ið að því liggja að hreytingar á flokksforystunni séu í undirbúningi. Gromyko, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, sagði við Hartman, send:herra Bandaríkjanna í Moskvu í dag, að Bandaríkjastjórn yrði að láta tafarlaust af þeirri iðju að blanda sér ljóst og leynt í mál hins sjálfstæða ríkis sem Pólland væri, en ráðstafanir þjóðarleiðtoga þar kæmi engum við nema Pólverjum sjálfum. í gær, mánudag, en ekki er vitað Komnir á slóð Doziers? Verona, 29. descmber. Al’. „VIÐ ERIIM hóflega bjartsýnir," sagði Guido l’apalia sem stjórnar leitinni að Ilozier hershöfðingja sem Itauðu herdeildirnar rændu fyrir tólf dögum, „og ég held að við séum komnir á slóðina." Papalia vildi ekki segja annað um málið að svo stöddu, en í kvöld var lögreglumönnum fjölg- að mjög í leitarliðinu, en í því er nú á þriðja þúsund manns. Lög- reglan, sem leitar í fjallahéruðum umhverfis Verona og á snævi- þöktum svæðum norður af Fen- eyjum, er með sporhunda og hef- ur víða verið gerð húsleit og bílar stöðvaðir. Líkur eru taldar á því að bandaríski hershöfðinginn sem er gísl Rauðu herdeildanna sé enn á lífi Spadolini forsætisráðherra landsins sagði í dag að stjórn hans og Bandaríkjastjórn væru sammála um að ekki kæmi til greina að ganga til samninga við Rauðu herdeildirnar. Málið væri sérstætt þar sem hér hefðu Rauðu herdeildirnar í fyrsta sinn beint spjótum sínum að útlend- ingi, en það benti til þess að sam- tökin ætluðu nú að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi. Danmörk: Ný stjóm mynduð „A ÞESSARI stundu er ekkert um þad vitað hvaða breytingar verða á hinni nýju minnihlutastjórn Anker Jnrgensens, en hann gengur á fund Margrétar drottningar síðdegis á mið- vikudag og leggur fyrir hana ráðherralista sinn,“ sagði Gunn- ar Rytgaard í Kaupmannahöfn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Margt bendir þó til að litlar breytingar verði á skipan stjórn- arinnar og er það mál manna hér í Kaupmannahöfn, að því skemur muni nýja stjórnin sitja sem til- færslur Ankers verði minni." Rytgaard kvað marga hafa stöðu Lise 0stergaards í stjórn- inni til viðmiðunar. Héldi hún áfram sem menningarmálaráð- herra benti það ákveðið til að stjórninni væri ekki ætlað að sitja lengi, en hyrfi hún hins vegar úr embættinu mætti ætla að ekki ætti að tjalda til einnar nætur. „Það eina, sem virðist nokkurn veginn ljóst,“ sagði Rytgaard, „er að Knud Heinesen, sem hefur ver- ið samgöngumálaráðherra, skiptir um ráðuneyti og tekur nú við fjár- málum. Nýi samgöngumálaráð- herrann verður að líkindum J.K. Hansen. Það er almenn skoðun þeirra sem fylgjast grannt með dönskum stjórnmálum þessa dag- í dag ana, að Anker láti sig dreyma um stuðning Róttæka vinstri flokks- ins. Við núverandi aðstæður sé sá stuðningur hins vegar ekki fáan- legur nema með skilyrðum sem Jafnaðarmannaflokkurinn geti ekki gengið að, en róttækir-vinstri muni verða samvinnuþýðari þegar líður að sumri. Þá ætli Anker að stokka spilin, fá róttæka-vinstri með í stjórnarsamstarfið og gera um leið meiriháttar breytingar á stjórninni." Al'-símamynd. refear Sovét kornsölubanni Reagan - hótar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.